Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÖBER 1975
® 22*0*22*
RAUDARÁRSTÍG 31
/^BÍLALEIG
'tolEYS
CAR
RENTAL
BILALEIGAN ?
IR
Laugavegur 66
o
[\i
24460 |
28810 o
Utvnrj) steceo kasettot<eki
DATSUN .
7,5 I pr. 100 krn
Bilaleigan Miðborg
Car Rental •« n a aa|
Sendum 1-94-921
Sluin^ríniiir sýnir vcslrn
Ísnfinti I(). okl.
STEINGRÍMUR SÍKUnls.son list-
mál.iri sýnir nú um þessa helííi á
Lsafirúi og í Boíunftarvík. Verúur
sýningin á fsafirði á lauftardag en
í Bolungarvík á sunnudaginn.
A |>essari sýningu Steingríms
venla 25—30 myndir sem hann
hefur málaú hér við Djúp á
undanförnum vikum
- Siggi Grfms.
Hvöt styður kvennafrí
A FUNIJI S.jálfstædiskvennafé-
lagsins Hvatar sl. þriðjudag var
samþykkt eftirfarandi tillaga um
stuðning við kvennafrí.
„Almennur félagsfundur í
Ilvöt, félagi sjálfstæðiskvenna.
haldinn að Ifótel Sögu 14. október
1975, lýsir stuðningi við væntan-
legt kvennafrí á degi S.þ. 24. októ-
ber n.k. Fundurinn beínir þeirri
áskorun til íslenzkra kvenna,
hvar sent þær eru að störfum á
heimilum eða utan þeirra, að sýna
samstöðu þennan dag. Þannig
sýna konur í raun að þær vilja
leggja áherzlu á markmið Sam-
einuðu þjóðanna með alþjóölega
kvennaárinu 1975.
Fyrirlestrar um
yoga-heimspeki
A MANUDAG n.k. hefst I húsa-
kynnum 'E.vkulýðsráðs á Frí-
kirkjuvegi 11 þriggja vikna fyrir-
lestrarnámskeið I heimspeki á
vegum hreyfingarinnar Ananda
Marga, sem er indversk hug-
leiðslu- <>g vogahreyfing. Fyrir-
lestrarnir munu fjalla um yoga-
heimspeki, sem ætlaö er að auka
skilning manna á lífinu og til-
gangi þess, eins og segir I frétt frá
hreyfingunni. Þátttakendum
gefst ennfremur kostur á að nema
einfalda hugleiðslu og yogastell-
ingar. Það er norskur maöur, Ar-
un Fossum, sem flytur fyrirlestra
þes' a, en hann mun dveljast hér I
mánuð og veitir einnig persónu-
legar ráðlegg ngar þeim, sem
þess óska. Aðgangur að fyrirlestr-
unum er ókeypis og eru allir vel-
komnir. Fyrirlestrarnir verða
tvisvar I viku eða sex alls, á mánu-
dags- og fimmtudagskvöldum kl.
8.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
18. október
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Björg Arnadóttir les
söguna „Bessí“ eftir Dorothy
Canfield I þýðingu Silju Að-
alsteinsdóttur (12).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Dskalög sjúklinga kl. 10.25:
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
14.00 A slóðum Stephans G.
Þriðji og sfðast þáttur Agn-
ars Guðnasonar með frásög-
um og viðtöium við Vestur-
tslendinga.
15.00 Miðdegistónleikar
Michel Piguet og Marth
Gmúnder leika Divertimento
nr. 6 í c-moll fyrir blokk-
flautu og sembal eftir Bonon-
cini. Pierre Pierlot og kamm-
ersveitin Antiqua Musica
Hvemig er að
vera ríkur?
— þáttur í hjóð-
rarpi ki 20.45
í hljóðvarpi í kvöld kl.
20.45 er þáttur sem nefn-
ist „Aö vera ríkur“ og
eru umsjónarmenn hans
Árni Þórarinsson og
Björn Vignir Sigurpáls-
son. Þeir sögðu að leitað
hefði verið til nokkurra
manna, sem hafa getið
sér orð fyrir að vera það
sem kallað er ríkur að
veraldlegum auði, ogþeir
inntir eftir hvernig þeim
þætti að eiga ögn af skot-
silfri. Þessir menn eru
Þorvaldur Guðmundsson
forstjóri, Rolf Johansen,
forstjóri, og Guðlaugur
Bergmann, kaupmaður.
Einnig rabba þeir Árni
og Björn við Aron
Guðbrandsson í Kaup-
höllinni, sem hefur um-
gengizt um dagana pen-
ingamenn öðrum fremur
og lýsir Aron kynnum
sínum af þeim. Þeir
félagar sögðu að þáttur
þessi væri meira unninn í
gamni en fúlustu alvöru
og inn í er skeytt lögum
um peninga og peninga-
leysi.
leika óbókonsert f d-moll eft-
ir Albinoni; Jacques Roussel
stjórnar. IUjómsveit undir
stjórn Lee Schaenen leikur
Sinfónfu í A-dúr op. 21 nr. 6
eftir Boccherini.
Lilv Laskine og Lamoureux-
hljómsveitin leika Hörpu-
konsert nr. 1 í d-moll op. 15
eftir Bochsa; Jean Baptiste
Mari stjórnar.
