Morgunblaðið - 11.10.1975, Síða 7
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975
7
-----------------------------1
fiskveiðimörkin færð út I ;
200 sjómilur, og að það er
Matthlas Bjarnason, sjáv-
arútvegsráðherra úr Sjálf-
stæðisflokknum, sem hef-
ur forystu um þá útfærslu,
en ekki Lúðvlk Jóseps
son. Það er alkunna, að
þegar krafan um 200
mílna útfærslu kom fyrst
fram fyrir tveimur árum
tók Lúðvlk henni önug-
lega og taldi, að sllk út-
færsla kæmi ekki til
greina fyrr en I fyrsta lagi
einhvern tlma að lokinni
Hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna. Það var
ekki fyrr en þungi al-
menningsálitsins var orð-
inn sllkur, að kommúnist-
um var Ijóst. að þeir gátu
ekki staðizt hann, að Lúð-
vlk og flokksmenn hans
hengsluðust til þess að
lýsa yfir stuðningi við 200
milna útfærsluna. En sú
staðreynd. að annar mað-
ur en Lúðvlk Jósepsson I
stendur fyrir þessari út-
færslu, er kommúnistum
sllkur þyrnir i augum, að
ékki linnir árásum á Matt-
hlas Bjarnason, sjávarút-
v.egsráðherra, I forystu-
greinum Þjóðviljans.
Hann er talinn „huglaus",
"liðónýtur", I hópi „arg-
vltugustu fjandmanna fs-
lendinga i landhelgismál-
inu" og svo mætti lengi
telja upp fúkyrði Þjóðvilj-
ans I garð Matthiasar
Bjarnasonar. Hér er ein-
faldlega að brjótast fram I
forystugreinum Þjóðvilj-
ans sálarkreppa Lúðvlks
Jósepssonar yfir þvi að
aðrir menn en hann
standa fyrir þessari út-
færslu. Slík persónuleg
vandamál eiga menn ekki
að bera opinberlega á
borð.
Hverjir eru
bandamenn
Croslands?
f forystugrein Þjóðvilj-
ans siðastliðinn miðviku-
dag er þvi varpað fram, að
hættan fyrir okkur fslend-
inga i landhelgisdeilunni
við Breta sé fólgin i þvi
„ef Anthony Crosland á
islenzka bandamenn".
Aldrei þessu vant hefur
Þjóðviljinn rétt fyrir sér.
Það er viss hætta i því
fólgin fyrir okkur ef Ant-
hony Crosland, umhverf-
ismálaráðherra Breta. á
sér bandamenn og skoð-
anabræður á islandi. En
hverjar eru skoðanir hans
á landhelgismálum? Það
kom glögglega fram í
ræðu þeirra, sem þessi
brezki ráðherra og þing-
maður fyrir Grimsby flutti
siðastliðinn laugardag.
Bæði efni ræðunnar og sú
tóntegund sem einkenndi
ræðuna sýna. að þessi
brezki ráðherra hefur eng-
an áhuga á samningum
við fslendinga i fiskveiði-
deilunni. Hans sjónarmið
er bersýnilega það, að
Bretar eigi að beita valdi
til þess að halda áfram
veiðum innan islenzkra
fiskveiðimarka. Hann tal-
aði mjög skýrt á þennan
veg, hótaði áframhaldandi
veiðunr innan gömlu 50
milna markanna, þegar
bráðabirgða samningur-
inn rennur út 13. nóvem-
ber n.k. og setti fram slík-
ar kröfur, að óhugsandi
er, að íslendingar gangi
að þeim. Ræða Anthonys
Croslands verður ekki
skilin á annan veg en
þann, að hann vilji ófrið á
fiskimiðunum við fsland.
En þvi miður á þessi
ráðherra i brezku rikis-
stjórninni sér skoðana-
bræður og bandamenn
hér á fslandi. Það er þeir
aðilar hér, með kommún-
ista i broddi fylkingar,
sem vilja enga samninga
við Breta. Þessir sömu að-
ilar vilja kalla fram ófrið-
arástand á miðunum, og
það er gömul reynsla fyrir
þvi, hvers vegna þeir vilja
ófrið á fiskimiðunum. Þeir
vildu það líka 1958 og
1972. Þeir hafa reynslu af
þvi, að ófriðarástand á
fiskimiðunum leiðir mjög
fljótlega til vaxandi erfið-
leika i sambúð Islendinga
og bandalagsþjóða þeirra I
Atlantshafsbandalaginu.
