Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975
I GÆR voru rétt 100 ár liðin frá
fyrsta hreppsnefndarfundi á
Seltjarnarnesi og var það jafn-
framt 957. fundur, sem getið er
í bókum hreppsins. Af þessu
tilefni var haldinn sérstakur
hátfðarfundur bæjarstjórnar
Seltjarnarness, en hreppurinn
varð kaupstaður hinn 9. aprfl
1974. Ilátfðarfundinn sátu auk
bæjarstjórnarinnar, Geir
Ilallgrfmsson forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen félags-
málaráðherra og Matthías A
Mathiesen fjármálaráðherra,
auk allra þingmanna Reykja-
neskjördæmis, fulltrúa
nágrannabyggðarlaga, fyrr-
verandi oddvitar og sveitar-
stjórar hreppsins, auk fjölda
annarra gesta.
A fundinum voru bornar upp
fjórar tillögur, sem samþykktar
voru með atkvæðum allra
bæjarstjórnarmanna. I fyrsta
Karl B. Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, flytur ávarp sitt I upphafi fundarins, sem haldinn var I
Félagsheimili Seltjarnarness. Aðrir bæjarfulltrúar sitja við fundarborðið, en þcir eru: Snæbjörn
Asgeirsson, varaforseti bæjarstj., Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Magnús Erlendsson, Vfglundur
Þorsteinsson, Njáll Ingjaldsson og Njáll Þorsteinsson.
100 ár frá fyrsta hrepps-
nefndarfundi á Seltjarnarnesi
hófst með ávarpi forseta bæjar-
stjórnar, Karls B. Guðmunds-
sonar. Hann sagði frá fyrsta
hreppsnefndarfundinum, sem
haldinn var 4. nóvember 1875.
Þann fund sátu: Kristinn
Magnússon i Engey, Ólafur
Guðmundsson I Mýrarhúsum,
Ingjaldur Sigurðsson á Lamba-
stöðum, Erlendur Guðmunds-
son í Skildinganesi, Ólafur
Ólafsson á Vatnsenda, og séra
Hallgrímur Sveinsson sfðar
biskup, og stýrði hann fundi.
Tvö mál voru til umræðu á
fundinum, veiðarfæri og vegar-
bætur. Umræðu um þau mál
lauk ekki á fundinum, heldur
voru þau tekin til framhalds-
umræðu á næsta fundi þar á
eftir. Karl B. Guðmundsson
rakti þá sögu hreppsins og gat
þess m.a., að árið 1097 væri
þess fyrst getið að hreppnum
væri gert að innheimta og
skipta tfund. Þá ræddi hann um
félagslíf í hreppnum, sem alla
tíð hefði staðið með miklum
blóma.
Að máli forseta loknu lék
Blásarakvintett Kammersveit-
ar Reykjavíkur svítu eftir Le
Fevre, en þá lýsti varaforseti
bæjarstjórnarinnar, Snæbjörn
Ásgeirsson, tillögum og tók
Njáll Ingjaldsson einn borgar-
fulltrúa til máls um þær, en að
því loknu voru þær bornar
Margt góðra gesta sat hátfðarfund bæjarstjórnar Seltjarnarness, þ. á. m. ráðherrar, þingmenn kjör-
dæmisins og fulltrúar nágrannasveitarfélaga.
Hugmyndasamkeppni um
endurskoðun aðalskipulags
lagi að láta skrá sögu hreppsins
síðustu 100 ár og fela það verk-
efni Hersteini Pálssyni rit-
stjóra. I öðru lagi að færa
Mýrarhúsaskóla að gjöf lista-
verk eftir Asmund Sveinsson í
tilefni af aldarafmæli skólans
nú í haust, og skyldi verkið
fært skólanum svo fljótt sem
auðið yrði. I þriðja lagi, að efna
til hugmyndasamkeppni um
endurskoðun aðalskipulags
Seltjarnarness og veita sigur-
vegara verðlaun að upphæð
1050 þúsund krónur. í fjórða
lagi, að lýsa yfir stuðningi við
stofnun minjasafns í Nesstofu.
