Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 1975
Slæmar markaðshorfur fyrir
afurðir lagmetisiðnaðarins
Sölustofnun lagmetis hélt 14. nóvember s.l. fund með framleiðend-
um frá nfu aðildarverksmiðjum, sem framleiddu til útflutnings á s.I.
ári. A fundinum voru lögð fram drög að meginstefnu S.L., gerð grein
fyrir vandamálum, sem S.L. og lagmetisiðnaðurinn eiga við að glfma
og áformum um lausn þeirra. f umræðum á fundinum kom fram
einhugur um, að framtíð verksmiðjanna og iðnaðarins yrði bezt trvggð
með því að efla sem mest samtök framleiðenda, Sölustofnun lagmetis.
Fundarmenn lýstu yfir stuðningi við stefnu stjðrnar. Lögðu þeir
sérstaka áherzlu á betri tengsl framleiðenda og S.L. og að tækniaðstoð
við verksmiðjurnar yrði aukin og stofnunin beitti sér fyrir ráðningu
tæknimanna, vélfræðings og matvælafræðings, til þess að aðstoða
verksmiðjurnar og S.L. við áframhaldandi uppbyggingu iðnaðarins.
MEGINSTEFNA S.L.
Stjórn S.L. hefur aflað viða-
mikillar upplýsinga um stöðu
stofnunarinnar, lagmetisiðnaðar-
ins í landinu og um ástand og
horfur á mörkuðum fyrir íslenzkt
lagmeti. P'járhagsstaða stofnunar-
innar er mjög erfið vegna mikils
rekstrarkostnaðar, lítilla sölu
tekna og óeðlilega mikils umbúða-
lagers. Horfur eru slæmar
á skjótum bata í markaðsmálum
bæði í Evrópu, Japan og Banda-
rikjunum.
Stjórn S.L. telur, að svo alvar-
lega horfi í framangrcindum efn-
um, að gerbreyta verði starfs-
háttum og stefnu S.L., ef von á að
vera til þess að vinna bug á erfið-
leikunum. Mikilvægast er að
draga úr kostnaði við rekstur
stofnunarinnar og skera lager-
hald umbúða niður í lágmark,
jafnframt þvf, sem óhjákvæmi-
legt er að veita meira fé til sjálfra
sölumálanna, m.a. í Bandaríkjun-
um, ef von á að vera til þess að
nýta þann stóra markað í náinni
framtíð. Þessu til viðbótar leggur
stjórnin áherzlu á eftirgreind
meginatriði í stefnumörkun stofn-
unarinnar.
1. Samstarf framleiðenda og S.L.
verði aukið og komið í fastari
skorður, m.a. í innkaupa- og
sölumálum. S.L. verði svo sem
lög gera ráð fyrir hreinn um-
boðsaðíli framleiðenda í
þessum efnum. Stofnunin veiti
framleiðendum upplýsingar og
þjónustu um umbúða- og
rekstrarvöruinnkaup, sem
gerð verði á ábyrgð framleið-
enda og greidd beint af þeim.
Þá veiti stofnunin framleið-
endum haldgóðar upplýsingar
um söluhorfur erlendis í hefð-
bundnum og nýjum tegundum
lagmetis sem auðveldi fram-
leiðendum ákvarðanir á eigin
ábyrgð um tegund og magn
framleiðslu hverju sinni svo og
ákvörðun um innkaup.
2. Uttekt verði gerð á sam-
keppnisstöðu íslenzks lag-
metisiðnaðar gagnvart erlend-
um keppinautum með aðstoð
þróunarsjóðs lagmetisiðnaðar-
ins, og í samráði við framleið-
endur, og áætlun gerð um
skynsamlega uppbyggingu og
fjármögnun íslenzks iagmetis-
iðnaðar, sem byggist á raun-
sæju mati markaðsaðstæðna og
aðstöðu til hráefnisöflunar.
Einnig verði gerð úttekt a
stöðu lagmetisiðnaðarins og
opínberri fyrirgreíðslu miðað
við aðrar útflutningsgreinar.
3. Ný átök verði gerð í sölumálum
f ljósi núverandi stöðu. Breytt
verði um stefnu í sölumálum á
Bandaríkjamarkaði. Athugað
verði gaumgæfilega, hvort
stefna beri að því að setja upp
eigið sölukerfi í Bandaríkjun-
um.
