Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 17 ííþrðitirl BERJA FRAZIFJ? - ÉCÆTLAADÉTAHANN — NEI, égætlaekki aðbcrja Frazier, ég ætla hreinlega að éta hann upp til agna. Varla þarf að spyrja hver lét sér þetta um munn fara. Muhammad Ali, heimsmeistarinn f þungavigt hnefaleika, hefur haft munn- inn fyrir neðan nefið þegar hann hefur rætt við fréttamenn að undanförnu, en á morgun miðvikudag, mætir hann Frazier f keppni um heims- meistaratitilinn, sem fram fer f Manila. Hljóðara hefur verið um ein- vfgi þetta en flest önnur sem Ali hefur tekið þátt f og er sennilegasta skýringin að menn séu orðnir leiðir á að éta upp stóryrði hans. Það var ekki fyrr en nú um helgina að Ali tókst verulega að komast f sviðsljósið, og þá fyrir það að kona hans, Belinda, sem komin var til þess að fylgjast með ein- vfginu, sneri skyndilega til síns heima. Ástæðan var sú að hún var ekki ánægð með kvennafar Ali f Manila, en kappinn hafði stundað hið Ijúfa Iff af miklum móð, og að sögn stundum haft fleiri en eina f takinu f einu. — Þetta mun ekki hafa áhrif á mig f keppninni, sagði Ali, á sunnudaginn, en var þó óvenju- lega niðurdreginn. — Joe Frazier mun kynnast gólfinu. Ég er enn þá beztur — lang- beztur Joe Frazier hefur hins vcgar minna viljað segja við frétta- menn. Hann hefur einbcitt sér að æfingum frá þvf að hann kom til Manila, og þegar kapparnir voru vigtaðir fyrir keppnina s.l. sunnudag, tók Frazier Iftið undir gffuryrði Ali og stráksskap. Ali viðurkenndi að hafa átt vingott við margar stúlkur frá því að hann kom til Manila. — Eg á margar kærustur, sagði hann, — en Belinda er eina konan mfn og ég elska hana ennþá. Fólk er að reyna að gcra hávaða út af einkamálum mfnum til þess að spilla fyrir mér, sagði Ali, ég hef eitt ráð handa þessu fólki: Hafið ekki áhyggjur af því hjá hverri ég sef, og þá mun ég ekki skipta mér af þvf hjá hverjum þið sofið. Þá sagði Ali, og, að það væri álitinn glæpur ef svartur maður liti á hvfta konu, hvað þá meira, en hins vegar þætti sjálfsagt að hvftir menn hefðu næturgaman af svörtum konum. Þessu þyrfti að breyta og þessu ætlaði hann sér að taka þátt f að breyta. — Múhameðstrúin mun kenna ykkur að láta konur annarra f friði. Leggið hendur á systur múhameðstrúarmanns eg þið munið deyja, sagði Ali. Þegar kapparnir voru vigt- aðir á sunnudaginn, reyndist Ali vera 102,82 kg en Frazier hins vegar 97,73 kg. Almennt er Ali spáð sigri f viðureigninni í Manila, og þannig sagði t.d. Ron Lyle, sem Ali keppti við fyrr á þessu ári og sigraði, að Joe Frazier myndi ekki eiga möguleika f keppninni. — Ali heur miklu meira baráttuþrek en Frazier, hann er f betri út- haldsþjálfun og hcfur sneggri hreyfingar, sagði Lyle. Viggó Sigurðsson er f góðri æfingu um þessar mundir og á meðfylgjandi mynd RAX sendir hann knöttinn f net Þróttar með þrumuskoti. Barningur í leikjum Reykjavíkurmótsins VlKINGAR hefðu mátt þakka unnið riðilinn á hagstæðri marka- fyrir að ná jafntefli f Ieik sfnum gegn Þrótti í Reykjavfkurmótinu f handknattleik á sunnudags- kvöldið. Er um mfnúta var til leiksloka var staðan jöfn 