Morgunblaðið - 18.10.1975, Side 24
U (;iasin<;asíminn kr:
22480
Blor£(untiTntiií>
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975
sólargeislinn
frá Florida
Fulltrúar BSRB segja sig úr
kjaradómi og kjaranefnd
BSRB skipar verkfallsnefnd
BANDALAG Starfsmanna ríkis
og bæja sendi Matthíasi
Matthíesen fjármálaráðherra
bréf í gær, þar sem segir, að
samþykkt hafi verið að tilnefndir
fulltrúar BSRB í kjaradómi og
kjaranefnd segi sig nú þegar úr
þessum tvcimur lögskipuðu
gerðardómum. Þá segir, að þegar
hafi verið skipuð verkfallsnefnd
bandalagsins. Þegar Morgun-
hlaðið hafði samband við fjár-
málaráðherra f gær hafði hann
ekki fengið greinargerð BSRB
með bréfinu í hendur og gat því
ekki tjáð sig um málið. Hins
vegar tókst blaðinu að ná tali af
Kristjáni Thorlaeius, formanni
Bandalags starfsmanna ríkis og
hæja og sagði hann m.a.:
„Við höfum dregið okkar
menn út úr kjaradómi og kjara-
nefnd og höfum þegar skipað
verkfallsnefnd 10 manna, sem
formaður og varaformenn BSRB
munu starfa með. Hins vegar
vonum við, að þetta verði til að
sýna stjórnvöldum fram á, að
okkur er alvara og að rætt verði í
alvöru við okkur og að samningar
takist, en við munum ekki láta
Þjóðverjarnir
við Færeyjar og
á Dohrnbanka
Enginn v-þýzkur togari
mun hafa verió á ólög-
legum veiðum innan
I nýju fiskveiðilögsög-
unnar í gær. Landhelgis-
gæzlan rakst síðari hluta
dags í gær á tvo togara,
sem voru á siglingu aust-
ur með landi og stefndu
á Færeyjamið. Þegar
fiskveiðilögsagan var
færð út fyrir fáum dög-
um, var vitað um 16 v-
þýzka togara á veiðum
hér við land. í gær var
kunnugt um, að 7
þeirra voru komnir á
Dohrnbanka um 130 míl-
ur vestur af Bjargtöng-
um og vitað var um 7
togara, sem komnir voru
á Færeyjamið.
deigan siga, heldur taka
ákvarðanir okkar eftir því sem
málin þróast. En við munum
áreiðanlega ekki grípa til aðgerða
nema við séum neyddir til þess.
Sjálfur trúi ég þvi ekki fyrr en ég
tek á, að stjórnvöld sjái ekki það
ranglæti, sem lögin frá 1915
skapa, og veiti okkur fullan verk-
fallsrétt.“
t fréttatilkynningu sem
Morgunblaðinu barst í gær frá
stjórn BSRB segir m.a.:
„Á vegum Bandalags ríkis og
bæja var haldin fundur 16.
október til að ræða aðstæður í
kjaramálum og samningsréttar-
málum. Sátu stjórn bandalagsins,
samninganefnd og verkfalls-
réttarnefnd fundinn. Eftirfarandi
samþykktir voru gerðar með 44
atkvæðum:
„Sameiginlegur fundur
stjórnar BSRB, samninganefndar
og verkfallsréttarnefndar banda-
lagsins ályktar að tilnefndir full-
trúar BSRB í Kjaradómi og kjara-
nefnd segi sig nú þegar úr þess-
um tveimur lögskipuðu gerðar-
dómum.
í þessari ákvörðun felst, að
BSRB ætlar ekki að una af-
greiðslu þessara gerðardóma
framvegis."
Þá var eftirfarandi samþykkt
einnig gerð:
„Fundurinn beinir þvi til
stjórnar BSRB að skipuð verði nú
þegar verkfallsnefnd bandalags-
ins.
Hlutverk hennar er að undir-
búa og stjórna eftir nánari
ákvörðun samninganefndar og
stjórnar BSRB aðgerðum til að
knýja fram kröfur samtakanna.
