Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 7

Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 7
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 7 L Yfirlit Þjóð- hagsstofnunar í 5. hefti ritsins „Þjóð- arbúskapur", sem Þjóð- hagsstofnun gefur út, er athygiisvert yfiriit um þró- un efnahagsmála á árun- um 1973—1974, fram- vindu þeirra mála á árinu 1975 og horfur á árinu 1976. Þar er á hlutlausan og fræðilegan hátt fjallað um efnahagsvanda þjóð- arinnar. Þær niðurstöður, sem í yfirlitinu eru dregn- ar fram í dagsljósið, eiga brýnt erindi til allra hugs- andi manna í þjóðfélag- inu. Orsakir örrar verðbólgu og hækkunar framfærslu á árinu 1975, eru þannig skýrðar: „Þessi hækkun stafar þó að verulegu leyti af gengissigi á fyrri helmingi árs 1974, og gengislækk- unum í ágúst 1974 og febrúar 1975, ásamt hinni miklu verðhækkun innfluttra vara á árinu 1974. Loks koma svo tií kostnaðaráhrif hinna ógætilegu kjarasamninga á fyrra helmingi ársins 1974. Aukning innlendrar eftirspurnar af völdum þessara kjarasamninga og stóraukin fjárfesting, bæði einkaaðila og hins opinbera, leystu — með útlánaaukningunni 1974 — úr læðingi sterk verð- bólguöfl, sem gætti alveg eflaust langt fram á árið 1975. " Um gengislækkanir 1974 og 1975 segir: „Endurteknar gengisfell- ingar voru óhjákvæmileg ar til þess að varðveita samkeppnishæfni útflutn ingsatvinnuveganna, halda fullri atvinnu og hamla gegn óhóflegri gjaldeyriseftirspurn, án þess að grípa til innflutn- ingshafta. Á þær verður hins vegar að líta sem beggja handa járn, þar sem þær hafa ýtt undir verðbólguna, og glætt vonir um verðbólgugróða, en þar er einmitt komið nærri rótum margra efna- hagserfiðleika íslendinga á síðustu árum og áratug- um." Batavottur Um þróun verðlags á síðari hluta yfirstandandi árs segir: „Verðhækkanir á þriðja og fjórða fjórð- ungi þessa árseru um það bil helmingi minni en þær voru að meðaltali 1974—75. Þetta stafar að verulegu leyti af þeim hófsömu kjarasamning- um, sem gerðir voru f júnf 1975, en þeir bentu til þess, að verkalýðshreyf- ingin viðurkenndi þörfina á að samræma innlenda eftirspurn skertum tekju- öflunarmöguleikum þjóð- arinnar út á við. Niður- staða þessara samninga var mikilsverður árangur í jafnvægisviðleitni í efna- hagsmálum. Júnísamn- ingarnir og ýmsar ráðstaf- anir stjórnvalda hafa vald- ið mestu um það, að 10% samdráttur þjóðarútgjalda hefur orðið, án þess að til nokkurs atvinnuleysis hafi komið ..." Þjóðarfram- leiðsla og viðskiptakjör Um þetta efni segir: „Eru nú taldar horfur á, að þjóðarframleiðslan minnki um 3!/2% í ár. Þá er spáð um 16% versnun viðskiptakjara við útlönd i kjölfar rýrnunar viðskipta- kjara á sl. ári um 10%. Viðskiptakjaraáhriíin á þessu ári svara til um 4V2% skerðingar þjóðar- framleiðslu að raunveru- legu verðgildi. Þannig er spáð að raunverulegar þjóðartekjur dragist sam- an um 8% í heild á þessu ári, eða sem nemur 9% á mann." í yfirlitinu segir enn- fremur: „Horfur á siðasta ársfjórðungi þessa árs og á árinu 1976 eru dekkri en vænzt var f ársbyrjun. Hinn langþráði bati f al- þjóðlegri efnahagsþróun kann að vera f sjónmáli, en hann er enn ekki í