Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 32
ak;i/ysin<;asíminn er: 22480 Jfiorxmnblflöil) AUGLÝSINCiASÍMINN ER: 22480 JWorennblflísi?) MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 Hafnarfjarðarbær segir sig úr SASÍR BÆJARSTJORN Hafnarfjarðar ákvað á fundi sfnum f gærkvöldi að segja sig úr SASÍR, — Samtök- um sveitarfélaga f Reykjanes- umdæmi. Er ástæðan sú, að bæjarfulltrúum þykir starfsemi samtakanna of kostnaðarsöm og að ekki hafi verið sinnt óskum um að draga úr kostnaðinum. Við umræðurnar kom fram, að Hafnarfjörður hefði á þessu ári þurft að greiða allt að 2 milljónir króna til samtakanna. Samþykkt- in í bæjarstjórninni í gærkvöldi var gerð með 7 atkvæðum sjálf- stæðismanna og óháðra horgara gegn 4 atkvæðum Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- handalags. Þeir fulltrúar sem greiddu atkvæði á móti töldu rétt að vera áfram f samtökunum, en Kínverjar hafa keypt ál fyrir 2000 milljónir KÍNVERSKT flutninga- skip er væntaniegt til Straumsvfkur um miðj- an næsta mánuð til að sækja þangað 6500 tonn af áli sem Kínverjar hafa keypt af tslenzka álfélaginuhf. Aður hefur kínverskt skip komið og sótt 10,000 tonn af áli, sem Kínverjar höfðu fest kaup á. Samtals nemur því sala á áli til Kína 16,500 tonnum á þessu ári og söluverðmætið er að sögn Ragnars Halldórssonar forstjóra ísals tæpar 2000 milljónir íslenzkra króna. Sækjast sér um líkir . . . BORGARNESLÖGREGLAN tók þrjá menn aðfararnótt s.l. sunnu- dags vegna gruns um ölvun við akstur. Þar af voru tveir teknir með 5 mínútna millibili á sama staðnum. Sá fyrri var stöðvaður á steypubíl og tekinn til yfir- heyrslu. Lögreglan var svo rétt nýfarin af staðnum þegar bar að fólksbfl sem ók beint aftan á steypubílinn. Lögreglan var snögg á staðinn og gómaði bíl- stjórann, en hann reyndist einnig vera drukkinn. vildu að fulltrúar Hafnarfjarðar beittu sér fyrir þvf að dregið yrði úr kostnaðinum. Samþykktin sem gerð var á fundinum í gærkvöldi var svo- hljóðandi: „Þar sem starfsemi SASÍR hef- ur þróazt í allt annan og mun kostnaðarsamari farveg en upp- haflega var áformað og ábend- ingar fulltrúa Hafnarfjarðar- bæjar um að breyta samtökunum til upphaflegs horfs hafa ekki fengið eðlilega afgreiðslu, þrátt fyrir samþykkt síðasta aðalfundar SASÍR þá samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að segja sig hér með úr Samtökum sveitarfélaga í Framhald á bls. 31 RAÐHERRAR — Myndin er tekin í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Frá vinstri: Hans- Júrgen Wischnevski, Einar Ágústsson, Gunnar Thorodd- sen og Fritz Logemann. Viðræður milli íslendinga og V-Þjóðverja: Vestur-Þjóðverjar lögðu fram nýjar tillögur á fundinum í gær Næsti fundur verður klukkan 14 í dag en áður mun ríkisstjórnin fjalla um tillögur Þjóðverja RAÐHERRAVIÐRÆÐUR tslend- inga og Vestur-Þjóðverja hófust f Ráðherrabústaðnum f gærmorg- un klukkan 10,30 og voru haldnir tveir fundir f gær — hinum fyrri lauk klukkan 12, en hinn sfðari hófst klukkan 17 og stóð til 18,30. A sfðari fundinum lögðu Þjóð- verjar fram tillögur, sem ganga nokkuð lengra en þær tillögur Þjóðverja, sem áður hafa komið fram. Að sögn Gunnars Thorodd- sen, iðnaðarráðherra, sem þátt tók f viðræðunum, mun rfkis- stjórnin væntanlega halda fund um tillögur Þjóðverja árdegis f dag, en þriðji viðræðufundurinn við-Þjóðverja hefur verið boðaður klukkan 14 f dag. Einar Agústsson, utanríkisráð- herra, vildi ekkert um viðræðurn- ar segja að loknum fundi i gær. Jafnframt sagði formaður þýzku nefndarinnar, Hans-Júrgen Wischnevski, að hanri gæti ekki skýrt frá innihaldi tillagna sinna nema í samráði við íslenzk stjórn- völd, þar sem tillögurnar hefðu ekkert verið ræddar að