Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTOBER 1975 11 tekjur námu hins vegar 35.784 mkr. eða 6.604 mkr. umfram fjárlög að fjárhæð 29.180 mkr. Svarar það til 22,6% hækkunar. Tekjufærslan nam aftur á móti 8.541 mkr. umfram fjárlög eða 29.3%. Ef tekið er tillit til lækkunar tekjuskatts skv. lögunum um skattkerfisbreytingu frá þvf í mars 1974, er áætlað var að yrði um 1.411 mkr., eru umframtekjur 9.952 mkr. eða 35,8%. Söluskattur nam tæpum þriðjungi af tekjum ríkissjóðs á árinu eða 31,5% teknanna. Sölu- skattur var hækkaður tvlvegis á árinu. Tekjufærður söluskattur I hlut ríkissjóðs nam 1 1.863 mkr. og varð því 5.161 mkr. umfram fjárlög eða 77% Innheimta hans varð hins vegar 10.965 mkr. eða 4.263 mkr., 63,6% umfram fjárlög. Meginhluti óinnheimts söluskatts í árs- lok fellur I gjalddaga 15. janúar árið eftir og er þvi ógjaldfallinn i árslok. Annar stærsti liður I tekjum ríkissjóðs voru almenn aðflutningsgjöld. Námu þau ásamt innflutningsgjaldi af bensini og innflutnings- gjaldi af bifreiðum 11.080 mkr, eða 29,4% heildartekna rlkissjóðs. Þriðji stærsti tekjuliður rlkissjóðs var tekju- og eignarskattar sem ásamt erfðafjárskatti námu I tekjufærslu 5.937 mkr. eða 15,7% teknanna. Tekjuskattur var I fjárlögum áætlaður 6.795 mkr. Með lögum frá því I marsmánuði 1 974 um skattkerfisbreytingu var tekinn upp sérstakur skattafsláttur. Gert var ráð fyrir þvf, að sú breyting leiddi til lækkunar tekjuskatts um varanlegt atvinnuöryggi er eitt af meginstefnu- miðum rlkisstjórnarinnar. Rlkisstjórnin telur að þessum tilgangi sé nú best þjónað með rlkisfjár- málastefnu, sem stuðli að efnahagsjafnvægi Helstu þjóðhagslegu forsendur, sem fjárlaga- frumvarpið byggist á, eru eins og áður segir, að þjóðarútgjöld verði sem mest óbreytt að magni á árinu 1976 miðað við yfirstand- andi ár. Kaup- og verðlagsforsendur eru þær að I gjaldalið er byggt á því kaup- lagi, sem gilti eftir samningsbundnar hækkanir I byrjun þessa mánaðar, og tek- ið er tillit til þess við gjaldaáætlanir, að verðlag hefur hækkað um 45 — 50% frá siðustu fjárlagagerð. Miðað við boðaðar aðgerðir til lækkunar útgjalda er gert ráð fyrir að heildarút- gjöld rikisins verði óbreytt að raunverulegu verð- gildi frá áætluðum útgjöldum 1975 svo og hlutfall rikisútgjalda af þjóðarframleiðslu. Tekju- áætlun frumvarpsins er byggð á hliðstæðum launa- og verðlagsforsendum og hér hafa verið raktar. Gert er ráð fyrir 25% hækkun skattvlsi- tölu frá 1975 sem er I samræmi við áætlaða hækkun tekna árið 1 975. Miðað er við að 1 2% vörugjaldið verði afnumið um næstu áramót og þá komi einnig til tollalækkanir samkvæmt samningum við EFTA og EBE. Loks er ráðgerð hækkun fasteignamats til eignarskatts til verð- lags á þessu ári og yfirfærslu til rlkissjóðs á 2% sölugjaldi, sem skv. lögum rennur til Viðlaga- sjóðs til næstu áramóta. auka og má þar nefna Landhelgisgæslu vegna aukinna umsvifa, rekstur sendiráða vegna geng- isfellinga og fleira af því tagi. Má fullyrða, að við áætlun þessa liðar var gengið eins langt I aðhaldi og frekast var talið fært að gera á raunhæfan hátt án þess að það leiddi