Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 15 Neyðarástand í Portúgal í kjölfar byltingartilraunar Lissabon, 25. nóvember. AP. Reuter. Francisco da Costa Gomes lýsti yfir neyðarástandi I dag eftir byltingartilraun vinstriöfga- manna úr hernum, sem lögðu undir sig fjðrar stöðvar flughers- ins og tðku hershöfðingja úr honum I gfslingu. Aðrir uppreisnarhermenn lögðu undir sig upptökusali rfkissjónvarpsins. Seinna náðu hermenn hollir stjðrninni aðalstöðvum flughers- ins úr höndum uppreisnarmanna án þess að hleypa af skoti. Flestir uppreisnarmannanna lögðu niður vopn og gengu út með uppréttar hendur að sögn sjónarvotta, en nokkrir komust undan. Skömmu sfðar heyrðist skothrfð hjá aðal- stöðvunum og fólk flýði f ofboði. Léttvopnaða stórskotaliðsher- deildin sem styður vinstrimenn kom sfðar fyrir fallbyssum á brú á hraðbraut, sem liggur norður f land og til Spánar. Byssum var einnig komið fyrir á götum, sem liggja til sjónvarpsstöðvarinnar, Solzhenitsyn þjáist ekki af þunglyndi t FREGNUM frá Zúrich segir, að Alexander Solzhenitsyn hafi borið til baka blaðafréttir um, að hann þjáist af þung- lyndi og ofþreytu. Solzhenitsyn sagði í yfirlýs- ingu, sem birtist f Neue Zurcher Zeitung: „Sá, sem hefur lært Gulag-lexfuna þjá- ist ekki af þunglyndi," en með þessum orðum vitnar skáldið til veru sinnar f sovézku þrælkunarbúðunum f Gulag- eyjahafinu. ERLENT og þeim var lokað með götuvfgj- um, þar sem menn úr vopnuðum borgarasveitum og hermenn tóku sér stöðu. Talsmaður uppreisnarmanna, Duaro Clemente höfuðsmaður, sagði að einvalalið hægrimanna úr Amadora-herdeildinni skammt frá Lissabon hefði fengið skipun um að ráðast á sjónvarpsstöðina. Hann skoraði á óbreytta borgara að hjálpa við vörn stöðvarinnar, sem hann sagði að „þjónaði hags- munum verkamanna". Byltingarráð hersins kom saman til skyndifundar undir for- sæti Costa Gomes, sem áður hafði bannað mótmælaaðgerðir f höfuð- borginni, skipað útvarpsstöðvum að hætta fréttaflutningi og sett herlið á Lissabon-svæðinu undir sfna stjórn. Ráðunautur Jose Pinheiro de Azevedos forsætisráðherra sagði: „Ég tel árekstra mjög nærtækan möguleika." Háttsettur embættis- maður sagði: „Við gætum verið á barmi borgarastyrjaldar.“ Mikið veltur á afstöðu kommún- istaflokksins, sem er velskipu- lagður, en frá honum kom engin yfirlýsing í dag. Atburðir dagsins hófust þegar bændur fjandsam- legir kommúnistum norðan við Lissabon ákváðu að hætta að Mitterand íUSA Washington 25. nóv. Reuter. FRANSKI sósíalistaforinginn Francois Mitterand byrjar fimm daga heimsókn sína í Bandarfkj- unum í dag. Mun hann ræða þar við ráðamenn og eiga fundi með fréttamönnum, og hann ferðast einnig um. Ekki hefur verið til- kynnt hvenær hann hitti Ford Bandaríkjaforseta meðan á heim- sókn hans stendur. Þá mun hann í dag ræða við Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og á morgun ræða við McGovern frambjóðanda í for- setakosningunum í landinu árið 1972, þegar Richard Nixon var endurkjörinn. Portúgalskir hermenn við skriðdreka sinn og hlýða á Costa Gomes forseta lýsa yfir neyðarástandi f Lissabon og nágrenni hennar eftir tilraun fallhlffarhermanna sem fylgja kommúnistum til að ná útvarps- stöðvum og herstöðvum á vald sitt. Tilraunin var brotin á bak aftur, en geysileg spenna var um landið allt í gærkvöldi og með öllu óljóst hvernig fara mundi. stöðva umferð á vegum til höfuð- borgarinnar. Skömmu siðar tóku vinstri- sinnaðir fallhlífarhermenn og flugliðar á sitt vald þrjá flugvelli, aðalstöðvar flughersins í Lissa- bon og fjarskiptamiðstöð höfuð- borgarinnar og tóku Anibal Pinho Freire hershöfðingja yfirmann flugliðsins á höfuðborgar- svæðinu, f gislingu. Engu skoti var hleypt af. Costa Gomes reyndi að afstýra blóðsút- hellingum með því að skipa her- liði hollu stjórninni að beita ekki skotvopnum. Hann kallaði upp- reisnarmenn leiksoppa glæpsam- legra afla. Embættismenn kölluðu upp- reisnina valdaránstilraun, en i kvöld var ljóst að þátt í henni tóku aðeins hermenn úr fallhlífa- sveit sem nýlega var lögð niður