Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÖBER 1975 Þjóðleikhúsið frumsýn- ir Carmen á föstudag Frumsýningin á óperunni Carmen eftir Bizet verður I Þjóð- leikhúsinu á föstudaginn og er það I fyrsta skipti að Carmen er sýnd á sviði á Islandi. Hljóm- sveitarst jóri er Bohdan Wodiczko, en Jón Sigurbjörnsson er leikstjóri. Þegar er uppselt á fyrstu sýningarnar. Óperan Carmen var fyrst frum- sýnd fyrir réttum hundrað árum og þótti frumsýningin mistakast og áhorfendur og gagnrýnendur tóku verkinu fálega. En brátt snerist blaðið við og fyrr en varði tók hvert óperuhúsið á fætur öðru verkið til flutnings og færði það fram til sigurs og fram á þennan dag hefur Carmen verið i hópi þeirra verka, sem vinsælust hafa verið með öllum almenningi. Bizet sótti efni óperunnar i smá- sögu eftir Prosper Merimée, en texti hennar er eftir Henri Meilhac og Ludovic Halévy, og gerist leikurinn i Sevillu. Þor- steinn Valdimarsson skáld hefur snúið textanum á íslensku. I flutningnum hér er I megindrátt- um fylgt upprunalegri gerð, hinni svokölluðu Parísarútgáfu með töl- uðum texta á milli, en þó á nokkr- um stöðum notuð recitativin, sem algengast er. Um hið spænska um- hverfi atburðanna, leikmynd og búninga sér málarinn Baltasar. Þær Sigriður E. Magnúsdóttir og Rut Magnússon hafa æft hlut- verk Carmenar og mun Rut syngja það nokkrum sinnum. Á frumsýningunni syngur Sigríður Carmen og þá verður i hlutverki Escamillos gestur, finnski baritonsöngvarinn Walton Grönroos. Þessi ungi söngvari þreytti frumraun sína i Helsing- forsóperunni í fyrra, en nú í haust var hann ráðinn f eitt fremsta óperuhús veraldar, Deutsche Oper í Berlfn. Grönroos mun syngja hlutverk nautaban- ans á nokkrum fyrstu sýning- Gestkvæmt hjá Höllu á Kjarvalsstöðum Helmingur myndanna seldist strax HALLA Haraldsdóttir listmálari opnaði sýningu á 62 myndum I Kjarvalsstöðum s.l. laugardag, en nokkrar myndanna eru I einka- eign. Liðlega helmingur mynd- anna seldist á fyrstu tveimur tímum sýningarinnar og mjög góð aðsókn var að sýningunni um helgina. Sýningin verður opin til 2. nóv. Myndirnar hefur Halla unnið á síðustu tveimur árum og eru flest- ar þeirra unnar í sement og mosaik, en einnig eru nokkur olíumálverk á sýningunni. Ein steinmynd á sýningunni er unnin eftir mynd Höllu af dr. Oiedte- mann og fyrirtæki hans í Þýzka- landi, sem m.a. hefur unnið margar af myndum Gerðar Helga- dóttur i stein. Er þýzka fyrirtækið búið að panta myndir hjá Höllu til þess að vinna eftir og er nú verið að byrja á fyrstu myndinni til stækkunar fyrir erlenda aðila. Sýning Höllu í Kjarvalsstöðum er áttunda einkasýning hennar heimg og heiman, en hún hefur tekið þátt í 5 samsýningum bæði hér heima og erlendis. Halla Haraldsdóttir við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum. Islandssögupróf- ið á Eskifirði NýJega urðu nokkur blaða- skrif um sögupróf, sem lagt hafði verið fyrir 10 ára börn á Eskifirði. Mbl. óskaði eftir því við menntamálaráðuneytið, að það útvegaði prófið til birtingar hér f blaðinu og barst það sfðari hluta vikunnar sem Ieið. Yfirskrift á prófblaði er: B.G.E. — Islandssaga — 4. bekkur. Spurningarnar eru þessar: 1) Naddoður nefndi Island a) Undraland b) Snæland c) Thúle d) Island. 