Morgunblaðið - 30.09.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
3
Sommeruga aðstoðarframkvæmdastjóri, B. Rabaeus, framkvæmdastjóri EFTA, Ólafur Jóhannesson ráðherra, formaður EFTA-ráðsins, Þórhallur
Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Valgeir Ástráðsson deildarstjóri og Sveinn Björnsson deildarstjóri.
leysi í EFTA-löndum
ÓLAFUR Jóhannesson við-
skiptaráðherra, núverandi for-
maður EFTA-ráðsins, setti
fund ráðgjafarnefndar samtak-
anna á Ilótel Loftleiðum kl.
16,30 í gær. Áður höfðu full-
trúar haft óformlegar viðræður
við fulltrúa Danmerkur og
Bretjands, en þeir koma á
fundi EFTA til slfkra viðræðna
sfðan löndin fóru I Efnahags-
bandalagið og hættu störfum
innan EFTA. Ráðgjafar-
nefndarfundinn sitja um fjöru-
tfu fulltrúar aðildarrfkjanna,
fslands, Svíþjóðar, Noregs,
Portúgals, Austurrfkis, Sviss og
Finnlands sem er aukaaðili að
samtökunum.
Á fundinum sfðdegis gáfu
fulltrúar einstakra aðildarrfkja
skýrslur um ástand og horfur í
efnahagsþróun f heimalöndum
sfnum og er sagt frá ræðu
Hjartar Hjartarsonar, fulltrúa
Verzlunarráðs fslands f EFTA
annars staðar á þessari sfðu. f
óformlegu viðræðunum í gær-
morgun hafði Guðmundur
Garðarsson fjallað um sam-
skipti fslands við Efnahags-
bandalagið og gagnrýnt Vestur-
Þjóðverja fyrir að koma f veg
fvrir að samningur fslendinga
við bandalagið kæmist til fram-
kvæmda. Er og sagt frá ræðu
Guðmundar á öðrum stað sfð-
unnar.
t setningarræðu Ólafs Jó-
hannessonar benti hann á að
ekki væri á þessum fundi hægt
að flytja neinar batafréttir þar
sem efnahagsástandið f heimin-
um hefði dýpkað enn og væri
nú verra en nokkru sinni
síðustu fjörutfu ár. Flestar
þjóðir heims hefðu að meira
eða minna leyti orðið fyrir
barðinu á þessari þróun og
verðbólguvöxturinn væri
alvarlegur nánast hvarvetna.
Frá setningu fundar ráðgjafanefndar EFTA á Hótel Loftleiðum í gær.
Ólafur Jðhannesson sagði að
fyrr á þessu ári hefðu menn
haft nokkrar vonir um að breyt-
ing yrði til hins betra, en nú
væri allt útlit fyrir að það bezta
sem næðist væri að framleiðsla
minnkaði ekki öllu meira en
orðið væri á sfðari hluta ársins.
Þó mætti ætla að meiri bjart-
sýni væri fært að tengja við
árið 1976. Ólafur Jóhannesson
sagði að EFTA-löndin hefðu
ekki farið varhluta af efnahags-
kreppunni og verðbólgunni, en
meirihluti þeirra væri þó skár
settur en ýmsar stórþjóðir. Að
sumu leyti væri þetta óvænt,
þar sem öll EFTA-löndin væru
mjög háð alþjóðaviðskiptum.
Sem betur fer hefði f EFTA-
löndum til dæmis nokkurn veg-
inn tekizt að hafa hemil á þvf
að atvinnuleysi yxi ekki yfir
höfuð.
Fundur ráðgjafarnefndar-
innar heldur áfram f dag.
Verður þá á dagskrá umræða
um efnahagsástandið f
Portúgal og aðstoð EFTA við
landið. Þá verður flutt skýrsla
formanns frá sfðasta fundi ráð-
gjafarnefndarinnar, rætt um
frfverzlun f Evrópu með tilliti
til Miðjarðarhafssvæðisins og
að lokum upprunareglur sam-
takanna.
