Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 36
AI'íílVsINííASÍMINN KK: 22480 lílarBiinbtflöií) ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI19294 á Keflavíkurvegi ALVARLEGT umferðar- slys varð á Keflavíkurveg- inum, þar sem hann liggur í gegnum Njarðvíkur klukkan um 20.45 á laugar- dagskvöldið. Ólafur Sigur- jðnsson, hreppsstjóri í Njarðvíkum, var þar á leið yfir veginn og varð fyrir bfl. Ólafur slasaðist mjög illa, höfuðkúpubrotnaði, kjálkabrotnaði, fótbrotn- aði á báðum fótum og ligg- ur nú í gjörgæzludeild Borgarspítalans þungt haldinn. Myrkur var, er slysið varð, en végurinn er á þessum kafla upp- lýstur. Slysið varð í nánd við sebrabraut við skemmtistaðinn Stapa, en lögreglan í Keflavik vill þö ekki fullyrða, hvort Ólafur hefur verið á sebrabrautinni eða ekki. Engin hemlaför voru á staðnum, en lögreglan telur að Ólafur hafi dregizt með bifreið- inni, sem var úr Reykjavík, um 3 til 4 metra. Þó mun bifreiðin hafa verið á talsverðri ferð að sögn lögreglunnar. ÞYRLAN BROTLENTI — Myndirnar eru af þyrlunni eftir óhappið í gær. Eins og sést af myndunum er hún talsvert skemmd og sagði flugmaðurinn í viðtali við fréttaritara Mbl. í gær, að hún væri líklegast ónýt. EINAR ÁGtlSTSSON utanríkisráðherra flytur ræðu sína á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í gær. — Sjá ræðu Einars á miðsíðu blaðsins í dag. Gunnar Flóvenz: w „Olíklegt er að samn- ingar náist við Svía” „SAMNINGAVIÐRÆÐURNAR við Svía hafa verið mjög erfiðar og harðar og á þessari stundu er erfitt að segja hvort slitnað er upp úr þeim eða ekki. tslenzka samninganefndin sat á fundum f Sleppt úr varðhaldi MAÐURINN, sem Mbl. skýrði frá síðastliðinn laugardag, að hnepptur hefði verið í gæzluvarð- hald vegna kynferðisafbrota, hef- ur nú verið látinn laus. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var úr- s'kurðaður í allt að 30 daga varð- hald, en lögreglan komst að af- brotum mannsins í rannsókn mjög umfangsmikils kynferðisaf- brotamáls, sem nú er til rann- sóknar hjá bæjarfógetaembætt- inu í Kópavogi. Þar situr enn í gæzluvarðhaldi 65 ára maður, allan dag með 16 fulltrúum sænskra sfldarkaupenda,“ sagði Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Sfidarútvegsnefndar f sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en samninganefnd Síldar- útvégsnefndar hefur undanfarna daga verið f Gautaborg í þeim tilgangi að reyna að semja við Svfa um sölu á Suðurlandssíld. Gunnar sagði, að það væri ekkert leyndarmál, að Norðmenn byðu síld á verði, miðað við sömu fitu og stærðarflokka, sem er meira en 50% lægra en það verð sem íslenzka samninganefndin gæti lægst sætt sig við. Þá hefði það komið fram, að síldin, sem Svíar fá frá Danmörku væri þeim enn ódýrari. „Fulltrúi sænsku samvinnu- félaganna í viðræðunum, sem er nýkominn frá Islandi, upplýsti í dag, að hann hefði rætt við Jakob Jakobsson fiskifræðing og fengið hjá honum upplýsingar um stærð og fitumagn síldarinnar frá Hornafirði og séð hjá Jakobi sýnishorn af þessari síld, og sagði hann, að þessi sfld væri langtum lélegri að gæðum en þeir ættu að Framhald á bls. 35 Þjóðverjar undirbúa að leggja nýjar tillögur fyrir íslendinga „ÞAÐ ER misskilningur, að Is- lendingar muni boða til viðræðu- fundar með Þjóðverjum um út- færsluna f 200 mflur innan hálfs mánaðar," sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann um ummæli vestur-þýzka utanrfkisráðuneytisins, sem frá er greint síðar f þessari