Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 ■C, A. Eiginkona mín, ÞÓRHILDUR JÓNASDÓTTIR, Markarflöt 41, Garðahreppi, lézt af slysförum 26 október Stefán Árnason. Ástkær eiginmaður minn SVAVAR HELGASON, framkvæmdastjóri, Fornuströnd 5, Seltjarnarnesi, lézt af slysförum 26 október s.l. Fyrir hönd foreldra, barna, systkina og annarra vandamanna Unnur Bjarnadóttir. t Móðir okkar JÓNA KRISTINSDÓTTIR. fyrrverandi Ijósmóðir, Vestmannaeyjum, andaðist mánudaginn 27 október s.l. að Hrafnistu. Dætur hinnar látnu. t Móðir min SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Skógargötu 1 2, Sauðárkróki andaðist i Landspitalanum 26. okt Fyrir hönd barna og tengdabarna Lovisa Hannesdóttir. t Elskuleg eiginkona mín og móðir SIGURRÓS JÓHANNSDÓTTIR Sæviðarsundi 32, andaðist á heimili sínu mánudaginn 27.10 Jarðarförin auglýst siðar Hrólfur Gunnarsson og börn. Móðir okkar og tengdamóðir JÓDÍS BJARNADÓTTIR, Mávahlíð 5, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30 október kl 13.30 Sigurbjörg Sigurbjarnadóttir. Helga Sigurbjarnadóttir, Ólafur Berteisen, Birgir Jakobsen, Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, Þórmundur Sigurbjarnason, Þðra Filippusdóttir. Sigurbjörg Jónsdóttir kennari — Minning Fædd 29. júll 1884. Dáin 21. okt. 1975. Sigurbjörg var fædd á Tjörn á Vatnsnesi i Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingibjörg Eggerts- dóttir og Jón Stefán Þorláksson prestur. Um siðustu aldamót var mikill vorhugur í þjóðinni. Mönnum var ljóst að mörgu þyrfti að breyta í búskaparháttum, sem haldist höfðu i liku horfi frá landnáms- tið. Hér verður aðeins nefnt eitt af mörgum framfaramálum sem þá voru á dagskrá, þvi að þar kemur Sigurbjörg við sögu; það var bætt meðferð mjólkur og stofnun rjómabúa. Búnaðarfélag Islands kom á fót mjölkurskólum þar sem stúlkum var kennd með- ferð og vinnsla mjólkur. Veturinn 1905—1906 var Sigurbjörg í mjóikurskólanum á Hvitárvöll- um. Ári siðar fór hún til Dan- merkur til að afla sér meiri þekk- ingar I mjólkurfræðum. Að Ioknu námi kom hún heim og gerðist rjómabússtýra og starfaði við það 118 sumur. Meiri menntunar vildi Sigur- björg afla sér. Hún fór I Kennara- skólann og lauk þaðan prófi 1913. Næstu ár kenndi hún á ýmsum stöðum, en 1919 varð hún kennari við Barnaskóla Reykjavíkur, síðar Miðbæjarskóla, og starfaði þar til sjötugs 1954. Sigurbjörg var mjög skyldu- rækin kennari eins og við allt annað sem hún tók að sér. Mikið far gerði hún sér um að innræta nemendum slnum siðgæði og kristilegt hugarfar. Hún lét sér annt um nemendur sina og fylgd- ist eftir föngum með þeim, þött þeir væru farnir úr hennar um- sjá. Mikið starfaði Sigurbjörg utan skólans, einkum var kristilegt starf henni hjartfólgið og einnig mannúðarmál. Hún gerðist snemma félagi I K.F.U.K. og kvenfélaginu Hvítabandinu. 1 báðum þessum félögum lagði hún fram mikla vinnu og var oft I stjórnum þeirra. Starfsorka Sigurbjargar var mikil, auk kennslunnar og félags- málanna hafði hún oft um stórt heimili að hugsa. Á heimili henn- ar áttu athvarf bæði skyldir og vandalausir og mun margur hafa verið þar fyrir lítið gjald, enda var það rikt I eðli Sigurbjargar að styrkja og styðja aðra. Hún var trygglynd og vinföst og innilega þqkklát fyrir það, sem hún taldi sér vel gert. Minning: Þorsteinn Þorkels- son skrifstofustjóri Föstudaginn 17. okt. síðast- liðinn andaðist á Landspltalanum Þorsteinn Þorkelsson skrifstofu- stjóri, sem kvaddur var I gær hinztu kveðju. Með Þorsteini er genginn slíkur mannkostamaður, að hann mun ævinlega verða hug- stæður þeim, er honum kynntust náið. Þorsteinn var Árnesingur, fæddur að Hamri I Gaulverja- bæjarhreppi 20. ágúst 1912 og var því á 64. aldursári, er hann lézt. A Hamri bjuggu þá foreldrar hans, er bæði voru af bændaættum I Árnesþingi. Ættir hans kann ég að öðru leyti ekki að rekja, enda er það ekki aðalatriði, en vita þykist ég það, að góðir stofnar muni hafa að honum staðið. Það sýndi hann jafnan I öllu því, sem mest er um vert, — hver hann sjálfur var. Ungur hélt Þorsteinn til Reykjavikur, því að hugurinn stefndi að meira náms en farskóli sveitarinnar gat veitt. Hér gekk hann I Verzlunarskólann, og kom þá þegar I ljós, hve frábærum námsgáfum hann var gæddur. Mátti þar aldrei á milli sjá, hver námsgrein lét honum bezt, svo jafnvlgur var hann á þær allar, skilningurinn skarpur og áhuginn lifandi. Nú — á dögum hinnar miklu skólagöngu — þætti sjálf- sagt, að slíkur afburða- námsmaður héldi áfram námi allt upp I æðstu menntastofnanir innan lands eða utan