Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975 Presturinn og hringjarinn Einu sinni var prestur, sem var svo stoltur, að hann hrópaði á hvern sem fyrir var, þegar hann kom akandi, og einhver mætti honum: „Víkið úr vegi, víkið úr vegi, hér kemur sjálfur prestur- inn!“ Einu sinni þegar hann var á ferð í vagninum sínum og lét svona, mætti hann sjálfum konunginum. „Víkið úr vegi, víkið úr vegi!“ kallaði hann, meðan hann enn var langt í burtu. En konungur var nú ekki alveg á að vikja, hann hélt sínu striki, og í þetta skipti var það presturinn, sem varð að vfkja, en um leið og konungur fór fram hjá honum, sagði hann við prestinn: „Á morgun kemur þú til mín í höllina, og getirðu ekki leyst úr þremur spurningum, sem ég ætla að leggja fyrir þig, skaltu missa bæði kjól og kall fyrir dramb þitt“. Þetta var eitthvað annað, en prestur hafði vanist. Hann gat kallað og sagt fólki að víkja úr vegi fyrir sér, en var ekki eins kræfur að svara spurningum. Svo fór hann til hringjara síns, sem satt að segja var ekki álitinn vitrari en klerkur. Við hann sagði prestur, að hann þyrði ekki að fara til konungsins, „því fábjáni getur spurt meira en tíu vitringar kunna svör við“, sagði hann og svo fékk hann hringj- arann til þess að fara í sinn stað. Jú, hringjarinn fór og kom í höllina í hempunni prestsins og með kragann hans. Þar tók konungur á móti honum með kórónu og veldissprota og var svo skrautbúinn, að engu tali tók. „Jæja, ertu kominn þarna“, sagði kon- ungur. „Jú, víst er ég það“, sagði hringjarinn. „Segðu mér þá fyrst, hve langt er frá austri til vesturs". „Það er dagleið“, sagði hringjarinn. „Hvernig þá það?“— „Jú sólin kemur upp í austri og sígur i vestri, og þetta gerir hún á einum degi“. „Rétt er það“, sagði konungur, en segðu mér nú annað: Hve mikils virði heldurðu að ég sé, eins og ég er hérna?“ „Æ, Kristur var virtur á 30 silfurpen- inga, svo ég get varla virt þig hærra en á 29“, sagði hringjarinn. „Nú, nú, úr því þú ert svona vitur á öllum sviðum, þá segðu mér hvað það er, sem ég er að hugsa um núna“. „Æ, ætli þú sért ekki að hugsa sem svo, að þú sért að tala við prestinn, en þar skjátlast þér, því þetta er hringjarinn", sagði hann. „Jæja farðu þá heim til þín og vertu prestur og láttu prestinn, sem nú er, verða hringjara", sagði konungur og þannig varð það. Sagan af töfra- bandinu bláa fyrst dauðskelkuð, en þreifaði samt eftir bandinu, og ekki hafði hún fyrr leist hnútana, en piltur svifti af sér bjarnar- höfðinu. Þá þekkti hún hann og varð svo glöð, að hún réði sér ekki. Hún vildi segja það á stundinni, að hann hefði frelsað sig úr öllum vanda. En það vildi hann ekki. „Ég skal bjarga þér einu sinni enn úr miklum vanda“, sagði hann. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN i * i i i' Þetta var þó brotsjór f lagi skip- stjóri. * Mér þykir leitt að þurfa að segja það við þig gamli vinur: Meðmæli þfn með sjálfum þér getum við ekki tekið alvarlega. Stfna hafði aldrei ferðazt með skipi og var mjög tauga- óstyrk, þegar hún kom um borð f Smyril og ætlaði f sfna fyrstu sjóferð. Þá kom hún auga á lækni, sem hún kannaðist við, meðal far- þeganna. Hún sneri sér til hans og spurði: — Hvað á ég að gera, ef ég verð sjóveik? — Þú þarft ekkert að hugsa um það, svaraði læknirinn, það kemur af sjálfu sér. X — Á hverri nóttu dreymir mig sama hræðilega draum- inn. Mér finnst ég detta f sjóinn og brýzt um á hæl og hnakka þar til ég vakna f svitabaði. Hvað á ég að gera? X — Hvað þurfum við fyrst og fremst að gera til þess að fá fyrirgefningu syndanna? I ______________________________ spurði sunnudagaskóla- kennarinn Villa Iitla. — Fyrst og fremst þurfum við að syndga, svaraði Villi. X Hann: — Það væri gaman að vita, hvað þú segðir, ef ég kyssti þig. Hún: — Ef þú værir mjög forvitinn værirðu búinn að fá að vita það. X Ferðamaður f Moskvu benti á stóra byggingu og spurði leiðsögumann sinn, hvaða hús þetta væri. — Þetta er upplýsinga- miðstöð stjórnarinnar, var svarið. — Það er skiljanlegt að sú bygging hljóti að vera stór, ef hún á að rúma aliar fréttirnar, sem haldið er leyndum fyrir almenningi, tautaði ferðalangurinn. Moröíkirkjugaröinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 