Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Kreppan Líklega höfum við íslendingar verið of seinir að átta okkur á því, hversu alvarleg sú kreppa er, sem yfir okkur hefur gengið siðustu misseri og af þeim sökum ekki verið jafn fljótir að bregðast við erfiðleikunum eins og ella og þurft hefði. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að við höfum einfaldlega neit- að að horfast í augu við staðreyndir og haft vissa tilhneigingu til að gera minna úr vandamálunum en efni hafa staðið til eða a.m.k. gert okkur vonir um, að um skammtíma vanda væri að ræða. Á hinn bóginn er ljóst, að ástandið hefur versnað svo ört, að allar áætlanir og spár hafa naumast verið komnar á pappír fyrr en þær hafa verið úreltar orðnar og er skemmst að minnast þess, þegar núver- andi ríkisstjórn tók við völdum haustið 1974, og gerði þá ákveðnar ráð- stafanir, miðað við ástand og horfur þá, en aðstæður höfðu gjörbreytzt strax upp úr áramótum svo að nýrra ráðstafana reyndist þörf. En hvað sem því líður, þarf enginn að vera lengur í vafa um eftir stefnuræðu Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra á Alþingi í síðustu viku að við erum nú í einni mestu kreppu, sem yfir þjóðarbú okkar hefur gengið áratugum saman. í þeirri ræðu skýrði forsætisráðherra frá b r, að í fyrsta skipti frá ár> u 1968 mun þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur ís- lendinga minnka, en frá árinu 1969 og fram á síðasta ár hefur verið um stöðuga aukningu að ræða. Sá vöxtur stöðvaðist á ár- inu 1974 en nú bendir allt til, aö á þessu ári muni þjóðarframleiðslan minnka um 314% og þjóðartekjur á mann muni minnka um 9%. Forsætisráðherra benti á, að hér væri um að ræða mesta samdrátt þjóðartekna á mann síðan Islendingar tóku stjórn eigin mála í sínar hendur. Til samanburðar má geta þess, að á erfiðleikaárinu mikla 1968, sem mörgum er enn í fersku minni, minnkuðu þjóðartekjur á mann um 8% eða heldur minna en verður á þessu ári. Til enn frekari skýr- ingar á því um hve alvar- lega kreppu er að ræða má benda á, að árið 1968 nam atvinnuleysið í landinu um 3% af mannafla og í lok janúarmánaðar 1969 voru um 5500 manns skráðir at- vinnulausir eða um 7% af mannafla. Þessi samanburður ætti að verða mönnum alvar- legt íhugunarefni. Þótt við- skiptakjörin á þessu ári hafi versnað um 16—17% og kaupmáttur ráð- stöfunartekna heimilanna muni líklega lækka um 16—17% frá fyrra ári, virðist almenn eyðsla í landinu enn vera á svo háu stigi að hvorki almenn- ingur né umsjónarmenn opinberra mála hafi gert sér fyllilega grein fyrir þeirri alvöru, sem við stöndum frammi fyrir. Framkvæmdir opinberra aðila hafa verið of miklar á þessu ári, aðallega fjár- magnaðar fyrir lánsfé, þótt ljóst sé að greiðslubyrði okkar af erlendum lánum er að verða of þung. Þrátt fyrir þessa miklu skerð- ingu á kaupmætti, voru allar flugvélar fullar til sólarlanda frá miðju sumri og fram á haust og ferða- skrifstofur auglýsa að upp- selt sé í fjölda ferða til Kanaríeyja á næstu mánuðum. Litasjónvarps- tæki, sem kosta mörg hundruð þúsund krónur, renna út úr verzlunum vegna þess, að um þriðj- ungur sjónvarpsefnis er nú sendur út í lit. Forsenda þess, að okkur takist að ráða við þau gífur- legu efnahagsvandamál, sem leiða af svo mikilli minnkun þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekna, sem að var vikið áðan, er auðvitað sú, að bæði almenningur og opinberir aðilar geri sér þess grein, að hér verður að nema staðar. Við erum að eyða fjármunum, sem ekki eru til og ekki er endalaust hægt að taka erlend lán enda erum við líklega að komast á síðasta snún- inginn í þeim efnum. I því ástandi sem nú er, er meir en lítið óskynsamlegt að veðja enn á það, að verð- bólgan muni greiða niður skuldir manna því að ekkert skiptir nú meira máli fyrir fjárhagslegt sjálfstæði íslendinga en að takast megi á árinu 1976 að ná verðbólgunni mjög verulega niður, en það tekst ekki nema um mjög verulegan samdrátt verði að ræða í öllum umsvifum einstaklinga og opinberra aðila. Gengið I átt að strandstað. „Möstrin hurfu Safnazt saman f hellinum Skotið rlður af og línan þýtur I átt að skipinu, þar sem það liggur strandað I um 150 metra fjarlægð, en því miður ber vindurinn Ifnuna af leið og reyna varð aftur. 