Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 29

Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 29 VELA/AKAIMOI ■Velvakandi svarar I sima 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. • Æsifregnir ollu vandrædum Sigurður Svavarsson á Eyr- arbakka hefur beðið okkur að koma þessu á framfæri: „Hverjir bera ábyrgð á þeim fréttum, sem komu I útvarpi snemma þann 3. nóvember þegar stórtjón varð á Eyrarbakka? Fyrstu fréttir voru á þá leið, að engu líkara væri en fellibylur hefði fengið yfir þorpið og þorpið væri ófært öðrum farartækjum en þeir, sem hefðu drif á öllum hjólum. Þvilikar fréttir hlutu að valda miklum áhyggjum hjá þvi fólki, sem átti skyldfólk á Eyrar- bakka, enda varð raunin sú, að simaálag varð svo gifurlegt, að mjög erfitt varð að ná nokkru sambandi innan þorps eða út úr því. Siðan voru lesnar itrekaðar tilkynningar i útvarpi þess efnis, að fóik notaði ekki síma. Ég spyr: Hefði ekki verið nær að segja bara sannleikann í fyrstu fréttum til að komast hjá þvi að vekja siíkan ótta hjá fólki, en vera ekki að blása þetta svona út? Tjónið varð alveg gífurlegt, en ef þessir menn hefðu séð um- merki fellibylja þá held ég að þeir hefðu látið þetta orð liggja á milli hluta. Litið sem ekkert sá á íbúðarhúsum, — reyndar fór vatn í kjallara fáeinna húsa og grjót og þang barst upp á götu vestast I þropinu og á afleggjarann niður á höfn, en í mið- og austurþorpinu var útlit ekki öðru visi en venju- lega, fyrir utan þang, sem hafði borizt með særoki upp á göturnar. Hefði bara verið farið með réttar fregnir i byrjun er ekki að efa að símaálag og aðrar óþarfa áhyggj- ur hefðu ekki komið fram.“ Lundgren bölvaði. Hjördis Holm nötraði eins og strá I vindi, faðir minn stundi hátt og Neferite sem vakin hafði verið af blundi sfnum reis upp og mjálmaði samúðar- full. En Christer kveikti öll ljós f stofunni, tók litla hvfta kettl- inginn f kjöltu sér, fékk talið Lundgren á að setjast f hæginda- stól og beið svo þolinmóður þess sem hann myndi segja. Og smám saman virtist Lundgren hafa fengið nóg af bölsótinu. Hann þerraði svitann af enni sér, gaut augunum iðrandi til systur sinnar og tautaði: — Það get ég svarið að mér er hulin ráðgáta hvers vegna allt illt kemur fyrir mig. Ég hef gætt kirkjusilfursins eins og sjáaldurs auga mfns og samt sem áður hverfur það einmitt þegar ég ber ábyrgð á því. Og f gærkvöldi . . . ég . . . það vakti ekkert Ijótt fyrir mér með þvf að skreppa f verzlun- ina og sækja mér brennivín og auðvitað gat mig ekki grunað ég myndi steypast þar um Ifkið á Arne . . . og að á aðfangadags- kvöidinu sjálfu. Ekki dettur mér f hug að bera á móti þvf að ég hafði verið argur út f hann. Hann keypti verzlunina fyrir framan hefur ekki skynjað hraða öku- tækisins. Eru þessi hroðalegu bflslys bara daglegt brauð — einskonar lögmál lffsins? Nei og aftur nei! Við megum aldrei falla f það fen að hugsa þannig. Við verðum að taka hönd- um saman og binda enda á þenn- an slysafaraldur, sem á síðustu árum hefur verið blóðtaka fyrir þjóðiaa. Börnin okkar eiga rétt á að fara yfir götu án þess að þurfa að gjalda fyrir það með lífi sínu. 0 Banaslysið við Tjarnarból — óhapp eða... Björg Arnadóttir skrifar: „Piltur með glænýtt ökuskír- teini I vasanum ekur á geysiferð