16.00 Fréttir
LAUGARDAGUR
18. október
17.00 fþróttir
M.a. sýnd mynd frá Reykja-
vfkurmótinu I körfuknatt-
leik.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
18.30 Sumardagur f sveit
Einn góðan veðurdag
sumarið 1969 fóru sjón-
varpsmenn f heimsókn að
Asum f Gnúpverjahreppi, til
hjónanna Guðmundar
Bjarnasonar og Stefánfu
Agústsdóttur. og barna
þeirra.
Umsjón Hinrik Bjarnason.
Kvimyndun Ernst Kettler.
Þessi þáttur var frumsvndur
7. febrúar 1970.
19.00 Enska knattspvrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir f vanda
Breskur gamanmvnda-
flokkur
Þegiðu og borðaðu matinn
þinn
Þýðandi Stefán Jökulsson.
20.55 AnnaíHlfð
Þáttur ætlaður ungu fólki.
Meðal efnis: trommueinvígi
aldarinnar; kynning á nýj-
um, fslenskum hljómpiöt-
um, sem væntanlegar eru
næstu vikur; daglegur tals-
máti unglinga, hljómsveitin
Dögg kynnt o.fl.
Umsjónarmaður þessa
þáttar er Helgi Pélursson.
21.25 Vordraumur
(A Walk In The Spring
Rain)
Bandarísk bfómynd frá
árinu 1970.
Aðalhlutverk Ingrid Berg-
man og Anthonv Quinn.
Iláskólakennari fær ársleyfi
frá störfum og sest að uppi f
sveit ásamt konu sinni, þar
sem hann hyggst stunda rit-
störf. Konan verður ástfang-
in af bónda, og greinir
myndin frá stuttu ástar-
ævintýri beirra.
Þýðandi Heba Júlfusdóttir.
23.00 Dagskrárlok
Ingrid Bergman og Anthony Quinn f hlutverkum sfnum f myndinni
í kvöld.
Bergmann og Quinn í laug-
ardagsmyndinni kt 21.25
Væntanlega verða
margir, sem hafa hug á
að horfa á laugardags-
myndina í kvöld, „Vor-
draum“, en bandarískur
titill hennar er A Walk in
The Spring Rain,. og er
hún ekki nema fimm ára.
Hún var sýnd í Stjörnu-
bíói í fyrra eða hitteð-
fyrra við forkunnargóðar
undirtektir. Voru það
einkum aðalleikarar
kvikmyndarinnar, sem
drógu að, þau Ingrid
Bergman og Anthon.v
Quinn.
Ingrid Bergman er
fædd 1915 og komst til
frægðar í heimalandi
sínu Svíþjóð rúmlega
tvítug. Hún fluttist síðan
til Bandaríkjanna og lék
þar I fjöldamörgum kvik-
myndum við góðan
orðstír og miklar
vinsældir, enda var hún
ímynd hinnar jákvæðu
og samvizkusömu eigin-
konu og móður í augum
hinna siðavöndu og
hneykslunargjörnu
Bandaríkjamanna. Árið
1949 urðu þáttaskil í lífi
hennar, er hún hélt til
Ítalíu að leika í kvik-
myndinni Stromboli und-
ir stjórn Roberto Rosse-
linis og ástasamband
þeirra og óskilgetinn
ávöxtur þess varð til að
Bandaríkjamenn vildu
hvorki heyra né sjá sitt
fyrra eftirlæti árum sam-
16.15 Veðurfregnir. Tónleik-
ar.
16.30 Þingsjá
Kári Jónasson sér um þátt-
inn.
17.00 Popp á laugardegi
17.50 Síðdegissöngvar
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ___________________
19.35 1 sjónmáli
Skafti Harðarson og Stein-
grfmur Ari Arason sjá um
þáttinn.
20.00 Hljómplöturabb
Þorsteinn Hannesson bregð-
ur plötum á fóninn.
20.45 Aðveraríkur
Arni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson sjá um
þáttinn.
21.30 Tónleikar
a. Sinfónfuhljómsveit Lund-
úna leikur forleikinn að
„Orfeusi I undirheimum“
eftir Offenbach; Charles
Mackerras stjórnar.
b. Sinfónfuhljómsveitin f
Mineapolis leikur tónlist eft-
ir Johann Strauss; Antal Dor-
ati stjórnar.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
an. Ingrid Bergman lék
þó áfram í evrópskum
kvikmyndum og árið
1956 fengust Bandarfkin
til að viðurkenna hana á
ný eftir leik hennar í
„Anastasíu" en sú mynd
hefur einnig verið sýnd í
sjónvarpinu. Hún hefur
síðan leikið í nokkrum
bandarískum kvikmynd-
um við mikla frægð og
fáar nútíma leikkonur
njóta þvílíkrar virðingar
og dáyndis sem hún.
Anthony Quinn er
jafnaldri Ingrid Berg-
man og fæddur í Mexico.
Margir minnast hans sem
Zorba, en áður hafði
hann þó slegið í gegn í
ítölsku kvikmyndinni
„La Strada“ sem Fellini
gerði árið 1954.