Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 19

Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 19 / ellibúöum □ Ragnhildur Ólafsdóttir: □ FÓLK A FÖRUM. 133 bls. □ Helgafell. 1975. Fólk á förum er þokkalega tilsniðin skáldsaga; og væmnis- laus. Og vafajaust undirbyggð á traustri þekkingu á efni því sem tekið er til meðferðar: dag- legu lífi vistmanna á elli- og hjúkrunarheimili. En skemmti- saga er þetta í engum skilningi, öðru nær, ekki heldur gagntak- andi harmsaga, er of einhæf og yfirborðskennd og of laust tekið á efninu til að geta kallast meiri háttar skáldskapur og höfða til hjartans. Grein er þetta víst á meiði skandí- navískrar félagshyggju og lýsir — eins og Halldór Laxness seg- ir í bréfi til skáldkonunnar og prentað er sem formáli fyrir sögunni, „þeim sorgleik, þegar gamla fólkið í venjulegri fjöl- skyldu, afi og amma, eru numin burt úr náttúrlegu umhverfi sínu og vistuð utangarðs, í elli- búðum, og virðist sú aðferð vera jafn-samrunnin ríkishug- sjón okkar tíma og útburður holdsveikra þótti einhlítur á miðöldum.“ Því má bæta við til áréttingar að sagan greinir ekki svo mjög frá því hvernig né hvenær gamla fólkið slitnar úr tengsl- um við samfélag og fjölskyldu, þegar frásögnin hefst er það búið og gert; söguhetjurnar eru orðnar sannkallaður elliheimil- ismatur, farlama á sál og líkama og þegar búnar að glata Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON mestöllu heilbrigðu Iífsskyni og þar með lífslöngun og vitá f rauninni hvorki í þennan heim né annan. Þetta er mestmegnis atferlislýsingar, sagt frá at- höfnum söguhetjanna, stöku sinnum brugðið upp svipleiftr- um úr fortíð þeirra, en ytra borði hlutanna er sem sagt langmest skil gerð. Fólk á förum er stutt skáld- saga en persónur margar og af því leiðir að hverri er skammt- að fremur naumt rúm til kynn- ingar: skapgerðarmótunar og tjáningar. í kápuauglýsing segir að saga þessi hafi „hlotið ágæta dóma og mikla viðurkenningu í Dan- mörku.“ Ekki skal það í efa dregið. Málefni þau, sem Ragn- hildur gerir að umræðuefni, snerta Dani örugglega meir en íslendinga, að minnsta kosti enn sem komið er. í Skandínavíu hefur nú um sinn verið tíska að útmála rang- hverfuna á velferðarþjóðfélag- inu og fátt er það orðið sem „velferðinni" hefur ekki verið fundið þar til foráttu. Fólk á förum er ekki þjóðfélagsádeila í beinum skilningi og varla hægt að segja að í sögunni komi fram afstaða með eða móti því kerfi sem útheimtir „ellibúðir“ af því tagi sem þarna er lýst. Persónurnar skila aðeins tóm- leikahlutverki sínu hver fyrir sig, eiga hver sfna fortíð að baki *en sameinast þarna I framtíðar- leysinu einu sáman, bið eftir dauðanum. Hrumleiki þeirra er náttúrulögmál sem ekki verður umflúið og því ekki við neinn að sakast vegna sjúkleika þeirra, ellin er staðreynd. Hitt er álitamálið hvernig bregðast skuli við vandanum sem heild, hvort safna skuli öldruðum og sjúkum á einn stað utangarðs við samfélagið eða leysa málin eins og I gamia daga: að afi og amma lifi og deyi heima hjá sér og afkom- endunum. Höfundur Fólks á förum velur ekki milli þeirra kosta né annarra hugsanlegra sem ekki var heldur við að bú- ast, bregður aðeins upp myndum af því sem er en lætur öðrum eftir að þenkja og álykta. Ekki hef ég séð bók þessa á frummálinu en get ímyndað mér að hún sé hugtækari í frumgerð héldur en hér I ís- lenskri þýðing Elísabetar Jónasdóttur. Lítið dæmi um stílinn: „Erik Dallin var enginn gam- all draumaprins, sem frú Weber hafði dreymt um á sínum ungu dögum. Hún hafði aldrei hitt hann sjálfan og aldrei ljáð því hugsun, að hún ætti það eftir.