Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 31 Nær 300 þúsundum stolið 1 Keflavík INNBROT var framiö í útibú Kaupfélags Suöurnesja við Faxa- braut í Keflavík í fyrrinótt. Þaðan höföu þjófarnir á brott með sér lítinn peningakassa, en i honum voru að sögn útibússtjórans um 240 þúsund krónur i reiðufé og Kvenfélag Kópa- vogs 25 ára í dag 1 DAG, miðvikudag, eru liðin 25 ár frá stofnun Kvenfélags Kópa- vogs, og voru stofnendur 60 kon- ur. t dag eru félagskonur 200. 1 tilefni afmælisins heldur félagið afmælisfagnað n.k. laugardag. L fréttatilkynningu segir, að félagið hafi frá upphafi leitast við að efla félagslegt starf meðal kvenna í Kópavogskaupstað og vinna að menningar- og Góð síld til Eyja Vestmannaeyjum 28. okt. FJÓRIR bátar lönduðu síld hér í dag. Gullberg var með 100 tonn, Huginn 50 tonn, Bergur 50 tonn og Isleifur 40—50 tonn. Sildin var falleg og fór að langmestu leyti í salt. —Sigurgeir. þungt haldinn PILTURINN 15 ára, sem slasaðist mikið er hann féll af mótorhjóli á Laufásvegi aðfararnótt s.l. laug- ardags, liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgar- spftalans. Hann er enn meðvit- undarlaus. — Skák Framhald af bls. 2 er Matanovic með 3 vinninga og verri biðskák, Radulov hefur 3 vinninga og Georgihu og Duball hafa 2V4 vinning I 5«—6,sæti. Urslitin í 6. umferðinni á Hótel Esju urðu þessi í gærkvöldi: Friðrik vann Poutiainen í 35 leikjum. Liberzon vann Laine I 29 leikjum. Timman vann Van den Broeck í 39 leikjum. Björn Þor- steinsson og Murrey gerðu jafn- tefli í 27 leikjum. Parma og Oster- meyer gerðu jafntefli í 28' leikj- um. Ribli og Zwaig eiga biðskák, og stendur Ribli betur. Hartston og Hamann eiga biðskák og er staðan tvísýn. Jansa sat hjá. Liberzon er nú efstur með 4,5 vinninga. Zwaig hefur 4 vinninga og biðskák, Friðrik og Timman hafa 4 vinninga og Ribli er með 3V4 og bið, og hefur teflt einni skák færra. 7. umferðin verður tefld í kvöld klukkan 17. Þá tefla saman Timman og Ribli, Zwaig og Poutiainen, Friðrik og Hartston, Liberzon og Van den Broeck, Murrey og Laine, Ostermeyer og Björn, Jansa og Parma en Hamann situr hjá upp til handa og fóta til að kaupa litsjónvarpstæki þegar tekið væri tillit til þess að útsendingar sjón- varpsins væru ekki nema að litlu leyti I lit ennþá. Að því er Morgunblaðinu var tjáð af eiganda Radíóbúðarinnar hafa á hennar vegum verið seld um 200 litsjónvörp hérlendis til þessa, en mikill og aukinn áhugi hefði komið fram á litsjónvarps- tækjum eftir ákvörðun mennta- málaráðherra, sérstaklega hjá þeim er hefðu verið að hugsa um að endurnýja eldri tæki sín en ekki viljað ráðast í þessi kaup meðan ekki lá ljóst fyrir hvenær litsjónvarp kæmist hér á. Að öðru leyti var Mbl. tjáð, að meðalverð á algengustu litsjón- varpstækjunum væri 230—250 þúsund krónur. Af þessari upp- hæð renna um 48,5% beint til ríkisins fyrir utan auðvitað veltu- útsvar viðtækjaverzlana og skatta til ríkisins, og mikill hluti þessar- ar fjárhæðar rennur til Ríkisút- ávísunum. Ennfremur var stolið 10 lengjum af sígarettum og tölu- verður af smámynt svo verðmæti þau sem horfið hafa í þessu inn- broti eru að upphæð nálægt 300 þúsund