Morgunblaðið - 11.10.1975, Side 15

Morgunblaðið - 11.10.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975 15 Greinargerð Nóbelsnefndarinnar: Hugsjón Sakharovs á erindi til allra landa HÉR fer á eftir Iausleg þýðing á greinargerð Nóbelnefndar norska Stór- Íiingsins um forsendurnar yrir veitingu friðarverð- launa Nóbels til sovézka kjarnorkueðlisfræðingsins Andrei Sakharov. Allir sannir baráttumenn friðar og eflingar hans sækja mikinn innblástur f persónulega og ódeiga baráttu Sakharovs fyrir málstað friðar meðal mannkyns- ins. Sakharov hefur ekki aðeins barizt afdráttarlaust og kröftug- lega gegn misbeitingu valdsins og skeytingarleysi fyrir sjálfsvirð- ingu mannsins, hann hefur barizt af eins miklum þrótti fyrir þeirri hugsjón að ríki grundvallist á þeirri meginreglu að allir njóti réttlætis. Sakharov hefur lagt á það áherzlu með sannfærandi hætti að órjúfanleg mannréttindi geti verið eini trausti grundvöll- ur sannrar og langvarandi alþjóða samvinnu. Þannig hefur honum tekizt með mjög góðum árangri og þrátt fyrir erfið skilyrði að auka virðingu fyrir þeim verðmætum, sem öllum sönnum vinum friðar er kappsmál að styrkja. Andrei Dimitrievich Sakharov hefur beint boðskap sfnum um frið og réttlæti til allra þjóða heims. Að hans dómi er það undirstöðuatriði, að heimsfriður geti ekki haft varanlegt gildi nema hann byggi á virðingu fyrir hverjum einstaklingi i þjóðfélag- Þessi virðing hefur verið látin í ljós í nokkrum alþjóðlegum yfir- lýsingum, til dæmis i mann- réttindayfirlýsingu SÞ. Sakharov hefur krafizt þess, að yfirvöld i öllum löndum standi við þær skuldbindingar, sem þær hafa tekið að sér þegar þær undir- rituðu þessar yfirlýsingar. Á það var enn lögð áherzla í ýmsum samningum, sem 35 ríki undirrituðu á öryggisráðstefn- unni í Helsinki, að þessi virðing fyrir mannlegri sjálfsvirðingu væri skuldbinding, sem ríkin hefðu tekizt á hendur. I umræðunum viðurkenndu þeir sem hlut áttu að máli að virðing fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi eru mikilvægar forsendur málstaðar-friðar, rétt- lætis og velferðar, sem eru lífsnauðsynlegar til að tryggja eflingu vinsamlegra samskipta og samvinnu, ekki aðeins þeirra sjálfra heldur allra landa heimsins. Andrei Sakharov hefur varað okkur kröftuglegar við því en aðrir að taka þetta ekki hátíðlega, og hann hefur skipað sér i fremstu röð baráttunnar fyrir því að gera hugsjónirnar, sem lýst er yfir í þessari grein Helsinki- samningsins, að lifandi veruleika. Andrei Sakharov trúir því stað- fastlega að mannlegt bræðralag, að sönn friðsamleg sambúð, sé eina leiðin til að bjarga mann- kyninu. Alfred Nobel gerði sér einmitt grein fyrir möguleikum þess að búa öllu mannkyninu öruggari framtíð með því að efla bræðralag allra þjóða. Þegar ríki fótum troða grundvallarforsend- ur mannréttinda grafa þau einnig, að dómi Sakharovs, undan því starfi að stuðla að trúnaðar- trausti, sem nær yfir landamæri. Sakharov hefur varað við þeirri hættu, sem er samfara falskri slökunarstefnu, sem byggist á óskhyggju og blekkingum. Þar sem hann er kjarnorkueðlisfræð- ingur og er gæddur sérstakri innsýn og ábyrgðartilfinningu, hefur hann getað varað við þeirri hættu, sem er fólgin í vígbúnaðar- kapphlaupi ríkja. Markmið hans eru afnám hernaðarstefnu, lýðræðisleg þjóðfélagsþróun í öll- um löndum og örari félagslegar framfarir. Ást Sakharovs á sannleikanum og sterk trú hans á friðhelgi einstaklingsins, barátta hans gegn ofbeldi og grimmd, djarf- mannleg