Morgunblaðið - 18.10.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975
3
Vitni vantar
FIMMTUDAGINN 16. október
var ekið á bifreiðina R-41228,
seni er Volkswagenbifreið hvít
að lit, þar sem hún stóð á Kalk-
ofnsvegi sunnan við Tryggva-
götu. Hægra afturbretti er
dældað og var rauður litur í
bevglunni. Talið er að ákevrsl-
an hafi átt sér stað milli klukk-
an 9 og 17.
Þá var ekið á bifreiðina R-
19369 aðfararnótt föstudagsins
17. október. Bifreiðin er af
gerðinni Citroen special, árgerð
1971, og stóð hún fyrir utan
Sörlaskjól 92. Bifreiðin er
mikið skemmd á stuðara,
vinstra bretti, vinstra hjólbarða
og felgu. Grænn litur var í
skeínmdunum og á staðnum var
krómlisti af bílnum sem ók á.
Talið er að þetta hafi gerst eftir
klukkan 2 um nóttina.
1 báðum tilvikunum hurfu
tjónvaldar af vettvangi, og eru
það tilmæli rannsóknarlögregl-
unnar að þeir gefi sig fram, svo
og vitni.
57 kandidatar
brautskráðir
FIMMTÍU og sjö kandidatar
verða brautskráðir frá Háskóla
Islands í dag, laugardag.
Athöfnin hefst i hátíðasal Há-
skólans kl. 14, en þá mun Guð-
laugur Þorvaldsson háskóla-
rektor ávarpa kandidatana, en
deildarforsetar munu afhenda
prófskírteinin. Þá mun Guð-
mundur Jónsson óperusöngva’-
syngja nokkur lög.
Árshátíð
Eyjaskeggja
á Suðurlandi
VESTMANNAEYINGAFÉLAG
Suðurlands heldur árshátíð sína
að Borg í Grímsnesi laugardaginn
18. okt. Hljómsveit Gissurar
Geirssonar frá Selfossi mun leika
fyrir dansi en sætaferðir verða á
árshátíðina frá Eyrarbakka,
Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hvera-
gerði, Hvolsvelli og Selfossi.
Byssum stolið
TVEIMUR rússneskum rifflum
með kíki var í fyrranótt stolið úr
sportvöruverzlun við Laugaveg.
Málið er i rannsókn.
Þá var í gær skotið úr loftriffli í
framrúðu bíls sem ók eftir Fells-
múla og kvarnaðist úr rúðunni.
Tveir 16 ára piltar hafa viður-
kennt verknaðinn.
Síld finnst
við Eyjar
„VIÐ fundum eina góða síldar-
torfu um 15 mílur austur af
Elliðaey, en því miður var veður
orðið það slæmt, að við gátum
ekki skoðað þetta svæði nánar, né
farið með flotvörpuna í gegnum
torfuna,“ sagði Eyjólfur Frið-
geirsson, leiðangursstjóri á
rannsóknarskipinu Árna Frið-
rikssyni í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en þá var Árni Frið-
riksson á leið austur með landi í
átt að sildarmiðunum SA af
Ingólfshöfða.
Eyjólfur sagði, að þeir hefðu
leitað í fyrradag á svæðinu vestur
af Surtsey og síðan við Vest-
mannaeyjar, en ekki orðið varir
við sild, nema austur af Elliðaey.
Þá hefðu þeir á Árna leitað allt
frá Jökli að Vestmannaeyjum án
þess að finna neitt síldarmagn,
sem heitið gæti.
Tiltölulega fáir sildarbátar
voru á veiðum SA af Ingólfshöfða
í fyrrinótt og munu flestir hafa
fengið síld og voru á landleið i
gær. T.d. var vitað um Sæberg á
leið til Eskifjarðar með um 50
lestir.
FYRSTA sýning kín-
verska loftfimleika-
flokksins frá Tientsin
verður í Laugardalshöll-
inni í dag, en alls heldur
flokkurinn fjórar sýn-
ingar hér á landi. Kín-
verjarnir komu hingað
til lands á fimmtudaginn
og í gær voru æfingar í
Laugardalshöllinni. Alls
telur hópurinn 66 manns,
fimleikafólk, tónlistar-
fólk og stjórnendur.
Hingað kemur hópurinn
frá Danmörku, Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi, en í
þessum fjórum ná-
grannalöndum okkar
vöktu sýningar hans
mikla hrifningu.