krónum. mannúðarmálum. Hefur það beitt sér fyrir margvíslegum fundar- höldum og námskeiðum fyrir utan venjulega félagsfundi. Kvenfélagið hefur styrkt ýmsar stofnanir í Kópavogskaupstað, svo sem Kópavogskirkju, barna- heimilið Kópasel, heimili fjöl- fatlaðra barna o.fl. Þá hefur það styrkt einstaklinga og fjölskyldur sem eiga við erfiðleika að búa og að því markmiði vinnur m.a. sjóður innan félagsins, sem stofnaður var til minningar um Aslaugu Maack, sem var fyrsti formaður bess. Mikið saltað Eskifirði 28. okt. ALLMIKIÐ hefur verið saltað af sfld hér þennan mánuð. Hjá Auð- björgu hf er búið að salta f 2500 tunnur, hjá Sæbergi hf um 1900 tunnur og Eldborgin hefur lagt á land um 2300 sjósaltaðar tunnur. Sfldaraflinn nemur þvf alls um 6300 tunnum. Þrfr sfldarbátar hafa lagt upp mest af þessum afla, Sæberg, Arni Sigurður og Eldborg. 1 gærkvöldi kom svo Faxaborg með 60 lestir og f kvöld er Eldborgin væntanleg mcð 750 sjósaltaðar tunnur, en þeir salta allt um borð sjálfir. Góður afli er hjá línubátunum og langt síðan svo vel hefur aflazt á línu héðan og fiskurinn stór og fallegur. Sjö bátar stunda lfnu- róðra. Hólmanesið fer væntanlega á veiðar í kvöld eftir mánaðar- stopp vegna brunans sem varð í vélarrúmi skipsins. Hólmatindur og Sæljón fóru út i gær eftir sjó- mannaverkfallið. _____ — Ævar. — Stíflugarður- inn Framhald af bls. 2 virkjan gæti tekið til starfa næsta haust — um 3—4 mánuðum á eftir upphaflegri áætlun, en sam- kvæmt henni hefði verið ráðgert að virkjunin hæfi framleiðslu um mitt árið. Nú væru sem sagt allar líkur á að fyrsta vélin gæti hafið framleiðslu í september á næsta ári og siðan tækju vélarnir til starfa með sem næst 3ja mánaða millibili. — Síld Framhald af bls. 2 nota tækifærið og taka fram, að það væri helber þvættingur, sem fram hefði komið í blöðum að sildarsöltun hefði einhver áhrif á öflun þess óverulega magns af fersksíld sem Norðurstjarnan i varpsins/'Landssímans í því skyni að reisa og endurbæta dreifingar- kerfi sjónvarpsins. Tollar og álagning af litsjónvarpstækjum eru að öðru leyti samsvarandi og á svart/hvítum tækjum, og eftir þvi sem Morgunblaðið fékk upp- lýst hjá eiganda Radióbúðarinnar má reikna með að innkaupsverð hvers sjónvarpstækis í gjaldeyri væri um 38% af útsöluverðinu. Eigandi Radfóbúðarinnar tók fram, að hann teldi skynsamlega staðið að fyrrgreindri ákvörðun um að leyfa útsendingar í lit, þar eð með þessu móti mætti búast við að sjónvarpsnotendur i land- inu skiptu yfir úr svart/hvitum tækjum f litatæki hægt og sígandi en ekki allir 40—50.000 í einu, þannig að ekki ættu að verða verulegir toppar í innflutningn- um og sölunni hér. Aðrir forsvarsmenn sjónvarps- tækjaverzlana tóku mjög i sama streng. Verð viðtækjanna var við- ast hvar mjög svipað eða frá 180 þúsund krónum og allt upp i 400 þúsund krónur en verð á algeng- ustu tækjunum var frá um 220 til 280 þúsund krónur. Hafnarfirði teldi sig hafa áhuga á til vinnslu í „kippers". Enda þótt öflun fersksíldar til niðursuðu væri Síldarútvegsnefnd og síldar- saltendum óviðkomandi, vildi hann láta koma fram, að síldveið- arnar væru á engan hátt bundnar neinum skilyrðum um söltun. Rétt væri