4. Unnið verði að því við stjórn-
völd og framleiðendur lag-
metis, að tryggt verði, að is-
lenzkur lagmetisiðnaður njóti
hagstæðra kjara við kaup á ís-
lenzku hráefni miðað við er-
lenda keppinauta. Frumkvæði
í hráefnisöflun verði þó ætíð
hjá framleiðendum sjálfum.
5. Tryggt verði strangt gæðaeftir-
lit með íslenzku lagmeti og ný
reglugerð sett um það.
6. Framvegis verði unnið að
þróun hefðbundinni og nýrra
framleiðslutegunda lagmetis á
þann hátt, að fyllsta tillit sé
tekið til hagkvæmra hráefnis-
kaupa, markaðsaðstæðna og
tæknilegrar getu lagmetis-
iðnaðarins.
UM STÖÐU S.L.
Um stöðu S.L. er það að
segja, að fastar tekjur, ríkisfram-
lag, eru 25,0 m.kr. á ári. Sölutekj-
ur og umboðslaun á árinu 1974
voru 12,2 m.kr., en beinn
rekstrarkostnaður 23,5 m.kr.,
vinnulaun, skrifstofukostnaður,
húsnæði o.þ.h. Birgðir umbúða
S.L. námu 57,3 m.kr. Ogreitt af
þessum umbúðum eru um 15
m.kr., en það eru umbúðir í vörzlu
fyrirtækisins Noblikk Sannem
A.S. f Noregi. Hefur þessi birgða-
'söfnun valdið greiðsluerfiðleik-
um hjá stofnuninni svo og
rekstrartapi innkaupadeildar.
Vegna slæmra horfa í markaðs-
málum er ljóst, að sölutekjur S.L.
eru mjög óvissar á næstunni. Af
framangreindum ástæðum hefur
verið ákveðið að grípa til rót-
tækra breytinga á starfsháttum
og stefnu S.L., sem felast m.a. í
þvf, að starfsmönnum á skrifstof-
unni hefur verið fækkað f sjö og
verksvið endurskipulagt. Þá hafa
einnig verið gerðar tillögur um
lækkun annars rekstrar-
kostnaðar.
markaðsmAl
Sala hefur ekki orðið jafnmikil
og vonast var til, er S,L.
hóf starfsemi sína. Meðal
ástæðna fyrir þvi má nefna
slæmt efnahagsástand í
helztu viðskiptalöndum á starfs-
tímanum og háir tollar í
ríkjum Efnahagsbandalags
Evrópu. Á fyrsta starfsári S.L.,
1973, var flutt út lagmeti fyrir
tæplega 300 m.kr. Árið 1974 var
útflutningur um 500 m.kr. og
verður á árinu 1975 svipaður í
krónutölu. Áætluð sala 1976 er
um 650 m.kr. að óbreyttum
aðstæðum.
Staðan á einstökum mörkuðum
er sem hér segir:
Bandarfkin: Á árinu 1974 gerði
S.L. samning við fyrirtækið Taiyo
Americas, Inc. í New York, um að
það tæki að sér einkasölu á lag-
meti í Iceland Waters umbúðum í
Bandaríkjunum. Fyrirtæki þetta
keypti og staðgreiddi á árinu 1974
lagmeti fyrir um 1,5 milljónir
dala, aðallega kippers, kavfar og
rækju.
Eftir að Lárus Jónsson, for-
maður stjórnar S.L. og Heimir
Hannesson, varaformaður, höfðu
rætt við fulltrúa Taiyo Americas,
Inc. í Bandaríkjunum í september
s.l. var tekin ákvörðun um að
segja upp einkasölusamningi við
fyrirtækið. Ástæður þessarar
ákvörðunar eru eftirfarandi:
1. Mikið magn af íslenzku, lag-
meti er óselt hjá fyrirtækinu.
2. Fyrirtækið reyndist óhæft til
sölu á íslenzku lagmeti og hafði
vanefnt samninga um að gera sér-
stakt átak í sölu.
3. Ekkert lá fyrir um frekari
pantanir hjá S.L.
Eins og áður er sagt keypti
Taiyo Americas, Inc. vörurnar
gegn staðgreiðslu. Framleiðendur
hafa því fengið vöru sína greidda
Rétt er að minna á, að tilboð
Taiyo Americas, Inc. var að
mörgu leyti aðgengilegt miðað
við aðstæður á sínum tíma.