1 þetta sinn gekk betur og skipbrotsmenn ná línunni, draga til sfn blökkina og tildráttartógið og eru fljótlega búnir að setja fast f reiðann. Sfðan er Ifflfnan sett föst. Björgunarstóllinn er dreg- inn um borð og fyrsti maðurinn fer f hann og er kominn í land að vörmu spori og sfðan hver af öðrum, þar til allir eru komnir f land. — Nei, við erum ekki viðstödd björgun í eiginlegum skilningi, heldur er hér um að ræða samæfingu allra björg- unarsveita Slysavarnafélags Is- lands f Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem hald- in var laugardaginn 18. okt. s.l. og skipið sem sagt var að væri strandað, er aðeins stór kletta- drangur sem stendur sunnan- vert við Hjörleifshöfða, en æf- ingin fór fram að mestu við skipbrotsmannaskýlið við Hjör- leifshöfða. Samtals eru björgunarsveit- irnar í þessum tveimur sýslum sjö talsins og nefnast þær: Kyndill á Kirkjubæjarklaustri, Happasæll í Meðallandi, Lífgjöf í Álftaveri, Vikverji i Vik i Mýrdal, Bróðurhönd undir V- Eyjafjöllum og björgunarsveit- ir SVFÍ í Austur- og Vestur- Landeyjum og Dagrenning á Hvolsvelli. Á æfinguna munu hafa komið um 85 menn frá þessum sveitum, sem bjargað hafa hundruðum manna úr sjávarháska, oft við mjög erfið- ar aðstæður. Æfingin hófst með þvi að safnazt var saman við skip- brotsmannnaskýlið undir Hjör- leifshöfða og þar tók Reynir Ragnarsson formaður Vikverja við stjórninni. Hóþaði hann mönnum saman í stórum hellis- skúta i bjarginu, þar var mönnunum skipt í þrjá hópa, einn átti að æfa björgun úr sjávarháska, annar að ferðast, ganga eftir áttavita og reikna út leiðir eftir korti og þriðji hópurinn æfði sig í hjálp i við- lögum og var þá miðað við hóp- slys. Þarna í hellinum afhenti Hannes Þ. Hafstein talstöðvar þeim björgunarsveitum, er ekki áttu þær en þær hafa reynzt mjög vel á undanförnum árum. Eru stöðvarnar alls sex og eru gjöf frá kvennadeild MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÖBER 1975 17 Á æfíngu með björgunarsveitum Slysavarnafélagsins í V-Skafta- fellssýslu og Rangárvallasýslu Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson. veltunni 99 Sigurgeir Jóhannsson. Slysavarnafélagsins i Reykja- vík. NV TEGUND LlNUBYSSA Hver hópur hélt nú á sinn stað, hópur nr. 1 hóf björgun úr sjávarháska og mikill drangur sem stendur upp úr miðjum sandinum, var notaður sem strandað skip. Þarna var kynnt ný tegund af línubyssu, sem Slysavarnafélagið er nú að taka í notkun og verður smám saman tekin í notkun hjá öllum björgunarsveitum SFVl á land- inu. Þessi línubyssa nefnist „speed-line“ og er framleidd hjá Schermuly-fyrirtækinu i Bretlandi, sem framleitt hefur flestar linubyssur, sem eru í notkun á Islandi. Sá er stofn- setti þetta fyrirtæki var brezkur sjómaður að nafni William Schermuly. Hann hélt þvi fram á árunum fyrir alda- mótin, að um borð í hverju skipi ætti að vera línubyssa, sem væri handhæg og örugg til nota um borð I skipum í mis- jöfnum veðrum. En lengi var það þrautalendingin að láta tunr.u eða belgi reka i land frá skipum. Það tók Schermuly tuttugu ár að fá línubyssuna sina viðurkennda en er það loksins fékkst, kom fljótt í Ijós hvílik björgunartæki þær eru. Sjálfur lézt Schermuly 19. janúar 1929, 19 dögum eftir að brezka þingið lögskipaði línu- byssur um borð i skipum, og 32 árum eftir að hann fann upp fyrstu tækin. Hannes Þ. Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarna- félagsins kynnti mönnum nýju iínubyssuna, en hún er öll ein- faldari í notkun en þær eldri. Skyttum sveitanna gekk fljótt að komast upp á lagið með að skjóta úr byssunni, en menn þurfa að bera sig öðru visi að þessum byssum en þeim gömlu. Það kom lika i ljós, að björgunarsveitarmennirnir hafa ekki gleymt neinu í frá- gangi björgunartækjanna, því vart liðu meir enfjórartil fimm mínútur frá því að búið var að skjóta og þar til stóllinn var kominn af stað um borð i skip- ið. Meðal þeirra sem tók þátt í Togarinn St. Crispin á strandstað og I honum er'ennfremur skotlfnan. æfingunni var Sigurgeir Jóhannsson frá Bakkakoti i Meðallandi og formaður björg- unarsveitarinnar Happasæls. Sigurgeir hefur tekið þátt i björgunum frá því á unga aldri og sjálfur hefur hann ekki tölu á hve mörgum sjómönnum hann hefur bjargað eða aðstoðað við að bjarga, en þeir skipta hundruðum. Þarna á sandinum hittum við Sigurgeir að máli og sagði hann okkur, að það tfefði verið fyrir stríð, sem hann tók þátt i fyrstu björgun- inni, en við formennsku i Happasæl tók hann skömmu eftir King Sol-strandið árið 1955. Síðan hafa strandað ein 8 eða 9 skip á Meðallandsfjöru. Mbl. spurði Sigurgeir hver væri minnisstæðasta björgunin, sem hann hefði tekið þátt í. BJÖRGUN MANNANNA A ST. CRISPIN ERFIÐUST „Þvi er auðsvarað," sagði hann, „eðlilega eru bjargan- irnar margar minnisstæðar, en erfiðasta og jafnframt hættu- legasta björgun, sem ég hef tekið þátt í, var þegar togarinn St. Crispin strandaði fyrir miðj- um Kúðaós. Togarinn strandaði á björtum degi, en þegar við komum á strandstað var hann svo langt úti, beint úti af ósnum, að ekki var nokkur leið að skjóta línu út i skipið. Þarna var veltubrim og hvarf skipið stundum. Við sáum strax að ókleyft var að hefja björgun úr landi og sömu sögu var að segja af sjó, þar var ókleyft að komast að skipinu." — Hvað gerðuð þið er hér var komið? „Það var ekkert annað að gera en að biða átekta. Við fréttum svo fljótlega í Sendseli, sem var næsti bær við strand- stað, að tveir eða þrír menn hefðu slasazt um borð þegar brotstjóir riðu yfir skipið. Við héldum okkar alltaf í fjörunni og biðum eftir þvi, að skipið færðist nær og austar með land- inu. Trollið var í skrúfunni og gat skipið þvi ekkert notað hana. Þarna fyrir innan brim- garðinn valt skipið svo ógur- lega, að þegar það lagðist á velt- unni hurfu möstrin í sjóinn. Þetta endaði svo með því, að skipsmenn skutu línu að landi. Björgunin gekk eftir það ágæt- lega, en það kom samt fyrir meðan á björgun stóð, að þrir sjóir brotnuðu fyrir innan skip og við náðum öllum mönnum í land 19 talsins. Sjálfir vorum við 12 I þessari erfiðu björgun, en hjá okkur er skipulagið þannig að frá hverjum bæ í sveitinni kemur a.m.k. einn maður.“ Það má svo bæta því við hér að um sumarið 1956 voru Meðallendingar heiðraðir fyrir þessa björgun, með heimsókn og veglegum gjöfum af eig- endum togarans og vátrygg- ingafélaginu. Bflaflotinn fyrir framan björgunarskýlið undir Hjörleifshöfða. Fólkið var illa slasað. Séð yfir björgunarsveitina á sandinum, stóllinn á leiðinni. Skotið rfður af. OF FLJÖTT í LAND Það kom fram í spjallinu við Sigurgeir, að stundum hafa skipbrotsmenn borið sig klaufa- lega í björgun. Það kom t.d. fyrir þegar King Sol strandaði árið 1955, að i hvert sinn, sem maður var kominn í björgunar- stólinn, var slakað á liflinunni þannig að mennirnir komu holdvotir I land. I eitt sinn kom það þó fyrir, að kaðallinn hjá þeim festist eitthvað, þannig að ekki tókst að slaka nógu fljót- lega og maðurinn I stólnum komst þurr i land. Þeir hefðu allir komist þurrir til okkar ef þeir hefðu hagað sér rétt, sagði Sigurgeir, og að það væri slæmt Framhald á bls. 21 A leiðinni I land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.