Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1975
17
LENGRA (JT
ÁHAF
Leitin beinist þannig lengra og
lengra á haf út, út á æ dýpri og
hættulegri hafsvæði. Jafnframt
hefur stöðugt meira kapp verið
lagt á tæknilega fullkomnun
mannvirkja og búnaðar, sem nota
þarf til að hagnýta olíuna og
gasið. A þessu ári hafa í fyrsta
sinn verið teknir í notkun pallar
úr steinsteypu, tveir fyrir olfu á
svæðunum Beryl og Bent og einn
fyrir gas á Frigg-svæðinu.
Þegar er hafin framleiðsla
neðansjávarbúnaðar og tækja,
sem verða tengd fljótandi pöllum.
Mobil hefur komið fyrir fyrstu
neðansjávarsamsteypunni á
Beryl-svæðinu. Á Magnus-
svæðinu lengra í norðri ráðgera
BP ásamt CJB og SEAL fyrstu
framkvæmdir, sem um getur á
miklu dýpi.
Þessar umfangsmiklu fram-
kvæmdir hafa veitt evrópskum
verktökum, verkfræðifyrirtækj-
um og fleiri aðilum einstætt tæki-
færi til að komast inn á markað,
sem Bandaríkjamenn hafa verið
að heita má allsráðandi á til
þessa. Nokkrir þessir aðilar, þar á
meðal hollenzkir verktakar og
birgðaskipaeigendur, hafa tekið
þátt í framkvæmdunum frá upp-
hafi. Aðrir hafa smám saman orð-
ið þátttakendur eftir því sem olíu-
framkvæmdirnar hafa færzt
lengra norður á bóginn. Við
reynsluna af þessum framkvæmd-
um hefur fengizt sérfræðileg
þekking, bæði verkleg kunnátta
og þekking á sviði hönnunar; eink-
um í Frakklandi og Noregi, sem
hefur gert Evrópumenji að braut-
ryðjendum í steypusmíði. Banda-
ríkjamenn hafa fengið harða sam-
keppni frá Norðmönnum, en
einnig Frökkum, Itölum og
Bretum í gerð borpalla. 1 raf-
eindatækni og í smíði neðan-
sjávarbúnaðar hafa brezk fyrir-
tæki að sumu leyti haft forystuna
og evrópsk fyrirtæki hafa skipað
sér í fremstu röð í lagningu oliu-
leiðslna og í hönnun neðansjávar-
tækjakosts.
AUKINN
KOSTNAÐUR
Ehginn vafi leikur á því, að
framkvæmdahraöinn hefur
minnkað vegna stöðugt hækkandi
tilkostnaðar, pólitískra afskipta
stjórnvalda og tjárhagserfiðleika.
Fyrirtæki og verktakar færðust of
mikið í fang þegar allir kepptust
um að verða fyrstir til að koma
olíunni i land eftir að olían fannst
i verulegum mæli fyrir fjórum til
fimm árum með því að reyna að
laga þá tækniþekkingu og þá
reynslu, sem hafði fengizt á
Mexíkóflóa og annars staðar að
aðstæðunum á Norðursjó, þar
sem dýpi var miklu meira og
verður miklu verra. Stöðugar
breytingar varð að gera á bor-
pöllum og öðrum mannvirkjum í
ljósi nýrrar athugunar og reynslu.
Mannafli og tæki voru nýtt til
fullnustu og hörgull varð á hvoru
tveggja. Of lítið var gert úr
erfiðleikum af völdum veðurs við
mannvirkjagerð og vandkvæðum
á því að tengja framkvæmdirnar
nauðsynlegu skipulagskerfi í
landi. Allt varð þetta til að auka
vandamál, sem aukinn tilkostn-
aður olli öllum greinum iðnaðar
og framleiðslu í fyrra. Kostnaður
á hverja tunnu, sem hægt er að fá
úr Norðursjó, hækkaði svo mikið,
að það átti sér varla nokkra hlið-
stæðu. Stál hækkaði um 50%,
dagleg gjöld fyrir leigu á tækjum
tvöfaldaðist og kostnaður við
smiði borpalla hækkaði um allt að
150 til 200%.
Heildarkostnaður á Ieitarsvæði
BP, Forties Field, var upphaflega
áætlaður 300 milljónir punda, i
fyrra var hann áætlaður 500
milljónir punda og samkvæmt
síðustu áætlunum um kostnað
framkvæmdanna, sem mun ekki
ljúka fyrr en 1977, verður hann
líklega nálægt 700 milljónum
punda. Áætlaður kostnaður
Shell / Esso af hagnýtingu oliu og
gass á Brent-svæðinu hefur
hækkað í 10,5 milljarða punda,
kostnaður við framkvæmdir á
Ninian-svæðinu mun liklega
nema rúmum einum milljarði
punda og svo framvegis. Slikur
kostnaður við einstakar fram-
kvæmdir er geigvænlegur jafnvel
fyrir stórfyrirtæki, sérstaklega
þegar haft er í huga hve langur
tími liður frá því olían finnst og
þangað til hún byrjar að streyma.
