Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 Þjóðhagsstofnun: HÉR fer á eftir síðari hluti þess kafla í riti Þjóðhagsstofn- unar, sem út kom I fyrradag og fjallar um framvindu og horfur á yfirstandandi ári. Ennfremur er birtur í heild sá kafli ritsins, sem fjallar um efnahagsþróunina í umheimin- um á undanförnum árum. VIÐSKIPTAKJOR í ÁRSLOK 1974 var útflutningsverð i erlendri mynt 3—4% lægra en að meðaltali á árinu 1974 en inn- flutningsverð var 6% hærra, þannig að viðskiptakjörin gagnvart útlöndum voru rúmlega 9% lakari við lok ársins en að meðaltali á árinu og nær 24%, lakari en i upphafi ársins. Á árinu 1975 hafa viðskiptakjörin haldið áfram að rýrna, fyrst og fremst vegna frekari lækkunar útflutningsverðs, og á fyrri helmingi ársins voru þau um 14% lakari en að meðaltali á árinu 1974 Verðlag á mikilvægustu frystiafurðum lækkaði nokkuð i ársbyrjun 1975 en hélzt síðan óbreytt en verðfall varð á frystri loðnu á Japansmarkaði miðaðj við fyrra ár Verðlag á fiskmjöli og lýsi fór stöðugt lækkandi fram eftir ári og um mitt ár varð einnig verðlækkun á saltfiski Þessi verðlækkun sjávar- afurða fram eftir árinu á mestan þátt í rýrnun viðskiptakjaranna á þessu ári, en verðlag á ýmsum öðrum út- flutningsafurðum hefur einnig lækkað t d á áli og landbúnaðarafurðum, en hins vegar hefur útflutningsverð á öðr- um iðnaðarvörum farið hækkandi (Sjá töflu 1) Á árinu 1975 hefur mjög dregið úr hækkun innflutningsverðs frá því sem var á árinu 1974 Framan af árinu gætti nokkurrar hækkunar á verðlag innfluttrar neyzluvöru og fjárfestingar- vöru, en verðlag á hráefnum og rekstrarvörum fór lækkandi og hefur sú þróun haldið áfram Eftir mitt ár hefur dregið úr hækkun innflutningsverð- lags, m a vegna lækkunar á verði helztu innflutningsmynta i íslenzkum krónum er Bandarfkjadollar hækkaði gagnvart öðrum myntum. Þar sem Bandaríkjadollar vegur mun þyngra i útflutningstekjum en i innflutningi dró hækkun á gengi hans nokkuð úr skerð- ingu viðskiptakjara í ár, en áður hafði lækkun á gengi dollars, einkum á árinu 1 973, rýrt viðskiptakjör íslendinga Með hliðsjón af verðlagsþróuninni á fyrri hluta ársins er spáð um 10% lækkun útflutningsverðlags i erlendri mynt að meðaltali 1975 frá árinu áður og um 8% hækkun innflutningsverð- lags Vegna lækkunar á gengi krón- unnar fæli þetta í sér um 40% hækkun útflutningsverðlags i krónum og um 67% hækkun innflutningsverðlags. Viðskiptakjörin munu þvi skerðast um 16—17% á þessu ári og hafa þau þá rýrnað um nær 25% frá meðaltali ársins 1973, og á öðrum ársfjórðungi 1975 voru þau nær 32% lakari en er þau voru hagstæðust f ársbyrjun 1 974 Bráðabirgðatölur fyrir þriðja árs- fjórðung benda til nær óbreyttra viðskiptakjara frá öðrum ársfjórðungi. en þó gæti enn verið um örlitla skerðingu að ræða Þessi niðurstaða rennir þvi stoðum undir spána fyrir árið i heild, en þó gæti hækkun inn- flutningsverðs reynzt ivið minni en spáð hefur verið en lækkun út- flutningsverðs jafnframt heldur meiri ÚTFLUTNINGUR Eins og fyrr greindi er gert