Morgunblaðið - 18.10.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 FJÖLMENNUR hópur nem- enda úr Fiskvinnsluskólanum, Fóstruskólanum, Kennarahá- skólanum, Leiklistarskólanum, Myndlistar- og handíðaskól- anum, Stýrimannaskólanum og Véiskólanum, heimsótti fjár- málaráðuneytið i gær til þess að árétta þörf fyrir aðgerðir í iána- málum námsmanna. Fyllti hóp- urinn ganga fjármálaráðu- neytisins og ræddi Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra við þá sem fremstir fóru góða stund eða um hálfa klukku- stund. Strax og hópurinn kom í ráðuneytið tók ráðherra á móti þeim og las bréf þeirra, en síðan var skipst á skoðunum um lánamálin. Sagðist ráðherra vera þeirrar skoðunar að vandamál lánasjóðsins byggð- ust að mestu á þeim endur- greiðslureglum sem gilda og hafa gilt frá upphafi sjóðsins. Kvaðst ráðherra, í samtali við Mbl. um heimsókn skólafólks- ins, einnig vita að stúdentar væru sama sinnis. Því sagðist fjármálaráðherra telja það eðli- Iegast að stúdentar knýðu á með stjórnvöldum um endur- skoðun og nýjar reglur fyrir lánasjóðinn. Kvað ráðherra vonir standa til að reglum yrði breytt á næstu mánuðum, von- Námslánastaðan: að baki afstöðu þess, en unga fólkið skildi auðheyrilega einnig að við vanda er að glíma eins og m.a. kom fram í orðum eins nemandans á ganginum, sem sagði: „Ég vorkenni fjár- málaráðherra, því það er um augljósan vanda að ræða i efna- hagslffinu." Fer hér á eftir bréf skólafólksins til fjármálaráð- herra: Fjármálaráðherra, Matthías Á Mathiesen Nú hafið þið stjórnar- herrarnir loksins tekið ákvörðun um haustlánin, mánuði eftir að úthlutun þeirra átti að hefjast. Sú ákvörðun er ekki heldur fagnaðarefni okkur eða öðrum þeim 3500 lánsum- sækjendum sem nú eru. Ákvörðun ykkar hljóðar upp á skert haustlán; sú upphæð sem verja á til haustlána er ekki fúllnægjandi, og hluti hennar á fyrst að koma eftir áramót. Þetta er öll sú fyrirgreiðsla sem þið bjóðið haustlánaþegum, eft- ir að þið hafið tafið úthlutun pm heilan mánuð. Þetta heitir á mæltu máli að bæta gráu ofan á svart. Það fjárlagafrumvarp sem þú og ríkisstjórn sú sem þú átt sæti f hefur lagt fram, hefur Það var þröng á þingi f göngum f jármálaráðuneytisins meðan námsmenn stöldruðu þar við f gær til að árétta kröfur sfnar um nauðsyn ðskertra náms- lána. Ljósmynd Mbl. Sv.Þorm. Hópur námsmanna sótti fjármálaráðherra heim „Nýjar reglur fyrir lánasjóðinn nauðsynlegar,” segir ráðherra andi fyrir áramót. Ef fjár- vöntun er, sagði ráðherra, er nafn fjármálaráðherra gjarnan nefnt, en rétt er að geta þess að mál lánasjóðsins heyra undir menntamálaráðherra. Við erum með þjóðfélag, sagði ráðherra, sem ekki getur í haust veitt sér það sem þaö gerði s.l. haust og að sjálfsögðu hlýtur það að konta niður á fólki. Lánasjóðurinn var i fyrradag búinn að ákveða að greiða út eftir helgina 5/12 af námslán- unum í stað 7/12 sem hefur undanfarin ár verið reynt að greiða út á haustin, en jafn- framt er reiknað með að 2/12 hlutarnir sem vantar sam- kvæmt venju í haustúthlutun- ina verði greiddir í janúar n.k. Hópferð skólafólksins í fjár- málaráðuneytið fór rólega fram, örfáir sýndu af sér tiiþrif í ókurteisi. Mátti heyra ýmsar setningar fljúga þær tvær og hálfa klukkustund sem hóp- urinn fyllti ganga ráðuneytis- ins. Klukkan 1 héldu náms- mennirnir úr ráðuneytinu og gat starfsfólk ráðuneytisins þá aftur hafið eðlileg störf, en slíkt var ekki unnt með allan þann gestafjölda sem inni var. Það mátti heyra á máli náms- manna að með þvf að dvelja til kl. 1 í ráðuneytinu vildi náms- fólkið leggja áherzlu á þá alvöru og nauðsyn sem liggur vakið furðu og reiði náms- manna. Þar er einungis gert ráð fyrir u.