Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 31

Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 31 — sagði Sveinn Jónsson Iffi MKFA SKACHffli Á SMKIl nitlNGI ÁHOKFENDA AB HALDA Baað Kirby csii laMteliðsUállarastiéa SVEINN Jónsson, formaður KR, hafði í gær samband við Morgun- blaðið vegna fréttar er birtist í Þjóðviljanum i gær um að hann hefði lofað þjálfara Akranesliðs- ins, Kirby, stöðu landsliðsþjálfara vildi hann gerast þjálfari KR-inga næsta sumar. Slíkt hafði einnig komið fram í viðtali Morgunblaðs- ins við Kirby, en nafn Sveins Jónssonar var þá ekki nefnt. — Ég hef ekki heimild til þess að ráða þjálfara fyrir knatt- spyrnudeild KR, — hvað þá fyrir Knattspyrnusamband Islands, sagði Sveinn Jónsson. — Ef Kirby heldur fast við sina furðulegu fullyrðingu þá stendur fullyrðing gegn fullyrðingu. Reynsla KR- inga er ekki það góð af því að hafa þjálfara hjá okkur sem jafnframt er landsliðsþjálfari að félagið fari að endurtaka slikt, sagði Sveinn Jónsson. Dynamo Kiev — sennilega bezta félagslið f heimi. Nýbakaðir Sovétmeistarar annað árið f röð og þessu ------------------------------ liði er teflt fram óbreyttu sem landsliði Sovétrfkjanna. ÞEGAR Akurnesingar og sovézka liðið Dinamo Kiev hefja leik sinn á Melavellinum f kvöld, gera örugglega fáir ráð fyrir þvf að Akurnesingum takist að standast hinum frægu köppum snúning. Leikmenn Dinamo Kiev eru ókrýndir Evrópumeistarar í knattspyrnu, og hafa t.d. nýlega leikið það að sigra hið fræga lið Bayern Múnchen bæði á heima- velli og útivelli, og var þó Bayern- liðið Evrópumeistari I keppni meistaraliða á sfðasta keppnis- tfmabili. Spurningin í kvöld verður fremur sú, hvort Skagamönnum tekst að koma í veg fyrir stórsigur Dinamo-liðsins, og er ekki fjarri lagi að álykta að svo verði. Akra- nesliðið slapp t.d. mjög vel frá leiknum í Sovétríkjunum, sem tapaðist „aðeins" 3—0. Fyrir þann leik voru spádómar á lofti um stórsigur Sovétmanna í leikn- um, og mátti t.d. sjá i frásögnum erlendra fréttastofnana, að gert var ráð fyrir mjög miklum mun, og jafnvel mettölu i Evrópubikar- leik. Og eftir leikinn fjölluðu svo sömu fréttastofnanir um leik þennan sem eitt það óvæntasta sem gerðist í 2. umferð Evrópu- bikarkeppni meistaraliða, og hrósuðu Akurnesingum mjög fyr- ir frammistöðu sína. I kvöld ríður á miklu að áhorf- endur veiti Akurnesingum dyggi- legan stuðning. I baráttuleikjum sem þessum, þar sem keppt er við andstæðing sem vitað er fyrir- fram að er miklu sterkari, getur hvatning áhorfenda haft næstum allt að segja. Og hingað til hafa Akurnesingar átt allra fslenzkra liða dyggastan stuðningshóp, og eru í röðum þeirra ekki einungis heimamenn þar, heldur og fjöl- margir Reykvikingar sem gerðust áhangendur Akranesliðsins á gullaldarárunum svonefndu og hafa fylgt liðinu síðan. Nú þurfa Akurnesingar á þessum aðdáendum sínum að halda og er vonandi að þeir bregðist ekki. Miðað við árstfma eru aðstæður bærilegar á Melaveilinum, sem verður enn einu sinni vettvangur stórviðburða f íslenzku íþróttalffi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00 Mun Akraborg fara sérstakar ferðir milli Akraness og Reykja- víkur f tilefni leiksins. Farið verður frá Akranesi kl. 18.15 og til baka að leik loknum, kl. 22.15. Knappferekki UlÞnándheims TONY Knapp — fyrrverandi þjálfari KR og landsliðsins — verður ekki þjálfari norska liðsins Rosenborg næsta sum- ar. Höfðu farið fram viðræður milli Knapps og félagsins, en samningar tókust ekki. Fyrst í stað setti Knapp það skilyrði að félagið yrði að komast í Evrópukeppni til að hann hefði áhuga á að taka að sér þjálfun leikmanna liðsins, sem er frá Þrándheimi. Hann féll þó frá þessu skilyrði sínu, en Rosenborg mun hafa snúist hugur á síðustu stundu, enda gerði Knapp hærri fjárkröfur en sá þjálfari, sem var ráðinn. Sá er einnig Englendingur og heitir George Curtis. Náði hann á árunum 1969—70 mjög góðum árangri með Rosen- borg. Þá gerðist hann lands- liðsþjálfari í Noregi, en slasað- ist illa í bflslysi fyrir tveimur árum og hefur lengst af verið á sjúkrahúsi síðan. Arsþing BSI ÁRSÞING Badmintonsambands fslands verSur haldiS sunnudag- inn 9. nóv. n.k. — ÞingiS verSur haldið