beinlínis til skerðingar á möguleikum viðkomandi stofnana til að annast þá þjónustu, sem af þeim er krafist. ViShaldsliSur er i heild áætlaður 1.570 mkr sem er 29,5% hækkun frá fjárlögúm 1975. Meginhluti viðhaldsfjár er I formi vegaviðhalds, eða 969 m kr. Er hér miðað við vegáætlun að frádreginni 5% lækkun. Á sama hátt og á við um rekstrargjöldin koma hér auk þess til sérstök tilvik svo sem viðhald varðskipa og meiri háttar reglubundið viðhald rannsóknaskipa, sem erfitt er að komast hjá, en að frátöldum þessum atriðum hækkar viðhaldsliður um einungis 23,1 %, sem er vel undir verðlagshækkunum. VaxtagreiSslur rikissjóðs eru áætlaðar sam- tals 1.173 mkr., og er það 64,1 % hækkun frá fjárlögum ársins í ár. Hér er að sjálfsögðu um gjaldalið að ræða, sem ekki verður komist hjá, en þessi hlutfallslega mikla hækkun stafar veru- lega af lántöku rikissjóðs I Seðlabankanum á árinu vegna yfirdráttarskuldar um síðustu ára- mót svo og 'verðtryggingu framkvæmdalána, sem ríkissjóður stendur undir svo sem til vega- gerðar o.fl. Almannatryggingar. Framlög til almanna- trygginga nema 17.191 mkr. og hafa þau ■ 1.411 mkr. Tekjufærslan reyndist hins vegar 1.253 mkr. lægri og innheimtan 1.700 mkr. lægri en áætlun fjárlaga. Fjórði stærsti tekjuliður ríkisins var hagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Nam hann 3.276 mkr. eða-8,7% af heildartekjum rfkis- sjóðs. Tekjurnar urðu 298 mkr. eða aðeins 10% umfram áætlun fjárlaga þrátt fyrir hækkun út- söluverðs á árinu. Framangreindir teknaliðir námu i tekjufærslu 32 milljörðum og 156 millj króna eða 85% heildartekna ríkissjóðs. Innheimta þeirra nam 30 milljörðum 811 millj. króna eða 86% heildar- innheimtu. Fjárlagafrum- varpið 1976 Við gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1 976 sem lagt var fram I byrjun þings, er beitt itrustu varkárni og aðhaldssemi I útgjaldaáætlunum vegna þess alvarlega efnahagsástands, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, einkum I verð- lagsmálum og viðskiptastöðu gagnvart útlönd- um. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð var Ijóst, að rlkisútgjöld hlytu að hækka óhóflega mikið ef gengið væri út frá óbreyttum lögum og reglum, er ákvarða ýmsa veigamikla útgjaldaliði að mestu eða öllu leyti. Til þess að koma I veg fyrir slíkar hækkanir, er beinlínis hefðu getað orðið I mótsögn við þá stefnu að stuðla að efnahags- legu jafnvægi, ákvað rlkisstjórnin að beita sér fyrir aðgerðum, sem leiða munu til nálægt 4.700 mkr lækkunar útgjalda frá þvl, sem ella hefði orðið Mun slðar vikið að þessu nánar Það er mat rlkisstjórnarinnar, að þessar fyrirhuguðu aðgerðir séu til þess fallnar að draga úr þv! þensluástandi, sem rikt hefur hér á landi að undanförnu Það er jafnframt mat rlkisstjórnar- innar, að þessar ráðstafanir I rlkisútgjöldum muni alls ekki leiða til svo mikils samdráttar, að atvinnuöryggi sé stefnt I hættu. Full atvinna og ( heild nema útgjöld fjárlagafrumvarpsins 57.386 mkr. á móti 47.225 mkr. I fjárlögum 19 75, og er hækkunin þvl 10.161 mkr., eða 21,5%. Af þessari hækkun eru 1.548 mkr. I formi markaðra