þ.b. helmingi þess fjár- rnagns sem þarf til að veita óskert námslán. Þetta eru til- lögur ykkar, þrátt fyrir það, að brýnt er að auka við námslánin í stað þess að skerða þau. Þar er átt við hið nýja kostnaðarmat Lánasjóðsins, sem er í raun ekkert annaö en leiðrétting á vanmati fjárþarfar sem safnast hefur saman á mörgum árum. Þar er einnig átt við nýjar út- hlutunarreglur sem gera náms- mönnum kleift að stunda nám, jafnvel þótt þeir hafi fyrir fjölskyldu að sjá. Enn fremur er þar átt við að lánin nemi þeirri 100% brúun umfram- fjárþarfar sem Iög kveða á um að stefnt skuli að. Síðast en ekki síst er átt við að þeir lán- þegar sem síðastliðið ár hlutu s.n. K lán hljóti nú sömu fyrir- greiðslu og aðrir lánþegar og að sambærilegir hópar sem staðið hafa utan lánakerfisíns með öllu verði teknir inn í það. Þeir hópar eru einkum nemendur Leiklistarskóla og framhalds- deilda Myndlistar- og handiða- skólans og Iðnskólans. í stað þess að veita náms- mönnum eðlilega kjarabót, hafið þið stjórnarherrar skellt fram fyrirvaralaust tillögum um stórfellda kjaraskerðingu. Þið segið námsmönnum að skerða eigi lifeyri þeirra um helming, þó nokkru eftir að námsár er hafið og'menn hafa gert ýmiss konar fjárhagsskuld- bindingar og áætlanir. Maður hefði haldið að slík framkoma þekktist ekki meðal siðmennt- aðra þjóða. Þessar tillögur myndu þýða, næðu þær fram að ganga, að fleiri hundruð eða þúsundir námsmanna verði að hætta námi á þessum vetri og ófyrirsjáanlegur fjöldi hrekjast frá námi i framtíðinni. Er þetta ætlun ykkar, Matthias? Við krefjumst skýrra svara. Matlhias! við erum ekki að krefjast neinna forréttinda. Við erum einmitt að krefjast þess að ríkisvaldið hamli gegn því að nám verði arfgeng forréttindi þeirra efnameiri í þjóðfélaginu. Námslán eru tæki til að hamla gegn slíkum forréttindum, og þau ná ekki tilgangi sinum, nema þau brúi bilið milli sjálfs- aflatekna og raunverulegrar fjárþarfar. Námsmenn standa núna sam- einaðir og mótmæla þeim kjára- skerðingartilburðum sem birt- ast í framkomu ykkar varðandi haustlánin og i fjárlagafrum- varpi ykkar. Eftirtaldir náms- mannahópar standa að þessari aðgerð til að vekja athygli ykkar stjörnvalda og al- mennings á kröfum okkar og réttmæti þeirra: Nemendur Fiskvinnsluskóla, Fósturskóla, Kennaraháskóla, Leiklistarskóla, Myndlistar- og handíðaskóla, Stýrimannaskóla og Vélskóla. Þjóðver jar fá íslenzkan fisk í Belgíu — 12 skip sigla með afla á næst- unni til Belgíu og Englands VITAÐ er um 12 islenzk fiski- skip, sem munu sigla með afla til Englands og Belgíu á næstu tveimur vikum. Þær fréttir hafa þó borizt frá þessum löndum, að fiskverð hafi heldur fallið þar síðustu daga og svo mun einnig vera í Þýzkalandi, þar sem Norð- ursjávarskip þessara landa hafa fiskað vel að undanförnu, enda veður hið bezta í Norðursjó. Mest mun markaðurinn f Englandi hafa fallið, en í Belgiu og Þýzka- landi hafa fengist um 100 krónur fyrir hvert kg af stór ufsa sfðustu daga. Af þessum 12 skipum, sem ákveðið hafa að sigla með aflann ætla 8 til Englands og 4 til Belgfu. Þá er vitað að markaðurinn í Bretlandi verður þéttskipaður sfðari hluta næstu viku. Ernst Stabel, ræðismaður ís- lands í Cuxhaven, sagði í gær, að fiskverð væri þar misjafnt um þessar mundir. 80 pfenningar fengjust þó fyrir pundið af stór- ufsa, eða rösklega eitt hundrað krónur. Kvað Stabel vanta fisk af og til á markaðinn í Þýzkalandi, og þá væri fiskur sóttur til Belgíu, þannig að fiskur íslenzkra skipa er þar lönduðu færi á markaðinn í Þýzkalandi. Hann sagði, að enginn íslenzkur útgerðarmaður hefði haft samband við sig um fisksölu og hann ætti ekki von á neinu skipu á næstunni, i fyrsta lagi undir jól. Jónas Haraldsson, skrifstofu- stjóri hjá L.Í.Ú., sagði, að mörg skip myndu sigla á næstunni, en ekkert færi til Þýzkalands, enda þyrftu íslendingar nú ekkert á v-þýzka markaðnum að halda, þar sem búið væri að byggja upp markað í Belgfu og Þjóðverjar sæktu íslenzkan fisk þangað er þeir þyrftu á að halda. Að vfsu væri markaðurinn í Belgíu ekki eins stór og sá þýzki. „Þeir útgerðarmenn, sem hafa haft samband við L.l.Ú. hafa engan áhuga á að láta skip sín sigla til Þýzkalands, þar sem við höfum byggt okkur upp góðan markað í Belgíu. Það verður a.m.k. ekki siglt til Þýzkalands á meðan samningaviðræður standa yfir. Ef upp úr slitnar og mark- aðurinn í Þýzkalandi lokast á ný, vill enginn þurfa að koma skríð- andi til Belgíu á ný.