Þennan þátt málsins
skilja menn eins og Ant-
hony Crosland ekki en
kommúnistar hér á íslandi
þeim mun betur. Þeir og
Anthony Crosland eru
sammála um að vilja enga
samninga. Þess vegna
þarf Þjóðviljinn ékki að
leita langt til þess að
finna hina raunverulegu
bandamenn brezka ráð-
herrans hér á fslandi
Var ræðan
ekki fréttnæm?
Annars er það eftirtekt-
arvert, að þessi ræða
brezka ráðherrans virðist
ekki vera fréttnæm I aug-
um þeirra Þjóðvilja
manna. Ræðan var flutt á
laugardagsmorgni i
Grimsby en ekki var staf-
ur um hana i Þjóðviljanum
á sunnudag. Látum það
vera. Ætla mætti. að Þjóð-
viljinn hefði séð ástæðu
til að skýra lesendum sín-
um frá þvi á þriðjudag, en
svo var heldur ekki. Enn
hefur engin frétt birzt um
ræðu Anthony Croslands i
Þjóðviljanum. Hins vegar
'var loks fjallað um hana i
forystuarein á miðviku-
dag. Hvað veldur þessari
þögn Þjóðviljans um ræðu
Croslands? Ástæðan er
ákaflega nærtæk. Þeir
Þjóðviljamenn vita sem
er, að stundum verða
öfgafullar yfirlýsingar á
borð við ræðu Croslands
til þess, að hinir hófsam-
ari og skynsamari menn
sem að jafnaði fara sér
hægt, gera sér grein fyrir,
að við svo búið má ekki
standa. Ekki dugar að láta
öfgaöflin, hvort sem er i
Bretlandi eða á Íslandi,
stjórna ferðinni i land-
helgisdeilunni. Þess
vegna þegja þeir um ræðu
Croslands.
Árásirnar á
Matthías
Bjarnason
Bersýnilegt er af for-
ystugrein Þjóðviljans i
gær, að kommúnistar
geta með engu móti sætt
sig við þá staðreynd, að
eftir örfáa daga verða
| er Dersyniiega pao, ao herrans ner a Isianoi. eftir orfáa daga verða borð.
Jtleööur
á ntorgun
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11
árd. Séra Óskar J. Þorláksson
dómprófastur. Barnasamkoma í
Barnaskólanum við Öldugötu
kl. 10.30 árd. Séra Þórir
Stephensen. Messa fellur niður
kl. 2 síðd. vegna tónleika
kirkjukórsins. Klukkan 5 síðd.
verða tónleikar Oratoriukórs
Dómkirkjunnar í Fíladelfíu-
húsinu.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson Fjölskyldumessa kl. 2
síðd. Séra Karl Sigurbjörnsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Ferming kl. 10:30 séra Árelfus
Níelsson. Ferming kl. 13:30
séra Sig. Haukur Guðjónsson.
HÁTEIGSKIRKJA Barnaguð-
þjónusta kl. 10.30 árd. Síðdeg-
isþjónusta kl. 5 síðd. Séra
Arngrimur Jónsson. Messa kl. 2
síðd. Séra Jón Þorvarðsson
DÓMKIRKJA KRISTS
KONUNGS í Landakoti Lág-
messa kl. 8.30 árd. Hámessa kl.
10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVlK
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson Messa kl. 2
siðd. Séra Þorsteinn Björns-
son.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
Sunnudagaskóli kl. 10.30. —
Messa kl. 2 siðd. í Breiðholts-
skóla. Séra Lárus Halldórsson.
Arbæjarprestakall
Barnasamkoma í Árbæjarskóla
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i
skólanum kl. 2 siðd. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
HJALPRÆÐISHERINN
Klukkan 11 árd. helgunarsam-
koma. Kl. 2 síðd. sunnudaga-
skóli. Kl. 8.30 siðd. hjálpræðis-
samkoma. Ofursti Hagen og
major Brotkorb tala. Kapt.
Daniel Óskarsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Messa kl. 10 árd. Séra Lárus
Halldórsson.
LAUGARNESKIRKJA Messa
kl. 2 síðd. Séra Gfsli Brynjólfs-
son. Barnaguðþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
GRENSASKIRKJA Guðþjón-
usta kl. 10.30 árd. Ferming. —
Altarisganga (athugið breyttan
messutíma). Séra Halldór S.