Frá sjónarmiði smáfyrirtækja og
banka er þessi kostnaður bein-
linis ógnvekjandi þrátt fyrir allar
verðhækkanir á oliu.
færast stöðugt lengra á haf út, bæði norður og vestur á bóginn og suður
með vesturströndum Bretlandseyja. Hluti danska svæðisins sést á
kortinu en þar fyrir sunnan eru þýzka svæðið og það hollenzka. Undan
strönd Austur-Englands eru mörg gassvæði, en fá þeirra eru mjög
þekkt nema Rough og Indefatigable. Auk þess eru hafnar framkvæmd-
ir suður af trlandi og olfu er leitað undan strönd Bretagne-skaga f
Frakklandi og vestur af trlandi:
Olían úr Noröursjó 1. grein
Olíuleitin fœrist
lengra á haf út
ÁRATUGUR er liðinn sfðan oifuleit hófst í Norðursjó. Árangurinn er að koma f ljós. Fyrstu olfunni frá
brezka leitarsvæðinu ,var landað f sumar. Fyrsta olíuleiðslan, Ekofisk-Teesside-lfnan, verður tekin f
notkun á næstu mánuðum. Skömmu sfðar verður byrjað að dæla olfu frá geysistóru leitarsvæði skammt
frá Aberdeen, Forties Field, til Cruden-flóa skammt frá Peterhead.
Þetta ævintýri hófst þegar jarðgas fannst f miklum mæli undan austurströnd Englands. Nú hefur nýtt
Iff færzt f jarðgasframkvæmdirnar með framleiðsluáætlun, sem vinna er hafin við á Frigg-svæðinu undan
Orkneyjum, framkvæmdum á nokkrum svæðum þar sem gas hefur fundizt á suðurhluta Norðursjávar,
gerð áætlana, sem hafa verið kunngerðar, um vinnslu á gasi er hefur fundizt skammt frá Cork f Irska
lýðveldinu og vinnslu á miklum gasbirgðum, sem hafa fundizt á Ekofisk-svæðinu undan Noregi og á
Brent-svæðinu skammt frá Hjaltlandi.
Leitin er kannski ekki stunduð af eins miklu kappi og f upphafi, en henni er hvergi nærri lokið. Það
sést á þvf, að Conoco, Texaco og fleiri aðilar hafa nýlega fundið olfu og gas. Leitin einskorðast heldur
ekki lengur við Norðursjó. Norðmenn eru farnir að undirbúa boranir norðan við 62. breiddarbaug.
Margir telja, að þar sé að finna mestu birgðir heimsins af olfu og gasi, sem enn hafa ekki verið nýttar.
Ákvörðun hefur verið tekin um nokkrar nýjar leyfisveitingar f Irska lýðveldinu, meðal annars á talsvert
stóru svæði djúpt út af Vestur-Irlandi, á Porcupinegrunni. Fyrstu boranir eru hafnar á hafinu suður af
Irlandi og undan strönd Bretagne-skaga. Á næsta ári ættu fyrstu boranir að geta hafizt á hættulegum og
Iftt þekktum hafsvæðum undan vesturströnd Grænlands.
Fyrstu olfu Breta úr Norðursjó var landað 18. júnf sl. úr olfuskipinu Theogennitor, sem siglir undir
Liberfufána f Isle of Grain. Skipið kom með 13.000 lestir frá Argyll-svæðinu undan skozku ströndinni.
PÓLITÍSK ÁHRIF
Pólitiskra áhrifa olíuleitarinnar
er einnig farið að gæta þó að
olíufyrirtækin virðist varla hafa
átt von á þeim, þar sem þau hafa
talið andrúmsloft stjórnmála í
Evrópu „öruggt“ öfugt við það
sem hefur orðið uppi á teningn-
um annars staðar. Fjórföld
hækkun oliuverðs 1973—74 ýtti
undir þá skoðun rikisstjórna í
Evrópu, að þær hefðu verið alltof
raunsnarlegar í leyfisveitinum og
farið of fljótt af stað. Breyttar
reglur um rikistekjur af oliu-
vinnslunni hafa verið settar í
Noregi og Bretlandi og þóttt fyrir-
tæki hafi enn talsvert svigrúm
þrátt fyrir þessar breytingar
hefur ágóðavon þeirra dvínað
verulega. Einkum búast þau við
minni hagnaði en áður af fram-
kvæmdum á nýjum svæðum, þar
sem þær hljóta að verða meiri
erfiðleikum bundnar.
