Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 23 töku Íslendínga hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum á árinu 1975 ATVINNA, TEKJUR OG VERÐLAG. Skráð atvinnuleysi þrjá fyrstu fjórðunga þessa árs var að meðaltali 0.7% af heildarmannafla samanborið við 0,4% á sama tíma 1974 Aukning atvinnuleysisskráningar I ár á einkum rætur að rekja til áhrifa hins langvinna togaraverkfalls á sl. vori. I mallok snar- jókst atvinnuleysi I 1,3%, en var aftur komið niður I 0,3% á þriðja árs- fjórðungi Enn sem komið er gefur því ekkert beinlínis til kynna, að atvinnu- leysi sé að aukast, en framkvæmdahlé við Sigöldu I vetrarbyrjun og hugsanlegur samdráttur i starfsemi frystihúsa gæti þó valdið timabundinni aukningu atvinnuleysisskráningar Þótt skráð atvinnuleysi — að frátöldum áhrifum verkfallsins — hafi þannig verið sem næst óbreytt í ár, er Ijóst, að slaknað hefur á þvl þensluástandi á vinnumarkaði, sem rikjandi hefur verið sl 2 — 3 ár, einkum þannig, að vinnu- timi hefur stytzt. Meðalfjöldi vinnu- stunda á viku hverri jókst verulega á árinu 1 973 og fyrri hluta ársins 1 974, en eftir það tók vinnutimi að styttast á ný. Á fyrra helmingi þessa árs unnu verkamenn i Reykjavik að meðaltali 51 klst á viku samanborið við 53 klst á viku að meðaltali á fyrra árshelmingi 1974 Fækkun vinnustunda var minni hjá iðnaðarmönnum og sennilega óveruleg hjá öðrum launþegum. Aukning mannaflans á þessu ári er áætluð nema 1 '/2%, og því gæti sam- dráttur yfirvinnunnar haft i för með sér, að atvinnumagn, mælt sem fjöldi unninna stunda, yrði sem næst óbreytt frá þvl sem það var á árinu 1 974 Áhrif fækkunar vinnustunda á tekjur verða meiri en nemur hlutfallslegri styttingu vinnuvikunnar, þar sem vinnustundafækkunin er fólgin i minnkun yfirvinnu Þvi er nú spáð að meðalatvinnutekjur aukist um 24—25% á þessu ári, þrátt fyrir um 2 7% meðalhækkun kauptaxta á árinu. Þessar tekna- og taxtabreytingar eru mun minni en á sl ári, en þá hækkuðu kauptaxtar allra launþega um 48'/2% að meðaltali og meðalatvinnutekjur jukust um 50% Hið sama gildir um breytingar frá upphafi til loka árs, en nú er spáð, að i ár hækki kauptaxtar um 25% frá ársbyrjun til ársloka samanborið við 43% hækkun frá upp- hafi til loka árs 1974 Meðalhækkun verðlags á árinu 1 975 mun verða nokkru meiri en á sl. ári á mælikvarða framfærslukostnaðar. Er gert ráð fyrir, að ársmeðaltal fram- færsluvisitölu verði um 48—49% hærra í ár en á sl ári samanborið við 43% meðalhækkun framfærsluvisitöl- unnar 1974 Visitala byggingarkostn- aðar hækkar hins vegar minna að meðaltali 1 975 en 1974 eða um 40% samanborið við 52%. (Eins er við þvi búizt, að verðvisitala þjóðarframleiðslu hækki heldur minna i ár en I fyrra eða um 38% samanborið við 40% 1974) Meiri meðalhækkun framfærslukostn- aðar i ár en i fyrra stafar að verulegu leyti af hinni öru verðþróun á siðustu mánuðum ársins 1974 og fyrri hluta þessa árs, einkum sem afleiðing gengislækkananna tveggja i ágúst 1974 og febrúar 1975 ásamt öðrum efnahagsráðstöfunum, ekki sízt í fjár- málum rikisins. Hins vegar hefur hækkun innflutningsverðs og launa- hækkanir átt minni hlut að hækkun verðlags hér innanlands á