einnig að taka það fram, að Norðurstjarnan notaði engar saltsíldartegundir til framleiðslu sinnar, heldur eingöngu fersksíld til reykingar og niðursuðu. Gunnar kvað framkvæmda- stjóra Norðurstjörnunnar hafa tjáð sér, að fjárhagsvandræði fyrirtækis sfns væru orsök þess, að það hefði ekki getað keypt neina fersksíld á vertíðinni til framleiðslu sinnar. — Fannst látinn Framhald af bls. 32 lfk 64 ára gamals Reykvfkings, Ragnars Guðjónssonar, Hverfis- götu 16. Ragnar fór að heiman frá sér milli klukkan 14 og 15 á mánu- daginn og ætlaði i síðdegisgöngu. Hann kom ekki aftur heim til sín og var farið að óttast um hann í gærkvöldi og hefja átti leit í gær, en þá fréttist af líkfundinum í Keflavíkurhöfn. Rannsóknar- lögreglan í Reykjavík hefur óskað eftir því, að allir þeir sem hafa orðið varir við ferðir Ragnars heitins til Keflavíkur á mánudag- inn, hafi samband við sig. Hann var meðalmaður á hæð, og talið er að hann hafi verið i grænleitri úlpu og með hatt er hann fór að heiman frá sér. — Þjóðverjar Framhald af bls. 32 er það til athugunar enn.“ Wischnevski formaður þýzku viðræðunefndarinnar kvað því ekki að leyna að ýmislegt bæri á milli en hann kvaðst viss um, að unnt yrði að ná samkomulagi um þau erfiðu atriði, sem í milli bæri. Slfkt tækist þó ef til vill ekki i dag, en næst þegar viðræðu- nefndirnar hittust kvaðst hann vonast til að samkomulag tækist, sem væri báðum f hag. — Segja Framhald af bls. 32 Reykjanesumdæmi. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að óska eftir því við viðkomandi ráðuneyti að sá hluti Hafnar- fjarðar í jöfnunarsjóði, sem ætlaður er til SASÍR, verði greiddur bæjarsjóði Hafnar- fjarðar." — Verulegar erlendar Framhald af bls. 1 aukningu útgjalda frá árinu 1975. O Gerð verður lánsfjáráætlun fyrir árið 1976, er nær tii allra innlendra lánastofnana og til lántöku erlendis og ráðstöfun þess fjár 0 Beitt verður virku og ströngu eftiriiti *’með ríkisútgjöldum hjá stofnunum og fyrirtækjuip rikisins með samræmdri skýrslugerð um framgang ríkisframkvæmda, betri sam- ræmingu á framsetningu fjár- lagafrv., endanlegum fjárlög- um og reikningstölum ríkis- bókhalds. 0 Gerð verður áætlun um þróun tekna og útgjalda ríkissjóðs á næstu árum og þar með endur- skoðun sjálfvirkni núgildandi útgjaldalöggjafar. Stjórnar- frumvörpum mun fylgja út- reikningur og mat á þeim út- gjöldum, sem frumvörp hafa i för með sér. FREKARIERLENDAR LÁNTÖKUR ÚTILOKAÐAR Matthías Á. Mathiesen fjallaði í fjárlagaræðu sinni um erlendar lántökur þjóðarinnar og benti á, að hallinn í viðskiptum við útlönd nemur um 10% af þjöðarfram- leiðslu, sem þýðir, að tiunda hver króna, sem við ráðstöfum til neyzlu og framkvæmda, er fengin með þvf að ganga á gjaldeyrissjóð- inn eða að láni hjá öðrum þjóðum. Siðan sagði fjármálaráðherra: „Nú er svo komið, að gjaldeyris- forðinn er eingöngu lánsfé. Við getum ekki haldið þessum hjilla- búskap áfram. Þetta hefur tekizt enn sem komið er vegna þess, að þjóðin hefur notið mikils láns- trausts, sem grundvöllur var lagður að á sl. áratug og auk þess getað hagnýtt sér fyrirgreiðslu alþjóðalánastofnana, einkum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að þetta traust er nú nýtt til hins ýtrasta og að frekari er- lendar lántökur f verulegum mæli eru útilokaðar, nema Ijóst sé að þróunin f greiðslujöfnuði landsins stefni til betri vegar.