ráð fyrir, að útflutningsframleiðsla sjávarafurða verði um 2% meiri i ár en i fyrra, en hins vegar dragist álframleiðslan saman um 12% og framleiðsla til út- flutnings í öðrum greinum verði svipað eða heldur minni en 1974 í heild er þvi talið. að framleiðslumagn til út- flutnings verði svipað eða heldur minna I ár en 1974 Fyrri hluta ársins var þess vænzt, að i ár gengi verulega á hinar miklu birgðir útflutningsvöru, sem söfnuðust á sl ári Reyndin hefur þó orðið önnur og virðast nú horfur á, að enn aukíst birgðir nokkuð á þessú ári Birgðaaukningin er hins vegar öll i áli vegna samdráttar i eftirspurn á heimsmarkaði, en ennþá er vænzt nokkurrar minnkunar sjávarvöru- birgða Birgðabreytíngarnar 1974 og 1975 valda því, að spáð er 5—6% aukningu útflutningsmagns í ár eftir um 6% samdrátt á sl ári Heildarverðmæti vöruútflutningsins f.o.b. fyrstu níu mánuði þessa árs nam 33.387 m.kr. samanborið við 23.742 m.kr. á sama tima 1974 og hafði því aukizt um 41% i krónum Metið á föstu gengi reynist útflutningsverðmætið um 14% minna timabilið janúar-september i ár en á sama tíma i fyrra Útflutningsverð i erlendri mynt er áætlað hafa verið um 14—16% lægra að meðaltali fyrstu niu mánuðina I ár samanborið við sama timabil 1974, og samkvæmt þvi virðist útflutningsmagnið í heild nánast óbreytt frá fyrra ári Útflutningur á áli hefur hins vegar dregizt mjög verulega saman i ár eða um 55% m. v fast gengi. Sé álið talið frá heildarút- flutningsverðmætinu kemur fram um 6% minnkun m v. fast gengi. en að teknutilliti til verðhækkunar útflutnings i erlendri mynd lætur nærri, að út- flutningsmagnið I heild að áli undan- skildu hafi verið um og yfir 1 0% meira fyrstu niu mánuði þessa árs en á sama tima i fyrra Búizt er við talsverðri aukningu álútflutnings á síðustu mánuðum ársins frá því sem verið hefur að undanförnu, en miðað við að aukning útflutningsmagns annarra af- urðar haldist svipuð siðustu mánuði ársins (borið saman við sama tímabil 1974) og verið hefur til þessa, virðist spáin um 5—6% aukningar út- flutnings á árinu 1975 vera i allgóðu samræmi við niðurstöðu fyrstu niu mánaða ársins INNFLUTNINGUR — VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Á árinu 1975 er spáð, að þjóðarút- gjöld án birgða- og bústofnsbreytinga dragist saman um 8% og að þeim samdrætti fylgi um og yfir 16% minnkun heildarvöruinnflutnings að raunverulegu verðgildi Innflutnings sérstakrar fjárfestingarvöru (skipa og flugvéla og til Landsvirkjunar og ann- arra sérstakra framkvæmda) er talinn munu dragast saman um 7% að magni, einkum vegna mun minni togarakaupa en sl þrjú ár Almennur vöruútflutningur hefur fram eftir árinu nokkuð stöðugt reynzt um 15—20% minni i magni borið saman við sama tíma i fyrra og fyrstu niu mánuði ársins reyndist almennur vöruútflutningur að raunverulegu verðgildi um 1 7% minni en á sama tima 1 974 Fyrir árið allt er nú spáð, að almennur vöruútflutningur verði um 1 8% minna en árið 1 974 Þá er búizt við, að hinn sérstaki ^öruút- flutningur fjárfestingarvöru