Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 HAHYRNINGURINN, sem Hafnarnesið RE 300 kom með til Hafnar í Hornafirði f fyrra- kvöld, var deyddur um fimm- leytið I gær samkvæmt úr- skurði lögreglustjðrans, Frið- jóns Guðröðarsonar, enda mun skepnan hafa verið særð og illa haldin. Það var tannlæknir- inn á staðnum sem var fenginn til að skjóta háhyrninginn, en tannlæknirinn, Sigurður Ey- mundsson, er mikil skytta. Áður hafði franski háhyrnings- veiðimaðurinn Du La Grandier skotið deyfilyfi f dýrið. Hafnar- nesið fór með hræið út f gær og ætlaði að sökkva því f sæ. Þetta var kýr, rúmlega 5 metra löng og talinn vera um VA tonn að þyngd. Gizkað var á að hún væri e.t.v. um 10 ára gömul. Samkvæmt upplýsingum Elíasar Jónssonar fréttaritara Mbl. á Höfn var úrskurður lög- reglustjórans á þessa leið: „Með tilvísun til álits Birnis Bjarnasonar héraðsdýralæknis á Höfn, sem að beiðni undir- ritaðs hefur í dag skoðað há- Ljósm. Mbl. Elías Jónsson. HÁHYRNINGURINN— Myndirnar sýna háhyrninginn i búri við Hafnarnesið RE f Hornafjarðarhöfn. Hann blæs mikið eins og sjá má. Jafnt hjá Birni en Friðrik vann Guðmundur efstur 1 Búlgaríu FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari sigraði Finnan Poutiainen glæsi- lega f 6. umferð svæðamótsins sem tefld var á Hótef Esju f gærkvöldi. Féll Finninn á tfma f 35. leik með gjör- tapað tafl, enda hafði Frið- rik teflt skákina sérfega vel. Björn Þorsteinsson gerði jafntefli við Murrey f 27 leikjum, eftir að hafa verið með gjörunnið tafl um tfma. Frá Búlgarfu berast þær fregnir, að Guðmundur Sig- urjónsson sé enn efstur á svæða- mótinu með 3'A vinning eftir 5 umferðir. Hann gerði f gær jafn- tefli við Búlgarann Ermankov, en sá er jafn Guðmundi f efsta sæt- inu. t dag teflir Guðmundur við Pólverjann Badnarevski og hefur hvftt. 1 3. sæti f Búlgarfumótinu Framhald á bls. 31 Togaramenn heyra skýrslu Háhymingimnn deyddur í gær hyrning, sem nú er geymdur í búri í höfninni, þangað fluttur af áhöfn m.b. Hafnarness RE 300, svo með tilvísun í lög og reglugerðir varðandi meðferð og verndun dýra, úrskurðast hér með að dýrið skuli aflífað sem allra fyrst og á þann máta er líklegt má telja að valdi litlum sársauka. Þetta tilkynn- ist yður hér með hr. skipstjóri, Þorvaldur Ottósson, sem vörzlumanni ofangreinds dýrs.“ Þegar þessi úrskurður var lesinn yfir skipstjóranum sam- þykkti hann úrskurðinn og rit- aði nafn sitt undir þá ráðstöfun og kvaðst hafa verið kominn á þessa skoðun sjálfur. Morgunblaðið ræddi í gær stuttlega við Konráð Júlíusson, skipstjóra á Sigurvon SH, en um borð í bát hans hefur Frakkinn verið að undanförnu. Hann sagði að vægast sagt hefði ekki verið staðið nægilega vel að þessu máli. Hann sagði að skipverjar á Hafnarnesinu hefðu verið beðnir að sleppa dýrinu eða deyða það, eftir að ljóst var að Sigurvonin gat ekki náð þvf um borð, enda hefði Frakkinn talið háhyrninginn of stóran og gamlan, til að gagn hefði verið að honum. Þessu hefði ekki verið sinnt og há- hyrningurinn hifður um borð með sporðstroffu og hefði ekki getað farið hjá því að dýrið sporðbrotnaði, „enda er þetta eins og að hengja mann upp á litlutánni," eins og komist var að orði. Áframhaldandi meðferð hefði ekki gert nema illt verra, og m.a. hefði hann farið svo illa þegar verið var að flytja hann til f höfninni, að hægra bægslið hefði skaddazt þannig að háhyrningurinn lá á hliðinni eftir það. „Ég vil að lokum ítreka það,“ sagði Konráð, „að við á Sigurvon munum ekki líta við neinum háhyrning nema hjá bátum þar sem fullkomiega er farið eftir fyrirmælum Frakkans, enda veit hann upp á hár hvernig meðhöndla skal þessi dýr.