Um leið samþykkti
bæjarstjórnin að leggja sitt af
mörkum til að þetta verkefni
mætti verða að raunveruleika.
Dagskrá hátíðarfundarins
undir atkvæði og samþykktar í
einu hljóði, eins og áður segir.
Þá tóku til máls gestir bæjar-
stjórnar á hátíðarfundinum,
þeirra fyrstur Gunnar Thor-
oddsen félagsmálaráðherra.
Flutti hann kveðjur og árnaðar-
óskir frá ríkisstjórninni. Fyrir
hönd þingmanna kjördæmisins
talaði Matthías A. Mathiesen
fjármálaráðherra, fyrsti þing-
maður Reykjaneskjördæmis. I
máli sínu rakti hann nokkuð
samskipti sveitarfélaga í kjör-
dæminu og minntist m.a. á hve
Seltirningar hefðu jafnan verið
hugkvæmir þegar um skatt-
heimtu væri að ræða, eins og
bezt hefði komið fram í því, að
Seltjarnarneshreppur hefði
fyrstur hreppa á landinu lagt
Framhald á bls. 18
Aðalfundur Varðar í kvöld:
Þróttmikið félagsstarf for-
senda öflugs stjórnmálastarfs
Ragnar Júlfusson
Enn eitt umferðarslysið:
Stúlka slasast lífs-
hæ ttulega á Húsavík
AÐALFUNDUR Landsmála-
félagsins Varðar, sambands
félags sjálfstæðismanna f
hverfum Reykjavfkur, verður
haldinn f kvöld f Átthagasal
Hótel Sögu og hefst kl. 20.30.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa leggur stjórn Varðar fyr-
ir fundinn tillögur um laga-
breytingar. Þá flytur forsætis-
ráðherra Geir Ilallgrfmsson
ræðu og fjallar um stjórnmála-
viðhorfið. f tilefni af aðalfund-
inum sneri Morgunblaðið sér
til formanns Varðar, Ragnars
Júlfussonar.
Hver voru helstu viðfangs-
efni stjórnar Varðar á sfðasta
ári?
„Vörður hefur staðið fyrir
fundum með ráðherrum,
alþingismönnum og borgarfull-
Irúum Sjálfstæðisflokksins um
þau málefni, sem efst hafa
verið á baugi á hverjum tíma.
Á liðnu sumri var farin fjöl-
menn. Varðarferð um héruð
Borgarfjarðar og efnt var til
nokkurra utanlandsferða á veg
um Varðar. Þá hélt Vörður
nokkur spilakvöld á s.l. vetri,
sem lókust vel og ég tel nauð-
synlegt að halda þeirri starf-
semi áfram.“
Á aðalfundi Varðar fyrir
tveim árum var lögum félags-
ins brevtt f grundvallaratriðum
og það gert að sambandi félaga
sjálfstæðismanna í hverfum
Reykjavfkur. Hver hefur orðið
reynslan af þessum breyt-
ingum?
„Að ýmsu leyti tókst vel til
með þær breytingar, sem gerð-
ar voru á lögum félagsins 1973,
en hitt er Ijóst að ýmsir agnúar
fylgdu f kjölfar þessara breyt-
inga, en á aðalfundinum f
kvöld verða lagðar fram tillög-
ur um lagabreytingar, sem
ætlað er að færa það til betri
vegar. Vmis atriði f núverandi
lögum Varðar eru ekki til þess
fallin að efla skipulagsbundið
starf hverfafélaga sjálfstæðis-
manna f Reykjavfk og má þar
nefna aðild félaganna að stjórn
Varðar."
Hvað felst f þeim lagabreyt-
ingum sem stjórn Varðar
leggur fyrir aðalfund félagsins
í kvöld?
