Morgunblaðið - 26.11.1975, Side 19

Morgunblaðið - 26.11.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 19 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar atvinna j —A^a_A_* a *AI\ . 1 Rösk 19 ára stúlka óskar eftir vinnu strax. Uppl. í síma 72300. Atvinna óskast Stúlka vön afgreiðslu óskar eftir vinnu, helzt í sérverzlun. Margt fleira kemur þó til greina. Uppl. í síma 75721. Norska stúlku sem talar góða íslenzku vant- ar vmnu við Ijósmyndun frá ca. 1.1. '76 Hefur 4 ára reynslu við auglýsingar — fréttamyndir — glugga- skreytingar. Tilboð sendist Mbl. merkt: Jjósmyndun — 2373". 1 7 ára skólapilt vantar vinnu frá 16. des. — 15. jan. Uppl. í s. 31 1 43. Kjólar — ódýrt stuttir og síðir kjólar. Lítið á verðið hjá okkur. Dragtin Klapparstíg 37. Rauðamöl Til sölu rauðamöl heimkeyrð eða ámokuð. Sjáum einnig um útjöfnun, þjöppun og jarðvegsskipti. Kambur, Hafnarbraut 10, sími 43922. Miðstöðvarketill 3ja—3'/2 ferm. til sölu. Sími 50210. Verðlistinn Munið sérverzlunina með ödýran fatnað, Laugarnes- vegi 82, slmi 31 330. Rúmgott herbergi óskast til leigu. Skilvis mánaðargreiðsla. Uppl. i s. 74839. I.O.O.F. 7 = 1571 1 268'/t = E.T. II 1.0.0.F. 9 = 1571 1268’/2 = E.T. 11. -~ryw—<nrv tilkynningar' X jLj—* Söngmenn Mosfellssveit —- nágrenni Söngfélagið Stefnir óskar eftir nokkrum karlröddum hið fyrsta. Æfingar eru þegar hafnar. Upplýsingar á kóræf- ingu i barnaskólanum þriðjudagskvöld eftir k|. 20.30 og aðra daga í simum 66330 og 66406. RMR-26-9-20-VS-MT-HT g HELGAFELL 59751 1267 IV/V.2. Farfugladeild Reykjavikur Farfugladeild Reykjavíkur Myndakvöld verður haldið fimmtudaginn 27. 11. kl. 8.30 að Laufásvegi 41, sýndar myndir úr haust- ferðinni úr Þórsmörk. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður í kristniboðshúsinu Laufásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Sigur- steinn Hversveinsson út- varpsvirkjam. talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins í kvöld, miðvikudag kl. 8. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld. Verið velkomin. Fjölmennið. Óháði söfnuðurinn Félagsvist á fimmtudags- kvöldið kl. 8.30. Góð verðlaun, kaffiveitingar. Kvenfélag Óháðasafnaðarins. i.o.G.T. St. Einingin nr. 14 Fundur verður » Templara- höllinni í kvöld kl. 20.15 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra féiaga. 2. Dagskrá í umsjá Kristjáns Þorsteinssonar og Valdórs Bóassonar. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið og athugið breyttan fundartíma. Æðstitemplar verður til viðtals í síma 13355 frá kl. 17 til 18. Við viljum starfa með þér — Vilt þú starfa með okkur? _____________________Æ.T. Öldrunarfræðafélag íslands Félagsfundur verður haldinn fimmtudag 27. nóv. kl. 20.30. í föndursalnúm á Grund (gengið inn frá Brá- vallagötu) Fundarefni: 1. Öldrunarlækningar í Bret- landi og Norðurlöndum., Ár- sæll Jónsson læknir, Ragn- heiður Guðmundsdóttir læknir og Þór Halldórsson, yfirlæknir, 2. Ellimálin í land- inu, Gísli Sigurbjörnsson. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að fjölmenna. Stjórnin. Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu > 1 i i i i i i i i i i i i i i i i 150 1 1 300 r .. 1 i iiii i i i i i i i i i i i i i i i É i j i i i i i ii i i i i i i ■ i i i ii 1 1 460 1 111 i iiii i i t i i i i i i i i i i i 1 1 600 I; I i i i i i i i iiii i i i i i i i i i i i 1 1 750 ► i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 1 1 900 > i i i i i i i i i i i i i i 1 1 1 1 L _l 11050 Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr, NAFN: .. HEIMILI: Sl . A t.