Einnig annist nefndin upplýs-
ingastarfsemi, kynningu og öflun
stuðnings við málið.“
1 greinargerð, sem fylgdi með
fréttatilkynningunni segir m.a.:
„Samkvæmt lögum um kjara-
samninga opinberra starfsmanna
er það hlutverk kjaradóms og
kjaranefndar að dæma um
ágreining samningsaðila, ef ekki
takast samningar um kjaramál
ríkis- og bæjarstarfsmanna.
I báða þessa gerðardóma til-
nefnir Hæstiréttur þrjá dómara,
en fjármálaráðherra og BSRB
einn fulltrúa hvor aðili.
Takist ekki samningar fyrir 1.
nóvember n.k. ætti kjaradeila
rfkisstarfsmanna að fara sjálf-
krafa fyrir Kjaradóm skv. kjara-
samningalögunum.
Ennfremur segir, að BSRB hafi
sett þá kröfu fram við ríkisstjórn
að bandalaginu verði veittur
verkfallsréttur á þessu ári og að
málið sé einnig sett fram í kröfu-
gerð og megintillögum BSRB í
yfirstandandi samningsgerð.
Framhald á bls. 17.
HÓPUR námsmanna úr ýmsum skólum heimsótti f jármálaráðherra
f gær og skiptist á skoðunum við hann um stöðu námslánasjóðs. Var
hópurinn f göngum fjármálaráðuneytisins f tvo og hálfan klukku-
tfma f gær, eða til kl. 1 e.h. A myndunum sést ráðherra ræða við
nemendur, nokkrir úr hópnum við kröfuspjöld og neðst er hópur-
inn fyrir utan fjármálaráðuneytið. Sjá frásögn á bls. 2. Ljósmynd
Mbl. Sv.Þorm.
Lánasjóður íslenzkra námsmanna:
Fjárþörf sjóðsins 1700
milljónir á árinu 1976
ÁÆTLUN Lánasjóðs fslenzkra
námsmanna um fjárþörf á næstu
fjárlögum, svo að sjóðurinn geti
staðið við skuldbindingar sínar
samkvæmt gildandi útlánsreglum
nemur rúmlega 1700 milljónum
króna. Er sú upphæð rétt tæplega
3% af fjárlögum þeim, sem ný-
lega voru lögð fyrir Alþingi. Er
þetta fjárþörf sjóðsins á árinu
1976. Á fjárlögum nú, hafði
sjóðurinn talið sig, svo sem fram
hefur komið f fréttum, þurfa 780
milljónir króna til þess að geta
úthlutað haustlánum með eðlileg-
um hætti, en á fjárlögum voru
honum ætlaðar 680 milljðnir
króna. Að auki var sjóðnum gefin
lánsheimild fyrir 100 milljónum
króna. Það lán hefur nú verið
tryggt og getur úthlutun hafizt á
mánudag. Enn vantar þó um 120
Sölur erlendis:
Af 10 míllj. kr. sölu fær
útgerðin 1.3 millj. kr.
— OFT hefur verið rætt um hinar
háu ísfisksölur íslenzkra skipa f
Bretlandi og Belgíu að undan-
förnu, en fæstir gera sér eflaust
grein fyrir því, hvað útgerðirnar
þurfa að borga f ýmiss konar
gjöld og tolla. Sem dæmi má
nefna að ef skip, selur fyrir 10
milljónir króna, hefur útgerðin
ekki eftir nema um 1.3 millj. kr.
til sinna þarfa og er þá veiðitap
vegna siglingarinnar ekki tekið
með f reikninginn, sagði Ágúst
Einarsson fulltrúi hjá Landssam-
bandi fslenzkra útvegsmanna f
samtali við Morgunblaðið í gær.
Ágúst tók sem dæmi, að nýverið
hefði íslenzkur togari selt 70
lestir af fiski í Bretlandi fyrir 30
þús. pund eða 10.1 millj. kr. og
var það metsala i krónum talið.
Frá þessari aðalupphæð dragast
strax, áður en tollar eru reiknaðir,
umboðslaun, sem eru 2.5% eða
253 þús. kr., löndunarlaun sem
eru 6% og voru 600 þús. kr. og
svokölluð boxaleigá, sem eru
1.5% og voru 156 þús. í þessu
tilfelli þá voru eftir 9.1 millj. kr.