„Hér er ekki um neinar
grundvallarbreytingar á lögum
Landsmálafélagsins Varðar að
ræða. Félagið verður áfram
samband félags sjálfstæðis-
manna í hverfum Reykjavíkur
en lagabreytingarnar, sem
stjórnin leggur fyrir fundinn,
eru fyrst og fremst til að hefla
af þá vankanta, sem komið hafa
í Ijós á undanförnum tveimur
árum eða frá því að lögum
Varðar var breytt. Breytingar-
tillögur stjórnarinnar fela f
sér, að aðild að Landsmála-
félaginu Verði verði nú
einungis f gegnum hverfafélög-
in. Þá er einnig lagt til að
formenn hverfafélaganna taki
sæti f stjórn. Varðar og er
ástæðan sú að þeir eru kjörnir
til æðstu ábyrgðar- og trúnaðar-
starfa í þágu hverfafélaganna
og þvf eðlilegt að þeir sitji f
þeirri stjórn, sem tekur
ákvarðanir um samræmd og
sameiginleg viðfangsefni
félaganna. Þessar tillögur hafa
verið ræddar f öllum hverfa-
félögunum og stjórn Varðar og
fengið almennan hljómgrunn.
Ég tel þessar lagfæringar nauð-
synlegar, ef við sjálfstæðis-
menn viljum halda uppi skipu-
legu og þróttmiklu félagsstarfi
í Reykjavík, en það er forsenda
öflugs stjórnmálastarfs. Um
leið er tilgangur þessara breyt-
inga að efla og styrkja hverfa-
félög sjálfstæðismanna, sem nú
eru starfandi í öllum hverfum
Reykjavíkur. Með þessum
breytingum eru tengsl stjórnar
Varðar og hverfafélaganna
Framhald á bls. 18
STULKA liggur Iffshættulega
slösuð f gjörgæzludeildinni í
Borgarsþitalanum eftir að hún og
vinkona hennar urðu fyrir bifreið
á Húsavfk f fyrrakvöld.
Slysið varð með þeim hætti, að
bifreiðin ætlaði að taka fram úr
vélhjóli á einni götu Húsavíkur,
er pilturinn á vélhjólinu ók
skyndilega í veg fyrir bifreiðina.
Til að forðast árekstur við vélhjól-
ið brá ökumaður bifreiðarinnar á
það ráð að sveigja bifreiðinni frá
— VIÐ erum komnir með tölur,
sem við teljum vera réttar, en
mál, eins og þetta kvótamál mun
að sjálfsögðu taka tíma hjá dóm-
stólunum. Þó nokkrir bátar hafa
farið vel yfir 215 tonna síldar-
kvótann, og sumir þetta 30—50
tonn, aðrir þar fyrir neðan. Hins
vegar vitum við ekki um neitt
skip, sem farið hefur til veiða,
eftir að það hefur farið yfir 215
tonna markið. Þetta hefur allt far-
ið eftir því, hve mikið skipin hafa
veitt í síðustu veiðiferðinni, sagði
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
þegar Morgunblaðið innti hann
en lenti þá upp á gangstétt og á
tveimur stúlkum sem þar voru á
gangi fyrir framan kaupfélagið.
Báðar stúlkurnar slösuðust
mikið og var önnur þeirra flutt
illa beinbrotiri í sjúkrahúsið á
Akureyri, en hin var látin liggja í
sjúkrahúsinu á Húsavík fyrst um
sinn þar eð hún var talin of slösuð
til að þola flutning. Hún var hins
vegar flutt suður með flugvél í
gærdag og var í gærkvöldi enn
þungt haldin.
eftir hvernig rannsókn á veiði
síldveiðiskipanna gengi.
Að sögn Þórðar er það mjög
misjafnt hve mikinn afla skipin
hafa tekið umfram 215 tonna
markið. Flestir hafa reynt að
halda sig alveg við það mark, en
dæmi er um skip sem tók um 140
tonnum meira en leyfilegt er, eins
og sagt var frá i Morgunblaðinu
fyrir nokkru. Sjávarútvegsráðu-
neytið er nú að athuga við hvaða
tölu á að miða, ef skipstjórar skip-
anna verða lögsóttir. Ekki er
ákveðið enn hvort miðað verður
við 215 tonn, eða einhverja
heldur hærri tölu.
Kvótamálið 1 athugun