Oiafur Jóhannesson
við fundarsetningu:
Ekki hefur dregið úr erfið-
leikunum, en tekizt hefur að hamla gegn atvinnu-
„Horfnr í efnáagsmálnm
óvissar og alvarlepr"
- rætt við Hjört Hjartarson fulltrúa
Verzlunarráðs íslands í ráðgjafarnefnðinni
I ræðu þeirri, sem Hjörtur
Hjartarson flutti á fundi
ráðgjafanefndar EFTA i
gær kom fram, að Islénding-
ar hafa ekki, nú sem komið
er, þann hag, sem að var
stefnt, af veru sinni í EFTA
og fríverzlunarsamningnum
við Efnahagsbandalagið. Af-
staða Þjóðverja í landhelgis-
málinu hefur tvívegis orðið
þess valdandi, að friverzlun
með íslenzkar sjávarafurðir
innan Efnahagsbandalags-
ins hefur enn ekki hafizt.
Nú um áramótin nálgast
Danmörk og Bretland enn
frekar ytri tolla Efnahags-
bandalagsins á innfluttar
sjávarafurðir, sem kemur til
með að hafa mjög alvarleg
og neikvæð áhrif á þá mark-
aði, sem við höfum í þessum
löndum. Sem dæmi nefndi
Hjörtur, að tollur á frystri
rækju í Danmörku og Bret-
landi hækkar úr 12% í 16%
um næstu áramót, en i
þessum löndum er aðal-
markaður okkar fyrir frysta
rækju.
í ræðu sinni taldi Hjörtur
horfur i efnahagsmálum
bæði óvissar og alvarlegar.
Aðspurður sagði Hjörtur,
þegar hann var beðinn að
gera nánari grein fyrir
þessum horfum, að hér væri
sérstaklega þrennt, sem
kæmi til:
„I fyrsta lagi hefur þróun
utanríkisviðskipta verið
mjög óhagstæð. Viðskipta-
kjörin koma til með að
versna um 17% á þessu ári
að mati Þjóðhagsstofnunar,
sem bætist við 11 % rýrnun á
s.I. ári. Samtals hafa við-
skiptakjörin þá versnað um
26% að meðaltali síðan 1973.
Vöruskiptajöfnuðurinn, eins
og Hagstofan reiknar hann,
var óhagstæður um 16,5
milljarða króna i lok ágúst
og kemur til með að verða
óhagstæðari um áramót. Við
þetta bætist svo, að gjald-
eyrisstaða bankanna var nei-
kvæð um 13,2 milljónir
dollara í lok ágúst, en kemur
þó til með að batna til ára-
móta. Framhald á bls. 35
i Guðmundur Garðarsson í óformlep viðræðunum:
| r
j „Gætí komið að því að IslemJingar
> enðuraieti gildi þess að vera í EFTA”
I ÓFORMLEGU við-
ræðunum, sem fram fóru
í gær á vegum ráðgjafar-
nefndarinnar talaði
Guðmundur Garðarsson og
fjallaði um þá skoðun Is-
lendinga hversu marklítill
samningur þeirra við Efna-
hagsbandalagið hefði reynzt
vegna afstöðu Vestur-
Þjóðverja. Sagði Guð-
mundur að með þessari
þróun hefði verið komið í
veg fyrir að fríverzlunar-
samningur Is'Iands við Efna-
hagsbandalagið gæti komið
til framkvæmda og hefði
samningurinn gagnvart
Vestur-Þjóðverjum sérstak-
lega og Bretum takmarkaða
þýðingu fyrir Islendinga.
Afstaða Þjóðverja innan
Efnahagsbandalagsins hefði
komið í veg fyrir að Islend-
ingar fengju þau tollfríðindi
sem um var samið á fiskaf-
urðum frá Islandi og auk
þess hefðu Þjóðverjar sett
löndunarbann á íslenzkan
fisk. Þetta hefði haft mjög
skaðleg áhrif á útflutnings-
atvinnuvegi okkar. Það væri
skoðun Islendinga, sagði
Guðmundur, að samningur-
inn við EBE ætti að koma
strax til framkvæmda og
deilur um fiskveiðilögsögu
ætti ekki að blanda inn i
þessi mál. „Verði ekki breyt-
ing á til batnaðar hlýtur að
koma að því að íslendingar
endurmeti umræddan frí-
verzlunarsamning og taki til
endurskoðunar gildi þess
fyrir ísland að vera í
EFTA,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði einnig að meiri-
hluti Islendinga væri fylgj-
andi frjálsri verzlun og teldi
Franihald á bls. 35