Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 25 — Þeir veiða Framhald af bls. 10 viku og flytur póst, farþega og farm, eftir því sem rými leyfir. Er að þessu hin ágætasta sam- göngubót, þegar vel viðrar og flugbrautin er fær. Nú hefir brautin verið hækkuð og reynt að bægja brott vatnsrennsli, sem gat komið I leysingum, og myndaði svellbunka ó braut- inni. VEGAMÁL: Þörf umbóta á vegum Þar sem flestir bæir sveit- arinnar standa við sjó og aðal- vegur liggur að mestum hluta nærri ströndinni, er sjaldan mikil snjódýpt á vegum f byggð, nýir vegakaflar hafa reynst færir í miklum snjóum. Aðkallandi er að ljúka upp- byggingu vegarins. Flesta vetur lokast um lengri eða skemmri tima leiðir til næstu byggða suður um Sandvíkurheiði til Vopnafjarðar og norður um Brekknaheiði til Þórshafnar. Mikið mætti þetta laga með um- bótum á vegum. Strandferðaskip Skipaút- gerðar rikisins koma nær því hálfsmánaðarlega á Bakka- fjörð, þegar þau geta lagst að bryggju, hafi þau eitthvað að færa eða taka. HEILSUGÆSLA: Læknisþjónustan háð veðurfari Skeggjastaðahreppur er í Þórshafnarlæknishéraði. Hefir svo verið frá árinu 1907. Áður var hreppurinn í Vopnafjarðar- læknishéraði. Frá þorpinu eru tæpir 50 km til Þórshafnar, en rúmir 40 km til Vopnafjarðar. Læknar eru nú i báðum héruð- unum og læknisþjónusta því góð eftir aðstæðum meðan vegir eru færir. Bæta mætti læknisþjónustuna með því að læknir kæmi og hefði viðtals- tíma á Bakkafirði einn dag í viku á vetrum. FRÆÐSLUMAL: Erfið aðstaða — góð útkoma Farkennsla var í hreppnum til ársins 1950. Varð þvi naumast lengur áfram haldið, því illa gekk að fá kennara og enn verr að fá kennslustaði. Að tilmælum þáverandi náms- stjóra tók prestfrúin á Skeggja- stöðum að sér kennsluna haustið 1950 og voru skóla- börnin i heimavist á prests- setrinu. Hefir hún síðan haft kennsluna með höndum, stundum með aðstoð manns sins. Heimavist var á heimili þeirra 18 ár. Næstliðin 5 ár hefir heimanakstur komið í stað heimavistar. Hefir það gengið vonum betur, en getur hindrast sökum snjóþyngsla á lágum eða niðurgröfnum vega- köflum, nýuppbyggðir kaflar eru hins vegar alltaf færir. Ekki hefir verið aðstaða til að starfrækja reglulega unglinga- deild við skólann. Stundum hefir þó verið kennt námsefni I. bekkjar. Skólinn hefir fram að þessu útskrifað börn með fullnaðarprófi á 13. eða 14. ári eftir þroska og hæfni skv. eldra kerfi. Nær undantekningar- Iaust hafa þau farið áfram til unglinganáms og lokið skyldu- námi. Sum hafa farið í Torfa- staðaskóla í Vopnafirði og munu 5 börn, sem útskrifuðust s.l. vor, öll hafa farið þangað í haust. VERSLUN: Erfitt um vik, en haldið fram Árið 1900 byrjaði Halldór Runólfsson bókbindari að versla á Höfn við Bakkafjörð. Aður var þar engin verslun, en verslun örum & Wufs á Vopna- firði átti þar fiskhús fyrir mót- töku á saltfiski, sem keyptur var af bændum. Halldór kaup- maður byggði upp verslun og þorp á Bakkafirði með stórhug og myndarbrag á þeirra tíma vísu. Hann rak þar verslun út- gerð og fiskverzlun til dauða- dags eða nær 20 ár. Fráfall