24:24, Þróttarar með knöttinn og Vfk- ingarnir einum færri. En Þrótt- arar höfðu ekki hcppnina með sér og skot Trausta lenti f stöng, Víkingarnir brunuðu upp og Jón Sigurðsson skoraði laglegt mark úr horni og færði það mark Vfk- ingsliðinu sigur f leiknum. Þar með unnu þeir riðil sinn með fullu húsi stiga, en hefðu reyndar mátt tapa fyrir Þrótti með nokk- urra marka mun, en eigi að sfður LÍKLEGUR LANDSLIÐSHÓPUR 18 MANNA landsliðs- hópur sem leika á gegn Póiverjum í handknatt- leik í Laugardalshöll- inni um helgina hefur nú verið valinn. Form- lega hefur hópurinn ekki enn verið til- kynntur, en ýmislegt bendir til að hann verði skipaður eftirtöldum leikmönnum: Gunnari Einarssyni Göppingen, Ölafi Einarssyni Donzdorf, Bjarna Jónssyni Þrótti, Marteini Árnasyni Þrótti, Ingimar Har- aldssyni Haukum, Herði Sigmarssyni Haukum, Arna Indriða- syni Gróttu, Sigurbergi Sigsteinssyni Fram, Pálma Pálmasyni Fram, Guðjóni Erlendssyni Fram, Gunnsteini Skúlasyni Val, Jóni Karlssyni Val, Ölafi Benediktssyni Val, Rós- mundi Jónssyni Vík- ingi, Viggó Sigurðssyni Víkingi, Magnúsi Guð- mundssyni Víkingi, Páli Björgvinssyni Víkingi og Björgvin Björgvins- son kemur austan af fjörðum til leikjanna. Það skal tekið fram að hópur þessi fékkst ekki staðfestur í gær, en á fundi með frétta- mönnum i dag verður liðið endanlega til- kynnt. tölu. 1 hinum riðlinum varð enn eitt jafnteflið f leik Fram og Ár- manns, en þar urðu úrslitin 14:14. Leikurinn var allsögulegur þvf Framarar höfðu yfir 8:4 í lcikhléi og höfðu forystu fram yfir miðjan seinni hálfleikinn. Þá komust Ár- menningar yfir og leiddu 14:13, er lftið var til loka leiksins. Fröm- urum tókst þó að skora síðasta markið og bjarga þar með öðru stiginu. Það hefði verið ósanngjarnt að Fram hefði tapað þessum leik, því liðið lék betri handknattleik lengst af. Hefur Framliðið aðeins unnið einn leik í Reykjavíkurmót- inu, leik sinn gegn Leikni, tapað fyrir KR og gert jafntefli við IR og Armann. Eru möguleikar Framara á sigri í riðlinum svo gott sem úr sögunni. Ármenning- ar, sem hafa misnotað flest víti allra liðanna í Reykjavikurmót- inu, eiga enn möguleika á sigri í riðlinum ásamt IR og KR, en síðastnefnda liðið hefur engu stigi tapað, en hefur aðeins leikið tvo leiki. Pálmi Pálmason átti góðan leik með Fram og skoraði 9 mörk í leiknum. Fyrir Ár- menninga skoruðu Pétur, Björn, Hjálmar og Jón 2 hver. Svo aftur sé vikið að leik Víkinga við Þrótt, þá skoruðu Víkingar sex fyrstu mörkin í leiknum og virtust ætla að kaf- sigla Þróttara. Svo varð þó ekki. Ármenningar höfðu nær jafnað um miðjan hálfleikinn, er Víking- ar tóku aftur við sér og leiddu þeir 15:11 í hálfleik. I byrjun seinni hálfleiksins komust Vík- ingar í 18:12, en Þróttarar gáfust ekki upp og söxuðu jafnt og þétt á forskot Víkinganna á lokamínút- unum. Eins og áður sagði tókst þeim að jafna 24:24, Víkingar misnotuðu vítakast, Viggó var visað af leikvelli, en eigi að síður skoruðu Víkingarnir síðasta markið og tryggðu sér sigur á elleftu stundu. Friðrik Friðriksson skoraði mikið af mörkum að þessu sinni eins og í fyrri