5 — Svona nú Barbara, sagði hann vinalega. — Segðu mér nú dálftið rólega frá þvf hvað hefur gerzt. Hvenær segistu hafa séð Arne sfðast? Hún sneri sér ósjálfrátt að honum. — Þetta er allt svo einkenni- legt að maður verður alveg ruglaður af þvf að hugsa um það. Við lokuðum búðinni klukkan þrjú. Eg var að hjálpa honum af þvf að ösin var svo mikil og svo fórum við upp og höfðum fata- skipti þvf að við áttum að vera komin f kirkjuna klukkan hálf- fjögur. Söngæfingin gékk prýðilega en við vorum öll að flýta okkur að komast heim aftur, svo að hún stóð ekki nema í klukkutfma. — Fyrirgefðu! Það var maðurinn minn sem hafðí lært af Christer Wijk að það var vissara að tryggja sér vitneskju um undarlegustu smáatriði. — Ætlið þér að segja mér frú Sandeil að þið haffð söngæfingu f kirkjunni sfðdegis á aðfanga- degi? Hún Ieit á hann og brá fyrir kaldhæðnisglampa f grænum aug- um hennar. — Ja, hljómar það ekki geggj- unariega. En það vili svo til að f Vastlinge er að rfsa upp á meðal okkar verðandi tenórstjarna, sem við vonum að eigi eftir að gera garðinn frægan og bera hróður sveitarinnar um vfða veröld. Og stjarna þessi er við söngnám f Stokkhólmi og kom ekki heim fyrr en f gær og gat því ekki æft með kórnum fyrr en á þessum eínkennilega tfma. — Ég elska hann beinlfnis, sagði Lotta. — Þegar hann syngur Heims um ból, fæ ég gæsahúð um alian lfkamann. Ég vona bara að hann syngi Heims um ból á morgun. Gerir hann það ekki pabbi? En faðir Lottu hafði um annað og meira að hugsa en svara þessari spurningu. Hann leit rannsakandi á Barböru. — Fóruð þið beint heim eftir æfinguna, eða hvað gerðuð þið? — Ég fór beint heim og upp til okkar. Þvf að ég átti mörgu ólokið f eidhúsinu. Arne sagðist ætla að skreppa á skrifstofuna smástund og ég gerði þvf skóna að hann ætlaði að gera upp kassann og ganga frá þvf öllu. En við höfðum komið okkur saman um að kveikja á trénu kiukkan sex og drekka kaffi. En það sfðasta sem ég sá af honum var þegar hann stóð fyrir utan kirkjuna og var að taia við Susann Motander. Hún þagnaði og ég fékk sterk- iega á tilfinnínguna að hún væri f vafa um hvað hún ætti að segja næst. Hjördis Holm hallaði sér óþolinmóð fram f sæti sfnu. — Og hvað svo? sagði hún sinni lágu röddu. — Þegar hann kom ekki að drekka kaffið fórstu þá niður og leitaðir að honum á skrifstofunni? Barbara kinkaði kolli svo ákaft að hárið flaksaðist tii. •— Já, það gerði ég. En ... og Arne var horfinn. Þegar hér var komið sögu fékk ég eina af mfnum frábæru hugmyndum. — Gæti ekki einhver hafa komið og beðið hann um bíl? Eft- ír þvf sem ég hef heyrt er hann ekki aðeins kaupmaður hann er Ifka með leigubflaakstur. — Rétt til getið hjá Puck, sagði Tord fastmæltur. — Það er eina trúiega skýringin. Að vfsu er ekkf oft sem fólk «iotar bfla hér f sveit en það gæti einmitt hafa hitzt þannfg á að einhver veitti sér þann munað ð jóium. Það er óheppilegt ef hann hefur tafist, en ... það er engin ástæða til að óttast að neití hafi komíð fyrir. Barbara hristi dapurlega höfuðið. — Þetta hvarflaði Ifka að mér f byrjun. Og þess vegna varð ég ekki óróleg strax. Ef ég á að vera hreinskilin held ég að fyrst og fremst hafi ég orðið foksiil út f hann. Mér fannst svo ergilegt að jólin hjá okkur þyrftu að fara út um þúfur vegna þessa bifreiða- aksturs sem ég hef aldrei verið sátt við og auk þess fannst mér að minnsta kosti sjálfsagt og eðlilegt að Arne hefði hringt og sagt mér að hann þyrfti nauðsynlega að fara. — En, sagði Tord. Hann hringdi kannski á meðan þú. Eg meina... ég meina þú hefur kannski brugðið þér frá og þá... Augu Barböru skutu gneistum. — Ég brá mér ekkert frá. Hvert hefði ég átt að fara. Mér til óblandinnar furðu sá ég að Tord setti dreyrrauðan. — Nei, muldraði hann. — Ég var bara að reyna að finna ein- hvcrja skýringu. Lotta greip Neferite sem var að hverfa á bak við jðlatréið og sagði um leið og hún leit um öxl kæru- leysislega. — En Frideborg frænka sagði að þegar hún hefði litið inn til þfn tii að afhenda jólahyasintuna þá hefðu allar dyr verið opnar og ekki hræða heima. Barbara stirnaði upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.