“ MIKILL áhugi er hjá almenningi á litasjónvarpstækjum eftir að Sjónvarpið tók að senda út er- lend^r myndir og framhafds- myndaflokka I lit, að þvf er nokkrir seljendur tjáðu Morgun- blaðinu f gær. Birgðir af litsjónvarpstækjum voru litlar i landinu, þegar menntamálaráðherra ákvað að aflétta liteyðingaraðgerðum í út- sendingu hins erlenda efnis sjón- varpsins þar eð komin voru á markað hér tæki er tengja mátti við litsjónvarpstækin og ná þann- ig fram litnum þrátt fyrir það. Þessi fáu tæki seldust hins vegar upp þegar í stað og eru nýjar sendingar væntanlegar innan skamms, enda hefur töluvert verið pantað af tækjum. Þó bar allflestum seljendum sjónvarps- tækjanna saman um, að þótt áhugi væri greinilega mikill á Iit- sjónvarpstækjum færi fólk var- lega í sakirnar — spyrði mjög mikið en ganaði ekki að neinu, enda væru hér um mikla fjár- muni að ræða. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri í Menntamálaráðuneytinu, tjáði Morgunblaðinu f gær, að ekki hefði verið talin þörf á því af hálfu yfirvalda að hafa samráð við útvarpsráó, þegar framan- greind ákvörðun um að aflétta liteyðingaraðgerðum á hinu er- lenda efni sjónvarpsins var tekin. Sagði Birgir, að ekki hefði verið talin ástæða til að bíða með ákvarðanir eftir að fréttist að áðurnefndur búnaður fyrir lit- Frá Mike Smartt, Hull í gær: FULLTRUAR félags yfirmanna á togurum I Hull, Grimsby og Aber- deen hittu I dag að máli einn af brezku fulftrúunum sem ræddu við fslenzku sendinefndina f Lundúnum I sfðustu viku. Þeim var sagt frá gangi við- ræðnanna og þeir fögnuðu þvf að brezkir vfsindamenn færu til Is- lands f næstu viku til viðræðna um fiskstofna og verndun þeirra umhverfis tsland. Þeim var sagt að ef samkomu- lag næðist ekki við Islendinga fyrir 13. nóvember vonaði brezka stjórnin að Islendingar yrðu sann- gjarnir og leyfðu brezkum skipum að halda áfram veiðum á sömu slóðum og fyrr þangað til samið yrði, hvernig svo sem þeir samningar yrðu. Tom Neilson skipstjóri, ritari félagsins í Hull, viðurkenndi að hann væri ekki lengur vongóður um að viðræður bæru árangur eftir fundinn i dag. Ritari félagsins í Grimsby, Dave Hawley, sagði hins vegar að hann væri bjartsýnn á að samningar tækjust fyrr eða síðar. Heildarsöltunin um 40 þúsund tunnur HEILDARSÖLTUN Suðurfands- sfldar nemur nú um 40 þúsund tunnum, þar af eru 8 þús. tunnur sjósöltuð sfld og um 3500 tunnur reknetasffd. Síldin hefur verið söltuð á svæði frá Eskifirði suður og vestur um til Akraness, en mest hefur verið saltað I Grinda- vfk. Sfldin er söltuð á mismun- andi hátt, eftir þvf sem tafið er henta bezt fyrir hina ýmsu markaði, en markaðsvenjur og kröfur neytenda eru mjög óffkar. Þetta kom m.a. fram þegar Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóra Sfldarútvegsnefndar