marki á fundunum. Hann sagðist vera ánægður með viðræðurnar, sem hefðu verið málefnalegar og aðilar hefðu komizt strax að efn- inu. Gunnar Thoroddsen sagði í við- tali við Morgunblaðið, að haldnir hefðu verið tveir fundir, fyrir hádegi og síðdegis. Á árdegis- fundinum kvað hann sjónarmið tslendinga hafa verið rækilega skýrð, en á milli funda störfuðu undirnefndir, sem fjölluðu um lagaleg atriði, um ástand fiski- stofnanna við Island og skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar. Ennfremur fóru fram viðræður milli hagsmunaaðila i báðum löndunum, í útgerð og fiskiðnaði. Á síðari fundinum bar formaður þýzku viðræðunefndarinnar fram tillögur í málinu, sem eru til at- hugunar og mun ríkisstjórn Is- lands væntanlega fjalla um þær á fundi árdegis í dag. Gunnar Thoroddsen var að því spurður, hvort breyting hefði orð- ið á afstöðu Þjóðverja frá því sem áður hefði fram komið og kvað hann breytinguna vera nokkra. Þá var hann spurður að þvi, hvort tillögurnar fælu í sér viðurkenn- ingu Þjóðverja á 200 mílna fisk- veiðilögsögu Islands, og Gunnar Thoroddsen svaraði: „Við höfum spurt Þjóðverja ákveðið um það, hvort þeir séu fáanlegir til þess að viðurkenna 200 mílurnar. Það atriði var m.a. rætt í uridirnefnd- inni, sem fjallaði um lagaatriði og Framhald á bls. 31 Síldaraflinn 5000 lestir 10 bátar eru búnir með kvótann ALLS MUN nú búið að veiða um 5000 lestir af sfld f hringnót við Suðurland, en sem kunnugt er, þá er heimilt að veiða 7500 lestir með þessum hætti. Ekki er vitað með vissu hve mörg skip eru nú á sfldvciðum, en undanfarna daga hafa nokkur bætzt við, sem eiga Fjármálaráðherra: Frumvarp um sér- sköttun hjóna fyrir árslok FJARMALARAÐHERRA, Matthías A. Mathiesen, gat þess f framsögu með frumvarpi að fjárlögum ársins 1976, sem hann flutti f sameinuðu þingi f gær, að lagt yrði fram fyrir lok þessa árs stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt. Veigamesta atriði þess og það, sem flestr. varðar, er tillaga um sérsköttun hjóna. Ráðherrann sagði m.a.: „Er ráð fyrir þvf gert, að tekjum hjóna og eignum verði skipt milli hjóna til skattlagningar eftir föstum reglum, þótt sér- eign sé eða sératvinna, og síðan farið með hvort hjónanna um sig sem sjálfstæðan gjaldþegn. Þetta mun hafa í för með sér, að gildandi reglum um frádrátt fr.á launatekjum eða atvinnu- tekjum giftra kvenna verður breytt. Stefnt verður að því að auka samræmi í skattlagningu mismunandi fjölskyldueininga. Þar sem hér er um róttæka breytingu að ræða á skattmeð- ferð á tekjum hjóna, er óvíst, að unnt verði að láta þessa breyt- ingu taka gildi þegar við álagn- ingu skatta á næsta ári. Við þessa breytingu yrði að sjálf- sögðu einnig að endurskoða- skattstiga, bæði tekju- og eigna- skatta, til þess að tryggja sem mesta sanngirni f skattlagningu fjölskyldna, án tillits til þess, hvort vinna fer fram utan eða innan heimilis." eftir að fiska upp f þann kvóta er þau hafa. Jón B. Jónasson fulltrúi i sjávarútvegsráðuneytinu sagði í gær, að að minnsta kosti 10 skip væru hætt sildveiðum hér við ■ land, þar sem þau væru búin með kvótann, sem þau fengu, en það eru 185 tonn á skip. Þórarinn Árnason hjá Fiski- félagi Islands sagði i gær, að undanfarið hefði afli reknetabáta verið mjög tregur og róðrar mikið til legið niðri um hrið, en nú hefðu þær fréttir borizt að bát- arnir væru farnir að fá síldina á ný i reknetin. Fannst látinn í Keflavíkurhöfn LÖGREGLUNNI í Keflavfk var seint f fyrrakvöld tilkynnt um að Ifk lægi f fjöruborðinu f Kefla- vfkurhöfn. Engin skilrfki voru á Ifkinu og það var ekki fyrr en sfðdegis f gær að kennsl voru borin á það. Reyndist þetta vera Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.