-A A-A—A- .. .........SfMI: ... */I..A...a...a—JL ~r—>• -r-*- *.. "Mv. v ‘Athugið Skrifið með prentstöfum og < * setjið aðeins 1 staf í hvern reit. Árlðandi er að nafn, heimili og slmi fylgi. _A......A, A i i i i»in -A A A A- -y—v REYKJAVÍK: KJÖTMIÐSTÖOIN, Laugalæk 2. SLÁTURFÉLAG SUOURLANDS Háaleitisbraut 68, “v~v— T./.i. A£/S.u.................. JuÆm. rfij/A x. .íæ/jsm ' AM dCftM I ./ I ' ./. s/sia ,l,Áo,gi, , • Ai * I * I 1«.w „i/l A IA.... HAFNARFJÖRÐUR: LJOSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR fteykjavíkurvegi 64, KJÖTBÚO SUOURVERS, Stigahlíð45—47, VERZLUN •« HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2—6 ÞÓRÐAR Þ^ROARSONAR' < sláturfélag suourlands Su8urgotu 36'_________ KÓPAVOGUR ÁRBÆJARKJÖR, Rofabæ 9, ÁSGEIRSBÚO, Hjallabrekku2' BORGARBÚÐIN, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. ______Ani IH Lm—__A——^ Áttrœður sœgarpur og aflakóngur: Ulfar Kjartans- son Vattarnesi Úlfar er fæddur að Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð 26. nóv. 1895, sonur hjónanna Konráðínu Kjartansdóttur og Kjartans Sturlusonar, en ólst upp hjá hjón- unum Karólínu Sturludóttur og Jóni Oddssyni, sem þar bjuggu. Hann naut þeirrar barnafræðslu sem fáanleg var og vandist snemma sveitastörfum. Ungur byrjaði hann að stunda sjó með fósturföður sínum og gerðist brátt hinn mesti sægarpur og aflakló, sem víðfrægt er. Árið 1919 kvæntist hann Maríu Halldórsdóttur, mikilhæfri ágætiskonu, sem gætti heimilis og barna af mikilli prýði. María dó árið 1939. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, þar af eru á lífi: Halldóra, Jón, Eygerður, Indiana, Bjarni Sigurður, Aðalbjörn, Steinunn, Ingibjörg, Kjartan, Hreinn og María Ulfheiður, allt ágætisfólk. Afkomendur Úlfars eru í dag 88. Úlfar hefur stundað sjó í 65 ár, lengst af sem formaður á eigin bátum, sem alls hafa verið 3. Meðan hann saltaði aflann og verkaði, var fiskurinn ávallt fyrsta flokks vara og sama gilti um hákarlinn, hann var ávallt eft- irsóttur vegna vandaðrar með- ferðar framleiðandans, sem ekki má vamm sitt vita i neinu. Hann fiskaði ætíð meira en aðrir. Ég minnist eins dags þegar Vattar- nesbátar voru allir á sjó. Allir komu þeir snemma að landi með sáralftinn afla nema Ulfar. Hann kom að landi siðastur með fulla báða skuti af fiski, en ofaná afla- kös annars skutar var selur en í hinum skutnum hnisa. Aftan í bátinn var bundið um það bil 30 feta langt rekatré. Svipað mun það hafa verið oftast á útgerðar- timabili Ulfars. Vattarnesfjara er hár malar- kambur og þar er erfitt uppsátur, einnig brimasamt. Ulfar aflétti þeim erfiðleikum með þvi að út- búa rennibraut (Slipp) við sjóhús sitt, en mótorvél sjóhússins dreg- ur bátinn uppí sjóhús. Úlfar er þrekmenni, hæglátur dreng- skaparmaður, greindur vel og hið mesta ljúfmenni, skemmtilegur maður sem ánægjulegt er að um- gangast. Það er skemmtileg tilhugsun, ef afkomendur Ulfars hefðu allir búið í Ulfarsborg á Vattarnesi, stundað þar landbúnað og sjávar- útveg, með eigin verzlun, eigin banka og yfirleitt öllu því, sem menningarborg tilheyrir, því af- komendur hans hafa til að bera alla þá hæfileika sem þarf til að byggja upp og stjórna slíkri borg. Og þá hefði það kannski gerst að ættarhöfðinginn hefði i gleði sinni skroppið á gömlu dansana eina kvöldstund. En það getur hann gert hvort eð er. Ég óska þessum vini mínum framhaldi þeirrar gæfu sem hann hefur hlotið, enn um mörg ár. Hann tekur á móti gestum í samkomusal Rafveitunnar við Elliðaár I kvöld kl. 8. Eiríkur Bjarnason. — Minning Einar Framhalcl af bls. 20 að vinar og skólabróður er minnst. Það var bjart yfir skólafélögun- um úr Vélskóla Islands