frétt. Einar sagði, að hann myndi gefa rfkisstjórninni skýrslu um fund sinn með Genscher og hún sfðan taka ákvörðun um það, hvort hún tæki boði Þjóðverja um viðræður. Ekki yrði um það að ræða að tslendingar boðuðu ti! viðræðna. I viðtölum hér á eftir, þar sem m.a. er rætt við Ernst Stabel, ræðismann tslands í Cuxhaven, kemur f ljós, að Þjóðverjar eru að undirhúa framlagningu tillagna f landhelgismálinu og segir hann að Þjóðverjar geri sér Ijóst að tilgangslaust sé að fara fram á viðræður um ívilnanir til handa verksmiðjuskipum innan 50 mflnanna og að það fari nú að verða sfðustu forvöð að ná samn- ingum við tslendinga. Talsmaður v-þýzka utanríkis- ráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að V- Þjóðverjar vonúðust til að Islend- ingar myndu boða til samninga- fundar um landhelgismálið innan tveggja vikna. Talsmaðurinn stað- festi ummæli Einars Ágústssonar um að viðræður hans og Hans- Dietrichs Genschers utanrikisráð- Framhald á bls. 35 Talsvert af síld austan við Eyjar FYRSTA verulega sfldveiðin átti sér stað um helgina. Þá fengu nokkrir bátar sfld við Vestmannaeyjar, allt upp í 110 tonn f kasti. 1 gær fann svo rannsóknaskipið Arni Frið- riksson talsvert síldarmagn austur af Vestmannaeyjum, en ýmislegt benti til þess, að hér væri um smásfld að ræða. Herpinótaskipin, sem fengu sfld á þessu svæði um helgina, héldu til hafnar með hana og söltuðu sfldina við bryggju. I gær var verið að athuga hvort þessi söltunarmati skipanna væri löglegur, en sem kunnugt er, þá eru sfldveiðileyfi herpi- nótaskipanna hundin þeim skilyrðum, að þau salti sfldina um borð. Er búist við að niður- staða fáist f þessu máli f dag. Aðfararnótt sunnudagsins fengu þrír bátar síld skammt frá Bjarnarey. Voru það Rauðsey, sem fékk 110 lestir, Bjarni Ólafsson, sem fékk um 100 Iestir og Hrafn Svein- Framhald á bls. 35 Maður stórslasast —Ljósm.: Albert Kemp. Þyrla ónýttistá F áskrúðsfirði ÞAÐ óhapp vildi til austur á Fáskrúðsfirði f gærmorgun, aö Brantley-þyrla Andra Heiðberg bilaði f flugtaki og datt niður á skrúfuna og er þyrlan stór- skemmd, ef ekki önýt, að þvf er Jón Heiðberg flugmaður tjáði fréttaritara Mbl. á Fáskrúðsfirði f gær. Jón Heiðbcrg, scm var einn f þvrlunni, er óhappið varð, meidd- ist ekki. Þyrlan hefur undanfarið verið notuð við að steypa undirstöðu fyrir mastur, sem verið er að reisa á Fáskrúðsfirði, skammt fyrir ofan þorpið. Hefur þyrlan- flutt steypulögunina að mastursundir- stöðunni og hafði, er óhappið vildi til, um klukkan 09 i gær- morgun, flutt 60 tonn af steypu i 130 ferðum. I gærmorgun, er þyrlan var að fara enn eina ferð- ina með tunnu fulla að steypu. bilaði hreyfill hennar og að sögn Jóns Heiðbergs, var þyrlan í of lítilli hæð til að honum tækist að Ienda henni eðlilega. Þó mun Jón hafa getað losað sig við tunnuna, en þyrlan kom niður i talsverðum halla og slóst skrúfan þegar í jörð- ina og skemmdist. Jafnframt slóst skrúfan i kúlulaga glerhjúp, sem er yfir stjórnklefa þyrlunnar og brotnaði hann. Þar sem þyrlan kom niður, er aðeins 20 metra fjarlægð frá háspennulinunni inn í kauptúnið á Fáskrúðsfirði. Þyrla þessi, sem er eldri þyrla Andra Heiðberg, var skráð hér á landi 9. febrúar 1967 og er hún af gerðinni Brantley 305. Andri Heiðberg á aðra þyrlu og að sögn Jóns sonar hans mun ætlunin að sú þyrla fari nú austur til Fáskrúðsfjarðar og Ijúki þeim starfa, sem þessari þyrlu var ætlað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.