siðari helmingi þessa árs svari til 25—30% árshækkunar samanborið við meira en 50% hækkun yfir árið 1 974 Eftir hina miklu en skammvinnu aukningu kaupmáttar launá, sem náðist um sinn með kjarasamningun- um fyrstu mánuði ársins 1974, fór kaupmáttur rýrnandi yfir árið, þar sem launafjárhæðir héldust óbreyttar til septemberloka, hækkuðu siðan aðeins vegna launajöfnunarbóta frá 1. október um 6—7% og um 3% frá 1 desember, en verðlag fór mjög ört hækkandi I ársbyrjun 1975 var kaup- máttur kauptaxta að meðaltali um 11% rýrari en að ársmeðaltali 1974, én kaupmáttur lægstu taxta 8% minni Þar sem i kjarasamningunum í marz og júni á þessu ári var fyrst og fremst stefnt að því að tryggja kaupmátt lágra launataxta verður kaupmáttur verka- mannataxta einungis litið eitt rýrari að meðaltali i ár en við upphaf ársins Kaupmáttur kauptaxta allra launþega verður hins vegar að líkindum um 4% minni að meðaltali i ár en I ársbyrjun Við lok þessa árs er talið, að kaup- máttur kauptaxta allra launþega verði að meðaltali um 3% undir ársmeðaltali 1975. Sú þróun verðlags og launa á árinu 1975 sem hér hefur verið lýst, felur i 1. K,.ui>t»xt»r ri„;.'»ku»*»')..... 2 HriWor»t'l,,nul í , ................ 3;Kr»mf*r»luko«n»«noi->(2)3.) ..........••••■ 4. Kimymullut »' .u.................... 56 .......................................... ;• Æ'*rwkn“ .. ■ ».■ Vcrg»r þjóðor.rkjur...'__________________ Spá ■ 1973 1971 % 1975 ■ % ■ % 23,5 37,0 22.1 12.2 37,0 37.0 48.5 52.0 43.0 6.3 51,0 51,8 27 1 25.5 1 18.5 | • 15.5 ' 25 25 V9,5 25.1 9.5 9.9 8.9 0.1 16.1 8,»' þróuti ^— x á hráefnum 1970 1975. heimsmarkaðsver l00. Vísitölur, liH«______. ^______________________________________________” ííií íw Breytingarjw--------__---- ,914 .j4\ti»i» Með»\t») r ()-; \ 1«** o/ % ° 1960 HH1 ’£ % A- %_______ • 62 n.« 2B 4-3 \\ "’-1 *' «4 ' 121 12.0 Bamhvfkm ...... ...... 1,0 ‘ 26.2 ........ 3,0 1.1 H 15.3 »•’ [ ..................... 5.« uA ii',i ‘ Dunmórk ............. s-® 5,5 S’’ 11.3 »» ,».t FinnUmd ......'...... 3,0 *•* 8,0 «’ 21,1 FrokkUmd ..... ...... 2-1 7,6 \\,3 1 ’ 17.1 GrikkW ......... ..... 8,9 ”4 \0,8 'r4 12,8 Hollond ......;;..... 1.8 *•; 1.5 ”’1 , U»«» ........ ....... Í'U 12.« aj 12.0 7.1 Portúga'.............. 6,6 ’ 6/7 ’ 6,2 ?p»“" •-;;;........... i* l-4. 5.8 14J Ve.tur-Hik.l.nd ••• fct 1.1 ’3’4 U-r—g®-• ;;;;; s 5 , «•* ‘oillOndOECD ....... i2J 7,2 ’3’8 \ ---------------- \ ’/j Me4.1t»' 1961 tdl9,l- V>Aati,,n .............. ^ ^ »'K ------ iQ7l 19T- 0/ 1960—'971 %______ - ° o/ . 4 i /o c 9 -r‘tl 0 7 611 , 0 "T1 ____— ----- 39 9,6 ll’ ................. 11,1 6’ 6i '•« , Baudnríkm ... ................. 3,7 '■« 5’4 u-0,2 | ,1»V»n...... ................... *’« 1,7 t’o 3,5 ’’3 l ncipia.•..................;•;;;; t.« 2;5 «-8 6fi \\ I Brit\rt»»o • • • • ....... 5,2 c 5 42 S 1 Frakkland ................... 40_ ,_6 3.5 3,. Holloud ..... 5,» 5,5 *-3 3,5 6-1 [ ............ ................ 5,0 3 9 3 3 4,1 1 itoiio ........................ 4,« 0,2 *,s 5,3 «’’ I Noregnr .... ................. 4,3 2,7 . 1 Svi*» ........ ................ 