Af þessari upphæð, sagði
Ágúst, eru tollar reiknaðir og
reyndust vera rösklega 1 millj. kr.
eða 10.2% af heildarupphæðinni.
Síðan kemur hafnargjald sem er
1% eða 112 þús. kr., svonefnt
tonnagjald er 2.589 pund af
hverju tonni eða 61 þús. krónur.
Ýmis kostnaður er talinn um 100
þús. krónur, útflutningsgjöldin
eru 1438 þús. kr. eða 14.1% af
heildarupphæð og stofnfjársjóðs-
gjald 21% eða 2.1 millj. króna
rösklega. Að lokum fær áhöfnin
2.8 milljónir króna f sinn hlut.
Samtals er þetta ýfir 8.6 milljónir
króna og á þá útgerðin ekki eftir
nema um 1.3 millj. kr. eða tæp-
lega 15% af heildarsölunni. Af
þessari fjárhæð má reikna með,
að einar 90—100 þús. krónur fari
Framhald á bls. 17.
til 130 milljónir króna á fjárþörf
sjóðsíns, svo að skerða verður lán-
in miðað við það sem tíðkazt hef-
ur um mörg undanfarin ár.
Með talin í þessum 1700
milljónum króna eru haustián
næsta haust og er gert ráð fyrir
um 50% verðbólgu í spánni. Sam-
kvæirt upplýsingum Sigurjóns
Valdimarssonar, framkvæmda-
stjóra sjóðsins, var úthlutað lán-
um á árinu 1974, 340 milljónum
króna til námsmanna við nám
innanlands, en 350 milljónum
króna til námsmanna við nám er-
lendis. Fyrir námsárið 1975 til
1976 er gert ráð fyrir að þurfi að
lána til námsmanna innanlands
um 600 milljónir króna, en 557
milljónir til námsmanna erlendis.
Spá um umsóknir frá námsmönn-
um erlendis hefur staðizt ná-
kvæmlega, en þær eru um 1.200
talsins, en gert er ráð fyrir því, að
umsóknir frá námsmönnum hér-
lendis verði um 100 fleiri, en
spáin hljóðaði um eða samtals
2.400. Samkvæmt því hafa sam-
tals borizt umsóknir frá um 3.600
námsmönnum.
Lánasjóðnum hefur nú borizt
bréf frá menntamálaráðuneytinu,
þar sem tilkynnt er að tekizt hafi
að útvega lánsfjármagn að upp-
hæð 100 milljónir króna — að því
er Sigurjón Valdimarsson tjáði
Mbl. Á úthlutun lána því að geta
hafizt á mánudag, en lánin verða
þó skert, þar sem enn vantar um
120 til 130 milljónir króna til þess
að fullnægja fjárþörfinni. Sigur-
jón sagði að undanfarin ár hefði í
haustlán verið úthlutað 7/12 hlut-
um af framfærslukostnaði, en
fjárskorturinn hefur það I för
með sér, að ekki er unnt að út-
hluta nema 5/12 af framfærslu-
kostnaði. Framfærslukostnaður
fyrir tímabilið 1. júní til 31. mai
1976 — en það er starfsár sjóðsins
Framhald á bls. 17.
Menntamálaráðuneytið:
Úthlutun
námslána
hefjist þeg-
ar í stað
HINN 16. október ritaði
menntamálaráðuneytið Lána-
sjóði islenzkra námsmanna á
þessa leið:
„Ráðuneytið hefur tryggt
sér, að hægt verði að nýta lán-
tökuheimild sjóðsins sam-
kvæmt fjárlögum 1975, alls 100
milljón krónur að fullu.
Ennfremur er tryggt, að
bein fjárframlög úr ríkissjóði
verði hækkuð um 40 milljónir
króna á þessu ári (vegna
gengisbreytinga fyrr á árinu).
Auk þess verður til ráðstöf-
unar í janúar 1976 alls 100
milljón krónur.
Ráðuneytið leggur þvi til að
úthlutun haustlána verði hafin
nú þegar á grundvelli þess
fjármagns sem þannig er til
ráðstöfunar."