Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 3 Geir Hallgrímsson í viðtali við Morgunblaðið: Ólögmœt valdbeiting, sem stríðir gegn öllum skuldbindingum Breta Þjóðverjar veiða minna magn af fiski skv. samkomulagsdrögunum en án þeirra ÉG TEL hér vera um ólögmæta valdbeitingu að ræða, sem strið- ir gegn öllum skuldbindingum Breta m.a. sem þátttakanda í Norður - Atlantshafsbandalag- inu og aðila að Helsinki- yfirlýsingunni, sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, um flotaíhlutun Breta f íslenzka fiskveiðilög- sögu. Það er of vægt til orða tekið að segja, að þetta athæfi valdi okkur Islendingum vonbrigð- um. Það er illskiljanlegt, jafn- vel frá sjónarmiði Breta sjálfra. Þeir geta engu náð fram með þessum aðgerðum og aðeins bakað sér kostnað, álitshnekki og skaða. En alvarlegast er þó skilningsleysi þeirra á verndun náttúruauðlinda, sem eru undirstaða efnahagslegs sjálf- stæðis okkar, eins og fisk- stofnarnir umhverfis landið eru. Bretar hafa afhjúpað skort á samningsvilja með framkomu sinni. Fyrst þegar samninga- umleitanir hófust, kröfðust þeir tíu ára samnings með óbreyttu aflamagni og hurfu jafnvel ekki frá þessari stöðu hvað aflamagn snertir, þegar álit fiskifræðinga þeirra bar saman við skýrslu íslenzkra fiskifræðinga um að setja þyrfti hömlur á þorskveið- arnar, 230—265 þúsund tonn. Það var ekki fyrr en á síðasta stigi málsins, sem þeir lækkuðu sig í 110 þúsund tonn, eftir að við höfðum sett fram hugmyndir okkar um 50 þúsund tonna ársafla og síðan 65 þúsund tonn sem algert hámark. Boð Breta um 110 þús- und tonn fól heldur ekki í sér neina umtalsverða lækkun frá þvf, sem þeir hafa veitt hér síðari hluta samningstímans. Bretar hafa þvi sýnt fullkomna óbilgirni. Við höfum aftur á móti sýnt slíka sanngirni, að meira verður ekki af okkur krafizt. — Hver verða viðbrögð rfkis- stjórnarinnar við flotainnrás Breta? — Við höfum mótmælt þessu framferði Breta harðlega, sagði forsætisráðherra, og munum taka málið upp, þar sem við teljum það málstað okkar til ávinnings. — Raddir hafa komið fram um slit stjórnmálasambands við Breta, ef flotaofbeldi yrði beitt. Hver er afstaða rfkis- stjórnarinnar til þess? — Það er ein af þeim aðgerðum, sem til mála koma, en á þessu stigi málsins vil ég ekki tjá mig um hana. Við mun- um yfirvega vel öll þau skref, sem við stígum og miða þau við það, að við náum takmarki okkar sem fyrst. — Verður flotafhlutun Breta tekin upp á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins? — Ég tel eðlilegt, að málið verði tekið upp innan Atlants- hafsráðsins. — Hver verða viðbrögð Land- helgisgæzlunnar við breyttum aðstæðum á fiskimiðunum? — Landhelgisgæzlan mun auðvitað gera það, sem f hennar valdi stendur til að verja 200 mflna lögsöguna eftir sem áður, en við vitum það af reynslu, að brezk herskip geta afgirt að vissu marki ákveðin veiðisvæði til handa brezkum togurum, þó að það sé dýr veiðiaðferð miðað við mögulegan afrakstur. — Hvaða skilyrði mundi fslenzka rfkisstjórnin setja fyrir nýjum samningaviðræð- um við Breta? — Nýjar samningaviðræður við Breta koma ekki til greina að mfnu áliti meðan brezk her- skip eru innan 200 milna. Samkomulagsdrögin við Þjóðverja — Ef við vfkjum þá að sam- komulagsdrögunum við Vestur- Þjóðverja, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi, hverjir eru kostir þess að semja við Vestur- Þjóðverja við núverandi aðstæður? — Ég tel meginkostinn vera þann, að við tryggjum, að Þjóð- verjar munu veiða minna á Is- landsmiðum með þessu sam- komulagi en án þess. Þar getum við bæði miðað við árið 1974, þegar Landhelgisgæzlan gat einbeitt sér að því að verja 50 mílurnar fyrir Þjóðverjum, en þeir veiddu samt 68 þúsund tonn, en einkum hljótum við að miða við árið 1973, þegar við áttum bæði í stríði við Breta og Þjóðverja eins og útlit er fyrir án þessa samkomulags. Þá veiddu Þjóðverjar yfir 90 þús- und tonn, en leyfilegt