vörn hans fyrir málstað andlegs frelsis, ósérhlífni hans og sterk mannúðarsannfæring hefur gert hann að forsvarsmanni sam- vizku heimsins, sem heimurinn þarfnast óumræðilega nú orðið. HERGANGA — Í Reuterfréttum frá Luanda, höfuðborg Angola, f gær, sagði að loftárás hefði verið gerð á útvarpsstöð borgarinnar. Var frá þvf skýrt að vélinni hefði stýrt „málaliði“ frá samtökum FNLA. Angola er nú að mestu leyti á valdi MPLA undir forystu Agostinho Neto. Á dögunum var haldin mikil skrúðganga í borg- inni, farin til að sýna stuðning við Neto og sjást hér nokkrir ungir MPLA-menn f göngunni. Israelsmenn skila Egyptum olíulindum Ras Sudar, 10. október. Reuter ISRAELSMENN skiluðu Egypt- um f dag olfulindum, sem þeir tóku herskildi í strfðinu 1967, og þar með hefur verið hafizt handa um að framfylgja Sinai-samningi þeirra. Olfulindirnar voru formlega af- hentar þremur bandarfskum tæknifræðingum, sem komu fram fyrir hönd egypzku stjórnarinnar og að viðstöddum fulltrúum Sam- einuðu þjóðanna. Olfulindirnar eru í Ras Sudar Bandaríkin veita Portú- gal efnahagsaðstoð New York 10. okt. Reuter. STJORN FORDS Bandarfkjafor- seta hefur f undirbúningi að veita Portúgölum 80 milljón dollara efnahagsaðstoð mjög fljótlega, að þvf er stórblaðið New York Times skýrði frá f dag. Blaðið bar fyrir fréttinni háttsettan embættis- mann f Washington og er nú að- eins beðið eftir að formlegur endahnútur verði rekinn á málið. Búizt er við, að ákveðið verði að 20 miljjónum dollara verði varið sérstaklega í hjálparsjóði fyrir flóttamenn frá nýlendum Portú- gala í Angola. Er gert ráð fyrir að opinber tilkynning verði gefin út um þessa efnahagsaðstoð eftir að þeir Melo Antunes utanríkisráð- herra Portúgals og Henry Kiss- inger utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hafa hitzt á morgun, en þá mun portúgalski utanríkisráð- herrann einnig hitta Ford Banda- ríkjaforseta að máli. við Súez-flóa og framleiðslan þar er sem svarar 4.000 tunnum á dag. Áður höfðu fulltrúar ísraels- stjórnar formlega undirritað Sinai-samninginn, sem á að stuðla að varanlegum friði f Miðaustur- löndum, við hátfðlega athöfn f Jerúsalem. Fulltrúar ísraelsku stjórnar- innar undirrituðu Sinai- saminginn aðeins til bráðabirgða þegar samkomulag tókst um hann í Genf 25. september en fulltrúar egypzku stjórnarinnar undir- rituðu hann þá þegar. Aður hafði bandaríska þingið veitt samþykki sitt til þess að bandarískir tæknimenn yrðu sendir til Sinai-skaga til að manna viðvörunarstöðvar í skörðunum Giddi og Mitla sem verða á hlut- lausu svæði milli herja ísraels- manna og Egypta. Bandaríkjastjórn hefur lofað að útvega ísraelsmönnum olíu sem þeir þurfa og efnahagsaðstoð til að greiða fyrir olfuna. 30. nóvember afhenda ísraels- menn síðan Egyptum olíusvæðið Abu Rudeis og Egyptar taka við stjórn þess daginn eftir. Brottflutningur Israelska hers- ins hefst síðan 13. janúar og hon- um lýkur 21. febrúar. Þegar hann hefur komið sér fyrir í nýrri varnarlínu. Endanlega lýkur framkvæmd samningsins 22. febrúar, fimm mánuðum eftir gerð samningsins í Genf. Þótt dregizt hafi að bandaríska þingið samþykkti að bandarískir tæknimenn yrðu sendir til Sinai- skaga veldur það ekki töfum á framkvæmd samningsins. Samþykkt þingsins er talin mikill sigur fyrir Ford forseta sem lýsti því yfir að hann væri mjög ánægður með málalyktirn- ar. Öldungadeildin samþykkti frumvarp Fords með 70 at- kvæðum gegn 18, eftir langar úm- ræður. Það vakti athygli hvað frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Samþykkt 200 mílna frumvarps fagnað Washington, 10. október. AP Fulltrúadeild banda- ríska þingsins hefur sam- þykkt frumvarp um út- færslu bandarísku fisk- veiðilandhelginnar í 200 mílur og samþykktin hefur vakið mikla ánægju á Nýja-Englandi. Deildin samþykkti frum- varpið með 208 atkvæð- um gegn 101 og það fer nú fyrir öldungadeild- ina. „Við vorum einmitt að senda frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við fögnuðum þessu,“ sagði talsmaður M. Dukakis, ríkis- stjóra Massachusetts, í samtali við Morgunblaðið. „Við vonum eindregið að þróunin verði sú, að fiskveiðilandhelgi Banda- ríkjanna verði formlega færð út í 200 mílur á næsta ári.“ Talsmaðurinn, David Leader- man, sagði að útfærslan í 200 mílur yrði til framdráttar öllum fiskveiðum Bandaríkjanna þar sem fiskstofnar væru í mikilli hættu vegna ofveiði. „Því er óhætt ,að segja að við teljum þessa samþykkt fulltrúa- deildarinnar ákaflega mikil- vægt skref í átt til 200 rnílna," sagði Leaderman. Ef þingið í heild samþykkir frumvarpið tekur útfærslan gildi 1. júlí 1976, en fiskimála- ráðherra gæti veitt erlendum fiskiskipum undanþágur til veiða innan hinnar nýju lög- sögu. Frumvarpið kveður meðal annars á um: 0 að bandarískir sjómenn fái forgangsrétt til veiða þegar fiskstofnum verður ekki talin hætta af ofveiði. 0 að þeir sem fiskveiðar stunda greiði sérstakt gjald sem renni til fiskveiðirann- sókna og eftirlit með fiskveið- um. 0 að forsetanum verði falið að ákveða fiskveiðimörk þar sem þau mundu rekast á við Iögsögu annarra landa eins og við Alaska og á Mexíkóflóa. Stjórn Fords forseta er mót- fallin frumvarpinu og vill í þess stað bíða eftir niðurstöðum haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ein af nefndum öld- ungadeildarinnar hefur þegar samþykkt svipað frumvarp og deildin hefur samþykkt frum- varp um útfærslu landhelg- innar á fyrri þingum. Af- greiðsla viðskiptanefndar á frumvarpi Magnussons öld- ungadeildarmanns er á loka- stigi. Um það bil helmingur þing- manna fulltrúadeildarinnar stóð að frumvarpinu eða frum- vörpum um útfærslu f einni eða annarri mynd. Stuðningsmenn frumvarpsins sögðu í umræð- um um það, að hætta væri á útrýmingu ýsu og fleiri fiskteg- unda vegna ofveiði fullkom- inna, erlendra fiskiskipa. Frumvarpið er túlkað sem svar við auknum veiðum verk- smiðjuskipa frá Sovétríkjun- um, öðrum Austur- Evrópulöndum og Japan. I umræðum deildarinnar kom fram að margir þingmenn telja útfærslu óhjákvæmilega vegna ofveiði erlendra fiski- skipa. Tuttugu utan- ríkisráðherrar Araba á fund Kairó 10. okt. Reuter. UTANRlKISRÁÐHERRAR tuttugu Arabaríkja hafa verið kvaddir til Kairó á miðvikudag- inn næsta til skyndifundar vegna ástandsins f Lfbanon. Markmið fundarins er að finna leiðir til að leysa málið fullkomlega. Stungið var upp á fundinum af hálfu Kuwaitmanna og Lfbanonstjórn lagði blessun sfna yfir hug- myndina. Réttarhöldum yfir Guillaume frestað Dusseldorf 10. okt. Reuter. RÉTTARHÖLDUM yfir Gúnter Guillaume og eiginkonu hans, Christel, sem sökuð er um njósnir í þágu Austur-Þjóð- verja, var frestað í dag vegna veikinda hjónanna beggja. Kenndu þau um afleitri loftræstingu í réttarsaln- um, sem er gluggalaus og hljóð- einangraður. Kvörtuðu þau um höfuðverk, máttleysi, sjóntrufl- anir, andþrengsli og fleiri kvilla. Fyrirskipuð var læknisrannsókn á hjónunum og er ekki vitað hvenær réttarhöldin hefjast á ný. 4/ FRETTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.