I gær. Gunnar sagði, að Suðurlands- síld sú, sem til þessa hefði verið söltuð, væri misjöfn að stærð og færi tiltölulega lítið f stærstu stærðarflokkana. Engin síld hefði verið söltuð af Norðurlands- síldarstærðum. Gunnar Flóvenz kvaðst vilja Framhald á bls. 31 Ríkið fær nær 50% af verði litsjónvarpa sjónvarpstækin var kominn á markað hérlendis og eyðingarað- gerðir sjónvarpsins því gagns- lausar, og að ástæðulaust hefði þótt að láta fólk greiða tugi þús- unda fyrir viðbótarbúnað til að ná litnum. Birgir sagði jafnframt, að hann teldi ekki ástæðu til að ætla að allur almenningur hlypi nú Framhald á bls. 31 STEINGRlMUR Sigurðsson, list- málari, heldur sérstæða sýningu í Sigöldu í dag og hefst hún kl. 4 síðdegis. Þar skapar hann „list á Sigalda: ??LÍst á staðnum” staðnum", þ.e. málar skyndiand- litsmyndir af þeim sem þess óska. Steingrímur mun mála við- stöðulaust frá því sýningin hefst og þar til kl. 3 næsta dag, fimmtu- dag. Auk þess mun Arnþór Jónsson, sem veitir nýja félagsheimilinu f Sigöldu forstöðu, koma fram með bassagitar sinn og sýna listir sínar í minningu Elvis Presley. Allmargt er um manninn f Sig- öldu um þessar mundir, Rússar, Portúgalir, Þjóðverjar, Júgó- slavar, auk Islendinganna. Stíflugarðurinn malbikaður í október FRAMKVÆMDUM við aðalstfflu- garðinn á Sigöldu má að mestu leyti heita lokið. I fyrradag luku starfsmenn hins vestur-þýzka undirverktaka Energoproject — Stragbau a/g — við lagningu þétt- lags af malbiki á vatnshlið aðal- stfflunnar. Er þetta f fyrsta sinn sem þéttikápa af þessu tagi er lögð á virkjunarmannvirki hér á landi og þykir töluverð nýjung tneðal hérlendra verkfræðinga. Að sögn Páls Ölafssonar verk- fræðings Landsvirkjunar við Sig- öldu þá þurfti til þessa verks sér- smíðaðan búnað og er þar um að ræða tæki er hangir í stórum krana og leggur malbikið á vegg- inn á þann hátt að kraninn dregur tækið upp og niður vegginn, svo og valtara. Hinir þýzku verktakar reistu malbikunarstöð á Sigöldu vegna þessa og voru lögð 2 lög á vegginn — fyrst 6—8 sm undirlag til jöfnunar en síðan var lagt 10—12 sm lag sem er hið raun- verulega þéttilag. Að sögn Páls lofa menn á Sig- öldu veðurguðina hástöfum um þessar mundir, því ef ekki hefði verið með eindæmum hlýtt og hagstætt veður í október hefði þessari framkvæmd seinkað til næsta árs. Sagði Páll að upphaf- lega hefði staðið til að ljúka lagn- ingu malbiksins á stífluvegginn í september en þeir áformum hefði seinkað og menn því verið orðnir vonlitlir um að hægt yrði að Ijúka verkinu í haust. Páll kvað framkvæmdirnar við Sigöldu hafa gengið mjög vel á siðustu mánuðum, þannig að nú mætti segja að áætlanir varðandi framkvæmdir á efra svæðinu — þ.e. við stífluna sjálfa og veitingu árinnar — hefðu staðizt i megin- atriðum. Það sem einna helzt væri á eftir áætlun væru framkvæmdir við sjálft stöðvarhúsið. Þar yrði unnið inni við nú I vetur. Einnig kvað hann framkvæmdum við að ganga frá túrbínum í stöðina miða samkvæmt áætlun og væri gert ráð fyrir því að vinna að því að setja fyrstu vélina niður í vetur og byrja eitthvað á þeirri annarri. Páll kvaðst því ætla ef ekkert óvænt kæmi upp á, að Sigöldu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.