hans varð mikill skaði þorpinu og byggðinni allri. Verslun hélst þó áfram, því að Jakob Gunnlaugsson stórkaupmaður í Kaupmannahöfn eignaðist verslun Halldórs og rak þar síðan verslun allt til ársins 1936. Var það aðalverslun byggðarlagsins, þó að útibú Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn byrjaði þar smáversl- un samhliða nokkru fyrr. Síðasti verslunarstjóri Gunn- laugssons-verslunar á Bakka- firði fórst voveiflega 1936. Eftir það hætti sú verslun, en Kaup- félag Langnesinga keypti hús og aðstöðu og hefir ekki síðan verið önnur verslun en útibú kaupfélagsins. Það hefir hvorki keypt fisk né rekið fiskverkun, en hafði móttöku sláturfjár fram undir 1960. BYGGÐAVANDAMÁL: Að nýta landkosti Islands, eða ekki Mikil fólksfækkun hefir orðið I Skeggjastaðahreppi síð- ustu áratugi. Orsakir þess eru margar, líkt og í öðrum strjál- býlissveitum. ör vöxtur höfuð- borgarinnar og annarra kaup- staða og þéttbýlis olli mikilli fólksfækkun í strjálbýli, sem vænta mátti. Þessi þróun varð hraðfara um og eftir heims- styrjöld siðari og hefir haldið áfram fram að þessu. Sitthvað hefir verið reynt til að stöðva eða draga úr þessari þróun, en sumt án árangurs. Nú bendir ýmislegt til þess, að fólk vilji setjast að í strjálbýli og smærri þorpum. Vonandi er það merki þess, að framvegis vilji tslend- ingar byggja land sitt allt. Þessa stefnubreytingu þurfa stjórnvöld að styðja með aðstoð og liðsinni við fámenn byggðar- lög, sem gætu þá veitt allmörgu fölki viðtöku og búið þvi góð lífsskilyrði. BRÝNUSTU MÁL: Að lokum skal hér nefnt það helsta, sem virðist aðkallandi að framkvæma til viðhalds og eflingar byggðar í Skeggja- staðahr. 1. Framhald hafnargerðar með lengingu bryggjunnar og öðr- um þeim umbótum sem bæta aðstöðu útgerðar á Bakkafirði. 2. Meðan ekki hefir verið komið upp frystihúsi, verði athugað, hvort hægt væri að hafa þar vinnslu sjávarafurða til at- vinnuaukningar í þorpinu yfir vetrartimann. 3. Hreppnum verði gert kleift að byggja leiguhúsnæði, 4—5 íbúðir, svo að greitt verði þannig fyrir ungu fólki, sem nú þegar vill setjast að I þorpinu, svo og öðrum, sem vilja flytjast þangað. 4. Lokið verði uppbyggingu aðalvegar um sveitina, svo að ekki hindrist akstur skplabarna á vetrum eða aðrar nauðsyn- legar samgöngur. Einnig er brýn þörf umbóta á vegum til næstu byggðarlaga. 5. Veitt verði aðstoð, með lánum eða styrkjum, þeim er búskap vilja hefja á eyði- jörðum, og unnið að því að koma I veg fyrir að bújörðum sé haldið í eyði árum saman. Fleira mætti hér nefna til, en þetta er með því helsta. a Við bjóðum 20% afslátt ' OÚUM gleraugna- umgjörðum í dag og nokkra næstuil daga, vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins. NOTADU TÆKIFÆRIÐ — ef þu þarft að endurnýja gleraugun — ef þú þarft lestrargleraugu — ef þú ert að byrja í skóla — ef þú ert orðinn leiður á gömlu umgjörðinni. Mundu: Ný gleraugu skapa nýtt andlit. ___________ Mundu: Tilboð þetta stendur aðeins í nokkra daga. TYU H GLERAUGNAVERZLUN, F AUSTURSTRÆTI 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.