“ „Á sínum ungu dögum“ á líkast til að merkja „á æsku- árum“ og er hæpið orðasam- band. Og sögnin að ljá beygist: Ijá — léði — léð, en ekki Ijáð. Fremur telst til klaufaskapar en málspjalla að segja: „Deildin lá á annarri hæð.“ Og mætti víst benda á fleiri dæmi af svipuðu tagi. Það vekur alltaf athygli hér heima þegar fslendingur vinnur sér eitthvað til frægðar í útlöndum. Og sú ein giska ég á að sé ástæðan til að þessi bók er nú komin út á islensku: að höf- undurinn er íslenskur. Að öðrum kosti er ósennilegt að frægð Fólks á förum hefði nokkru sinni borist hingað til stranda. Kostur bókarinnar er á hinn bóginn sá að hún kann að leiða til umhugsunar. Brotnir [ | Ólafur Haukur Símonar- son og Alfreð Flóki: □ SVARTA OG RAUÐA BÓKIIM. | | Útgefanda og útgáfuárs ekki getið. ÞETTA er súrrealískur eða hálfsúrrealískur Ijóðaflokkur eftir Ólaf Hauk Símonarson. í annarri Ijóðabók Ólafs Hauks, Má ég eiga við þig orð? orti hann með öðrum hætti. Þar vöktu einkum athygli skorinorð Ijóð um hversdagslífið. Svarta og rauða bókin líkist einna helst fyrstu bók Ólafs Hauks, Unglingunum í eldofninum. Þar er dálítið af súrrealisma og innhverfum Ijóðum í anda Svörtu og rauðu bókarinnar. Til þess að gefa nokkra hugmynd um hvað átt er við með súrrealisma Ólafs Hauks birti ég erindi úr Svörtu og rauðu bókinni: Olíulitt ský dregur fyrir mánann. Vængbrotnir hrafnar veltast umátorginu. Skeggjuð tár engjast á öngli veiðimannsins. Milli augna fólksins blikar á hnífseggjar. Grænir burknar í stað fóta. Afhöggnir fíngur standa í eyrum. Eldbjarma slær á lakk bifreiðanna. Alfreð Flóki Svartir nöíckvar sigla hægan byr milli hnatta. Jafnvel hér inni söngur minn kæfa innýfladrunur borgarinnar líf þitt. Mikil áhersla er lögð á myndbál Ijóðsins og hrynj- andi þess líkt og í Imbru- dögum Hannesar Sigfús- sonar, en Svarta og rauða bókin líkist Imbrudögum ekki einungis að formi, heldur er heimur þessara beggja bóka líkur. Ólafur Haukur lýsir líkt og Hannes Sigfússon upp- lausn og viljalausum manni, rekaldi: „Hversvegna ég dvel hér/með hálfan hug við allt og ekkert/og andstyggilega vœngir Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Ólafur Haukur Símonarson daga/skröltandi einsog hlekki/við hvert fótmál?" Svarta og rauða bókin verkar á mig eins og úr sér genginn módernismi, róman- tískur hrollur. Þessi hverful- leikaóður hefur oft heyrst áður: brotnir vængir, völ- undarhús, blóð. Ljóðið verður á köflum ansi flatt eins og legið hafi á að koma því út. En víða eru skáldleg tök á yrkisefninu, sem vitna um að hér er á ferðinni skáld kunnáttu. Napurleik Iffsins er stundum lýst eftirminnilega: Vindurinn þýtur í fjöllum af niðursuðudósum. Ræðurnar hljóma þvoglulega eins og