veturinn 1951—54 og margar ánægjulegar hugsanir sem koma upp í hugann. Einn af þessum félögum var Ein- ar Magnússon og var hann jafn- framt sá athyglisverðasti, þar kom margt til, hann var nokkuð eldri en við hinir og því reyndast- ur, svo var hann rammur að afli og mikill á velli. Við fyrstu sýn virtist hann nokkuð hrjúfur, en það breyttist við nánari kynni, þá kom i ljós það sem innra blund- aði, ljúfur maður en ákaflega skapstór. Það var gaman að skemmta sér með honum, hann var oft glaður á góðri stund, kom- ið gat það fyrir að hann yrði of staupastór en það er ekki óalgengt um skaprika menn. Mjög ungur að árum beindist hugur Einars að tækni og því sem við kom vélum. Hóf hann því nám í Vélsmiðjunni Hamri h.f. og lauk því 1937, en áfram var hann að mennta sig með því að lesa sér til um tækni og vísindi, þaó dugði honum þó ekki, árið 1951 hóf hann nám við Vélskóla islands og lauk þaðan prófi 1954 með mjög hárri einkunn, var hann þá 39 ára gamall. Einar Magnússon var fæddur í Reykjavík 2. september 1915, son- ur hjónanna Magnúsar Halldórs- sonar verkamanns er ættaður var úr Austur-Skaftafellssýslu og konu hans Ragnhildar Lýðsdóttur ættaðrar úr Biskupstungum. Eina systur átti Einar sem Kristín heit- ir. Einar var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann eina dóttur, Ragnhildi. Árið 1951 kvæntist hann í annað sinn og þá Jarðþrúði Karlsdóttur fæddri f Reykjavik, dóttur Karls Karlssonar sem lengi var vatnsmaður við Reykjavíkur- höfn og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Milli Jarðþrúðar og Einars ríkti mikil virðing og traust. Þau eignuðust fjögur börn: Magnús Ragnar f. 1952, Rannveig f. 1954, Kristín f. 1958 og Hallfríður f. 1963. Einn son, Karl Má, átti Jarðþrúður áður og gekk Einar honum í föðurstað. Eins og að framan segir lauk Einar járniðnaðarnámi frá Vél- smiðjunni Hamri h.f. en lengst af hafði hann unnið í Vélsmiðjunni Héðni h.f. Að vélstjóranámi ioknu hóf hann aftur störf hjá Vélsmiðj- unni Héðni h.f. þar var honum trúað fyrir mikilli ábyrgð, hann var sendur um gjörvallt landið með mikil mannaforráð til að leysa hin erfiðustu verkefni á sviði tækni bæði f frystiiðnaði og við uppbyggingu síldarverk- smiðja, en einmitt á því tímabili sem hann var harðsnúnastur til afreka á verklega sviðinu ásamt sinni tæknikunnáttu, byggðist upp mikill hluti þess verksmiðju- kerfis sem nú er i kringum land- ið, það þurfti því marga dáð að drýgja á því sviði bæði hvað snerti vinnuafrek og hugvit, svo árangur næðist. Það var oft gaman að hlusta á frásagnir frá þessum árum, þær voru stórkostlegar og væri það efni í margar íslendingasögur. Það hlaut að koma að þvi að Einari yrði falinn enn ábyrgða- meiri störf, 1958 var hann ráðinn verksmiðjustjóri til Sildarverk- smiðja ríkisins á Seyðisfirði. Allt- af var hann að hugsa um hvernig hann gæti náð sem mestri nýtni út úr því hráefni sem okkar dug- miklu sjómenn komu með að landi og hann skildi vel hvað það þýddi fyrir þjóð sína að ná sem flestum proteineiningum, einfald- lega betri lífskjör. Einar hafði ekki mkinn tíma aflögu frá sinumdaglegu störfum, þó var hann farinn að gefa sér tíma hin seinni ár til félagsstarfa, hann var í Lionsklúbbi Seyðis- fjarðar, einnig starfaði hann að velferð bæjarfélagsins og sat þar í bæjarstjórn. Það er margs að minnast, Einar hafði gaman af bókum og tónlist, var búinn að ganga i gegnum mik- inn háskóla. Við skólabræður hans þökkum honum samfylgdina og vottum eiginkonu hans, börn- um og öðru venslafólki dýpstu samúð. Far i friði. Kristmundur Sörlason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.