2) Garðar Svavarsson var a) sænskur b) norskur c) hol- lenzkurd) færeyskur. 3) Hrafna-Flóki bar Islandi ekki vel söguna vegna a) meng- unar b) vetrarhörku c) at- vinnuleysis. 4) Þegar Atli jarl rak Hjör- leif og Ingólf frá Noregi héldu þeir a) kjafti b) niðri í sér andanum c) til Islands. 5) Þegar Ingólfur nálgaðist Islands kastaði hann a) upp b) öndvegissúlunum fyrir borð c) af sér vatni d) sér í sjóinn. 6) Tfmabilið 874—930 er nefnt a) geimöld b) landnáms- öld c) fornöld d) friðaröld. 7) Aður en Skalla-Grimur og Kveldúlfur fóru til tslands drápu þeir a) Harald hárfagra b) allt búfé sitt c) tengdason Haralds hárfagra d) tittlinga e) frændur Haralds tvo 8) Auður djúpúðga nam land i a) Vatnsfirði b) Bjarnarhöfn c) Dalasýslu d) Kolbeinsey. unum, en sfðan tekur Jón Sigur- björnsson við hlutverkinu. Eins og áður hefur komið fram, er það Magnús Jónsson sem fer með hlutverk Don José, en sem Michaelu kynnast íslenskir leik- húsgestir Ingveldi Hjaltested í sínu fyrsta stóra hlutverki. Ann- ars eru ýmsir kunnir söngvarar í hinum hlutverkunum. Svala Nielsen, Elín Sigurvinsdóttir, Kristinn Hallsson, Garðar Cortes, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vilhelmsson. Erik Bidsted kom til landsins til að æfa dansatriðin, en þar koma fram örn Guðmundsson og fimm dansmeyjar úr islenska dans- flokknum, þær Helga Bernhard, Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur, Nanna Ólafsdóttir og Auður Bjarnadóttir. Þjóðleikhúskórinn gegnir að sjálfsögðu miklu hlut- verki I þessum flutningi en i kórnum eru að þessu sinni 36 söngvarar. Þá kemur og fram í sýningunni drengjakór og svo eru nokkrir aukaleikarar, þannig að samtals koma fram á sviðið i sýn- ingunni nálega 70 manns. Þá er ótalinn hlutur Sinfóniuhljóm- sveitar Islands, sem leikur þarna undir forystu konsertmeistar- anna Guðnýjar Guðmundsdóttur og Þorvalds Steingrimssonar. (Frá Þjóðleikhúsinu). Þing UMFI í Borgarfirði SAMBANDSÞING UMFl, það 29. í röðinni, verður háð á Varma- landi f Borgarfirði dagana 15. og 16. nóvember n.k. og hefst þingið kl. 15.30 á laugardag. I frétt frá UMFl segir, að búizt sé við góðri þátttöku á þinginu, enda óvenju viðburðaríkt starfs- tfmabil að baki frá siðasta þingi félagsins. Gert er ráð fyrir, að helzta mál þingsins veri staða UMFÍ og fjár- mál hreyfingarinnar, fræðslumál og nýafstaðið landsmót. Starfslið á St. Jósefsspftala f Hafnarfirði f hinum nýju húsakynn- um. Frá vinstri: Systir Ann, Guðrún Jónsdóttir, Dóróthea Sigur- jónsdóttir, Jósef Ólafsson yfirlæknir, Sigríður H. Aðalsteinsdóttir, Bjarnheiður Ingþórsdóttir, systir Theresita, systir Deirdre, systir Maud og príorinnan, systir Eulalia. Ný álma við St Jós- efsspítala í Hafnar- fírði tekin í notkun S.L. fimmtudag var tekin í notkun ný álma f Sankti Jósefs- spftala i Hafnarfirði. Það var fyrsti áfangi álmunnar, sem tekinn var í notkun, en þar eru 12 sjúkrarúm, — til viðbótar hinum 42, sem fyrir voru i sjúkrahúsinu. Þá er ólokið við frágang hins nýja eldhúss, sem verða mun f kjallara