Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 1975 Vinarkveðja: Bragi Olafsson verkfræðingur Fæddur 3. febrúar 1918 Dáinn 19. nóvember 1975 Bragi Ólafsson Iést af hjarta- slagi aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóv. Hann var á ferðalagi á vegum fyrirtækis síns, Fálkans h.f. Bragi var fæddur í Reykjavík 3. febrúar 1918. Foreldrar hans voru Þrúður Guðrún Jónsdóttir og Olafur Magnússon, kaup- maður, stofnandi Fálkans. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands ári 1936 og M.S. prófi í vélaverkfræði frá háskólanum í Manchester 1947. Að loknu prófi varð hann verkfræðingur á teiknistofu Landsmiðjunnar 1948—51, yfirverkfræðingur hjá Vélsmiðjunni Héðni h.f. 1951—53, framkvæmdastjóri Iðnaðarmálastofnunar Islands frá stofnun hennar 1953 til ársins 1955 er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Fálkans h.f. Hin síðustu árin var hann forstjóri þess fyrirtækis. Á námsárum sínum í Englandi kynntist Bragi eftirlifandi konu sinni, Mörtu Lakner frá Tékkó- slóvakíu, sem stundaði nám við sama háskóla. Hún lauk prófi í læknavísindum sama ár og hann lauk Magister Science prófi í véla- verkfræði. Börn þeirra eru: Páll, viðskiptafræðingur, fæddur 1948, kvæntur Guðbjörgu Hjörleifs- dóttur. Þau eiga þrjá syni. Ólafur, fæddur 1955, stundar nám í verk- fræði við Háskóla íslands. Helga, fædd 1960 stundar nám við Ár- múlaskóla. Það var á vordögum 1953 að leiðir okkar lágu saman í starfi. Þá hafði risið upp ný stofnun, er vera skyldi iðnaði landsmanna lyftistöng, Iðnaðarmálastofnun Islands. Bragi var ráðinn fram- kvæmdastjóri hennar. Við sem þetta ritum teljum það mikla gæfu að hafa fengið að vinna með Braga í þessari stofn- un. Þar kynntumst við framúr- skarandi stjórnunarhæfileikum hans. Hann reyndi ætíð að leysa vanda hvers og eins sem til stofn- unarinnar leitaði eins fljótt og verða mátti. Þá þurfti stundum að Iáta hendur standa fram úr ermum og var okkur öllum sem með honum unnum það einkar ljúft, þvf við fundum að honum var það kappsmál að hvert verk yrði leyst fljótt og vel af hendi, enda lét hann ekki sjálfur sitt éftir liggja. Það var hans ein- kenni í starfi. Við lausn hvers máls treysti hann samstarfs- mönnum sínum til að vinna sjálf- stætt, eftir að höfuðlínur höfðu verið lagðar, og jók það hverjum og einum ábyrgðarkennd og starfsgleði. Á þann hátt laðaði hann fram hið besta sem með hverjum bjó. Bragi var heill maður. Hann gekk að hverju starfi með elju og atorku sem smitaði frá sér. Smámunasemi fór f taugarnar á honum. Hann missti aldrei sjónar á meginatriðum hvers máls. Og þar kom honum til hjálpar hin óskeikula kímnigáfa hans. Allt smátt og óþarft varð honum að skopi og kátínu svo að hin erfiðustu mál urðu einföld úr- lausnar. Ef eitthvað bar á milli í t Fósturmóðir okkar, KRISTÍN ÖGMUNDSDÓTTIR, frá Görðum Vestmannaeyjum, lézt að Hrafnistu mánudaginn 24 þ.m. Sigurína Friðriksdóttir, Sigurjóna Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar GUNNAR GUNNARSSON, rithöfundur er lézt 25. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27 nóvember n.k kl 10 30. Franzisca Gunnarsson Gunnar Gunnarsson Úlfur Gunnarsson. t Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýjan vinarhug við fráfall ÞÓRHALLS JÓNSSONAR, Hjallabraut 4 Hf. Isllna Lára Kristjánsdóttir. Ólafur Herbert Skagvik. Sigrún Jónsdóttir. Jóhann Jónsson. t Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins mins STEFÁNS KRISTJÁNSSONAR, Melgerði 1, Reykjavlk. Kristin Bjarnadóttir. t Hjartanlegt þakklæti til allra er auðsýndu mér mikla samúð og kærleika í veikindum og við andlát, elskulegs eiginmanns míns ÁSMUNDAR EIRfKSSONAR, trúboða Bænir ykkar og