ásamt rekstrarvörukaupum ísal verði um 10% minni i magni en i fyrra, þannig að i heild dragist vöruinnflutningur að raunverulegu verðgildi saman um 1 6'/z% frá fyrra ári. (Sjá töfiu 2) Þar sem horfur eru taldar á um 5—6% magnaukningu vöruút- flutnings, yrði hér um að ræða tölu- verðan bata I vöruskiptunum við út- lönd, reiknað á föstu verðlagi Hallinn i vöruskiptunum við útlönd á árinu 1974 nam 14 700 m kr. á verðlagi þess árs, eða um 1 1 % af þjóðarfram- leiðslu Samkvæmt útflutnings- og inn- flutningsspánum yrði vöruskipta- jöfnuðurinn í ár, reiknaður á verðlagi ársins 1974 hins vegar óhagstæður um 5.100 m.kr. eða um 4% af þjóðar- framleiðslu. Þessi umtalsverði bati vöruskiptanna að raunverulegu verð- gildi eyðist þó að mestu leyti af rýrnun viðskiptakjaranna við útlönd, en nú er spáð um 8% verðhækkun innflutnings í erlendri mynt á móti 10% verðlækk- un útflutnings og þar af leiðandi um 16% rýrnun viðskiptakjara Sam- kvæmt þessu eru nú taldar horfur á að i ár nemi heildarverðmæti útfluttrar vöru um 48.500 m.kr. á verðlagi þessa árs og verðmæti vöruinn- flutningsins nemi um 66.700 m kr Á þessum forsendum yrði vöruskipta- jöfnuðurinn þvi óhagstæður um 18 200 m.kr. eða um 10 3% af þjóðarframleiðslu samanborið við 14.700 m.kr vöruskiptahalla i fyrra — 11 % af þjóðarframleiðslu. VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR — GREIÐSLUJÖFNUÐUR Spár um þjónustuviðskipti við út- lönd á þessu ári sýna, að búizt er við að þjónustutekjur kunni að nema um 24 500 m.kr. en þjónustuútgjöld um 24 800 m.kr. Þjónustujöfnuður yrði Viðskiptakjör 32% lakari en í ársbyr jun 1974 mynt9) H.0.V \.w.v ' ......... 1 ár-l \r«ine«V»''a' [ |974 17V.2 ',!- •» 150*2 1 1. ár.fjnr<V»'^ur 17a,9 »60.2 2. ársí j»nVnn}í‘*r 200.« 155.2 ársf jnnVnn^nr ^ »6J. 158.0 V. irsfjórAuní'" mi.8 \r-ine«V»V*a IBJ* S/ ‘SSA ‘*J 2; ár,f jór.lm.f"r \r.r«c*»alla!' rsr -srsi i’- W1S »14 1915 ---- 40 0,9 046 36 - ------ ’------- 35 100 0.1 * 36.0 51 '• A. Sylv.raf.rf*' ; .... ‘S 5,5 34.0 40 30.3 05 2. BirfOxO"!1!1’* ....... 26.0 +1 ,95 01 tSS2?~r£z ta ".5 ‘iv«, r s A SVipo* ..... 300 l 0 11 61 B- Til L.nd.v.rV,u...... j 260 5 1« : '» (195,0) (5«) c. Annrf 4iv.rk*ni»jn ••• 31 180 31100 (.5,5) (-•-*) V46.O 08 11 580 66100 •' , ....::: — "Z S.Vnrn.ViprfiO'""4"' •' .. 839 5l)o _ - , 9 l>jónuslni"fnn8ur. .... - 15 530 . ... ’ !0. Vil«Vip..i»fn^‘' ^ hlul(„u »f 10.5 1 r ‘—“ * 3) ll.iVr'-"' ' Mi'lj- Vr. 1 ««=**-•*........... ...... Opinl*.'.. 1.* ‘ ne„ó . ..' LinwVur j „«uo ......... UnrfVur 'a"as,°’ ,il reV.lr.r . 5^=............... Viri.nl. niiOv''"-1* 1914 -14 100 ' -830 -15 530 ' -l 60 -j-4 510 +2 610 41 820 4l l’5 4110 445 -9 »10 5 000 100 1914 .».22 185 '41 280 . -24 011 ■ +93 46 991 44 138 42 821 41115 4 263 4690 415 298 4« 680 155 1915 , 18 200 ' 4300 4I8 500 4IO 415 + 1 010 +1 125 1 42 300 -1-240 42S0 16 000 Í2 S0Ó - -■- 155 þvi óhagstæður um 300 m.kr. á árinu 1 975 samanborið við 800 m.kr. halla á þjónustuviðskiptunum á árinu 1974. Samkv. þessu er nú spáð um 1 8.500 m kr. viðskiptahalla