pólitfskir flugliðar og menn úr flugherskóla. Ekkert heyrðist í tveimur herdeildum, sem talið er að styðji vinstriöfgamenn — létt- vopnuðu stórskotaliðsherdeild- inni i úthverfum Lissabon og Framhald á bls. 31. Síðustu fréttir Costa Gomes fyrirskipaði f kvöld algert útgöngubann I Lissa- bon og nágrenni hennar, allt frá Santarem sem er 80 km fyrir norðan til og með Setúbal sem er 40 km fyrir sunnan borgina. I tilkynningu sagði, að fólki væri stranglega bannað að vera á ferli og allir fundir væru bannaðir. Ekki var tiltekið hvenær útgöngu- banninu yrði aflétt. Bandarískir þingmenn: Hvetja Brezhnev til að veita Sakharov fararleyfi til Osló Washinnton 25. nóv. Rcuter. ÞRJATlU og sjö bandarfskir öld- ungadeildarþingmenn hafa sent skeyti til Leonids Brezhnevs, leið- Kissinger gagnrýnir Sovétíhlutun í Angóla Detroit, 25. nóv. Reuter. AP. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra sagði f dag að afskipti Rússa af málefnum Angola gætu stefnt friðsamlegri sambúð þeirra og Bandarfkjamanna f voða. Hann sagði að ef þessi fhlut- un Rússa héldi áfram gæti það haft áhrif á stefnumótun Banda- ríkjastjórnar. Hann kvað vandséð hvernig af- skiptasemi Rússa og friðsamleg sambúð gætu farið saman. Þar með hafa Rússar fengið einhverja eindregnustu vísbendinguna um vaxandi áhyggjur Bandarfkja- manna af ihluturi þeirra i Angola. Kissinger hafði áður gagnrýnt Rússa fyrir íhlutun í Angola í ræðu í Detroit og varað við þvi að hún gæti haft áhrif á sambúð þeirra og Bandaríkjamanna. Þegar hann var spurður nánar um þetta á blaðamannafundi sagði hann að Bandaríkjamenn vildu fyrst og fremst binda enda á átökin í landinu og kanna hvort „afrfska lausn mætti finna á afrísku vandamáli án þess að gera Angola að vettvangi stórvelda- reiptogs." Hann sagði enn fremur að hann væri reiðubúinn að hitta forystu- menn Sovétríkjanna að máli til að bjarga viðræðunum um takmörk- un kjarnorkuvopna úr ógöngum. Framhald á bls. 31. toga sovézka kommúnistaflokks- ins, og hvatt hann til að leyfa dr. Andrei Sakharov að fara til Ösló- ar að veita þar viðtöku friðarverð- launum Nóbels í næsta mánuði, að þvf er Henry Jackson þing- maður kunngerði í dag. Þingmennirnir eru bæði úr röðum demókrata og repúblikana og sögðu þeir í skeyti sinu að héldi Sovétstjórnin neitun sinni við Sakharov til streitu gætu þeir aðeins dregið af því þá ályktun að Sovétstjórnin væri ekki reiðubú- in að virða ákvæði Helsinkisátt- málans. Þingmennirnir sögðu að Sakharovmálið væri i raun próf- steinn á afstöðu sovézku stjórn- arinnar gagnvart efnisatriðum Helsinkisamningsins, en þar var sérstaklega kveðið á um að komm- únistaríki leyfðu frjálsar ferðir borgara þeirra til annarra landa. HISPURSMEYJAR — Franskar vændiskonur hafa efnt til landsþings í París til að leggja áherzlu á kröfur um að atvinna þeirra verði löglega viðurkennd. Fréttamönn- um var boðið að vera við setningu landsþingsins og hér er einn þeirra ásamt Sonju og Ullu sem höfðu aðallega orð fyrir gleðikonunum. Nýtt lýðveldi í S-Ameríku Paramaribo, Surinam. 25. nóvember. Reuter. AP SURINAM, áður Hollenzka- Guyana, á norðausturhorni Suður-Amerfku hlaut sjálfstæði f dag eftir 325 ára nýlendustjórn Hollendinga. Flugeldum var skotið og 25.000 manns dönsuðu og sungu þegar hollenzki fáninn var dreginn niður og fáni hins nýja ríkis dreg- inn að húni við hátíðlega athöfn á knattspyrnuvelli höfuðborgar- innar. Forsætisráðherra, blökku- maðurinn Henck Arron, og for- ingi stjórnarandstöðunnar, Ind- verjinn Jaggernath. Lachmon, féllust í faðma og grétu og þar með tókust opinberlega sættir með þeim tveimur mönnum sem aðallega hafa bitizt um völdin. Um 20.000 manns hafa flúið frá Surinam til Hollands á undan- förnum mánuðum til að tryggja sér hollenzkan ríkisborgararétt og flýja hugsanlega borgarastyr- jöld. Surinam á i landamæraerjum við Guyana (áður Brezka- Guyana) í vestri og Cayenne (franska-Guyana) I austri en stjórnin er sögð vongóð um að fljótlega megi leysa báðar þessar deilur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.