Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 Fjárlagafrumvarpið rætt á Alþingi: Matthfas Bjarnason, Matthfas Á. Mathiesen, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Aðalatriðið að ná tökum á vanda efna- hagslífsins Frumvarp að fjárlögum árs- ins 1976 var til 1. umræðu f sameinuðu þingi í gær. Fjár- lagaræða f jármálaráðhcrra, Matthfasar A. Mathiesen, er birt f blaðinu f dag (fyrri hluti) og á morgun (sfðari hluti). Hér á effir verður laus- lega rakinn efnisþráður í máli þeirra þingmanna, sem tóku til máls f umræðunni að lokinni fjárlagaræðu ráðherrans: Geir Gunnarsson (K): Hækkun skulda 15 milljarðir. Geir minnti á stefnuyfirlýs- ingu fjármálaráðherra, er hann lagði fram sín fyrstu fjárlög, þess efnis, að stefnt yrði að jafnvægi í efnahagsmáium og hömlum gegn verðbólgu. Hver hefur raunin orðið og niður- staðan, að loknu reynsluári ríkisstjórnarinnar. Verðbólgan hefur enn aukizt um 'A á þessu tímabili og orsakir vaxtarins voru fyrst og fremst tvær gengisfellingar og skattheimta, sem komið hefur fram í hærra verðlagi. Skuldir hafa hrannazt upp heima og erlendis. Skuld við Seðlabankann hefur vaxið um 4000 m.kr. Hækkun skulda á árinu alls er um 15000 m.kr. og afborgana- og vaxtaliður fjárlagafrumvarpsins felur í sér 63.2% hækkun. Fjárlagafrumvarpið eins og það er nú, og án ýmissa hækkana, sem hljóta inn í það að koma, samsvarar rúmlega 29% áætlaðra þjóðartekna 1976 — og felur í sér hækkun en ekki lækkun rikisútgjalda miðað við þjóðartekjur. Hins- vegar er gert ráð fyrir lækkun framkvæmda, einkum er varðar landsbyggðina, og fjár- magns í félagslegri þjónustu, en rekstrarútgjöld ríkis- báknsins vaxa enn óheft. Þingmaðurinn sagði að álagning 12% vörugjalds, sem gilda ætti til nk. áramóta, hefði verið brot á samningum stjórn- valda við ASl um skattamál. Þó ætti niðurfelling þess að kosta verulega lækkun niður- greiðslna á landbúnaðarafurð- um, sem þýddi minni sölumögu- leika á þeim og aukinn fram- færslukostnað alls almennings. Frumvarpið í núverandi mynd væri óraunhæft. Til dæmis gerði það ráð fyrir óbreyttum launum á næsta ári, þrátt fyrir orðna kjaraskerð- ingu, óbreyttu daggjaldi sjúkra- húsa og óraunhæfum magn- niðurskurði ýmissa fram- kvæmda. — Hann minnti og á 2000 m.kr. fyrirhugaðan sparn- að í tryggingakerfinu, sem ekki væri nánar skýrður, og taldi eðlilegra að hækka hlutdeild at- vinnurekstrarins I kostnaði tryggingakerfisins. Þingmaðurinn sagði líkur á, að fjármálaráðherra tækist að tvöfalda fjárlagaupphæð á tveimur árum. Jón Árm. Héðinsson (A): Áfengið tfundi hluti rfkis- tekna. Jón Ármann sagði það hafa verið stefnu fjármálaráðherra og flokksbræðra hans, í tíð vinstri stjórnar, að setja þyrfti ,,þak“ á fjárlagagerð, miðað við þjóðartekjur, þann veg, að hlut- ur ríkisútgjalda færi aldrei fram yfir ákveðið hlutfall þeirra. Fjármálaráðherra væri nú kominn bæði upp á og yfir „þakið“. Talað hefði verið um jafn- vægi f þjóðarbúskapnum en öll þróun efnahagsmála; ríkisút- gjalda, gjaldeyrisstöðu, fjár- festingar og skuldasöfnunar stefndi i þveröfuga átt. Áður en langt um liði færi fimmta hver tekjukróna þjóðarbúsins í af- borganir og vexti af skuldum. Er þetta hægt, Matthías, spurði þingmaðurinn. Skattvísitala hækkaði of litið, miðað við þróun verðlags, sem þýddi í raun aukna almenna skattbyrði. Utgjöld á mörgum sviðum væri vanáætluð. Reiknað- væri með sömu launum 1976 og 1975. Vanáætlað væri til lánasjóðs