hámark afla samkvæmt samkomulags- drögunum er 60 þúsund tonn. Samkomulag þetta er einnig mikilvægt vegna þess, að hér er nær eingöngu um karfa og ufsa að ræða og þorskaflinn tak- markaður hið mesta við 5 þús- und tonn. Þá er það ekki sízt mikilvægt, að við ráðum veiði- svæðum og Þjóðverjar und- irgangist friðunaraðgerðir, sem við teljum nauðsynlegar. Auðvitað er það svo, þegar tveir aðilar deila, sem hafa and- stæð sjónarmið, að annar aðil- inn fær aldrei öllu framgengt. Það er ýmislegt í þessu sam- komulagi, sem við Islendingar vildum að væri öðruvísi, en ég er í engum vafa um, að kostir samkomulagsins eru mun meiri og mikilvægari en annmarkarn- ir og í reynd eru þessir samn- ingar f samræmi við ráðlegg- ingar, sem fram voru settar í skýrslu fiskifræðinga á dög- unum og f bréfi til sjávarút- vegsráðuneytisins tekur Hafrannsóknastofnun fram um samningsdrögin, að „af þessum sökum er hér um að ræða skásta kostinn, sem við eigum völ á f dag frá fiskifræðilegu sjónarmiði". — Felst 1 þessum samkomu- lagsdrögum viðurkenning Þjóð- verja á 200 mflna fiskveiðilög- sögu Islendinga? — Þjóðverjar segja, að þeir geri þennan samning ekki ein- göngu til þess að eyða deilu milli landanna tveggja heldur með hliðsjón af því hvað fisk- veiðar eru mikilvægar íslend- ingum í efnahagslegu tilliti en hins vegar er tekið fram, að samkomulagið hafi engin áhrif á afstöðu ríkisstjórnanna tveggja til hafréttarmála. — Þýðir þetta, að Þjóðverjar muni telja sér heimilt að veiða upp að 12 mílum, þegar og ef hámarkslengd samnings- tfmans, tvö ár, er liðinn? — Ég tel, að það fari eftir þróun alþjóðaréttar og úrslit- um á hafréttarráðstefnu, sem ótvírætt munu leiða í ljós, að um önnur mörk fiskveiðilög- sögu verður ekki að ræða en 200 mílur. — Hvað verður, ef 200 mflur verða að alþjóðalögum áður en samningurinn við Þjóðverja rennur út? Munu þeir samt sem áður hafa heimild til að veiða innan fiskveiðilögsögu okkar? — Við íslendingar teljum, að næsti fundur hafréttarráð- stefnunnar f marz og apríl muni ekki leiða til endanlegrar niðurstöðu heldur þurfi a.m.k. einn til tvo fundi til viðbótar til að ná lokaárangri. Rætt hefur verið um annan fund síðla á næsta ári, en óvíst hvort úr honum verður og alla vega er talið vonlítið, að ráðstefnunni Ijúki fyrr en að áliðnu ári 1977, en þá er eftir að fullgilda þann sáttmála, sem þar verður væntanlega gerður og um lfkt leyti rennur samningur okkar við Þjóðverja út. — Hvers vegna gerði rfkis- stjórnin ekki að skilyrði að tollafrfðindi hjá Efnahags- bandaleginu tækju gildi um leið og samningurinn við Vest- ur-Þjóðverja? — Við vildum láta reyna á það við framkvæmd innan Efnahagsbandalagsins, hvort mótmælum yrði enn beitt frem- ur en að spyrjast fyrir um hvort slík mótmæli væru til staðar, eins og verið hefði, ef við hefðum farið þá leið. Auðvitað var sú leið könnuð, en sam- komulag tókst ekki um hana. En samkvæmt samningnum frestist framkvæmd hans, ef tollaívilnanir ganga ekki í gildi innan fimm mánaða. . . —... og munu Þjóðverjar þá hefja ólöglegar veiðar á ný? — ... þá tel ég von til þes^án þess að nokkuð verði fullyrt, að Þjóðverjar haldi sig fyrir utan fiskveiðimörkin, þar sem þeir hefðu þá ekki fullnægt sínum hluta samningsins. — Og að lokum forsætisráð- herra: sumir eru þeirrar skoð- unar, að með þessu samkomu- lagi við Þjóðverja sé verið að ryðja brautina til nýrra samn- inga við Breta. Hvað viltu segja um þá skoðun? — I Ijósi síðustu atburða sýn- ist vera svo langt í land til nokkurra samninga við Breta, að slíkar hugleiðingar eiga ekki við rök að styðjast. Á hinn bóg- inn tel ég að Islendingar hljóti ávallt að leitast við að leysa deilumál sín með samkomulagi við aðrar þjóðir, ef þess er nokkur kostur. Við höfum sýnt samkomulagsvilja gagnvart öðrum þjóðum og þá ekki sízt Bretum, en Bretar hafa á hinn bóginn sýnt slíkt skilningsleysi og þröngsýni að undrum sætir og þá er framhald