Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975 23
Rausnarleg gjöf
til Dómkirkjunnar
í SUMAR barst Dómkirkjunni
rausnarleg gjöf kr. 200.000.00 frá
frú Astríði Einarsdóttur, Hring-
braut 53, til minningar um for-
eldra hennar frú Þóru Magnús-
dóttur, sem fædd var í Hlíðarhús-
um í Reykjavik 30. sept. 1874 og
Einar Matthías Jónsson múrara,
sem var fæddur að Efstabæ i
Reykjavík 2. nóv. 1872.
Þau voru kunnir Reykvíkingar
á sinni tið og merkis hjón. Bæði
áttu þau hjónin margar
minningar sem bundnar voru við
Dómkirkjuna.
Einar var fermdur í Dóm-
kirkjunni 1887, frá foreldrum
Afmæli
Sextug verður í dag, laugar-
daginn 11. október, frú Þórunn
Sigurðardóttir að Starhaga 10
hér f borg.
sínum, sem þá bjuggu í Efsta-
bæjarhúsi í Reykjavík, en frú
Þóra var fermd 1888 (aldurs
vegna með biskupsleyfi) frá for-
eldrum sínum, sem þá bjuggu að
Bergi við Reykjavík.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band i Dómkirkjunni 2. des. 1898
og voru svaramenn þeirra: Jón J.
Illugason, faðir brúðgumans, er
var svaramaður hans, en svara-
maður brúðar var Torfi Þórðar-
son, þurrabúðarmaður i Reykja-
vik, eins og þá var komist að orði.
Dóttir þeirra hjóna er frú
Ástríður, kona Jóns Axels Péturs-
sonar, f. bankastjóra.
Margir eldri Reykvikinga
minnast þeirra hjónanna frú
Þóru og Einars með virðingu og
hlýjum huga.
Þessi rausnarlega gjöf frú
Ástríðar ber vott um ræktarsemi
hennar við minningu foreldra
sinna, og hlýhug í garð
Dómkirkjunnar, sem á svo sterk
ítök í hugum margra eldri og
yngri Reykvikinga.
Gjöfinni verður varið til hags-
bóta fyrir kirkjuna, eftir því sem
hentast þykir að athuguðu máli.
Fyrir hönd Dómkirkjusafnaðar-
ins og sóknarnefndar leyfi ég mér
að þakka þessa rausnarlegu gjöf,
bið Guð að blessa góða gefendur
og minningu þeirra mætu hjóna,
sem minningargjöfin er helguð.
Óskar J. Þorláksson
dómprófastur.
„Því gleymi
ég aldrei”
— í endurútgáfu
Hörpuútgáfunn ar
HÖRPUUTGÁFAN á Akranesi
hefur sent frá sér ritsafnið „Þvl
gleymi ég aldrei“ L-IV, sem hefur
verið ófáanlegt. Kvöldvökuútgáf-
an gaf áður út þessar bækur.
I þessu ritsafni, sem er 850
blaðsíður, eru 75 frásöguþættir af
eftirminnilegum atburðum úr lífi
þjóðkunnra íslendinga. Af höf-
undum má nefna: Árna Óla, Berg-
svein Skúlason, Davið Stefánsson,
frá Fagraskógi, Egil Jónasson á
Húsavík, Guðmund Böðvarsson
frá Kirkjubóli, Guðmund Daníels-
son, Guðrúnu í5. Helgadóttur,
Guðrúnu frá Lundi, Jón Björns-
son, Kristján frá Djúpalæk, Ólaf
Tryggvason, sr. Sigurð Einarsson
í Holti, Sigurð Nordal, Stefán
Jónsson, Steinþór Þórðarson frá
Hala, sr. Svein Viking, Þórstein
Jósepsson.
Nokkrir þessara þátta eru úr
verðlaunasámkeppni Ríkisút-
varpsins, en aðrir skrifaðir sér-
staklega fyrir þessa útgáfu.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
Fram — Þróttur
Valur — HauHar
Miðvikudagur 29. október, Laugardais-
höll kl. 20.15
Þróttur — Ármann
Vfkingur — FII
Laugardagur 1. nóvember, Laugardalur
kl. 15.30
Þróttur — Vfkingur
Valur — FII
Sunnudagur 2. nóvember, Hafnarfjöró-
ur kl. 20.00
Grótta — Ármann
Haukar — Fram
Miðvikudagur 5. nóvember, Laugardal-
ur kl. 20.15
Ármann — Valur
Fram — Vfkingur
Sunnudagur 9. nóvember, Hafnarfjörð-
urkl. 20.05
Haukar —Grótta
FH ■— Fram
Miðvikudagur 12. nóvember, Laugardal-
urkl. 20.15.