Þeir vildu kaupa og stað-
greiða miklu meira magn
af fslenzku lagmeti en áður
hafði verið selt til Bandaríkjanna
og á mjög góðu verði, gegn því, að
gerðir yrðu langtimasamningar
um sölu þar og þeir fengju einka-
rétt á Iceland Waters merkinu.
Ástæða er til þess að ætla, að sú
slæma reynsla, sem íslenzkir
lagmetisframleiðendur verða
fyrir af samningnum við Taiyo
Americas, sé ekki einvörðungu
óheppni með umboðsaðila heldur
sé einnig um að ræða, að einka-
umboðskerfið henti ekki fyrir lag-
meti á Bandaríkjamarkaði.
Stjórn S.L. hefur rætt þessi mál
ýtarlega og leitað álits sérfróðra
manna, m.a. forráðamanna S.H. f
Bandaríkjunum o.fl. 1 þeim við-
ræðum kom mjög eindregið fram,
að lagmetissala á þessum stóra
markaði sé svo sérhæft og viða-
mikið verkefni, að ekki sé að
vænta árangurs nema komið verði
þar á fót söluaðstöðu á eigin veg-
um. Mun stjórn S.L. vinna áfram
að því að finna þá leið í sölustarfi
á Bandaríkjamarkaði, sem betur
hentar hagsmunum fslenzks lag-
metisiðnaðar.
AÐRIR MARKAÐIR:
Refsitollar Efnahagsbandalags
Evrópu loka því sem næst þessum
stóra og þýðingarmikla markaði
fyrir íslenzkt lagmeti. Tollar í
þessum löndum eru nú almennt
um 20% á lagmeti. Ef samningur-
inn við EBE hefði tekið gildi
væru þeir nú 10%. Má gera ráð
fyrir, að þetta valdi því, að út-
flutningur til þessara landa stöðv-
ist svo til alveg að óbreyttu
ástandi.
Þó nokkuð magn af lagmeti, að-
allega loðna, hefur verið flutt til
Japan á undanförnum árum, en
litlar líkur eru taldar á, að um
meiri sölu verði að ræða á næst-
unni, þar sem mikill samdráttur
hefur orðið á eftirspurn eftir lag-
meti þar í landi vegna erfiðs efna-
hagsástands og eru miklar birgðir
af fslenzkri loðnu óseldar hjá um-
boðsmanni þar.
Utflutningur á lagmeti til
Sovétrfkjanna nam um 1,2 millj-
ónum dala á yfirstandandi ári.
Árlegur kvóti i nýgerðum ramma-
samningi við Sovétríkin nemur
1,3—2,0 milljónum dala, þannig
að miðað við þann samning er
ekki svigrúm til verulegrar aukn-
ingar á sölu á íslenzku lagmeti.
Rétt er þó að benda á, að Sovét-
menn hafa oft keypt meira af
lagmeti en kvótinn segir til um.
Aðrir markaðir: Ljóst er, að á
meðan ástand á stærstu mörkuð-
unum EBE, Bandaríkjunum
o.s.frv. er eins erfitt og raun ber
vitni, verður að leggja aukna
áherzlu á sölu og markaðskönnun
á öðrum svæðum svo sem EFTA
löndum og Afriku.
innkaupamAl
I upphafi starfs S.L. var sú
stefna mörkuð, að stofnunin lægi
með lager umbúða fyrir aðildar-
verksmiðjur sínar til þess fyrst og
fremst að tryggja, að umbúðir
væru fyrir hendi, ef samningar
tækjust um sölu með stuttum fyr-
irvara. Auk þess var álitið, að
S.L. ætti auðveldast með að ráð-
stafa og nýta þær umbúðir, sem
til væru, því að stofnunin hefði
bezta heildaryfirsýn yfir sölu og
framleiðslu, og þannig væri unnt
að halda minni meðallager i land-
inu en yrði, ef verksmiðjurnar
keyptu inn hver fyrir sig.
Reynslan hefur sýnt, að þessum
markmiðum varð ekki náð i veiga-
miklum atriðum. Aftur á móti
hafa safnast miklar umbúðabirgð-
ir á lager S.L. og erlendis og er
kostnaðurinn við þetta birgðahald
mikill.
Einsýnt er, að breyta þarf alger-
Iega um stefnu í innkaupamálum.
Lagerhald þarf að vera sem allra
minnst, ná f mesta lagi til nokk-
urra rekstrarefna.
