Morgunblaðið - 26.11.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 1975
21
Jón Þorgilsson:
Kaupfélagsstjórinn,
félagsheimilið og oddvitinn
I MORGUNBLAÐINU birtist
þann 15. þ.m. fréttatilkynning um
samskipti sjálfstæðisfélaganna í
Rangárvallasýslu og félags-
heimilisins að Hvoli og stjórnsemi
kaupfélagsstjórans í Hvolsvelli á
félagsheimilinu.
Oddviti Hvolhrepps virðist ekki
hafa verið alveg ánægður með
þessa frétt, því í Morgunblaðinu
þann 20. nóv. er birt „leiðrétting"
frá honum. Þótt grein oddvitans
sé ekki löng, er þar ýmislegt, sem
þarf nánari athugunar við. Áður
er þó rétt að taka fram, að frétt-
iha þann 15. nóv. sendi ég sem
fréttaritari blaðsins, af þeirri
ástæðu einni, að mér þótti
frammistaða forráðamanna
félagsheimilisins að Hvoli, i þessu
máli, öll vera með þeim hætti, að
um fréttaefni væri að ræða. Þótt
ég eigi aðild að stjórn sjálfstæðis-
félaganna, er fréttagreinin frá
mér einum, eins og hún raunar
sannar sjálf, ef hún er skoðuð og
sjálfstæðisfélögunum því með
öllu óviðkomandi. Um þetta virð-
ist gæta misskilnings í grein odd-
vitans og því rétt að leiðrétta það,
þótt þetta skipti ekki miklu máli.
I upphafi greinar sinnar segir
oddvitinn að í grein minni gæti
svo „gróflegrar mistúlkunnar" að
hann fái ekki orða bundist, og
ætli nú heldur betur að upplýsa
sannleikann í málinu. Oddvitinn
segir: „Hið rétta í því máli er, að
um miðjan október óskaði Norr-
æna félagið í Rangárvallasýslu
eftir að fá að halda aðalfund sinn
í félagsheimilinu þann 14. nóv.“
Vel hefði nú mátt geta þess að
formaður Norræna félagsins í
Rang. er Ólafur Ólafsson, kaup-
félagsstjóri og varaþingmaður.
Það má vel vera að þessi fundur
hafi verið ákveðinn eins og odd-
vitinn segir, um það veit ég ekk-
ert, en ekki var fundurinn boðað-
ur fyrr en þremur dögum áður en
hann átti að vera, og þá með
símtölum við félagsmenn. Hitt er
aðalatriði þessa máls, að þessi
fundur átti aldrei að vera i aðal-
samkomusal félagsheimilisins,
heldur í hliðarsal, en þetta nefnir
oddvitinn ekki.
Mistök húsvarðar verða því
þau, að hann gefur sjálfstæðis-
félögunum loforð fyrir afnotum
af húsinu, þar með nefndum
hliðarsal, á sama tíma og fundur-
inn átti að vera. Þegar þessi mis-
tök verða Ijós, tilkynnir húsvörð-
urinn fulltrúa sjálfstæðis-
félaganna, að ef fundurinn fáist
ekki færður til, þá verði svo að
vera, og sjálfstæðisfélögin verði
að láta sér nægja afnot af húsinu
með þessum takmörkunum. Þetta
gerist á þriðjudegi, en samkoman
átti að vera næsta föstudagskvöld.
Þessari ákvörðun húsvarðar
ætluðu sjálfstæðisfélögin að una
úr þvi sem komið var, enda stutt-
ur tími til stefnu að breyta þessu
og búið að auglýsa samkomuna
m.a. í Morgunblaðinu. Það er því
rangt hjá oddvitanum, að mistök-
in hafi komið í ljós, þegar báðir
aðilar fari að auglýsa sama dag.
Oddvitinn segir að endanleg af-
greiðsla málsins hafi dregist
vegna þess að hann og húsvörður-
inn hafi verið að leita að viðun-
andi lausn á því. Þessi lausn mun
hafa verið fólgin í því að fá Ólaf
kaupfélagsstjóra til að færa fund
sinn i fundarsal á efri hæð i
félagsheimilinu, og var sá salur
með öllu fullnægjandi fyrir Ólaf,
en á hans fund mun hafa komið
21 maður. Segja má að það hafi
ekki verið vitað fyrir, hvað marg-
ir kæmu á fundinn, en starfsemi
Norræna félagsins í Rang. hefur
ekki verið með þeim hætti að
búast mætti við fjölmenni, enda
hefur félagið lokið hlutverki sínu
í núverandi mynd að mestu leyti
fyrir löngu síðan, eins og síðar
verður að vikið. Ólafur ætlaði líka
að láta sér nægja hliðarsal, eins
og áður er sagt.