námsmanna, dagvistunar- heimiia, landhelgisgæzlu, sjúkrahúsa, svo ekki væri minnzt á framkvæmdaliði. Spurning væri, hvort frumvarp þetta væri marktækara en hið fyrra, sem taka hefði þurft til endurumfjöllunar á Alþingi 3ja mánaða gamalt. Þá ræddi þingmaðurinn um þá athyglisverðu staðreynd, að ríkissjóður byggði tíunda hluta tekjuáætlunar sinnar fyrir árið 1976 á brennivínsdrykkju þjóðarinnar. Karvel Pálmason (SFV): Tug- milljaröa framkvæmdir á SV- landi en samdrátturinn kemur 1 hlut strjálbýlisins. Þingmaðurinn rakti tilurð fjárlaga yfirstandandi árs og síðari breytingar á því. Spretta hefði þurft þeim fjárlögum tvisvar upp fyrstu 4 mánuði fjárlagaárs. Raðgerður niður- skurður um 2000 m.kr. 1975 hefði átt að vera háður samþykki fjárveitinganefndar. Þetta hefði þó ekki verið ein- hlítt og mætti nefna fram- kvæmdasamdrátt hjá Pósti og sfma og RARIK. Hann sagði núverandi fjár- lagafrumvarp marklaust pappírsplagg. Það fæli í sér stórlega skertar framkvæmdir á landsbyggðinni á sama tíma sem ráðgerðar væru, utan fjár- laga, tugmilljarða framkvæmd- ir á suðvesturhorni landsins. Hann sagði að oft hefði hlut- ur landsbyggðar verið fyrir borð borinn, en aldrei eins og með 12% vörugjaldi, sem í raun hefði þýtt 21% vörugjald vfða í strjálbýli. (Fjármálaráðherra: Er þá ekki rétt að fella það niður?) Jú, sjálfsagt rétt, en ekki að hækka landbúnaðaraf- urðir, sem kemur enn verr við kaupgetu almennings en vöru- gjaldið. Þingmaðurinn sagði fram- kvæmda- og þjónustuliði, sem vörðuðu hag Iandsbyggðar, þá einu, sem sparnaði mættu. Magnniðurskurður ríkisfram- kvæmda væri þar áætlaður um 40%. Hann skoraði á lands- byggðarþingmenn, hvar í flokki sem væru, að snúa bökum saman gegn aðför frumvarpsins að hagsmunamálum stjálbýlis- fólks, sem núverandi ríkis- stjórn vildi afskipt á næsta ári sem og líðandi. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra: Framkvæmdir á Reykjanesi og Vestfjörðum. Ráðherrann vék að máli þing- manna Reykjaneskjördæmis (Geirs Gunnarssonar og Jóns Árm. Héðinssonar) um framkvæmdasamdrátt í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hann minnti á hafnarfram- kvæmdir i Grindavík, Sand- gerði* Hafnarfirði og Njarð- vfkum á þessu ári og spurði, hvort betur hefði verið staðið að þeim málum f annan tíma, þegar lítið og oft ekkert hefði gerzt í hafnarmálum þessa kjördæmis. Verðbólgan hefði að vísu skert raungildi framkvæmdafjár, en öll við- leitni stjórnvalda stefndi nú að þvi, m.a. með óhjákvæmilegum aðhaldsaðgerðum fjárlagafrum- varpsins, að hefta verðbólgu- vöxtinn. Ráðherrann sagðist hafa lesið það f blaði, „að Karvel Pálma- son hefði byggt flugvöll á Súg- andafirði". Það væri viðar en á þessum stað, sem flugvallar- byggingum hefði verið sinnt á Vestfjörðum, s.s. Tálknafirði, Gjögri og Hólmavfk. Á þessu ári hefði og verið opnaður hringvegur á Vestfjörðum — um Djúp. Þó deila mætti um, hvort Karvel hefði þar einn að staðið mannvirkjagerð, væri hitt ljóst, að þrátt fyrir erfitt árferði í þjóðarbúinu, hefði ýmsum málum verið sinnt. Ráðherrann rakti síðan þróun mála i viðskiptakjörum og þjóðartekjum. Ljóst væri að efnahagsvandi þjóðarinnar hlyti að segja til sín í minni framkvæmdagetu. Fresta þyrfti um sinn ýmsum þörfum framkvæmdum. Aðalatriðið væri að ná tökum á þeim vanda, sem að steðjaði, og þróa mál á þann veg, að horfðu til nýs framfara- og bataskeiðs í þjóðarbúskapnum. Að því væri stefnt með framlögðu fjárlaga- frumvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.