Atefna S.L. er þvf, að afskipti
hennar af innkaupamálum verði í
framtíðinni fólgin f þvi, að láta
framleiðendum í té upplýsingar
um sölumöguleika svo og verð,
afhendingartíma og gerð umbúða
og rekstrarvöru, og sameina pant-
anir verksmiðja, en hver fram-
leiðandi beri ábyrgð á sinum
hluta pöntunar. Hönnun umbúða
með Iceland Waters merkinu
verður áfram f höndum stofnun-
arinnar. Innkaupadeild S.L. verð-
ur þannig i framtíðinni aðeins
samræmingaraðili.
Umbúðir hjá Noblikk Sannem
A.S. Auk mikils umbúðalagers
hér heima fyrir, bæði hjá S.L. og í
verksmiðjunum, eru fullunnar og
ófullgerðar dósir í Noregi hjá No-
blikk Sannem, sem kosta 500.000
n.kr. eða um 15 millj. íslenzkar
krónur, skv. síðasta tilboði fram-
leiðandans.
Stjórn S.L. hefur unnið að
lausn þessa máls i góðri samvinnu
við fulltrúa Noblikk Sannem og
eru horfur á, að málið leysist fyrir
áramót. Stefnt er að því að selja
þennan umbúðaleger ásamt öðr-
um birgðum S.L. eins fljótt og
unnt er.
ÞRÓUNARMÁL
S.L. hefur í vörzlu sinni Þró-
unarsjóð lagmetisiðnaðarins, en
tekjur hans eru skv. lögum um
sölustofnun, útflutningsgjöld af
niðursoðnum og niðurlögðum
sjávarafurðum svo og af söltuðum
grásleppuhrognum. Sjóðurinn
nýtur þessara tekna i fimm ár frá
stofnun samtakanna. Sjóðinn skal
nota til þess að efla nýjungar og
framfarir á sviði lagmetisiðnaðar
og styrkja tilraunir með nýjar
vörutegundir og kynningu þeirra
á erlendum mörkuðum.
Fram til þessa hefur stærsta
verkefni sjóðsins verið vöruhönn-
un, sem danskt fyrirtæki, Georges
S. Tomaszewski’s Gastronomiske
Institut, hefur annazt, auk þess
se, i styrkir hafa verið veittir til
ísícnzkra verksmiðja vegna til-
rauna með ný tæki og vörur. Þá
hefur þróunarsjóðurinn borið
kostnað af umbúðahönnun fyrir
sameiginlegt vörumerki samtak-
anna svo og vegna starfa við hag-
ræðingu í verksmiðjum.
Stjórn S.L. telur nauðsynlegt,
að endurskipuleggja þróunarstarf
S.L. og verkefni þróunarsjóðs og
hefur falið sérstökum starfs-
manni umsjón þessara mála.
Ljóst er, að vinna verður að því
að tengja framleiðsluna sölustarf-
inu meir, en sá vandi, sem við er
að etja í sölumálum er að nokkru
leyti til orðinn vegna stöðu
iðnaðarins. Leggja verður áherzlu
á samhæfingu, sölu og fram-
leiðslu, þ.e. að framleiðendur fái
frá söluhliðinni upplýsingar um,
hvaða vörur markaðurinn vilji og
á hvaða verði og verksmiðjurnar
skili S.L. sfðan samkeppnis-
hæfum vörum til sölu. I þessu
sambandi verða helztu verkefni á
næstunni könnun á starfsaðstöðu
og fyrirgreiðslu til íslenzks lag-
metisiðnaðar í samanburði við
aðrar útflutningsgreinar svo og
athugun á samkeppnishæfni hans
miðað við erlenda keppinauta. Þá
verður og lögð áherzla á, að veita
aðstoð við tæknilega endurnýjun
og hagræðingu, sem nauðsynleg
kann að reynast, í samræmi við
viljayfirlýsingar framleiðenda,
svo og stöðlun og eftirlit með
framleiðslu.
Framhald á bls. 31.
Skýrsla stjórnar um ástand í
málefnum Sölustofnunar lagmetisins
Frá blaðamannafundi með stjórn Sölustofnunar lagmetisins f gær. Frá vinstri Eysteinn Helgason,
framkvæmdastjóri sölumála, Heimir Hannesson, varaformaður stjórnar, Gylfi Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, Lárus Jónsson, formaður stjórnar og Hörður Vilhjálmsson.