Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 1
36 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
311. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Portúgal:
Upplausn inn-
an hersins?
Lissabon 29. september. Reuter —AP
NÆSTUM allar sveitir
portúgalska flotans, land-
og flughers fengu í kvöld
skipun um að vera við öllu
búnar eftir að hersveitir
sem að fyrirmælum Jose
Pinheiro de Azevedo for-
sætisráðherra höfðu yfir-
tekið sjónvarps- og út-
varpsstöðvar í Lissabon úr
höndum vinstri manna
sem einokað hafa starf-
semi þeirra, gerðu sig lík-
legar til að óhlýðnast yfir-
mönnum sínum. Azevedo
fyrirskipaði töku stöðv-
anna í morgun og lét lesa
upp yfirlýsingu þar sem
fráfarandi stjórn þeirra
var sökuð um undirróðurs-
starfsemi og tilraunir til
að skapa klofning meðal
þjóðarinnar. En hermenn í
einni stöðvanna neituðu að
hlýða og lýstu stuðningi
við stjórnendur hennar.
Talsmaður COPCON-
öryggissveitanna sagði í
kvöld að allar hersveitir,
nema í norðurhluta lands-
ins væru f viðbragðsstöðu,
sem þýðir að öll frf eru
felld niður, vörður er um
herbúðir og allir borgarar
verða að yfirgefa her-
stöðvac Azevedo sagði í út-
varpi f kvöld að ástandið
ógnaði ekki aðeins öllu
valdi, heldur sjálfstæði
þjóðarinnar.
Þúsundir vinstri manna mót-
mæltu þessum aðgerðum forsæt-
isráðherrans f kvöld og fóru í mót-
mælagöngu í Lissabon. Gerður
var aðsúgur að Otelo Saraiva de
Carvalho hershöfðingja yfir-
manni COPCON, er hann kom til
fundar við fréttamenn við upplýs-
ingamálaráðuneytið.
Herlögreglan varð að ryðja Car-
valho braut gegnum þröngina, en
múgurinn steytti að honum hnef-
ana. Carvalho sagði að hánn væri
að velta fyrir sér að segja af sér
yfirmennsku COPCON. „Ef þið
haldið að ég komi ekki lengur að
gagni í byltingarstarfinu, þá mun
ég segja af mér.“ Hópur hafnar-
verkamanna hótaði að yfirtaka út-
varpsstöðina ef Carvalho skipaði
ekki hermönnum sínum að fara
burt, en hann neitaði. „Ef þið
haldið að þið getið náð völdum, þá
Framhald á bls. 34
Símamynd AP
MÓTMÆLI — Átök mótmælenda og lögreglu í mótmælaaðgerðum gegn aftökun-
um á Spáni í Genf, sem í tóku þátt um 5000 manns.
Verða fleiri Baskar líf-
látnir um næstu helgi?
Háværar kröfur um refsiaðgerðir á hendur Spánverjum ina Þeirra á meðal einn af helz,u
Madrid og víðar, 29. september.
AP—Reuter—NTB.
• VERKFALLAALDA reið yfir
Baskahéruðin f norðurhluta
Spánar í dag. Verksmiðjur,
skóiar, verzlanir og veitingastof-
ur voru lokaðar er meir en
Sfmamynd AP
MÖTMÆLI — Mótmælendur f
Lissabon flytja húsgögn úr
spænska sendirððinu út á götu,
þar sem þcim var varpað á bál til
að mótmæla aftökunum.
120,000 manns urðu við leynilegri
verkfallsboðun til að mótmæla af-
tökunum á fimm spænskum and-
ófsmönnum, þ.á m. tveimur Bösk-
um, á laugardag, en þær hafa
vakið meiri athygli og meiri reiði
um heim allan en dæmi eru al-
mennt til um. Ekki kom til
neinna átaka, en lögreglusveitir
voru á varðbergi. Spánska rfkis-
stjórnin kom saman til skyndi-
fundar f Madrid undir forsæti
Carlos Arias Navarro forsætisráð-
herra til að fjalla um þau gffur-
legu mótmæli sem aftakan hefur
leitt af sér og einangrað hafa
Spán mjög verulega í alþjóðasam-
skiptum. Háttsettir heimilda-
menn sögðu að stjórnin væri reið
og hrygg yfir þessum viðbrögðum
en hefði ekki í hyggju að breyta
stefnu sinni f þessum málum.
Heimildir í Madrid sögðu enn-
fremur að allt að 20 menn úr
aðskilnaðarsamtökum Baska, sem
handteknir voru eftir bardaga
fyrr f þessum mánuði yrðu leidd-
ir fyrir rétt f þessari viku, o
allmargir þeirra gætu átt von á
þvf að vera teknir af lffi um helg-
leiðtogum aðskilnaðarhreyfingar-
innar, Jose Ignacio Mugica
Arregui. 1 yfirlýsingu f kvöld
vfsaði spænska stjórnin mótmæl-
um erlendis frá á bug, og boðaði
sjónvarpsávarp frá Navarro
Framhald á bls. 35
Mikilvægt ársþing Verkamannaflokksins hafið:
Hættir Wilson
eftir eitt ár?