tekjustofna, en þeir hækka um 24,0%. Útgjöld án markaðra tekjustofna hækka því um 8.613 mkr. eða 21,1%. Sé hins vegar miðað við áætlaða útkomu ársins 1975 eftir síðustu hækkun daggjalda á sjúkrahúsum, þ.e. 51.500 kr., er hækkun útgjalda 1 1,4%. Mun nú vikið að helstu breytingum einstakra tegunda útgjalda frá fjárlögum 1975, en að þvl er varðar breytingar á fjárveitingum til einstakra ráðuneyta og málefnaflokka vlsast til athuga- semda, er fylgja fjárlagafrumvarpinu Laun Gert er ráð fyrir að launaliður verði I heild 1 1 431 mkr , sem er 28,5% hækkun frá fjárlögum 1 975. Vegna gerðar sérstakrar starfs- mannaskrár, sem gerð var skv. lögum frá s.l. ári hefur nú reynst unnt að fá fram itarlegri sundur- liðun launanna en við fjárlagagerð undanfar- inna ára, og er í frumvarpinu sýnd sundur- liðun á helstu tegundir launa. Enda þótt ekki séu fyrir hendi tæmandi upplýsingar um alla þætti launamálanna, má þó með nokkurri vissu áætla, að af þeirri 28,5% hækkun, sem verður ■ af heildarlaunum, taxtahækkunum, og 0,8% af flokkahækkunum, stafi mestur hlutinn, eða 27,7%, af taxta- hækkunum, og 0,8% af flokkahækkunum, eða launaskriði Magnaukning er áætluð engin, þvl að sú magnaukning á föstum launum, sem áætluð er 1%, jafnast út af magnminnkun stundakennslu o.fl , vegna sérstakra aðgerða til styttingar kennslustundafjölda, sem vikið verður að slðar Önnur rekstrargjold eru áætluð 3 450 mkr og haekka um 27,9% frá fjárlögum 1975. Margir l^ostnaðarþættir I þessum útgjaldalið eru þess eðlis, að óhægt er um vik við að halda þeim niðri, og má þar nefna húsaleigu, Ijós, hita, tryggingargjöld o fl , þar sem taxtar ráða, að miklu leyti hæð útgjalda. Einnig koma til sérstök tilvik, sem leiða af sér óviðráðanlegan kostnaðar- hækkað um 22,9%. Hér hefur verið tekið tillit til þess við áætlunargerð, að sérstakar aðgerðir verði framkvæmdar, er leiði til 2.000 mkr. lækkunar frá þvi sem leiða myndi af óbreyttum lögum og reglum, eins og vikið verður að hér á eftir Niðurgreiðslur nema skv frumvarpinu 4.268 mkr. að meðtöldum framlögum í Lifeyrissjóð bænda, sem er 180 mkr. og niðurgreiðslu á áburði sem er 1 50 mkr Eiginlegar niðurgreiðsl- ur neysluvöruverðs nema þvl 3.938 mkr, en það er heldur lægri fjárnæð, eða 0,9% lægri. en ætlað var til niðurgreiðslna i fjárlögum 1975. Þessi áætlun byggist á rösklega fjórðungslækk- un frá núverandi niðurgreiðslustigi, en verðlags- áhrifum þessarar aðgerðar verður meira en mætt með skattalækkunum, eins og siðar mun að vikið Útflutningsuppbætur eru áætlaðar 890 mkr., eða 24,3% hærri en I fjárlögum yfirstand- árs. Þetta er svipuð fjárhæð og gert er ráð fyrir að uppbæturnar muni nema I reynd árið 1 975, og verður stefnt að þvl að halda þessum gjaldalið innan þessara marka. Aðrir rekstrarliðir og rekstrartilfærslur nema samtals 4.103 mkr., og er um óverulega hækkun að ræða frá fjárlögum 1975, eða 5,9%. Skýringin á þessari hlutfallslegu litlu lækkun er fólgin I þvl, að nú fellur niður sérstök fjárveiting frá fjárlögum yfirstandandi árs að fjárhæð 500 mkr vegna ráðstafana i verðlags- og kjaramálum Að þessum lið frátöldum nemur hækkun