“ Slasaðist hættu- lega af skotsári Seyðisfirði, 17. október. ÁTJÁN ára piltur slasaðist hættu- lega hér í dag, er skot hljóp í bak hans. Pilturinn var þegar sendur með flugvél til Reykjavíkur og var lagður inn á Borgarspítalann. í gærkvöldi mun hann hafa verið úr allri lífshættu. Nánari málsatvik voru þau, að pilturinn fór á rjúpnaveiðar f gærmorgun og kom hann til byggða siðdegis. Á leið heim til sín kom hann við í frystihúsi Norðursfldar. Þar tók hann tvo menn upp í bílinn til sin og settist annar mannanna í aftursætið. Maðurinn ætlaði að hagræða byss- unni, sem var í aftursætinu, en við það hljóp skot úr byssunni og fór það í gegnum bílstjórasætið og f bak piltsins, sem sat undir stýri. — Fréttaritari. Stjörnubíó hyggst sýna „Emmanuelle >9 STJÖRNUBfÓ hefur fengið til landsins eintak af hinni frægu frönsku kynlífsmynd, Emmanuelle, sem sýnd hefur verið við metaðsókn vfða um heim, enda hefur hún náð miklu almennari sýningarmarkaði en títt er um myndir af þessu tagi. Ekki er þó Ijóst hvenær Emmanuelle verður tekin til sýningar hér. Kvikmyndaeftirlit- ið hefur þegar skoðað myndina og bannað hana innan 16 ára aldurs, en jafnframt æskt álits lögregiu- yfirvalda á þvf hvort myndin brjóti ákvæði fslenzkra laga varð- andi klám. Mun fulltrúi saksókn- araembættisins væntanlega skoða myndina eftir helgina. Emmanuelle er ný af nálinni þvi að vart er nema hálft annað ár frá því hún var frumsýnd í Frakk- landi. Kvikmyndaeftirlitið þar gaf grænt ljós að myndin yrði tekin til almennra sýninga og að ári liðnu hafði um ein milljón Parísarbúa séð myndina. Hafa fáar myndir hlotið slíka aðsókn þar í landi á síðari árum. Síðan hefur myndin verið sýnd við metaðsókn á almennum Basert pá Emmanueile Arsans erotiske roman sorri i mange ár var totalforbudt KJEMPEK0ER OtENFOH KINOFNE OVERALt EUROPA OG OVt« I MHI.ION PAHISEKf. HAR StfT OfN iWMIR Lánin verði vísitölutryggð og endur- greiðsia miðist við laun að loknu námi sef»ja Stýrimanna- og Vélskólanemar í álykttin EFTIRFARANDI var samþ.vkkt á sameiginlegum fundi Vélskólans og Stýrimannaskólans haldinn 16. okt. '75. Fundur nemenda Vélskólans og Stýrimannaskólans haldinn 16.10. ’75 mótmælir harðlega þeim gerræðislegu vinnubrögðum stjórnvalda að standa ekki við gefin fyrirheit varðandi fjár- mögnun L.l.N. þannig að haustlán geti farið fram með eðlilegum hætti. Einnig mótmælir fundurinn þeim kjaraskerðingaráformum sem fram koma í því fjárlaga- frumvarpi sem liggur fyrir Al- þingi, og krefst þess að sjóðnum verði tryggt það fé sem þarf til að sjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu. Fundurinn telur eðlilegt að endurgreiðslufyrirkomulagi sjóðsins verði breytt þannig, að Iánin verði vísitölutryggð og endurgreiðsla miðist við laun að loknu námi, þannig að ljóst sé að hér sé um lán að ræða en ekki ölmusu. Þá lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við þá framhaldsskóla- nema, sem enn hafa ekki rétt á lánum úr sjóðnum. Við hvetjum til samstöðu allra námsmanna um að láta hvergi deigan síga í þessu lífshagsmunamáli. Einnig var samþykkt eftirfar- andi tillaga: Sameiginlegur fundur Vélskól- ans og Stýrimannaskólans lýsir yfir fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Skorum við á rfkisstjórnina að halda að sér höndum í allri samn- ingagerð varðandi landhelgina við erlendar þjóðir. Þar sem rétt hagnýting land- helginnar er beint hagsmunamál okkar í Sjómannaskólanum og landslýðs alls. sýningum kvikmyndahúsa á flest- um Vesturlöndum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi og í báðum þessum löndum gengur myndin enn. Kvikmyndagagn- rýnendum erlendum þykir þó flestum ekki sérlega mikið til myndarinnar koma enda þótt þeir viðurkenni að hún verði að teljast til vandaðri mynda í flokki hinna djarfari kynlffsmynda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.