Þróttur — FH
Vfkingur — Valur
Sunnudagur 16. nóvember, Hafnar-
f jörður kl. 20.05
Grótta — Þróttur
Haukar — Ármann
Miðvikudagur 26. nóvember, Laugardal-
ur kl. 20.15
Þróttur — Haukar
Ármann — FH
Sunnudagur 30. nóvember, Laugardalur
kl. 20.15
Vfkingur —Grótta
Fram — Valur
— Að meta . . .
Framhald af bls. 18
Islandsverzlunar fram til 1771).
Þegar Jón lýkur frásögn sinni
af gróða og tapi Hörmangara voru
skip þeírra að koma frá íslandi
fermd islenzkum vörum. Einnig
áttu Hörmangarar eftir mikið af
vörum á Islandi; einnig hús og
ýmiss konar búnað og talsverðar
útistandandi skuldir. —
Reikningshald Hörmangara
heldur þvi áfram allt til 1766,
þegar bókhaldi er endanlega hætt
(og, skv. nútímamáli, gera má ráð
fyrir félagsslitum). Segja má að
frá og með 1. sept. 1758 hefjist
„fyrningsbókhald" Hörmangara
fyrir árin 1743—58. „Tapið“ frá
og með 1.9. 1758 var alls 68.169 rd.
Það skal því dregið frá gróða eða
bætt við tapárin 1743—58. Ef vilji
er fyrir hendi að sýna árlegan
gróða eða tap eftir bókhaldsniður-
stöðu Hörmangara sjálfra, virðist
helzti kostur að deila í töluna
68.169 rd. með 15 óg dreifa niður-
stöðunni jafnt yfir árin 1743—58
Við það mun „gróða- og tap-
taflan" breytast all mikið frá því
sem hún er hjá Jóni Kristvin Mar-
geirssyni.
V
Rsk 140—16. — í bókhaldi Hör-
mangara, meðan félag þeirra
starfaði virkt við verzlun, þjónaði
bók þessi engum tilgangi. Hún er
eins konar „reikningsúttekt" eft-
ir að verzluninni likur og er að
öllum líkindum samin einhvern
tíma 1760—70.
Hörmangarar fengu íslands-
verzlunina á Ieigu frá og með árs-
byrjun 1743 til 10 ára. Voru þá
margir um að bjóða I Islands-
verzlunina. Hörmangarar tóku
einnig að sér Finnmerkur-
verzlunina frá og með vorinu
1746, en sú verzlun hafði frá 1741
verið rekin fyrir konungs-
reikning. Enginn hafði boðið sig
fram til að taka að sér þá verzlun.
Þvi fengu Hörmangarar hana án
endurgjalds og sem laun fyrir við-
vikið var samningur þeirra um
íslandsverzlun framlengdur til
1771 (sjá Lovsamling for Island,
2,559—61).
Afurðir íslands og Finnmerkur
voru ekki mjög ólíkar og sama
verzlunakerfi var notað við báða
aðila. — sömu erindrekar og að
miklu leyti sömu reikningar. I
„Hovedbogen" (Rsk 140—12)
voru engar kerfisbundnar til-
raunir gerðar til að sundurskilja
gróða og tap af Finnmerkur- og
Islandsverzlun. En í Rsk 140—16
(Saldeer- og Balanceerbog) var
slík tilraun gerð. Og útkoman var
sú, að ekki var fyrr búið að
sameina Finnmerkur- og Islands-
verzlun, að gróði af Islands-
verzluninni, skv. bókinni, fór
hraðminnkandi. En Finnmerkur-
verzlunin, sem fyrir 1746 þótti
hinn mesti baggi, fór. að skila
gróða. (Tekið skal fram að eftir
að verzlun Hörmangara hætti var
Finnmerkurverzlun langt frá þvi
að vera keppikefli kaupmanna).
Auðvelt er að gizka á hvers
vegna Hörmöngurum var hagur í
því að sýna fram á minnkandi
gróða vegna íslandsverzlunar
þótt það þýddi bókhaldslega meiri
gróða Finnmerkurverzlunar. Þeir
greiddu há gjöld fyrir íslands-
verzlun en engin gjöld fyrir Finn-
merkurverzlun. Eftir að þeir
hættu verzlun sinni 1758 stóðu
þeir f stöðugu stappi við em-
bættismenn konungs vegna
ógreiddra gjalda af íslands-
verzluninni, sbr. bréf til Rentu-
kammersins, Isl. J.B. nr. 507, 10.
marz 1760. Þar er „tap áranna
1756—58“ af Islandsverzluninni
talið fram en upphæðin er önnur
en sú, sem getið er í Saldeer- og
Balanceer-bog (Rsk 140—16).