deilunnar og það sem af henni getur hlotizt á þeirra ábyrgð. Samningar eða ekki samningar Morgunblaðið leitar umsagna formanna stjórnmálaflokkanna MORGUNBLAÐIÐ sneri sér 1 gær til formanna stjórnmála- flokkanna, og leitaði umsagnar þeirra bæði vegna þingsálykt- unarinnar um samkomulagið við V-Þjóðverja og flotafhlut- unar Breta hér á fiskimiðunum ígær. Olafur Jóhann- esson, dóms- málaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sagði: „Um samninga við Þjóðverja er það að segja, að ég er með þeim. Flotaihlutun Breta gerði það enn nauðsynlegra að mfnum dómi heldur en ella að semja við Þjóðverjana. Þjóðverjar eru nú með öðru hugarfari en áður og hafa viljað líta á okkar mál með sanngirni og þess vegna hefur tekizt að ná samningum. Hina vopnuðu íhlutun Breta lít ég auðvitað alvarlegum aug- um, hún er óheppileg og fráleit. Samningar við Þjóðverja eru m.a. nauðsynlegir til að einangra Breta Auk þess hafa samningarnir við Þjóðverja þá mikilvægu þýðingu að mínum dómi sem og reyndar samnings- tilboðið gagnvart Bretum að það hafi sýnt okkar vilja til þess að gera samninga og ganga eins langt í því efni og mögu- legt er. Þetta álít ég að sé okkur til framdráttar. Við njótum þess þá heldur hjá öðrum þjóð- um almennt." Benedikt Grön- dal, formaður Alþýðuflokks- ins, sagði varð- andi fyrrnefnda atriðið að það hefði komið fram við marg- visleg tækifæri og nú síðast á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins að flokkurinn er and- vigur þvi að nú séu gerðir samningar af þeim ástæðum er komið hafa fram, sem sé að nú séu gerbreytt viðhorf varðandi fiskstofna okkar. Þeir væru ekki til skiptanna lengur og beinlinis hættulegt að sóknin I þá yrði eins mikil og hann ótt- aðist að hún yrði ef samið yrði um verulegar tilslakanir, sér- staklega þó innan 50 mílna markanna. Varðandi þær röksemdir stjórnarflokkanna fyrir samn- ingana við Þjóðverja að þeirra togarar veiddu að miklu leyti aðrar tegundir hér við land en þorski sagði Benedikt að þetta væri rétt en bætti því við, að honum sýndist samt að þótt að e.t.v. væri ekki alveg eins alvar- legt ástand varðandi tvær helztu fisktegundir Þjóðverja hér á tslandsmiðum — ufsa og karfa — þá væru þær þó báðar taldar nálægt hættumörkum og við það að við yrðum sjálfir vafalitið að draga eitthvað úr okkar eigin sókn í þorskstofn- inn lægi ákaflega nærri að álykta að við yrðum knúnir til að sækja meira i aðrar tegundir og þá helzt í karfa og ufsa. Þess vegna kvaðst Benedikt telja að þessi röksemd breytti ekki af- stöðunni. Benedikt undirstrikaði enn- fremur, að Alþýðuflokkurinn hefði jafnan áður, — bæði er hann hefur verið í stjórn og stjórnarandstöðu — yfirleitt verið hlynntur því að samn- ingaleiðin yrði farin og reynt væri að finna lausn á deilum af þessu tagi og þannig stutt samninga. En þær upplýsingar sem fyrir lægju bæði af hálfu sjómanna og sérfræðinga um fiskstofnana hefðu valdið því að Alþýðuflokkurinn tæki i þetta skiptið breytta afstöðu. Varðandi flotaihlutun Breta á miðum hér við land í gær sagði Benedikt: „Við lítum mjög alvarlegum augum á það mál og tökum undir hörðust mótmæli íslenzkra stjórnvalda. Hins vegar minnum við á að þetta er f þriðja sinn sem brezki flotinn er sendur gegn okkur í þorskastríð. Þeir töpuðu báðum þeim fyrri og eins munu þeir tapa þessu.“ Magnús Torfi Ólafsson, for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sagði að vegna þess hversu seint hann hefði fengið í hendui þingskjalið með tillögu rikisstjórnar um þings- ályktun um heimild til að ganga frá samningi við V-Þýzkaland væri hann varbúinn að tjá sig um það af nákvæmni I einstök- um atriðum en eftir fljótlegan yfirlestur yrði hann að segja, að hann teldi framangreint samn- ingsuppkast afar óaðgengilegt. Því yllu að hans dómi nokkur atriði, sem hann kvaðst vilja gera nánari grein fyrir f stuttu máli. Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.