“ — Sadat Framhald af bls. 1 Hvíta húsinu að þörfin á friði I þessum heimshluta væri brýn og að Palestínumálið væri lykillinn að allsherjarlausn deilumálanna. Ford lauk miklu lofsorði á Sadat og sagði að hann hefði tryggt sér öruggan sess i sögunni með hugrekki sem hann hefði sýnt með því að semja við Israels- menn um Sinai-skaga. Abraham Beame, borgarstjóri, hefur neitað að taka á móti Sadat i New York vegna stuðnings Egypta við álykt- unartillögu i Allsherjarþinginu þar sem zionismi og kynþátta- hatur eru lögð að jöfnu, en annars hefur forsetinn fengið hlýlegar viðtökur. Seinna kvaðst Ford forseti harma að Beame borgarstjóri hefði neitað að taka opinberlega á móti Sadat á morgun þegar hann mun ávarpa Allsherjarþingið. Þegar Ron Nessen blaðafulltrúi skýrði frá þessu átti hann snörp orðaskipti við ísraelska og nokkra bandaríska blaðamenn sem kröfð- ust skýringar á því hvers vegna Ford gagnrýndi Beame en ekki fjandsamleg orð Sadats í garð zionista. — Franco Framhald af bls. 1 kynnt að liðan Francos hefði batnað. Þó var sagt að hann væri enn alvarlega sjúkur. Stjórnin mun ákveða innan 24 klukkutíma hvort fela skuli Juan Carlos prinsi að taka við störfum þjóðhöfðingja, sagði háttsettur heimildamaður í dag. „Við getum ekki beðið öllu lengur,“ sagði heimildamaðurinn. „Við getum ekki haldið svona áfram án virks leiðtoga." — Skotbardagi Framhald af bls. 1 Lífverðir kristna falangistafor- ingjans Pierre Gemayel skutu á múhameðstrúarmennina og einn maður féll úr liði beggja áður en skotbardaganum slotaði. Falangistinn sem féll í skot- bardaganum var aðstoðarforingi Gemayels, Samir Samaha. Sjálfur var Gemayel inni í þínghúsinu þegar þetta gerðist og engin til- raun var gerð til að ráða hann af dögum. Þingið gat ekki rætt ástandið i landinu vegna bardagans og aka varð þingmönnum i burtu í bryn- vörðum vögnum. Annars staðar i borginni urðu þrjú af dýrustu hótelum Beirút fyrir sprengju og vélbyssuárásum og skot hæfðu bandaríska sendiráðið. Karami forsætisráðherra mynd- aði öryggisnefnd skipaða níu full- trúum í dag og sagði að hún mundi sitja á stanzlausum fundum i skrifstofu sinni unz hún kæmist að samkomulagi um „árangursrikar ráðstafanir sem gætu bundið enda á harmleikinn i Líbanon i eitt skipti fyrir öll“. Nefndin er skipuð fulltrúum allra deiluaðila en fyrri nefndir og ráð, sem hafa verið sett á laggirnar hafa ekki megnað að stöðva bar- dagana. — Ráðstefna Framhald af bls. 3 erindi á ráðstefnunni eru dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, er flytur yfirlit um fjármál innflutnings- og heildverzlunar, prófessor Arni Vilhjálmsson, sem ræðir um verðbólguna og áhrif hennar á reikningsskil fyrir- tækja, og sagt verður frá áliti starfshóps um fjárhagsvanda verzlunarinnar frá sjónarhóli stórkaupmanna. Ráðstefnunni lýkur með panelfuudi, þar seih m.a. sitja fyrir svörum dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri, Jónas Haralz bankastjóri, Árni Vilhjálmsson prófessor og Ingólfur Jónsson alþingismaður en umræðustjóri er Þórir Einars- son prófessor. Tilgangur ráðstefnunnar verður þannig fyrst og fremst sá að gera félagsmönnum grein fyrir breytingum sem innflutnings- og heildverzlun hefur orðið fyrir í fjármálum á undanförnum árum og hver staða hennar sé miðað við aðra atvinnuvegi, svo sem i út- lánum bankakerfis og fjárfest- ingarsjóða. Þá er einnig á dagskrá ráðstefnunnar að gera grein fyrir verðbólguvandanum og hvernig hann veldur rekstrarfjárskorti hjá verzluninni og mun lakari afkomu en áður jafnframt því sem verðbólgan brenglar einnig reikningsskil fyrirtækja, allt mat á fjármunum fer úr skorðum. Að sögn Júlíusar Ólafssonar hafa miklar umræður farið fram um það í nágrannalöndunum hvaða aðferðum eigi að beita við umreiknun efnahagsreikninga fyrirtækja í því skyni að hreinsa út verðbólguáhrifin til að fá raun- hæfan grundvöll til samanburðar á fjárhagsstöðu fyrirtækja milli ára en hér hefur sú umræða að litlu leyti hafizt enda þótt þörfin á slíkum samanburðargrundvelli sé óvíða meiri ef að líkum lætur. — Hafnarbær Framhald af bls. 15 Liðsafli MPLA hefur á sínu valdi hafnarborgirnar Lobito og Luanda en herlið FNLA ræður yfir bæjunum Antonio de Zaire og Ambrize i norðvestri. Portúgalskir heimildarmenn segja, að ekkert bendi til þess að suður-afrískir menn hafi verið í liðsaflanum sem tók Mocamedes. Foringjar MPLA hafa haldið þvi fram að Suður-Afríkumenn og hægrisinnaðir stuðningsmenn Portúgalska frelsishersins (ELP) styðji sóknina. Samkvæmt þessum heimildum getur liðsafli FNLA og Unita nú reynt að taka hafnarbæinn Porto Alexander fyrir sunnan Mocamedes nær landamærum Suðvestur-Afriku. — Bókmenntir Framhald af bls. 12 höfundar almennt nú á dögum. En vitanlega verður einnig að taka með i dæmið þegar Maður og kona er vegin og metin að Jón Thoroddsen var enginn meðalmaður heldur gæddur óvenjulegum hæfileikum til frásagnar og listsköpunar yfir- höfuð; hefði eins getað sent frá sér mikils háttar verk þó hann hefði verið uppi á einhverjum öðrúm tíma en var svo heppinn að koma á réttu andartaki inn í íslenskar bókmenntir, í senn kallaður og útvalinn. Prófessor Steingrímur J. Þor- steinsson segir i formála þess- arar bókar (rituðum 1949): „Og þessi saga, sem er aðeins rúmlega hálfnuð og auk þess óyfirlesin af höfundi, er höfuð- verk íslenzkra skáldsagnabók- mennta 19. aldar. Svo mjög hafði Jón þroskað rithöfundar- hæfileika sinn frá þvi, er hann samdi Pilt og stúlku, og svo mjög bar hann af öðrum skáld- sagnahöfundum aldarinnar, að hálfkarað verk hans er rishærra en nokkur fullunnin íslenzk skáldsaga fyrir 1900.“ Maður og kona er bók sem alltaf þarf að vera fáarileg, helst bæði i ódýrri og hand- hægri útgáfu og eins i við- hafnarmeiri gerð sem fólk geymir þá bæði til lestrar og augnayndis i hibýlum sinum. Þessi útgáfa Helgafells er af síðarnefnda taginu. Og þó þetta sé óbreytt eridurútgáfa, offset- prentuð, ber að þakka að forlagið skuli sjá svo um að hún er nú aftur á markaði, að sjálf- sögðu með myndum þeim sem Gunnlaugur Scheving gerði fyr- ir fyrri prentun. — Ríkið fær Framhald af bls. 2 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.