Annað sem grunsamlegt er við
bók þessa er, að hvergi er reynt
að rökstyðja sundurgreininguna á
reikningsniðurstöðum Finn-
merkur- og Islandsverzlunar
nema frá og með 1. sept. 1755. En
árin 1755—59 voru ár mikilla
harðinda á tslandi. Sundur-
greiningin 1748—55 er hvergi
rökstudd. (En á þeim árum voru
viðskiptakjörin, eins og þau koma
fram i hlutfallslegu verði rúgs og
skreiðar, hagstæðari en nokkru
sinni fyrr og síðar fyrir Hör-
mangara og því hefði gróði Is-
landsverzlunar átt að vera í há-
marki andstætt þvi sem gefið er
til kynna í Rsk 140—16).
1 stuttu máli: Ég tel Rsk
140—16, — „Saldeer og
Balanceer-Bog“, hafa lítið
heimildargildi um gróða og tap
Hörmangara.
Lundi 28. sept. 1975.
Gísli Gunnarsson
— Olíuleitin
Framhald af bls. 17
reynd, en engu að siður er þetta
sennilega satt.
Sú bölsýni, sem nú rfkir á
sumum stöðum, er þó áreiðanlega
óhóflega mikil. Ekki verður horft
fram hjá þeim staðreyndum, að
þörf Evrópulandanna fyrir olíu er
brýn, að núverandi efnahags-
ástand gerir að verkum að enn
brýnna er en ella fyrir þessi lönd
og meira að segja Noreg Ifka að
tryggt verði að stöðugur stígandi
verði í framkvæmdunum, að lík-
legt er að heimsmarkaðsverð á
olíu haldist svo hátt að olfufram-
kvæmdir undan ströndum verði
nauðsynlegar og að auðlegðirnar
eru til staðar. Nokkur þau vanda-
mál, sem við hefur verið að stríða
undanfarið ár, má skrifa á reikn-
ing tekjuskorts og þekkingar-
Ieitar olíufélaga og verktaka, og
líklegt er að þessi vandamál verði
í það minnsta minni en ekki meiri
með tímanum. Olíuframleiðsla og
peningaflóðið, sem fylgir i kjölfar
hennar, ættu að stuðla að lausn
annarra vandamála, sem stafa af
fjárhagserfiðleikum og hömlum,
sem hafa verið settar á olíufyrir-
tæki.
Olían þarf að fara að streyma
svo að efasemdir og erfiðleikar
undanfarins árs hverfi og þess
verður heldur ekki langt að bíða.
Kannski er eitthvað af ævintýra-
ljómanum horfið, en það þarf
ekki að vekja of mikla bölsýni.
Þegar öllu er á botninn hvolft eru
olíu- og gasframkvæmdirnar
undan ströndum- Norðvestur-
Evrópu einhver ævintýralegasta
og mikilvægasta þróun, sem átt
hcfur sér stað i Evrópu á undan-
förnum 20 árum. Og líklegt er að
það ævintýri haldi áfram í að
minnsta kosti einn mannsaldur.
(f sfðari grcinum vcrður fjallað uin stöðuna i
olíuframkva'mdununi á Nordursjó hjá Nord-
mönnum. Dönum. Þjóðverjuni. Brulum.
Irum o^ Hollcndin^um).
Vinsamlega birtiS eftirfarandi smáauglýsingu
í Morgunblaðinu þann: ...............
1 111 i i i i i i i 150
1 1 1 1 j i i i i i i J 1 1 1 1 1 1 L l J 1 1 1 L. _l 1 300
: 1 L L J 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 450
h i i i i i i i i i i 1 1 1 1 1 1 ! 1 1 1 1 1 1 1 1 1 600
iiii i i i i i i i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 750
iiii i i i i i i i 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 900
i i i i j i i i i i í J 1 1 1 1 1 1 1 J 1 1 1 1 l __l 11050
Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandí er greiðsla kr.
NAFN: ........................................
HEIMILI: .....................................SÍMI: ..........
"i
Athugio
Skrifið me8 prentstöfum og <
setjið aðeins 1 staf í hvern reit
Áríðandi er að nafn, heimili
og sími fylgi
-
JV K.
rw
r./'x Ae/s.u
Á7A M£J!A /s.úe ,/ 6*/tiA /y/tf -~
,/. .S./nA IÁo.o.6.
- ‘ i
-/I A A-
Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöidum stöðum:
REYKJAVÍK:
KJÖTMIÐSTÖÐIN, Laugalæk 2,
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Háaleitisbraut 68,
KJÖTSÚÐ SUOURVERS, Stigahlíð 45—47,
HÓLAGAROUR, Lóuhólum 2—6
SLÁTURFÉLAG SUOURLANDS
Álfheimum 74,
ÁRBÆJARKJÖR,
Rofabæ 9,
HAFNARFJÖRÐUR:
LJÓSMYNDA-
OG GJAFAVÖRUR
Reykjavíkurvegi 64, ■
VERZLUN
ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR,
Suðurgötu 36,
KÓPAVOGUR
Ásgeirsbúð, Hjstlavegi 2
Borgarbúðin, Hófgerði 30
Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar
Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.
A A A A
A A
A « A