Grönddal
BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam-
koma kl. 11 árd. Pálmi
Matthíasson. Guðþjónusta kl/ 2
siðd. Séra Magnús Guðmunds-
son fyrrum prófastur prédikar.
— Séra Ólafur Skúlason.
NESKIRKJA Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2
síðd. Altarisganga. Sóknar-
prestarnir.
ÁSPRESTAKALL Barnasam-
koma kl. 11 árd, í Laugarásbíói.
Messa kl. 2 siðd. að Norðurbrún
1. Séra Grlmur Grímsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN
Almenn guðþjónusta kl. 8 siðd
Ræðumaður Willy Hansen.
Einar J. Gíslason.
FELLA- OG HÓLASÓKN
Barnasamkoma í Fellaskóla kl.
11 árd. Almenn guðþjónusta kl.
2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson.
LÁGAFELLSKIRKJA Barna-
guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sr.
Bjarni Sigurðsson.
SELTJARNARNESSÓKN
Barnaguðþjónusta í Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi kl.
10.30 árd. Sóknarnefndin.
KARSfýESPRESTAKALL
Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. I
Kársnesskóla. Séra Arni Páls-
son.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnaguðþjónusta I Víghóla-
skóla kl. II árd. Guðþjónusta I
Kópavogskirkju kl. 2 siðd.
Ferming. Altarisganga. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Messa kl. 2 síðd. Barnaguðþjón-
usta kl. 11 árd. Séra Garðar
Þorsteinsson.
FRlKIRKJAN I IIAFNAR-
FIRÐI Barnasamkoma kl. 10.30
árd. i umsjá Stinu Gisladóttur.
Safnaðarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA
Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Árni
Sigurðsson.
HVALSNESKIRKJA Barna-
guðþjónusta kl. 11 árd. Séra
Guðmundur Guðmundsson.
INNRI-NJARÐVlKURSÓKN
Sunnudagaskóli í safnaðar-
heimilinu kl. 2 siðd. Séra Ólaf-
ur Oddur Jónsson.
KEFLAVlKURKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Æskulýðs-
samkoma kl. 8.30 síðd. Séra
Ólafur Oddur Jónsson.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd.
Almenn guðþjónusta kl. 2 siðd.
Sóknarprestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA
Messa kl. 2 siðd. Barnaguðþjón-
usta kl. 3 siðd. i kirkjunni. Séra
Stefán Lárusson.
AKRANESKIRKJA Barna
samkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2
síðd. Þess er vænzt, að væntan-
leg fermingarbörn og foreldrar
þeirra mæti við messuna. Séra
Björn Jónsson.
SÝNINGIN
„Impressionista listmálararnir"
verður opnuð almenningi laugardaginn 1 1
október kl. 20 í Franska bókasafninu, Laufás-
vegi 1 2.
Sýningin verður opin til sunnudagsins 26.
október 1975.
Opnunartími er frá kl. 1 7 — 22 alla daga.
Atvinnurekendur —
Innflytjendur
Ensk stúlka sem er að flytjast til landsins óskar
eftir vinnu á skrifstofu. Vön hvers konar skrif-
stofustörfum svo sem hraðritun og telexnotkun.
Hefur unnið undanfarin ár sem einkaritari for-
stjóra hjá bókaforlagi í Englandi. Nánari uppl. í
síma 82733 kl. 9 — 5 og í síma 75145 á
kvöldin.
RJP 8296
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
UTSYNARKVOLDm
Grísaveizla
Súlnasal Hótel Sögu
sunnudagskvöldiö
12. okt.
if Kl 1 9.00 Húsið opnað
if Kl. 1 9.30 Grisaveizla. Verð kr. 1200.—
if Skemmtiatriði
if Myndasýning:
íslenzkar fegurðardísir á sólarströndum.
if Fegurðarsamkeppni:
Ungfrú ÚTSÝN 1976. Forkeppni
if Ferðabingó — Vinningar 3 glæsilegar
Útsýnarferðir til sólarlanda á næsta ári.
if Hin nýja frábæra hljómsveit
Ftagnars Bjarnasonar.
V_______________________________________________,
Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en
ódýrri skemmtun.
Hátiðin hefst stundvíslega og borðum verður ekki
haldið eftir kl. 19.30.
Munið, alltaf fullt hús og fjör hjá ÚTSÝN
Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá
kl 1 5.00 i síma 20221.
Verið velkomin — Góða skemmtun.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN |
_____________________________________________________j