vinsemd, hafa verið mér styrkur á erfiðum dögum Drottinn allsherjar launi ykkur. Þórhildur Jóhannesdóttir. t Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall JÓHÖNNU VALGERÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Stóru-Breiðuvik. Andrés Sigfússon Elisabet Andrésdóttir. Friðrik Friðriksson Björg Andrésdóttir Lárus Karlsson Sigfús Andrésson Barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Einar Magnússon verksmiðjustjóri starfi voru málin alltaf rædd og vinarböndin milli hans og okkar, samstarfsmanna hans, slitnuðu aldrei vegna þess að hann var sá maður sem geymdi ekki smáerjur óuppgerðar til næsta dags. Hann lét hlutina heita sínum nöfnum en að lokum voru vandamálin leyst með léttum hlátri og góðum sögum. Bragi var prýðilegum gáfum gæddur og fær f sínu starfi. Hann var ekki mikið fyrir að sýnast og gerði jafnvel í því að búast sem maður er lítið kynni fyrir sér. En þeim mun meiri varð undrun þeirra sem hann átti viðskipti við er hann opnaði munninn. Við sem með honum unnum urðum oft vitni að slíku og fannst okkur þá sem við værum vitni að goð- sögunni um íslenska bóndann sem reynist jafningi konunga. Bragi var víðlesinn og hvar sem hann kom fram á mannfundum eða í kunningjahópi hafði hann eitthvað það fram að færa sem vakti óskerta athygli hvort sem það voru vísindi, stjórnmál eða gamanmál. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hann gerði alla hluti skemmti- lega. Hann var enginn volari. Allt umstang og víl var honum ógeð- fellt. Hans létti hlátur og ljúfa geð verður vinum hans minnis- stætt. Eftir að vegir okkar skildust á vinnustað héldum við alltaf hópinn. Og þá megum við ekki gleyma Mörtu, hinni ágætu konu hans og börnum þeirra. Við urðum heimilisvinir þessarar fjöl- skyldu. Bragi tók við starfi sem framkvæmdastjóri og síðar for- stjóri Fálkans, þvf fyrirtæki sem faðir hans hafði stofnað. Hann efldi það og færði út kvíarnar og þjónusta við viðskiptavini var sér- stök vegna kunnáttu hans og hæfiieika. Sem dæmi má nefna, Framhald á bls. 29 F. 2. september 1915 D. 19. nóvember 1975. EINAR Magnússon, verksmiðju- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Seyðisfirði, andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík hinn 19. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Með Einari er genginn stórbrot- inn og litríkur persónuleiki, sem seint mun gleymast þeim, er hon- um kynntust. Einar var rúmlega sextugur er hann lést, fæddur í Reykjavík 2. sept. 1915, sonur Magnúsar Halldórssonar verkamanns og konu hans, Ragnhildar Lýðsdótt- ur. Hér ólst hann upp og gekk í skóla. Hann lauk prófi í vélsmíði 1937 frá Vélsmiðjunni Hamri. Síðar gekk hann í Vélskóla Islands og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn árið 1954. Af afloknu iðnprófi vann Einar lengst af hjá Vélsmiðjunni Héðni sem vélsmiður og verkstjóri við uppsetningu frystivéla víðsvegar um land. Einnig vann hann við uppbyggingu síldarverksmiðj- unnar Rauðku og verksmiðjunnar S.R. 46 í Siglufirði, svo og verk- smiðjanna f Ingólfsfirði, Vopna- firði og víðar. Árið 1957 fór Einar til Seyðis- fjarðar á vegum Vélsmiðjunnar Héðins til að sjá um breytingar á verksmiöju Síldarbræðslunnar j/f. Arið eftir fluttist hann til Seyðisfjarðar og gerðist verk- smiðju- og framkvæmdastjóri Síldarbræðslunnar h/f. Arið 1962 keyptu Síldarverksmiðjur rfkisins Síldarbræðsluna h/f og hófust handa um byggingu nýrrar verksmiðju á Seyðisfirði. Var Einar ráðinn verksmiðjustjóri þeirrar verksmiðju og gegndi því starfi til dauðadags. Mikið starf var við uppbyggingu hinnar nýju verksmiðju, og má heita, að stöðugt hafi verið unnið að upp- byggingu hennar til ársins 