Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975
5
verður í Iðnó n.k sunnudag 19. okt. kl.
2.
Fundarefni:
1. félagsmál.
2. kosning fulltrúa á 7. þing verkamanna-
sambands íslands.
3. Tillaga um uppsögn kjarasamninga.
Félagsmenn eru kvattir til að fjölmenna
og sýna skírteinivið innganginn.
Stjórnin.
Kínversku
Laugardaginn 18. OKtóber kl. 15.
Sunnudaginn 19. október kl. 15.
Þriðjudaginn 21. október kl. 20.
Miðvikudaginn 22. október kl. 20.
r^kasÝnjngama
Verð aðgöngumiða:
sæti kr. 800
stæði kr. 500.
Laugardalshöll
Miðasala í Laugardalshöll frá kl. 1 laugardag
og sunnudag.
íþróttabandalag Reykjavíkur.
BIFREIÐA-
EIGENDUR
í Rafkerfið
Félagsfundur
RAFGEYMAR
ALTERNATORAR 12&24VOLT
STARTARAR, DÍNAMÓAR
STRAUMLOKUR
ANKER
SPÓLUR
SEG ULROFAR
BENDIXAR
KOL, FÓÐRINGAR
HÁSPENNUKEFLI
KERTI, PALTÍNUR
KVEIKJUÞRÆÐIR
HLEÐSLUTÆKI 6 8.1 2 VOLT
GEYMASAMBÖND
StARTKAPLAR
LJÓSAPERUR
LJÓSASAMLOKUR
HALOGENPERUR
OG MARGT FL. f RAFKERFIÐ
í FLESTAR TEG. BIFREFÐA.
Opið á laugard. til 1 2.
Bílaraf.h.f.
Borgartúni 19
S. 24700
Concorde
krefst fyllsta
öryggis og
notar þvi
hjoibaróa
C23©IlIX3D>
Vetrarhjólbarðar
nýkomnir
STÆRÐIFS:
135X 1 3 145X15
145X10 165X15
145X14 175X14
HAFRAFELL HF.
CRETTISGÖTU 21
SlMI 23511.
GARÐAHREPPUR
Blaðberi óskast
í Arnarnesið
Upplýsingar í síma 52252
Leikfélag Kópavogs:
Bör Börsson
□ Söngleikurinn
BÖR BÖRSSON jr., gerður
eftir
skáldsögu Johans Falkberget.
Q Texti: Harald Tussberg
Q Tónlist: Egil-Monn Iversen
□ Leikstjóri:
Guðrún Þ. Stephensen
□ Hljómsveitarstjóri:
Björn Guðjónsson
□ Dansstjóri:
Ingibjörg Björnsdóttir
Q Þýðandi: Kristján Árnason
□ Leikmyndahönnuður:
Gunnar Bjarnason
„Við ætlum að skapa raunveru-
lega menningarmiðstöð." Þessi
viljayfirlýsing stendur feitletruð
aftan á leikskrá að þessari sýn-
ingu Leikfélags Kópavogs sem nú
hefur verið endurvakið og tekið á
leigu það húsnæði þar sem áður
var Köpavogsbíó. Þetta er í sam-
ræmi við þá þróun sem orðið hef-
ur á síðasta áratug viða um lönd;
byggðastefna i menningarmálum
hefur borið umtalsverðan árang-
ur og ágætir leikflokkar haslað
sér völl utan höfuðborga sem tek-
i^t hefur að laða til sín nýja áhorf-
endur. Jafnframt hefur verið
mikið um það að stofnuð hafi ver-
ið leikhús f úthverfum stórborga
og þar sem ég þekki gerst til hafa
áhugaverðustu sýningarnar ein-
mitt oft verið hjá þessum leik-
flokkum, en ekki í hinum gömlu,
rótgrónu leikhúsum miðsvæðis.
Einatt eru það hugsjóna- og bylt-
ingarmenn sem litið hafa fengið
að gera hjá hinum þekktu leik-
húsum þar sem gróðasjónarmið
sitja i fyrirrúmi er ásamt ungu
Ieikhúsfólki hafa byggt þessi leik-
hús upp. Væri ánægjulegt og
raunar sé ég ekkert þvi til fyrir-
stöðu að slikt mætti takast hér.
Leikfélag Kópavogs mun hafa
staðið með nokkrum blóma fyrir
allmörgum árum, en ekki verður
sagt að verkefnaval þess nú þegar
það er endurvakið beri vott um
mikla dirfsku eða stórhug. Eitt-
hvað rámar mig í þegar Bör Börs-
son var lesinn upp í útvarpi á
sinum tíma og mér er sagt að þá
hafi götur Reykjavikur tæmst og
þakklátir áheyrendur hafi skilið
eftir heilagfiski og annað góðgæti
utan dyra hjá Helga Hjörvar. En
hvaða erindi þetta verk á til
okkar i dag er skilningi minum
ofvaxið: mannlýsingar ,eru ein-
feidningslegar, þjóðlifslýsingin
yfirborðskennd, atburðarásin
ódramatísk og fyndnin komin til
ára sinna.
Guðrúnu Stephensen hefur ver-
ið mikill vandi á höndum að koma
þessum rýra efnivið til skila með
misjöfnum leikkröftum og fæ ég
ekki betur séð en henni hafi tek-
ist að ná fram þvi sem sanngjarnt
er að ætlast til við viðlika skilyrði.
Tónlistin og söngvarnir lifga tals-
vert upp á sýninguna, sömuleiðis
hrífst maður ósjálfrátt með æsku-
fjöri og ferskleika dansaranna og
voru þau atriði einna best
heppnuð á sýningunni.
Leikararnir voru misjafnir að
LelKllst
eftir EMIL
H. EYJÓLFSSON
vonum en komust þó flestir vel
frá sinu, sumir ágætlega.
Sigurður Jóhannesson í hlutverki
Börs stóð sig prýðilega, svipbrigði
og hreyfingar voru með ágætum
og lítill viðvaningsbragur á leik
hans. Hann hefur auðsjáanlega
ágætt upplag sem leikari.
Sömuleiðis brá Sigurður Grétar
Guðmundsson upp skemmtilegri
mynd af Óla í Fitjakoti. Af öðrum
leikurum eru mér einna minnis-
stæðust þau Geirlaug Þorvalds-
dóttir, Guðriður Guðbjörnsdóttir,
Jóhanna Norðfjörð og Björn
Magnússon og raunar verður ekki
sagt að neins staðar hafi verið
hjáróma rödd þegar tillit er tekið
til allra aðstæðna. Verkið býður
bókstaflega ekki upp á tækifæri
til tilþrifa.
Sýningunni var vel fagnað af
áhorfendum, en vonandi fáum við
að sjá eitthvað bitastæðara næst.
Emil II. Eyjólfsson.
ALGLYSINGA
SÍMINN ER:
22480