á þessu ári sem nemur 10,5% af þjóðarframleiðslu, samanborið við 1 1,7% á árinu 1 974. Þessi spá er þó að sjálfsögðu háð þvi, hvort spárnar um innflutning og útflutning ganga eftir, en talsverð óvissa ríkir um þessar spár eins og jafnan áður Um innflutningsspána gildir, að þrír síðustu mánuðir ársins eru að venju miklir innflutnings- mánuðir og innflutningur í þessum mánuðum getur þvi haft mikil áhrif á heildarútkomu ársins. Útflutningsspáin er hins vegar í rikara mæli en spáin um innflutning háð beinum upplýsingum um sölu og útflutningsáform, einkum hvað varðar álútflutning. Þvi gæti farið svo, eins og á síðustu mánuðum ársms, 1974, að áform útflytjenda reynist ofmetin eða komi fyrst fram eftir áramót og útflutningur verði því minni og birgðasöfnun meiri en nú eru horfur á Þeim varnöglum, sem hér eru slegnir, er ekki unnt að gefa ákveðið talnagildi, en ber þó að hafa I huga við mat á væntanlegum niðurstöðum ársins. (Sjá töflu nr. 3) Viðskiptahallanum 18.500 m kr., sem hér er spáð á þessu ári, verður að mestu mætt með erlendu langtima lánsfé. Áætlað er, að ný erlend lán til langs tima nemi um 19.350 m.kr. á árinu 1 975, sem er svipuð fjárhæð og á sl. ári, reiknað á sambærilegu gengi. Opinberar lántökur vega hér íang- þyngst, en þær eru áætlaðar nema tæpum 12.5500 m.kr. samanborið við tæplega 9.000 m.kr. 1974, reikn- að á áætluðu meðalgengi þessa árs. Hins vegar munu nýjar erlendar lán- tökur einkaaðila og lánastofnana verða talsvert minni en á sl. ári. Afborganir af erlendum lánum til langs tima eru áætlaðar um 6.140 m.kr., þannig að nettóinnstreymi fastra erlendra lána er áætlað nema rúmum 13.200 m.kr. samanborið við tæpar 14.000 m.kr. 1974, reíknað á áætluðu meðalgengi 1975, Þá er áætlað, að jöfnuður annarra fjármagns- hreyfinga verði jákvæður um tæpar 2.800 m.kr., en þar af komi inn um 2.300 m.kr, vegna birgðasöfnunar ísal, en reiknað á sambærilegu gengi nam þessi fjármagnsinnflutningur (sal tæpum 1 800 m.kr. á árinu 1974. Áhrifum sveiflanna i útflutningi og-inn- flutningi ísal á vöruskiptajöfnuðinn er þannig að mestu mætt með fjármagns- hreyfingum, eins og verið hefuf undan- gengin ár. Samkvæmt þvi, sem hér hefur verið rakið, er heildarjöfnuður fjármagns- hreyfinga talinn verða jákvæður um 16.000 m.kr. á árinu 1975. Þar sem viðskiptajöfnuður er talinn verða óhag- stæður um 18.500 m.kr., yrði heildar- greiðslujöfnuðurinn við útlönd því óhagstæður um 2 500 m kr. Reiknað á sambærilegu gengi var greiðslujöfn- uðurinn 1974 óhagstæður um tæpar 8 700 m.kr. Gjaldeyristaðan nettó var þegar afar taep við upphaf ársins og hinn óhagstæði greiðslujöfnuður i ár felur 1 sér enn frekari rýrnun nettó- stöðunnar i ár, eða að þvi marki, að í árslok munu skammtlma skuldir við útlönd jafngilda gjaldeyriseigninni brúttó, eða m.ö.o. að nettógjaldeyris- eign þjóðarinnar verður uppurin. Gjaldeyrisforðinn brúttó er hins vegar talinn verða álika mikill i árslok og i ársbyrjun 1975, einkum vegna lán-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.