köngulær séu að spinna yfir raddböndin vef eða spólan að renna út á segulbandinu. Upphaf þriðja hluta er líka vel ort. Fyrstu línurnar eru svona. „Eitthvað / rautt og hvltt / er farið úr húsinu mfnu. / Það er rifa í daginn / (einsog rifa f málverki) þarsem þú stóðst í gær." í svörtu og rauðu bókinni eru fimm teikningar eftir Alfreð Flóka. Allar eru þær til marks um hvernig list Flóka stefnir að æ meiri fágun og hnitmiðun. Best nýtur sín teikningin á bls. 8 (Ljóð). En sumar myndanna (t.d. á bls. 20, Prinsessan og drekinn) bera bókina ofurliði. Þótt offsetfjölritun bókarinnar hafi tekist sæmilega nægir það ekki til að teikningarhar kom- ist til skila. Samstarf skálda og listamanna skal þó síst lastað. Það þarf að verða sem mest. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Frá svœðamóti Sovétríkjanna Um daginn var hér í þættin- um skýrt frá svæðamóti Sovét- ríkjanna. Mótinu er nú lokið, en ekki hafa mér borizt úrslit þess þegar þetta er ritað. Eftir 10 umferðir hafði stórmeistar- inn Savon forystu með 7 v„ en næstir komu Vasjukov, Gulko, Gúfeld og Taimanov með 6 v. Þar á eftir komu þeir Bron- stein, Alburt og Ceskovsky allir með 5,5 v. Keppnin er því mjög spennandi, en svæðamótið veit- ir fjórum efstu mönnum rétt til þátttöku í millisvæðamótum. Stórmeistarinn E. Vasjukov, sem tvívegis hefur teflt hér á landi, er að vísu ekki lengur f hópi þeirra, sem efnilegir geta talizt. Hann er engu að síður sívaxandi skákmaður og virðist vera betri nú en nokkru sinni fyrr. Vasjukov hefur góða möguleika á því að komast í millisvæðamót að þessu sinni, og hér kemur eitt sýnishorn af taflmennsku hans í þessu móti. Hvítt: E. Vasjukov. Svart: K. Grigorjan Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Dxd4 (Þessi leikur er mun sjald- gæfari en 4. Rxd4, en hann er engu að sfður ágætur). 4. — a6, 5. Be3 (Annar góður möguleiki er hér 5. c4). 5. — Rf6, 6. Rc3 — Bg4, 7. e5 — Rc6, (Endataflið, sem upp kæmi eftir 7. — dxe5, 8. Dxd8+ — Kxd8, 9. Rxe5 væri hagstætt hvltum). 8. Da4 — b5, (Svartur fórnar liði til þess að Iosa um stöðu sfna. Eftir 8. — Bxf3, 9. exf6 — Bg4, 10. Rd5 stæði hvítur mun betur). 9. Bxb5 — axb5, 10. Dxb5 — Dc8, 11. exf6 — Hb8, 12. Da4 — Hb4, (Eða 12. — Hxb2, 13. Rd5 og hótunin Rb6 er of öflug). 13. Da3 — e6, 14. 0-0-0 — gxf6, (Eða 14. — d5, 15. fxg7 — Bxg7, 16. Bc5 og hvítur hefur yfirburðastöðu.) 15. Hhel — Be7, (Enn var 15. — d5 of vogað. T.d. 16. Rxd5 — exd5, 17. Bc5 — IIe4, 18. Bxf8 — Hxf8, 19. Hxe4+ — dxe4, 20. Hel — f5, 21. Rd2 — Re5, 22. f3 og hvítur hefur mjög sterka sókn). 16. h3! — Bh5, (Eftir 16. — Bxf3, 17. gxf3 hefði framhaldið getað orðið: 17. — Db7, 18. Re4 — d5, 19. Rc5 — Db5, 20. Da8+ — Rd8, 21. a4, og svartur getur enga björg sér veitt). 17. Rd4! — d5, 18. Rf5! — exf5, (Svartur átti ekkert betra, t.d. 18. — Bf8,19. Rxd5 — exd5, 20. Bc5+ — He4, 21. Hxe4 — dxe4, 22. Bxf8 — Dxf5, 23. Da8). 1.9. Bc5 — He4, 20. f3! — d4, (Eða 20. — Hxel, 21. Hxel — 0-0, 22. Rxd5 og öll spjót standa á svörtum). 21. Rxe4 — fxe4, 22. Bxe7 — Bg6, (22. — Rxe7, 23. Hxe4 var auðvitað vonlaust). 23. Bxf6 — e3, 24. Hxd4 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.