hendi. Máttur samdráttar- afla hefur verið vanmet- inn. Eins og svo oft áður hefur einnig láðst að meta réttilega þann langa tfma, sem líða hlýtur frá upp- hafi breytinga mikilvægra efnisþátta og þar til að áhrif þeirra koma að fullu fram um flókinn veg heimsviðskipta og breyta þróun efnahagsmála á al þjóðvettvangi. Margar þjóðir glfma enn við þrf- höfða þurs verðbólgu, at- vinnuleysis og óhag- stæðra viðskiptakjara. . Niðurstöður yfirlitsins virðast vera þær fyrst og fremst, að fylgja þurfi hóf- samri launastefnu með sem næst óbreyttum kaupmætti, viðhafa strangt aðhald í fjármál- um og peningamálum, ekki sízt ríkisfjármálum (gerð og framkvæmd fjár- laga), viðhalda fullri og helzt vaxandi verðmæta- sköpun f þjóðfélaginu en draga úr þjóðareyðslu (einkum gjaldeyriseyðslu) og fresta um sinn fram- kvæmdum (einkum þeim sem ekki skila skjótri arð- gjöf). Fréttabréf frá Patreksfirði: Veðurfar Það sem af er vetri hafa sunn- an- og suðvestanáttin séð okkur Patreksfirðingum fyrir meir en nógri vætu, það má segja að nær samfelld rigningartíð hafi verið hér um slóðir síðan i byrjun júni sl. Heyfengur í sveitunum hér í kring er því víðast mikið hrakinn, þó að hann sé allmikill að vöxtum, þar sem spretta var viðast hvar góð. Almennt er fólk orðið dauð- þreytt að allri þessari rigningu og er farið að þrá frost og hreinviðri. Aflabrögð Afli handfærabáta var með lak- ara móti sl. sumar enda gæftir slæmar. Afli dragnótabáta var misjafn, einstaka bátur aflaði nokkuð v.el, en hjá meirhluta bát- anna var heldur tregt. Togbátar öfluðu aftur á móti nokkuð vel. Flestir bátanna róa nú með línu og er afli nú um 3—5 lestir í róðri, en hefur komizt upp i 7 lestir þegar bezt hefur verið. Slysfarir Hörmuleg slys urðu hér að þjóð- veginum nú nýverið eins og kunn- ugt er í fréttum, þar sem þrennt lét lífið í bifreiðaslysum. Þörf væri á að setja meira af endur- skinsstaurum á beygjur og blind- hæðir, en sökum þess hve vega- lengdir eru miklar er það að sjálf- sögðu mikið verk. Skólamál Nýr skólastjóri hefur verið ráð- inn að Iðnskóla Patreksfjarðar Gunnar Karl Guðjónsson, tækni- fr. Um 40 nemendur stunda nú nám i Iðnskólanum, sem er til húsa eins og er i félagsheimili staðarins. Brýn nauðsyn er að Iðnskólinn eignist sitt eigið hús- næði. Það er reynsla manna hér að þeir, sem stunda iðnnám t.d. í Rvk. komi yfirleitt ekki heim aft- ur, en þeir sem stunda nám í heimabyggð ílendast þar í flest- um tilfellum. Ef byggðamál eru höfð i huga sjá allir hvílikt nauðsynjamál er hér um að ræða: I barna- og miðskóla Patreksfjarðar stunda nám um 240 nemendur. I vetur er í fyrsta skipti starfræktur 4. bekkur. Landsprófsdeild hefur verið um árabil. Skólastjóri er Daði Ingimundarson. Tónlistar- skóli er starfandi með um 40—50 nemendum. Skólastjóri er Ólafur Einarsson. Félags- og menningarmál Mikil gróska er í starfsemi Leikfélags Patreksfjarðar. Sl. vetur var Erlingur Halldórsson hér með námskeið i frjálsri tján- ingu og framsögn. I vor var Jónas Jónasson hér og sviðsetti 2 einþáttunga eftir sig og voru þeir sýndir við opnun félagsheimilis- ins. N.k. föstudag er Erlingur Halldórsson aftur væntanlegur til að sviðsetja „Ertu nú ánægð, kerl- ing?