BlaCkpool, 29. september. AP—Reuter.
Sjá grein um flokksþingið á
bls. 34
HAROLD Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, sem situr nú
NV-Atlantshafsfiskveiðinefndin um veiðar undan N-Ameríkuströnd:
40 % minnkun veiða
erlendra fiskiskipa
Montreal, 29. september. AP.
NORÐVESTUR-Atlantshafs-
fiskveiðinefndin sam-
þykkti á fundi sfnum f
Montreal f gær tillögu Kanada-
manna um 40% minni veiðar
erlendra fiskiskipa á fiskistofn-
um undan Atlantshafsströnd
Bandarfkjanna, þ.á m. ýsu,
þorski og lúðu. Tillaga
Kanada, sem fyrst var lögð
fram á fundi ncfndarinnar f
Edinborg f júnf, nær yfir
svæðið frá norðurodda Labra-
dor, yfir Nýfundnaland og
Nova Scotia, og miðin undan
strönd New Brunswick. Sam-
komulagið var talið mikill sig-
ur fyrir kanadfska fiskimenn
af sjávarútvegsráðherra lands-
ihs Romeo Leblanc. Einnig
tókst Kanada að fá aðildarlönd
nefndarinnar til að samþykkja
auknar takmarkanir á vciði
fisktegunda sem taldar eru í
hættu og auka hlut kanadfskra
fiskimanna f heildaraflanum.
Leblanc sagði að samkomu-
lagið, sem ganga á f gildi á
næsta ári, ætti að bæta hag
fiskimanna á þessu svæði sem
átt hafa í höggi við minnkandi
afla. Samdráttur þessi um 40%
fæst fram að nokkru leyti með
fækkun veiðidaga erlendra
fiskiflota undan Kanadaströnd
á ári hverju, en þessi tala er
meðaltalstala, og hún er ekki
svo há á vissum svæðum.
Aflatakmarkanirnar ná til
allra aðildarlanda nefndar-
innar nema Kanada og Banda-
ríkjanna, sem land eiga að
miðum þessum, og Frakklands
sem ræður yfir eyjunum St.
Pierre og Miquelon undan suð-
urströnd Nýfundnalands. Á
flestum svæðum geta kanadisk-
ir fiskimenn veitt svipað magn
og verið hefur og aflaminnk-
unin mun næstum þvi algjör-
lega takmarkast við erlenda
fiskveiðiflota. Leblanc sagði að
nú væri von til að fiskstofnarn-
ir á þessum miðum gætu náð
sér á strik að nýju vegna þess-
ara reglna.
Hinn nýi kvóti mun draga úr
þorskafla sem nemur 20—50%,
eftir því hvaða svæði á í hlut.
Leblance kvaðst fullviss um að
viðkomandi lönd myndu fylgja
hinum nýju veiðireglum. Hann
Framhald á bls. 35
ársþing Verkamannaflokksins
sem hófst í Blackpool i dag, hefur
sagt nánum vinum sfnum að hann
hyggist draga sig í hlé sem for-
sætisráðherra eftir eitt ár eða svo,
að því er AP-fréttastofan hefur
eftir áreiðanlegum heimildum. 1
samræðum við nána vini í sfðustu
viku lét W’ilson einnig í ljós hug-
myndir um hugsanlega eftir-
menn, og kom það á óvart að sá
maður sem hann hefur helzt
augastað á er Anthony Crosland,
nú umhverfismálaráðherra, 58
ára. Einnig er Denis Healey fjár-
málaráðherra sagður koma til
greina. Ekki er Ijóst hversu alvar-
lega Wilson er að velta afsögn
fyrir sér, en hann er sagður hafa
þungar áhyggjur af tilraunum
vinstra arms flokksins til að hefta
völd forsætisráðherra og ráðherra
hans og knýja þá til róttækari
stefnu, svo og af sla'mum horfum
á bata í efnahagsástandi Bret-
Iands.
Wilson varð fyrst forsætisráð-
herra 1964, og enginn maður
hefur verið forsætisráðherra
jafnlengi í Bretlandi á friðar-
tímum á þessari öld. Þau mál sem
Wilson er sagður hafa svo þungar
áhyggjur af setja mjög svip sinn á
ársþing flokksins sem hófst í dag.
Þar tókst hins vegar Michael Foot
atvinnumálaráðherra sem hingað
til hefur verið i forystu fyrir rót-
tæka vinstri menn innan flokks-
Framhald á bls. 35