framhjá fjölbýlishúsunum við Tjarnarból. Skyggni er gott, dagurinn bjartur, en smávegis blettahálka, sem fáir ökumenn verða varir við. Ung, lífsglöð stúlka hjólar yfir götuna í átt að skólanum. Það verður skemmti- legur dagur, þvi að hún ætlar að bjóða vinkonum sínum í 12 ára afmælið sitt. Bremsuhvinur — hræðilegt slys: Piltinum tekst ekki að hemla i tæka tið — bíllinn er á of mikilli ferð. Unglingsstúlkan á hjólinu Hvað getum við gert? Er öku- kennslu ábótavant? Hjá flestum ökukennurum læra unglingar aldrei að aka hratt. Þeir fá bara tölur úm vegalengd, sem ökutæki þarf til þess að geta stöðvazt á ákveðnum hraða. Ef þeir freistast til að aka of hratt er þeir hafa fengið ökuskirteini vita þeir ekki hvernig þeir eiga að bregðast við ef eitthvað kemur fyrir. Hví ekki að hafa sérstakar akstursbrautir, þar sem þeir geta æft sig og kynnzt þessu af eigin raun? Hinn félagslega þátt ökuprófs vantar næstum alveg. Einstakl- ingseðlið er ríkt I Islendingum, tillitssemi við aðra vantar þvi miður oft. Það ætti að kenna verð- andi ökumönnum hvaða skyldur þeir hafa gagnvart öðru fólki í samfélaginu — lika að láta þá heimsækja sjúkrahús þar sem þeir getá hitt fyrir fórnarlömb umferðarslysa, sum örkumla og hjálparlaus til æviloka. Silkihanzkatök eru þýðingar- laus Nú þýðir ekki lengur að taka með silkihönzkum á skaðvöldum. Viða i Evrópu eru bifreiðastjórar, sem valda dauðaslysum af gáleysi sóttir til saka og fá refsingu I samræmi við það. Þátturinn Kastljós ætti að taka þessi mál fyrir sem fyrst. Slik mál þoia enga bið og slík mál má ekki lengur þegja I hel. Björg Arnadóttir." Einhverju sinni var þeirri hug- mynd komið á framfæri, að merkja ætti bfla sérstaklega þegar fólk með ný ökuskírteini sæti undir stýri. Þetta gæti ef- laust komið til athugunar nú, þegar umferðarslysavarnir eru til athugunar i fullri alvöru. Um leið mætti e.t.v. hugsa sér að merkja einhvern veginn bifreiðar fólks, sem valdið hefur umferðar- óhöppum eða slysum. Þetta þættu eflaust nokkuð harkalegar að- ferðir, en útlit er fyrir að ekki dugi nein vettlingatök. HOGNI HREKKVISI Jæja, þá er komið að rjðmanum? Kaupum, v i vandaðar lopa-peysur MÓTTAKA MIÐVIKUDAGA MILLI3&6 m/tvöföldum kraga #% GRAFELDUR HF. INGÓLFSSTRÆTI 5 ^ * sTjórnunarfélag íslands CPM CPM-námskeið haldið að Skipholti 37, 1 4., 15., 1 7. og 1 8. nóvember ir Námskeiðið stendur yfir föstud. 14.11 kl. 15:30—19:00, laugard. 15.11 kl. 9:15 — 12:00, mánud. 17.11. kl. 13:30—19:00 og þriðjud. 18.1 1 kl. 13:30—18:00. Critical Path Method er kerfisbundin aðferð við áætlanagerð, sem á að tryggja, að valin sé fljótvirkasta og kostnaðarminnsta leiðin að settu marki og sparar þvi tima, mannafla og fyrirhöfn. CPM hentar hvers konar framkvæmdum hjá hinu opinbera og einka- aðilum. Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana og öllum þeim sem sjá um skipulagningu verkefna. Áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Leiðbeinandi verður Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur. Þátttaka tilkynnist í sima 82930. ÞEKKING ER GÓÐ FJÁRFESTING núnn opnar Dúnn nýja glæsilega húsgagnaverzlun að Síðumúla 23 VERIÐ VELKOMIN SIGEA V/öGA £ t/LVtRAW É6 V/Z. E-NN <bl9)A 'tftitroWA >6-2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.