Eftir að oddvitinn, húsvörður-
inn og kaupfélagsstjórinn höfðu
þæft þetta mál með sér í tvo sólar-
hringa, tilkynntu þeir sjálfstæðis-
félögunum niðurstöðu sína á
fimmtudagskvöld, og var hún eins
og fram kom i fréttagrein minni
sú, að Ólafur kaupfélagsstjóri
þverneitaði að gefa nokkuð eftir
af þeim „rétti“, sem hann teldi sig
eiga til fundarhalds í félags-
heimilinu og auk þess aftæki
hann með öllu, að sjálfstæðis-
félögin fengju þar inni á sama
tima. Þetta var megin inntak
fréttagreinar minnar og þetta er
sannleikurinn í málinu.
Svo sjálfsagt þótti oddvitanum
að kaupfélagsstjórinn réði þessu,
að hann, samkvæmt eigin sögn,
taldi með öllu óþarft að tala við
samstarfsmenn sína í hrepps-
nefndinni um þetta mál, og kem-
ur þetta fram í grein oddvitans
næst á eftir tali hans um fjar-
stýringu og fór vel á því.
Ekki virðist auðvelt að koma
auga á hvað kosningafyrirkomu-
lag við hreppsnefndarkosningar f
Hvolshreppi kemur því máli við,
sem hér er tii umræðu. Oddvitinn
segir: „Til hreppsnefndar Hvol-
hrepps hefur verið kosið um
menn en ekki pólitiska flokka og
þar af leiðandi ákvarðanir
hreppsnefndar, varðandi rekstur
félagsheimilisins svo og um önn-
ur hreppsmál, aldrei teknar eftir
pólitískum línum eða þrýstingi
frá einhverjum allsherjargoð-
um.“
Þetta ásamt tali oddvitans um
fjarstýringu minnir þó óneitan-
lega á það, að ekki eru mörg ár
síðan að allir hreppsnefndarmenn
í Hvolhreppi, þar með oddvitinn
sjálfur, voru starfsmenn Ólafs
kaupfélagsstjóra í kaupfélaginu.
Kaupfélagsstjórinn lætur ekki
við það sitja að stýra kaupfélagi
sínu ,og félagsheimilinu að Hvoli.
Athafnasemi hans kemur víðar
fram.
I næsta húsi við kaupfélagið er
sýsluskrifstofa Rangárvallasýslu
til húsa. Húsráðandi þar hefur
um árabil verið stjórnarformaður
í kaupfélaginu hans Ólafs.
Meðal verkefna sýr' askrif-
stofunnar er útborgun trygginga-
bóta frá almannatryggingum.
Eins og eðlilegt má teljast gengur
misvel að koma öllum trygginga-
bótum í hendur réttra eigenda.
Þegar á þessu hafa verið teljandi
erfiðleikar að dómi sýsluskrif-
stofunnar, hefur fundist snjallt
ráð til úrbóta. Bæturnar eru bara
„lagðar inn“ í kaupfélaginu
Hvort kaupfélagsstjórinn hefur
sjálfur „kvittað" fyrir móttöku
bótanna eða látið einhvern undir-
manna sinna gera það skiptir
ekki megin máli í þessu sam-
bandi. Sagt er að þetta sér gert til
umhreinsunar í bókhaldi sýslu-
skrifstofunnar, og að sjálfsögðu
besta ráðið til þess.
Annað verkefni sýsluskrif-
stofunnar er reikningshald og
varsla á fjármunum sýslusjóðsins.
Helsta verkefni hans og það lang
fyrirferðarmesta í reikningum
sjóðsins eru styrkveitingar til
ýmiss konar félaga og stofnana.