með til- heyrandi námsstyrkjum, enda að makleikum; en fyrir fjörutíu ár- um, á tímum kreppunnar miklu, — hinnar raunverulegu kreppu — var ekki til slíks að hugsa fyrir félausan son einyrkjabónda, elztan átta systkina, sem alla tíð hafði unnið búi foreldra sinna, allt hvað hann mátti. Eftir að námi lauk hvarf Þor- steinn um sinn aftur I heimahaga t Móðir mín, tengdamóðir og systir okkar SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 3 e.h Gyða Svavarsdóttir, Heiðar Ásmundsson, Geirlaug Guðmundsdóttir, Jón E. Guðmundsson. t Þökkum kærleiksríka samúð vegna hins sviplega fráfalls sonar og stjúpsonar okkar ÓLAFS SIGURJÓNSSONAR, hreppstjóra Ytri-Njarðvlk. Sigurjón Jónsson, Ingunn Ingvarsdóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför SOFFÍU JÓHANNSDÓTTUR, Hverfisgötu 112. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Landakotsspítala frábæra umönnun I veikindum hennar Arndls Stefánsdóttir og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa JÓNSBJARNASONAR Kirkjuteigi 7. Hrefna Jónsdóttir, Kristján Þorsteinsson Pétur Jónsson, Guðrún Konráðsdóttir, Sigurður og Gisele Jónsson. Bjarni Jónsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför HERDÍSAR SÍMONARDÓTTUR, Rauðalæk 44. Valborg Jónasdóttir. Brjánn Jónasson, Unnur Guðbjartsdóttir Snæbjörn Jónasson, Bryndfs Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS EINARSSONAP Tryggvagötu 18. Selfossi. Magnea Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Fram á síðustu ár var Sigur- björg heilsugóð og létt á fæti. Að vonum mun það hafa orðið henni mikil raun, þegar hún varð fyrir því áfalli að geta sig lítt hreyft og vera upp á aðra komin. Sigurbjörg var góðum gáfum gædd og vel hagmælt, þótt hún héldi því Iítt á loft. Hún hafði fast mótaðar skoðanir og stóð fast á máli sínu. í skólanum tók hún mikinn þátt í samfundum kennara, hvort sem um var að ræða fundi um skóla- mál eða gleðifundi. Hún var ætíð glaðlynd og kunni vel að blanda geði við aðra. Við sem störfuðum með Sigur- björgu I Miðbæjarskólanum þökk- um henni góða samfylgd. Pálmi Jósefsson og vann um skeið I skrifstofu Kaupfélags Árnesinga, en fluttist slðan alfarinn til Reykjavíkur og starfaði lengst af hjá sama fyrir- tæki, ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni. Vona ég, að á engan starfsmann þess gamalgróna fyrirtækis sé hallað, þótt sagt sé að fáa hans líka um árvekni I starfi muni það nokkra sinni hafa haft I þjónustu sinni. Munu þeir dagar fáir, sem hann stundaði ekki starf sitt fullan vinnudag. og til marks um samvizkusemi hans og skyldurækni má nefna, að sumarleyfi, er hann átti vita- skuld rétt á sem aðrir, tók hann sjaldnast nema rétt einstaka daga endrum og sinnum og það þrátt fyrir tæpa heilsu síðasta áratug, sem hann lifði. En þótt Þorsteinn helgaði sig þannig starfi sínu, gaf hann sér tíma til að sinna ýmsum hugðar- efnum, þar sem gáfur hans nutu sín bezt. Hann hafði allt frá æsku- árum haft yndi af lestri góðra bókmennta og eignaðist eftir að til Reykjavíkur kom, gott safn bóka, bæði íslenzkra og erlendra. Jafnframt vaknaði með honum áhugi á öðrum listgreinum, sem hann hafði lítil kynni haft af áður, einkum málaralist, og eru ótaldar þær málverkasýningar, sem hann sótti. Ekki lét hann þó við það eitt sitja, heldur keypti hann ýmis málverk, sem honum féllu í geð, eftir þvl, sem efni leyfðu. Var gott við hann að ræða um öll þessi efni og heyra hleypi- dömalausar skoðanir hans. Árið 1947 gekk Þorsteinn að eiga Friðgerði Friðfinnsdóttur, ættaða úr Dýrafirði. Varð þeim það báðum hið mesta gæfuspor. Þau eignuðust þrjú börn. Elztur er Jóhann, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, kvæntur Kolbrúnu Guðmundsdóttur, þá Gunnar, sem starfar hjá ölgerðinni Agli Skallagrimssyni, kvæntur Kolbrúnu Hreiðarsdóttur, en yngst Sigríður Helga, sem stund- ar menntaskóla- og tónlistarnám. Votta ég þeim öllum hluttekningu mína I sorg þeirra. Að segja um hinn látna vin minn, að hann hafi ekki mátt vamm sitt vita, væri I rauninni lftið lof, svo voru hinar fornu dyggðir drengskaparins sam- grónar öllu eðli hans. Hann var og vann flest það, sem vönduðum manni sæmdi, af eðlisþörf, án um- hugsunar um laun eða umbun þessa heims eða annars. Sllkir menn eru öðrum glæsileg fyrir- mynd. Þeir hafa ekki til einskis lifað. i <•»» ••*»*»•***#» •«-**-* * • * a #•*■• ir »«'«-« ••'-»••***••••*#%•«•'• « t • • • • • • ft • • M » • • * « • -• • » «-• ft ■ Ir « » * * Jón S. Guðmundsson. . r i-iH' > )m íi r(i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.