Norska stjórnin sá fram á að
stórfelldar framkvæmdir gætu
valdið ofþenslu og töluverðri
verðbólgu vegna óhóflegra tekna
í erlendum gjaldeyri og óeðlilegr-
ar samkeppni á launamarkaði.
Hún hefur þvi þegar hafizt handa
um að draga úr hraða fram-
kvæmdanna með þvi að takmarka
leyfisveitingar og tryggja ríkinu
aukinn skerf af hagnaðinum með
aukinni þátttöku þess. Brezka
stjórnin hefur farið að dæmi
hinnar norsku með áformum
sínum um stofnun ríkisolíufyrir-
tækis (British National Oil
Corporation) og þátttöku ríkisins
i framkvæmdum. Þetta bætist
ofan á Iög, sem þegar hafa verið
sett um eftirlit með nýtingu auð-
æfanna og fjárfestingum. Yfir-
völd á Grænlandi og Irlandi hafa
tekið sér þetta til eftirbreytni og
hafa einsett sér að afstýra braski i
sambandi við framkvæmdirnar
með ákvæðum um þátttöku yfir-
valda og eftirlit þeirra með þeim.
MINNI FRAMKVÆMDIR
Afleiðingin hefur orðið sú að
dregið hefur úr framkvæmda-
hraða. Olíuverkin sem eru starf-
rækt á Norðusjó eru innan við
fimmtiu og fjöldi þeirra hefur
náð hámarki. Líklegt er að þeim
fækki stórum á næsta ári ef nýju
lífi verður ekki hleypt í fram-
kvæmdirnar. Kostnaðurinn við
framkvæmdirnar á öllu Norður-
sjávarsvæðinu nemur nú rúmlega
tveimur milljörðum punda á árs-
grundvelli sem er met. Pantanir á
nýjum borpöllum, sem hefja á
starfrækslu á 1977 og síðar hafa
stórum dregizt saman. Á sama
tima hafa evrópsk fyrirtæki búið
sig undir að taka þátt í þeim
mikla uppgangi, sem færði mörg-
um verktökum drjúgan hagnað á
síðasta ári. Norskir verktakar
hafa engar pantanir fengið
um smíði olfureka sem á að
ljúka við eftir 1976. Brezka
stjórnin hefur hvatt brezka verk-
taka til að láta til sin taka á
þessu sviði, en nú sjá þeir
fram á verkefnaskort þar sem
pöntunum hefur fækkað og þeir
geta því ekki nýtt nema hluta
þess sem þeir hafa komið sér upp
til að smíða borpallana. Of mörg
olíurek eru f notkun nú þegar og
enn mun fjölga olíurekum sem
ekki þarf að nota. Á sama tíma
hafa norskir skipaeigendur ein-
beitt sér að þessu sviði Verktaka-
fyrirtæki, sem hafa tekið þátt í
framkvæmdunum á öðrum
sviðum, hafa áhyggjur af því að
færri pantanir berast.
ÓLJÓST (JTLIT
Allir þeir aðilar, sem taka þátt i
þessum framkvæmdum undan
ströndum Norðvestur-Evrópu,
spyrja þeirrar spurningar og
velta henni fyrir sér, hvort mestu
erfiðleikarnir séu um garð
gengnir og hvort þess verði
skammt að biða að trú manna á
framkvæmdirnar aukist á ný, svo
að ráðizt verði i nýjar fjárfest-
ingar. Utlitið er óljóst. Að ýmsu
leyti er ósennilegt að sá ákafi og
dugnaður, sem einkenndi fram-
kvæmdirnar fyrir tveimur til
þremur árum, geri nokkurn tíma
aftur vart við sig. Þessi dugnaður
var sennilega meiri en geta
iðnaðarins og landanna vi£
Norðursjó sagði til um. Fram-
vegis, þegar oliufélögin færa
leitarsvæði sín lengra og lengra á
haf út, til svæða, þar sem þau eiga
æ erfiðara með að athafna sig,
verður sennilega að takmarka
framkvæmdahraðann meir og
miða hann við getu fjármálastofn-
ana iðnaðarins og þjóðfélagsins
til að ráða við hann. Og ekkert
bendir heldur til þess, að rikis-
stjórnir vilji slíkan framkvæmda-
hraða vegna þeirra vandamála,
sem hann hefur i för með sér.
Verið getur, að olíufélögin,
einkum minni félögin, eigi erfitt
með að sætta sig við þessa stað-
Framhald á bls. 23