þessa útgjaldaflokks 21,6% Framkvæmdaframlög i A-hluta nema samtals 14.011 mkr , og er þar um að ræða 18,5% hækkun fra fjárlögum 1975. Innan þessa flokks nema hreinar rlkisframkvæmdir og hluti rlkisins I sameiginlegum framkvæmdum 8,291 mkr. Sé tekið tillit til hækkunar framkvæmdakostnaðar (45%) er hér um að ræða 22,2% magnminnkun frá árinu I ár Þessu til viðbótar er ætlað að afla 5.000 mkr. lánsfjár vegna framkvæmda' B- hluta, aðallega orkuframkvæmda, eða samtals 13,291 mkr., og er þar um að ræða 15,7% magnminnkun frá sambærilegri tölu 1975. Að öðru jeyti nema framkvæmdaframlög 5.270 mkr., sem er 27,7% hækkun I krónutölu frá fjárlögum 1 975, og er þar um að ræða fjárfest- ingarstyrki, framlög til fjárfestingarsjóða og til lánagreiðslna, þar af 528,6 mkr til lána- greiðslna vegna togara. Að þvl hefur verið vikið, að sjálfvirkni 1 út- gjöldum rlkisins torveldar mjög alla fjármála- stjórn. Þessi sjálfvirkni kemur annars vegar fram I þvi, að veigamiklir útgjaldaflokkar eru tengdir kaup- eða verðlagsvisitölum, svo sem laun, llfeyristryggingabætur og húsaleiga Hins vegar kemur sjálfvirknin fram I þvi, að margvisleg lög hafa að geyma ákvæði, þar sem sagt er til um hversu háa fjárhæð skuli veita árlega I fjárlögum til tiltekinna verkefna eða aðila. Það hefur farið I vöxt hin siðari ár að koma á reglum af þessu tagi. Á sumum sviðum er þetta sá háttur, sem stjórnvöld og helstu hagsmunahópar þjóðfélags- ins hafa komið sér saman um, t.d hvað viðvikur kjaramálum, og á öðrum sviðum má lita á þetta sem hluta af félagsmálastefnu stjórnvalda, svo sem varðandi bætur lifeyristrygginga Á hinn bóginn hefur þessi tilhneiging náð til annarra sviða, þar sem telja má eðlilegra, að þarfir séu stöðugt háðar endurmati á þann hátt, að fjárveit- ingar séu ákvarðaðar árlega að undangengnu mati á forgangsröð verkefna án þess að til þurfi að koma seinvirk og oft viðamikil lagabreyting Er nú svo komið, að nálægt 70% allra útgjalda ríkisins eru háð sérstökum lögum, reglugerðum eða skuldbindandi samningum. I fjárlagafrum- varpinu er nú stefnt að því, að draga úr þessari sjálfvirkni og þvl verði sérstaklega gefinn gaum- ur, hvort ávallt sé um nauðsynlega þjónustu að ræða I gildandi fyrirkomulagi, einkum með tilliti til þeirrar þjóðhagslegu nauðsynjar, sem nú er á þvi, að varkárni og aðhaldssemi sé viðhöfð I útgjöldum ríkisins. Þá skal sérstaklega vikið að þeim breytingum á löggjöf og reglum, sem fjárlagaáætlunin fyrir 1976 byggist á, og leiða mun til nálægt 4 700 mkr útgjaldalækkunar frá þvi sem annars ætti sér stað Almannatryggingar eru það svið rikisfjármál- anna, sem hvað mest hefur þanist út á undan- förnum árum og er því eðlilegt að komi sérstak- lega til athugunar, þegar efnahagsástand þjóðar- innar krefst sérstaks aðhalds I rlkisfjármálum Er sett fram sem markmið I fjárlagafrumvarpinu að lækka framlög til almannatrygginganna um 2.000 mkr Daggjaldahækkanir þær, sem ný- lega voru ákveðnar hafa enn aukið á fjárhags- vanda tryggingakerfisins. Ýmsar aðgerðir koma til greina við að ná þessu markmiði, og bendir margt til, að skipan þessa viðamiklu