nýbyggingarinnar, og skurðstofu, sem verður á ann- arri hæð, en i risi eru íbúðir þeirra St. Jósefssystra, sem starfa f sjúkrahúsinu. Fram- kvæmdir við nýbygginguna hófust fyrir rúmum tveimur ár- um. Fyrstu sjúklingarnir komu f nýju álmuna kl. 2 s.l. fimmtudag. Voru það þær Hera Karlsdóttir, sem reyndar starfar sem nætur- hjúkrunarkona í sjúkrahúsinu, og Eygerður Björnsdóttir. Mjög fullkomin aðstaða er f nýju álmunni. Kiwanisklúbbur Hafnarfjarð- ar hefur fært sjúkrahúsinu að gjöf tvö sjúkrarúm og tvö náttborð. Nýr leikskóli tekur til starfa í Reykjavík ÞAÐ ER á allra vitorði að mikijl skortur er á barnaheimilum f Reykjavfk. Hefur borgin ekki haft undan að reisa Ieikskóla og dagheimili og jafnvel þótt ýmsir einkaaðilar og félagasamtök hafi stofnsett slfk heimili hefur enn vantað nokkuð á að þörfinni væri fullnægt. Nú hafa KFUM og KFUK í Reykjavik ákveðið að hef ja rekst- ur leikskóla í einu af félagshúsum sínum. Lengi hefur það verið rætt i stjórnum félaganna hvernig nýta megi húsin meira heldur en fyrir almennt starf þeirra. Áhugi manna beindist fljótt að hug- myndinni um leikskóla, þar sem sú starfsemi samræmist einna helst starfi KFUM & K og nýting húsanna yrði þar með mjög hag- kvæm. Forstöðukona leikskóla KFUM & K hefur verið ráðin Ragnhildur Ragnarsdóttir fóstra og er hún nú að undirbúa starfsemina, sem verður í Langagerði,ásamt öðrum starfsstúlkum. „Ýmsar innréttingar þarf að setja hér upp, snaga, bretti undir vaska, útbúa skrifstofu og mála, svo eitthvað sé nefnt. Leiktæki ýmiss konar verða hér, svipað og gerist á venjulegum leikskólum. Eins og sjá má þarf lfka að gera eitt og annað fyrir lóðina, girða Frá vinstri Sigrún Hjartardóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir for- stöðukona leikskólans við vinnu sfna við undirbúning. hana, koma upp sandkassa og fleiri útileiktækjum.“ Hvenær gerirðu ráð fyrir að Ieikskólinn taki til starfa? „Það eru komnar nokkrar um- sóknir nú þegar og ég vonast til að við getum byrjað um mánaðamót- in. Starfsdagur hefst hér 8—8:30 þegar börnin koma, þau eru frá tveggja og hálfs árs til fimm ára fyrir hádegi og þriggja til fimm ára eftir hádegi, þ.e. börn geta ekki verið allan daginn, heldur aðeins annaðhvort fyrir eða eftir hádegi. Þau hafa með sér nesti og eftir föndur og leik drékka þau og eru síðan úti eða inni að leik eftir atvikum. Við höfum rúm fyrir 30 börn í hvorum hópi og skiptist hvor hópur í tvær deildir, 15 börn í hverri.“ Er starfsemi þessa leikskóla öðruvísi en starf annarra? „Þessi leikskóli er á vegum KFUM & K og er starfið mjög líkt og á hinum ýmsu leikskólum. Nefna má að svokallaðar sam- verustundir, sem tfðkast á flest- um leikskólum, eru notaðar til að sýna börnunum og útskýra ýmis- legt og þar verður lögð áherzla á uppfræðslu í kristindómi við hæfi barnanna, sagðar sögur úr Biblí- unni, sungið o.fl.“ Starfsfólk á Ieikskólanum verð- ur alls fimm manns og eins og fyrr segir hefst starfsemin nú um mánaðamótin. Hægt er ennþá að koma umsóknum til skrifstofu KFUM & K, Amtmannsstíg 2b kl. 13—17, slmi 13437.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.