að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10.00 f.h. Á þinginu fer fram kjör stjórnar sambandsins fyrir næsta ár auk annarra aðalfundarstarfa. Þess er vænst að fulltrúar mæti stundvlslega. DINAMO-LIÐIÐ BETRA EN OLYMPÍULIÐ SOVÉTMANNA — sögðu Matthías Hallgrímsson og Jón Alfreðsson ** YONEX — Þótt auðvitað forðist maður þá hugsun að leikur sé fyrirfram tapað- ur, þá er þvl ekki að leyna, að við teljum möguleika okkar I leiknum við Dinamo Kiev I kvöld harla litla, sögðu þeir Matthias Hallgrlmsson og Jón Alfreðsson, leikmenn með Akra- nesliðinu, I viðtali við Morgunblaðið I gær. — Þetta eru frábærir knatt- spyrnumenn, sem geta nánast allt með knöttinn og liðið er eins og vel smurð vél. Leikur þeirra er t.d. gjör- óllkur leik sovézka landsliðsins sem Jón Alfreðsson keppti hér I sumar, þar sem meira var byggt upp á einstaklingsframtaki en liðssamvinnu, og að okkar áliti er Dinamo-liðið betra en sovézka lands- liðið. Sem kunnugt er hefur liði Dinamo Kiev oftsinnis verið stillt upp óbreyttu sem landsliði Sovétrlkj- anna, og hefur það náð frábærum árangri I sllkum landsleikjum, og hefur m.a. forystuna I sinum riðli I Evrópubikarkeppni landsliða I knatt- spyrnu. Á þvl er enginn vafi að is- lenzkum knattspyrnuáhugamönnum gefst I dag einstakt tækifæri til þess að horfa á það bezta sem til er I evrópskri knattspyrnu, og er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að láta það ekki framhjá sér fara. — Dinamo Kiev lék nokkuð öðru visi I leiknum I Sovétrikjunum en við höfum séð áður, sagði Jón Alfreðs- son. — Þeir sóttu mikið upp kant- ana og komu þar venjulega 3—4 saman. Siðan var reynt að splundra vörn okkar með snöggum skipting- um og fyrirgjöfum. Um hraða Sovét- mannanna getum við hins vegar litið dæmt. Þeir fengu ekki tækifæri til þess að sýna slikt i leiknum á móti okkur úti. Við einfaldlega lögðum höfuðáherzluna á að verjast þeim, og létum þá ekki teyma okkur fram á völlinn, heldur biðum eftir þeim uppi við vitateiginn. — Það var oft stórkostlegt að sjá til þeirra, sagði Matthias. — Leik- mennirnir virtust þekkja hreyfingar hvers annars fullkomlega, og það var fremur fátitt að þeir reyndu að leika á okkar menn heldur var knötturinn alltaf gefinn. Þeir reyndu mikið til þess að skora mörk og fengu tæki- færi til þess I leiknum. Það voru ef til vill ekki beztu marktækifærin sem þeir skoruðu úr I leiknum — tveimur af mörkunum áttum við möguleika á að verjast. Þegar þeir Matthias og Jón voru að þvi spurðir hvernig Akurnesingar myndu leika gegn Sovétmönnunum I kvöld, hvort þeir myndu leika stifan varnarleik eða reyna að sækja, svör- uðu þeir þvi til, að Kirby væri ekki búinn að leggja liðinu linurnar, en hann myndi að sjálfsögðu ráða mestu um hvernig leikið yrði. — En ætli það komi ekki af sjálfu sér, að við munum leggja höfuð- áherzlu á vörnina, sagði Jón Alfreðs- son. — Þeir eru það sterkir að við eigum ekki mikla möguleika á að sækja mikið gegn þeim. Þeir félagar sögðu að I leiknum i Sovétríkjunum hefðu Akurnesingar þó átt góð marktækifæri, sem komið hefðu eftir gott spil liðsins, þegar knötturinn var látinn ganga frá manni til manns, likt og gerðist er Akurnesingarnir skoruðu mörkin sin fjögur á móti Kýpurbúum i Evrópu- keppninni. — Við hefðum ef til víll getað gert meira, sagði Matthias, — en við vorum einfaldlega hræddir við þá og sú hugsun efst hjá okkur að yfirgefa aldrei varnarsvæðið um of. Þetta eru leikmenn sem ekkert ráðrúm mega fá, ef voðinn á ekki að vera vis. Þeir Matthias og Jón voru sam- mála um að malarvöllurinn myndi ekki koma Akranesliðinu verulega til góða I leiknum I kvöld, jafnvel þótt Sovétmennirnir séu með öllu óvanir að leika á slikum völlum. — Þetta eru það leiknir knatt- spyrnumenn. að þeir geta strax lag- að sig að aðstæðunum, og kunna svo mikið og geta svo mikið, sögðu þeir félagar. Matthfas Hallgrfmsson Badmintonvörur Spaðar, 6 gerðir verð frá kr. 1110 — 8835. Fjaðraboltar, 4 gerðir verð frá kr. 2567 per Doz. Nælonboltar, verð kr. 770 per '/2 Doz. Spaðapokar, verð kr. 765. Töskur Verð kr. 4960. II KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 11783, LÓUHÓLUM 2—6 SÍMI 75020.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.