Þegar styrkþegarnir koma á
sýsluskrifstofuna til að vitja um
styrki sína, er svarið gjarnan það
að búið sé að „leggja styrkinn
inn“ hjá kaupfélaginu. Ekki vejt
ég hvort kaupfélagsstjórinn
„kvittar“ sjálfur fyrir þessum
styrkveitingum. Um viðskipti
sýsluskrifstofunnar við það
tryggingaumboð sem kaupfélagið
rekur, ætla ég ekki að ræða að
sinni.
Einn af undirmönnum kaup-
félagsstjórans hefur með
höndum nokkurs konar fram-
kvæmdastjórn fyrir vörubifreiða-
stjórafélagið i Rangárvallasýslu,
þar á meðal innheimtu á reikning-
um fyrir einstaka bifreiðastjóra.
Þegar bifreiðastjórarnir ætla svo
að sækja andvirði reikninga sinna
til framkvæmdastjórans, þá er
stundum svona óviljandi búið að
„leggja það inn“ í kaupfélaginu.
Eins og áður er komið fram er
Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri,
formaður Norræna félagsins í
Rangárvallasýslu. Það var síðari
hluta vetrar árið 1973, sem hann
fékk allt í einu ákafa löngun til að
stofna það félag. Ekki voru liðnar
nema nokkrar vikur frá stofnun
félagsins þar til Ólafur var farinn
til Norðurlanda með fríðu föru-
neyti á afsláttarfagjöldum félags-
ins. Undarleg tilviljun.
Ég vil taka fram til að fyrir-
byggja hugsanlegan misskilning,
að þótt Norræna félagið komi hér
við sögu, er' þar nánast um til-
viljun að ræða, enda er það vafa-
laust hinn merkasti félagsskapur.
Einhverjum kann nú að finnast
að þetta sé orðið nógu langt mál,
og of mikið gert úr íitlu tilefni,
jafnvel smámistökum, sem átt
hafi sér stað.
Fyrir allmörgum árum var frá
því skýrt i fjölmiðlum að einn
kaupfélagsstjóri væri svo stjórn-
samur, að þegar viðskiptamenn
kaupfélagsins óskuðu eftir að fá
eitthvað af þeim peningum, sem
þeir áttu, inni i kaupfélaginu,
krefðist hann þess að þeir gerðu
fyrst grein fyrir hvað þeir ætluðu
að gera við peningana.
Fyrir nokkrum árum var einnig
skýrt frá því að annar kaupfélags-
stjóri hefði brugðist hinn versti
við, þegar ljóst varð að eitthvað af
starfsfólki kaupfélagsins hafði
aðrar skoðanir en honum voru
þóknanlegar.
Kaupfélagsstjórinn i Hvolsvelli
fékk að njóta varaþingmennsku
sinnar með setu á Alþingi á s.l.
vori. Þar flutti hann tvær ræður,
svo sem frægt varð, þar sem hann
fjallaði aðallega um stjórnsemi
sína og starfsbræðra sinna. Báðar
þessar ræður hafa komið út i
Alþingistíðindum og þær ættu
sem allra flestir að lesa.
Mér finnst að mál það, sem
varð upphaf þessara blaðaskrifa,
beri ansi sterkan keim af þessu
öllu. Að þrátt fyrir alla svardaga
oddvita Hvolhrepps um, að hann
þekki enga slíka, séu enn til „alls-
herjargoðar" sem vilja hafa öll
ráð manna í hendi sér. Það vill
svo til að um áratugaskeið hefur
kaupfélagsstjórinn í Hvolsvelli,
nánustu samstarfsmenn og sálu-
félagar hans og fyrirrennarar
þeirra, vart mátt lýsa harmi
sínum yfir því, að þeir einir skuli
ekki hafa ráðið yfir öllum at-
vinnutækjum og öllu fjármagni
héraðsbúa. Um þetta hafa þeir
skrifað fjölda blaðagreina og
haldið fleiri ræður en tölu verður
á komið.
Ég var aö kaupa
jðtaÍHþtíbina
SUMIR JOLASVEINAR DREKKA
EGILS PILSNER.............
OG AÐRIR JOLASVEINAR DREKKA
EGILS MALTÖL...................
EN ALLIR JOLASVEINAR DREKKA
AUDVITAO EGILS APPELSÍN ”
#leöileg jól
meö Sjiis ctrpkkjum
W*
H.F ÖLGEROIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVIK