Morgunblaðið - 26.11.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975
11
Fuglaverndarfélagið:
Arni W aag talar
um náttúruvernd
I KVÖLD flytur Árni Waag erindi
um náttúruvernd á fræöslufundi
Fuglaverndarfélagsins. Fundur-
inn verður haldinn í Norræna
húsinu og hefst kl. 20.30.
Til skýringar máli sinu sýnir
fyrirlesari litskuggamyndir frá
ýmsum stöðum á landinu þar sem
hætta er á að lífkeðja náttúrunn-
ar rofni.
öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrinum.
— Flotaíhlutun
Framhald af bls. 1
eftir, svo og ummælum
hans á blaðamannafundi f
dag.
0 Víðast hvar í Bretlandi
hefur tilkynningunni um
flotafhlutunina verið
fagnað og menn hafa látið f
Ijðs ánægju með að ríkis-
stjórnin skyldi loks taka af
skarið til að reyna að hafa
hemil á yfirgangi fslenzku
varðskipanna, eins og kom-
izt er að orði f fréttaskeyt-
um.
Þó segir í skeyti frá Hull
að Davis Cairs hjá samtök-
um flutningaverkamanna
hafi lýst yfir að afstaða rík-
isstjórnar Bretlands væri
yfirgangssöm og hann væri
andvígur flotafhlutun á ís-
landsmiðum.
MARGIR ÞINGMENN
I SJÖUNDA HIMNI —
PRESCOTT VARFÆR
Ymsir þingmenn, bæði úr I-
haldsflokknum og Verkamanna-
flokknum, lýstu ánægju sinni
með ákvörðun brezku stjörnar-
innar og sögðu að hún hefði full-
komlega verið orðin tímabær og
meira en það. Michael
Brotherton, þingmaður Ihalds-
flokksins, sagði að þessu myndu
allir fagna í fiskveiðibæjum Bret-
lands, enda þótt þessi ákvörðun
hefði verið tekin viku of seint.
Kevin McNamara þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull
sagði að fjölskyldur brezkra
togarasjómanna myndu gleðjast
yfir þessari ákvörðun, enda ætt-
ingjar sjómanna haft mjög miklar
áhyggjur af öryggi ástvina á Is-
landsmiðum. Walter Clegg frá
North Fylde sagði að margar fjöl-
skyldur í Fleetwood myndu nú
sofa rólegar en áður.
John Prescott þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull
vakti þó athygli á því að þessa
vernd væri veitt þegar fjörutíu
önnur ríki væru að krefjast rétt-
indá annars staðar. „Þessi
hernaðaríhlutun i deilunni er
vakin af ágreiningi um veiðikvóta
sem er að jafnvirði aðeins sex
milljón sterlingspunda," sagði
hann. Talsmaður Ihaldsflokks,
George Younger, sagði að flokkur
sinn fagnaði þessari ákvörðun.
„RÍKISSTJÓRN HENNAR
HATIGNAR HEFUR
SÝNT SVEIGJANLEIKA..
Eins og að framan greinir
afhenti Roy Hattersley Níels P.
Sigurðssyni orðsendingu í
morgun um ákvörðun stjórnar-
innar.
Þar segir orðrétt:
„Ríkisstjórn hennar hátignar
hefur ákveðið að veita flotavernd
þannig að brezkum togurum verði
kleift að halda áfram fiskveiðum
á alþjóðlegum hafsvæðum við Is-
land. Þetta eru viðbrögð við
aðgerðum íslenzku landhelgis-
gæzlunnar til að hindra þessar
veiðar.
HMS Leopard er þegar á leið til
svæðisins og mun koma á fiski-
miðin slðar í dag. Skipið mun taka
við af hinum óvopnuðu verndar-
skipum og skipuleggja aðgerðir á
miðunum, þannig að hægt sé að
viðhafa árangursríka vernd þegar
tvær aðrar freigátur koma á
miðin laugardaginn 29. nóvem-
ber.
Ákvörðun þessi er tekin eftir
margra mánaða árangurslausar
samningaumleitanir við íslenzku
ríkisstjórnina. Ríkisstjórn hennar
hátignar hefur hvað eftir annað
lýst vilja sínum til sveigjanleika
hvað aflamagn snertir, vernd-
unarsvæði og ýmis önnur atriði,
og var þetta enn einu sinni
itrekað í orðsendingu til Islenzka
utanrlkisráðherrans um siðustu
helgi. .Ríkisstjórn hennar
hátignar er eftir sem áður reiðu-
búin að taka upp samningavið-
ræður að nýju hvenær sem er. En
meðan ekki bólar á vilja Islenzku
ríkisstjórnarinnar til að hefja við-
ræður að nýju, á brezka ríkis-
stjórnin ekki annars úrkostar en
að sjá svo um, að brezkir togarar
geti neytt lagalegs réttar sins til
veiða á alþjóðlegum hafsvæðum.“
Um leið og Hattersley lýsti
þessu yfir kvaðst hann fús til að
hitta íslenzka utanríkisráðherr-
ann hvar sem væri og hvenær sem
væri til að reyna að ná samkomu-
lagi >' fiskveiðideilunni.
SENDIHERRA MÓTMÆLTI
HARÐLEGA
Nlels P. Sigurðsson mótmælti
harðlega þeirri ákvörðun brezku
ríkisstjórnarinnar að senda her-
skip inn I íslenzka fiskveiðilög-
sögu til að vernda með hervaldi
ólöglegar veiðar brezkra togara.
Sendiherrann lagði áherzlu á, að
samningaviðræður væru úti-
lokaðar meðan brezki flotinn væri
innan Islenzkrar fiskveiðilögsögu,
og fyrir slíkum viðræðum væri
ekki minnsti grundvöllur. Það
væri forsenda þess að Islendingar
yrðú til viðræðu um að setjast á
ný að samningaborði, að herskip-
in hyrfu á braut, sagði Nlels P.
Sigurðsson. Þá sagði talsmaður
sendiráðs Islands I London að svo
væri litið á, að sú ákvörðun Breta
að senda flota sinn til höfuðs
litlum varðskipum, sem væru að
sinna skyldustörfum, hlyti að telj-
ast algerlega ólögleg.
HATTERSLEY:ÞORSKUR
HEFUR DULRÆNT MIKIL-
VÆGI FYRIR ISLENDINGA
Hattersley ræddi við fjölmarga
fréttamenn I dag og hann sagði
við starfsmann BBC að hann væri
reiðubúinn að fara til Islands
strax á morgun, ef Islendingar
sýndu einhvern lit. Ef íslenzka
rlkisstjórnin sýndi sveigjanleika
og varðskipin hættu að áreita
brezka togara myndu herskipin
verða kölluð á braut. Hattersley
sagði að veruleg hætta hefði verið
á þvl að alvarleg slys hlytust af, ef
varðskipin fengju átölulaust að
halda uppteknum hætti og skip-
herrar þeirra hefðu stundað
glæfralega sjómennsku. Ráðherr-
ann sagði að þau f jögur skip sem
þegar hefðu verið send til Islands
myndu verða þar ásamt freigátun-
um. Hann kvaðst ekki trúaður á
að byssum freigátanna yrði beitt.
Skipherrar þeirra hefðu fengið
fyrirmæli um að vernda togarana
„með minnsta möguleika ofbeldi
og algerlega án ögrunar".
Þá vék Hattersley að því að svo
virtist sem þorskur hefði „dul-
rænt mikilvægi" á Islandi. Bretar
yrðu að bíða þess að raunsæi tæki
við af þeirri „andatrú“ sem Is-
lendingar hefðu I landhelgismál-
um. Hattersley sagði að Bretar
myndu reyna að taka tillit til
verndunarsjónarmiða sem grund-
vallaratriðis I nýjum samningi og
takmarka veiðar slnar við það
magn, sem nefnt var í síðustu
samningaviðræðum I Reykjavík.
Hattersley sagði að sama væri
hvaða aflatakmarkanir til handa
Bretum yrði samið um — það
myndi alténd hafa I för með sér
atvinnuleysi fyrir brezka sjó-
menn og hafnarverkamenn.
Hann sagði, að I húfi væri at-
vinna um 10 þúsund manns, sem
flestir væru I Hull, Grimsby og
Fleetwood og I nágrenni þessara
bæja. Hann sagði, að um tvö þús-
und þeirra, sem þarna ættu hlut
að máli, væru á skipunum, en um
átta þúsund væru I landi.
AUGLÝSINGASÍMINN EH:
^22480
J JHoraiinhlatitt)
— Hafrannsókn-
arstofnunin
Framhald af bls. 32
stafanir, sem stofnunin telur
nauðsynlegar til viðhalds þessara
stofna. Af þeim sökum ber að
draga úr veiði útlendinga svo sem
frekast er kostur.
Þessi fiskveiðisamningur er að
því leyti sérstæður, að hér er svo
til einungis um að ræða veiði
tveggja tegunda, ufsa og karfa, en
það eru hvorttveggja stofnar, sem
ekki eru I jafn yfirvofandi hættu
og þorskstofninn. Stofnunin telur
mjög.mikils virði að þorskveiðar
Vestur-Þjóðverja skuli takmark-
aðar við 5 þús. tonna hámark á ári
og er það vart meira en ætla
verður eðlilegt við veiðar á hinum
tegundunum. Æskilegast hefði
verið að heildarkvótinn væri
lægri, sérstaklega þar sem ekki er
ósennilegt að íslendingar muni
sækja I ufsa- og karfastofnana I
auknum mæli vegna takmarkana
á þorskveiðinni.
Það er skoðun Hafrannsókna-
stofnunarinnar, að vandlega
athuguðu máli, að vart muni, án
samninga, verða unnt að tak-
marka heildaráfla Vestur-
Þjóðverja á Islandsmiðum meira
Innbrot í Hveragerði
ÞRJÚ innbrot voru framin I
Hveragerði aðfararnótt s.l. sunnu-
dags. Mestu var stolið I Raftækja-
verzlun Suðurlands, segulbands-
tæki, plötum og kassettum. Á
tveimur öðrum stöðum var leitað
að verðmætum, en þjófarnir
höfðu ekki nema 8 þúsund krónur
upp úr krafsinu.
en hér er lagt til, eins og m.a.
reynsla fyrri ára sýnir.
Af þeim sökum er hér um að
ræða skásta kost sem við eigum
völ á I dag frá fiskifræðilegu sjón-
armiði.
Stofnunin telur mjög mikilvægt
að Vestur-Þjóðverjar munu virða
lokun hrygningarsvæða eða
svæða þar sem mikið er af ung-
fiski. Lágmarksstærð fisks sem
landa má á íslandi er mun hærri
en er I gildi|annarsstaðar og bjóð-
ast Vestur-Þjóðverjar til að sam-
þykkja hana að þvl er varðar veið-
ar þeirra á Islandsmiðum. Einnig
að munu þeir taka upp 135 mm
möskvastærð eða jafnvel stærri
verði sllkt ákveðið.
Þá er mjög þýðingarmikið að
hvorki verksmiðju- né frystiskip
skuli fá að stunda veiðar innan
nýju fiskveiðilögsögunnar.
Stofnuninni er ljóst að mjög
skiptar skoðanir eru um veiði-
svæðin innan 50 sjómllna og er
einkum ekki ánægð með svæðið
út af NV landi, sérstaklega með
sóknarþunga Islenskra fiskiskipa
I huga.
Með tilliti til núverandi ástands
fiskstofna á Islandsmiðum er
stjórnun veiðanna skilyrði þess að
unnt verði að nýta stofnana skyn-
samlega i framtíðinni.
I þeim samningsdrögum, sem
hér um ræðir, fallast Vestur-
Þjóðverjar á að hlíta þeim regl-
um, sem við hyggjumst gera á
næstunni varðandi nýtingu stofn-
anna. Að áliti Hafrannsókna-
stofnunarinnar er þetta þungt á
metunum, þrátt fyrir þá ann-
marka á samkomulagi þessu, sem
nefnt hefur verið hér að framan.
Virðingarfyllst,
Jón Jónsson
Skemmtileg
n\/|| ll^^l Yðar eigin litmyndi
I lyjUI ly á sjálft jólakortið.
— ávallt feti framar.
Gleé>ile§ jcl
farsælt ní)tt ár
Pantið tímanlega og sendið
nú kort, sem munað verður eftir.
HANS PETERSENhf
Bankastræti Glæsibæ
S:20313 S:82590