Þeir voru að liðka sig áður en aðalæfingin byrjaði, en máttu þó vera
að þvf að senda Friðþjófi Ijósmyndara alúðarbros þegar hann
smellti þessari mynd af. Andartaki síðar voru þeir komnir á fulla
ferð og flugu hver á eftir öðrum yfir bekkinn og í gegnum hringina.
Fyrsta sýning kínverska
fimleikahópsins í dag
Fyrsta sýningin verður í sýning tekur um tvo og hálfan
Laugardalshöllinni i dag og klukkutíma. Næsta sýning
byrjar klukkan 15.00, en hver verður á sama tíma á morgun,
en síðan klukkan 20 á þriðju-
dag og miðvikudag. Heimleiðis
heldur hópurinn svo á föstudag
eftir rúmlega tveggja mánaða
sýningarferð.
Með sýningunum í gær fylgd-
ust fréttamenn og nokkrir for-
ystumenn úr íþróttahreyfing-
unni. en hingað koma Kín-
verjarnir á vegum Iþrótta-
bandalags Reykjavíkur. Þó svo
að aðeins væri um æfingu að
ræða voru áhorfendur á einu
máli um að þarna hefðu þeir
séð glæsilegri afrek og
skemmtilegri tilburði en hjá
öðrum sambærilegum hópum. 1
gær var lokið við að koma öllum
tækjum og áhöldum í sal
Laugardalshallarinnar og var
þar ekki um neitt smávegis
magn að ræða því tæki þau sem
hópurinn hafði með sér til
sýninganna hér vógu 6 tonn.
nött frá Husquama
REGINA gufugleypir. Breidd 60 og
70 cm. Mjög hijóðlátur 2ja hraða
mótor. Bæöi fyrir útblásturog kola-
filter. Ljós og 220 v. tengidós.
STANDARD gufugleypir eingöngu
fyrir útblástur. Breidd 50, 60 og 70
cm. Hljóðlátur 2ja hraöa mótor.
GRAND MENU, kæliskápur, kæli
og frystiskápur, frystiskápur.
350—360 'litrar. Stílhreint útlit. 45
mm. þykk polyurethan einangrun.
Allar rafmagnsleiðslur og Ijós er
staðsett utan einangrunarinnar.
Þ.e. ekki er hætta á að kuldinn síist
út eins og þar sem leiðslur ná í
gegnum einangrun inn í skápínn.
FESTIVAL uppþvottavélin. Sérstak-
lega rúmgóð vél sem þvær leirtau
eftir 12 manns. 6 þvottavöl, þar á
meðal eitt fyrir krystalglös og
postulín. Klædd að innan úr ryðfríu
stáli. 3 snúningsarmar sem gefur
þvottaeiginleika í sérflokki.
SWING-OUT gufugleypir. Nýjung.
Hægt er að draga framhlið viftunn-
ar út yfir eldavélina. Útbúa má
sama ytra byrði og er i öðrum
eldhússkápum.
REGINA KATALYX eldavél með 4
hellum. 2 ofnar þar sem efri ofn er
sjálfhreinsandi grillofn með grill-
motor og snúningsteinum. Fjöl-
þættur tímamælir ásamt kjötmæli.
REGINETT KATALYX. Sjálfhreinsandi
grillofn til ínnbyggingar ásamt
REGINETT TOP hellunni. Ofninn er
með grillmótor, snúningsteinum og fjöl-
þættum tímamæli og kjötmæli.
MAXI uppþvottavélin fyrir 8 manns. Ætluð til
innbyggingar, 60 cm breið. Þvær upp á 22
mín, fyrir utan upphitun á vatni. Kápan og
hurðin eru úr svokölluðu polypropen efni
sem er mjög hart og endingargott. Engin
hætta á ryöi. Sérstaklega hljóðlát.
@ Husqvarna
MIDI nýja uppþvottavélin, sem
þvær upp eftir 6 manns. 22 mín. að
þvo fyrir utan upphitun á vatni.
Ætluð til innbyggingar í 60 cm.
breiðan skáp. Kápan og hurðin úr
polypropen efni.
REGINA CORNING. 60 eða 70 cm
breið eldavél í sérflokki, þar sem
hin margumtalaða Corning gler-
hella kemur í stað venjulega 4 hellu
borðsins. 2 ofnar, annar sjálf-
hreinsandi með grillmótor og snún-
ingsteini. Fjölþættur tímamælir og
kjötmælir.
Litir: Hvítt, AVOCADO grænt,
COBOLT blátt og nýi liturinn LION gult.
' gunnar ásgeirsson hf. n
Suðurlandsbraut 16 ReykjavíkSími: 35200
Glerárgötu 20 Akureyri Sími: 22232