leikjum sínum í mótinu og með þeim 13 mörkum sem hann skoraði gegn Víkingi hefur hann nú skorað 37 mörk f þremur leikjum Þróttar í mótinu. Bjarna Jónssonar var vel gætt í leiknum og skoraði hann aðeins 3 mörk, en Gunnar Gunnarsson skoraði 4 sinnum úr hornunum. Fyrir Víkinga var Páll drýgstur við að skora, 6 mörk, Viggó gerði 5 mörk, Sigfús 4 og Jón 3. — 6ij. Marteinn fer á föstudag Knattspyrnumaðurinn snjalli úr Fram, Marteinn Geirsson, heldur til V-Þýzkalands á föstu- daginn. Mun Marteinn æfa með þýzka liðinu Kickers Offenbach í vikutíma og ef forráðamönnum liðsins Ifzt á Martein mun liðið væntanlega bjóða honum at- vinnumannasamning. Á fundi tveggja þjálfara Iiðsins, framkvæmdastjóra og eigenda félagsins í gær var ákveðið að bjóða Marteini út og gera honum samning ef hánn stæði sig vel með liðinu þann vikutíma, sem hann verður í æfingabúðum með því. Má fastlega gera ráð fyrir að Marteini verði boðinn samningur, hefur hann líka góð spil á hendinni þar sem.er skýrsla eins af njósnurum félagsins, en sá fylgdist með landsleik Islands og Belga I Liege á dögunum. I skýrslu sinni sagði hann að tveir áberandi beztu leikmenn íslenzka landsliðsins hefðu verið Marteinn Hnefaleikakappinn Muhammed AIi var gerður að heiðursdoktor við Ortanez háskólann f Manílla f sfðustu viku og er meðfylgjandi mynd tekin af kappanum við þá hátfðlegu athöfn. ÉG ÆTLA EKKI AÐ Haukar í basli með Stiörnuna HAUKAR máttu taka á honum stóra sínum f leik sfnum við Stjörnuna úr Garðahreppi f 1. umferð Reykjanesmótsins f hand- knattleik, sem hófst f íþrótta- húsinu f Hafnarfirði á sunnudag- inn. Urslit leiksins urðu 17:14 Haukunum f vil og léku Haukarnir mun verr en hin 1. deildarliðin sem voru í sviðsljós- inu í sama móti um helgina. Þjálfarar Haukanna eru jafn- framt leikmenn með liðinu, þeir Elías Jónasson og Þórður Sigurðs- son, og virðist vanta mikið á að liðið sé komið f fulla æfingu. FH-ingar unnu auðveldan sigur í leik sínum gegn Breiðabliki úr Kópavogi, skoruðu FH-ingar þrjú mörk á móti hverju einu marki Blikanna og úrslitin urðu 36:12. Gróttumenn áttu þá ekki heldur í erfiðleikum með Aftureldingu og unnu 35:19. Mikil barátta var svo í fjórða leiknum I umferðinni á milli HK úr Kópavogi og Akur- nesinga, sem nú taka þátt í mót- inu. Urslitin urðu þau að HK sigraði með 25 mörkum gegn 24, þannig að sunnudagurinn varð ekki tvöfaldur sigurdagur hjá Skagamönnum. Geirsson og Asgeir Sigurvinsson. Er Morgunblaðið ræddi við Martein Geirsson í gær, sagði hann að þetta væri tækifærið sem hann hefði beðið lengi eftir. — Ég er ákveðinn í að fara til þeirra á föstudaginn og svo er bara að standa sig á æfingunum, ságði Marteinn. — Ef mér lízt vel á mig hjá þeim og þeir geta notað mig, þá er ég ákveðinn í að reyna fyrir mér hjá þeim. Kickers Offenbach er eitt af kunnari knattspyrnuliðum V- Þjóðverja, en um þessar mundir er staða liðsins ekki sérlega glæsi- leg. Er félagið i 12.—17. sæti 1. deildarinnar v-þýzku, en þar leika 18 félög. Um helgina tapaði liðið 1:5 fyrir Eintracht Braunschweig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.