“, Junior Chambers var stofnað hér fyrir 2 árum og starfar af miklu fjöri. Hafa þeir gengizt fyrir mörgum félagsmála- námskeiðum nú í haust og hafa þau verið vel sótt. Lionsklúbbur Patreksfjarðar hefur nýlega afhent sjúkrahúsinu hér augnlækningatæki, sem kost- uðu um 1,5 millj. kr. Hjá Kvenna- deild Slysavarnafélagsins Unnar er mikið um að vera þessa dag- ana, undirbúa þær nú sinn árlega jólabasar. Búa þær allt til sjálfar á basarinn og eru oft um 30 konur að starfi hjá þeim við undirbún- ing þegar flest er. Kvenfélagið Sif var 60 ára þann 24. okt. sl. og í tilefni þess gáfu félagskonur kr. 300 þús. til kaupa á flygli í nýja félagsheimilið. Kvenfélagskonur halda mánaðar- lega skemmtifundi. Dýralff Nokkuð hefur borið á þvi að vart hefur orðið við sérkennilega fugla nú í haust í allri sunnan- og suðaustanáttinni, sem ríkt hefur. Fyrir nokkrum dögum varð frú Jóhanna Kristjánsdóttir, Aðal- stræti 39, vör við sérkennilegan og fallegan fugl í garði sfnum, sem af lýsingu hefur að öllum líkindum verið „silkitoppa". Einnig hafa nokkrar svölur sézt í hóp. Ekki virðist vera mikið um mink hér, en allmikið er um refi. T.d. hafa tvær refaskyttur á Bildudal fengið um 40 refi það sem af er árinu. Páll Ágústsson. AÐALFUNDUR Samtaka sveitar- félaga ! Vesturlandskjördæmi verður haldinn ! Munaðarnesi 28.—29. nóv. n.k. Kjörnir fulltrúar á fundinum verða 54 frá 39 sveitarfélögum á Vesturlandi. Ávörp flytja Halldór E Sigurðsson landbúnaðar- og samgöngumálaráð- herra og Páll Líndal, form Sambands isl. sveitarfélaga Þá flytja Alexander Stefánsson formaður samtakanna skýrslu stjórnar, Guðjón Ingvi Stefáns- son framkvæmdastjóri, reikninga sam- takanna og Gunnar Guðbjartsson skýrslu fræðsluráðs Erindi á fundinum flytja: Njörður Tryggvason verkfr er ræðir um fjarhit unarstöðvar og Vesturlandsveitu; Jóhannes Ingibjartsson byggingafr um heilbrigðismálaáætlun; Aðalsteinn Júliusson vitamálastjóri um uppbygg- ingu hafna á Vesturlandi; Birgir Guðmundsson umdæmisverkfr um vegamál og Tómas Sveinsson viðskiptafr. um samgöngumál almennt; Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri ræðir um verkefni fræðsluskrif- stofu og Valgeir Gestsson skólastjóri skýrir könnun á skólahúsnæði á Vest- urlandi Á fundinum verða lagðar fram skýrslur um samgöngumál, raforku- mál, jarðhita og heilbrigðismál. Auk þess niðurstöður könnunar á skólahús- næði á Vesturlandi. Að venju munu nefndir starfa I hin- um ýmsu málaflokkum og verður þar rætt um helztu framfaramál Vestur- lands og ýmis hagsmunamál sveitar- félaganna Umboðssala Hlutafélag með umboðs og heildverzlun á Norðurlandi vantar vörur í umboðssölu. Allt kemur til greina. Uppl. í dag og næstu daga í síma 23776 frá kl. 9 —14. Útsala á vetrarhjólbörðum 5 10% afsláttur á negldum vetrarhjólbörðum til 1. des. n.k. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. Opið virka daga frá 8—10 laugardaga 8—8 sunnu- daga 10—6. Hjólbarðaviðgerðin Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi um helgina flunfl kynnir >ÚÍ1A Norska FRISKUS sófasettið dúha Síðumúla 23 og Glæsibæ. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.