útgjalda- flokka sé með þeim hætti, að verulegum sparn- aði megi ná án þess að skerða aðstöðu þeirra, sem raunverulega þurfa á þjónustu almanna- trygginga að halda. Má I því sambandi benda á, að ýmsir aðilar þjóðfélagsins njóta nú framlaga frá tryggingunum, enda þótt þörf þeirra fyrir fyrirgreiðslu af almannafé sé lítil, og auk þess má vekja athygli á þeim aðstöðumun, sem fólginn er I núverandi fyrirkomulagi læknisþjón- ustu og lyfjakaupa. Ekki verður fjallað nánar um þessi mál hér, en nú er að þvi unnið að fullmóta tillögur I þessum efnum, sem kynntar verða nefnd þingflokkanna, áður en stjórnarfrumvarp þar áð lútandi verður lagt fram. Niðurgreiðslur eru annar gjaldaflokkur, sem mikið hefur vaxið á síðari árum Er fjárlagaáætl- unin við það miðuð, að niðurgreiðslur á neyslu- vöruverði verði lækkaðar um rösklega fjórðung, eða 1.425 mkr . miðað við það stig sem nú gildir. Er þá m.a að þvi stefnt, að betri samsvör- un verði milli söluverðs og framleiðslukostnaðar Þessi aðgerð myndi að sjálfsögðu ein út af fyrir sig hafa áhrif til hækkunar á verðlag, og hafa þau áhrif verið áætluð 10 stig framfærsluvlsi tölu Á móti kemur ráðgert afnám 12% vöru- gjalds og tollalækkanir I samræmi við samninga við EFTA og EBE, sem hafa svipuð áhrif til lækkunar framfærsluvisitölu. Hins vegar eru verðlagsáhrif þessarar ráðstöfunar mun meiri en mælist i framfærsluvisitölu, eins og ráða má af því, að tekjutap rikissjóðs. og þar með lækkaðar skattaálögur á þjóðfélagsþegnana, nema um 4 000 mkr. á ári, á meðan sparnaður rlkissjóðs með lækkun niðurgreiðslna, og þar með verð- hækkun viðkomandi afurða til almennings, er 1 425 mkr Útflutningsuppbætur eru áætlaðar um 870 m kr. lægri en leiða myndi af fullri nýtingu verð- ábyrgðar rikissjóðs skv. gildandi lagaákvæðum Til að ná þessu marki I reynd er ætlunin að breyta reglum um greiðslufyrirkomulag á þann hátt að binda uppbætur I heild við fast hlutfall framleiðslukostnaðar og koma á þeirri tilhögun, að útflytjendur hafi jafnan ótvlræðan hag af sem hagkvæmastri sölu frá þjóðhagslegu sjónarmiði (Fyrir þessum breytingum verður gerð nánari grein siðar) Þá mun rikisstjórnin leggja fram frumvarp, þar sem leitað verður heimildar til að lækka um 5% þá aðra liði, sem bundnir eru I sérstökum lögum, og þýðir þetta um 300 mkr. lækkun Ekki er þó gert ráð fyrir, að þessi lækxunarheim- ild taki til hreinna markaðra tekjustofna i út gjaldahlið, þ.e. þeirra stofna, sem koma fram sem sama fjárhæð tekju- og gjaldamegin, en ekki fylgja mótframlög af neinu tagi Veigamestu stofnarnir af þessu tagi, sem yrðu undanskyldir. eru þær tekjur, sem markaðar eru Byggingar- sjóði rlkisins Á sviði skólamála er ráðgerð stytting vikulegs kennslutlma og þar með lækkun kostnaðar á árinu 1976 Hefur verið sett á fót nefnd til að gera tillögur um framkvæmd þessarar styttingar kennslutima Sjá nœstu síðu A niiiium fiiti a a e. 11 í * s s i'B iiiiiiiiii t M's ii i 11 i iri * i i i ii c s v s e iti iiiiiii » * * miiiiiiimiii 8i i 1 « a 9 « 3 «18 1 «■* Uli'UJt tlltllll «.» 8 0 f l'I SIIIlll t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.