1967. Þær framkvæmdir hvfldu mjög á Einari og má með sanni segja, að hann hafi lagt nótt við dag til að koma þeim áfram, en jafnframt var unnið að síldarbræðslu hvert sumar á þessum árum. Arið 1966 voru unnin í verksmiðjunni yfir 100.000 tonn síldar og mun það vera algjört met f einni verk- smiðju hérlendis. Þrautseigja Einars og kunnátta í meðferð véla og tækja auk glögg- skyggni á vinnslu og meðferð hráefnis gerði það að verkum, að verksmiðjan skilaði eftir atvikum góðri vöru, þrátt fyrir mengað hráefni. Eftir að loðna var tekin til vinnslu 1973 komu hæfileikar Einars einna gleggst f ljós, er þurfti að gangsetja verksmiðjuna með litlum fyrirvara, en þá hafði verksmiðjan ekki verið hreyfð til vinnzlu frá 1967 nema við vinnslu beina og fiskúrgangs. Vegna fjárhagsörðugleika Síldarverksmiðja ríkisins á árun- t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför. KETILS PÉTURSSONAR, skipstjóra Sérstakar þakkir færum við Gauta Arnþórssyni, yfirlækni og öðru starfsfólki, handlæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Klara Guðmundsdóttir, Kristinn Ketilsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Bjarney Sigvaldadóttir, Einar Már Guðmundsson Vegna jarðarfarar Braga Ólafssonar, forstjóra, verða verzlanir og skrifstofur lokaðar í dag miðvikudaginn 26. nóv. frá kl. 1 2. FÁLKINN um 1967—1973 eftir að síldveiðar brugðust með öllu fyrir austan, var viðhald verksmiðjunnar f lág- marki, er hún var sett í gang f ársbyrjun 1973 til móttöku loðnu. Þrátt fyrir vetrarhörku, margs- konar bilanir og óvant starfslið, tókst Einari að láta verksmiðjuna skila góðri afkomu með hárri nýtingu loðnunnar og góðum afurðum. Einar var einn þeirra manna, sem því miður eru orðnir of fáir í okkar góða landi, sem krafðist ætíð meira af sjálfum sér en öðr- um. Þess vegna var hann stund- um misskilinn af samstarfsmönn- um sínum og undirmönnum og gat ekki þolað menn í vinnu, sem eingöngu hugsuðu um kaup og peninga, en ekki um þau störf, sem þeim var trúað fyrir. Einar Magnússon var mikill að vallarsýn, herðabreiður, aðsóps- mikill, og hraustmenni. Með óbilandi kjarki, verkhyggni og út- sjónarsemi lyfti hann mörgu grettistaki á starfsævi sinni, enda orðinn þjóðsagnapersóna. Þrátt fyrir miklar annir gaf Einar sér tíma til lestrar góðra bóka og var vel að sér í íslenzkum fræðum að fornu og nýju, enda stálminnugur. Við fráfall Einars Magnússonar hafa Síldarverksmiðjur ríkisins misst góðan og tryggan starfs- mann og verður það skarð vand- fyllt, er orðið hefur við fráfall hans. — 000 — Einar Magnússon var tvíkvænt- ur. Hann kvæntist Ingibjörgu Steinsdóttur leikkonu árið 1941 og áttu þau saman eina dóttur, Ragnhildi, skólastjóra, sem gift er Valdemar Hjartarsyni, bústjóra við Mjólkárvirkjun. Þau Einar og Ingibjörg skildu. Síðari kona Einars 1951 er Jar- þrúður Karlsdóttir og áttu þau saman fjögur mannvænleg börn: Magnús f. 1952, nemandi í Tón- listarskólanum, Rannveig, f. 1954, nemandi í Menntaskólanum við Tjörriina, Kristín, f. 1958 og Hallfríður, f. 1963 og eru þau öll enn í foreldrahúsum. Kjörsonur Einars, sonur Jarðþrúðar, er Karl Már, f. 1944, sjómaður f Reykjavik, kvæntur Svanhvfti Þorsteinsdóttur. Eftirlifandi eiginkonu Einars og börnum votta ég mfna inni- legustu samúð. Jón Reynir Magnússon Minning, hvað er nú það? Jú, hún er eitt af þvf nauðsynlegasta sem til er, minningin er svo stór hluti af kærleikanum að það verð- ur ekki að skilið. Það er einmitt minningin sem er ákvörðun þess Framhald á bls. 19 t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall ÞÓRHILDAR JÓNSDÓTTUR. Stefán Árnason, Hrefna Magnúsdóttir, Jónas Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.