4,9 54 2,' \8Æ^'V':.......................... *,9 •* w 6:3 M ÍEvrdHOndDECD ’-8 5,6 S’9 I ÖU luiid OECD . ■ ■ ■ 5,0 UU OECD fyrhunnnr Umd^j — sér um 1 5% skerðingu kaupmáttar frá maðaltali 1974 til meðaltals 1975, metið á grundvelli spár um 49—50% hækkun vísitölu vöru og þjónustu á árinu. Séu áhrif samdráttarins i yfir- vinnu tekin með í reikninginn gæti þetta þýtt nálægt 1 7% minnkun raun- tekna að meðaltali. Þar sem búizt er við svipaðri aukningu annarra tekna en af atvinnu og einungis örlitið meiri aukningu beinna skatta en tekna, er því nú spáð, að kaupmáttur ráð- stöfunartekna á mann minnki um 17—18% á árinu 1975, en minnki i heild um 16—17% að teknu tilliti til fjölgunar fólks í vinnu. Sé kaupmáttar- rýrnunin hins vegar metin á grundvelli áætlaðrar verðbreytingar einkaneyzlu verður niðurstaðan um 1 5% minnkun kaupmáttar ráðstöfunartekna í heild á árinu 1975. (Sjá töflu 4) EFNAHGSÞRÓUNIN í UMHEIMINUM A miðju ári 1973 sáust fyrst merki þess, að tekið væri að draga úr þeim öra vexti, sem einkenndi hagþróun flestra iðnaðarrikja á árinu 1972 og • framan af ári 1973. Ástæður þessara umskipta i hagþróuninni voru margar Má þar nefna, að framleiðsiugeta var fullnýtt í ýmsum greinum, ekki sizt i hráefna- og málmframleiðslu, og tak- markaði það einnig framleiðsju i öðr- um greinum Það dró einnig úr eftir- spurn, að vaxandi verðbólga var tekin að draga úr aukningu eða jafnvel skerða kaupmátt tekna einstaklinga og þar með neyzluútgjöld Um sama leyti var einnig gripið til víðtækra aðhalds- aðgerða I efnahagsmálum I mörgum löndum til þess að hamla gegn verð- bólgu, sem var í örum vexti Þótt þanmg drægi úr hagvexti á siðari hluta ársins var aukning þjóðar- framleiðslu eigi að siður meiri meðal aðildarríkja OECD’ á árinu 1973 en verið hafði um langt árabil. Fyrir OECD-ríkin i heild nam aukning þjóðar- framleiðslu 6,4% árið 1973, saman- borið við 5,7% árið 1972 og 5,1% að meðaltali árin 1960 til 1970, og I langflestum aðildarrikjum var hagvöxt- ur 1973 yfir meðalvexti síðasta ára- tugs Á slðustu áratugum hefur sjaldan staðið vaxtarskeið samtimis I nær öll- um iðnaðarrikjum heims eins og var árin 1972 og 1973. Þessi samstiga hagþróun á sennilega jafnframt nokkurn þátt I þeim almenna sam- drætti, sem einkennt hefur efnahags- þróunina i heiminum á árinu 1974 og framan af árinu 1975, og m a hefur hlotizt af því, að gripið hefur verið nær samtimis til aðgerða til þess að draga úr eftirspurn i stærstu hagkerfunum (Sjá töflu nr. 5) Verðbólgan fór mjög vaxandi um allan heim á árinu 1 973 Þegar við lok sjöunda áratugsins voru verðhækkanir almennt meiri en að meðaltali á undan- förnum tiu árum, og I Vestur-Evrópu dró litið sem ekkert úr verðhækkunum á fyrstu misserum áttunda áratugsins, þrátt fyrir hægari hagvöxt á árinu 1971. Var þetta öfugt við fyrri reynslu við svipaðar aðstæður. Á miðju ári 1972 færðist verðbólgan mjög I auk- ana og kom það fyrst fram I hráefna- verðlagi á heimsmarkaði, ekki sizt mat- vælaverðlagi Þessu olli fyrst og fremst hin mikla eftirspurnaraukning, sem ekki varð mætt með auknu framboði á skömmum tima. og gekk þvi mjög á birgðir Fór hráefnaverðlag stöðugt hækkandi fram yfir mitt ár 1973, er það lækkaði nokkuð, en I árslok 1973 tók það að hækka á ný og náði hámarki i apríl og mai 1 974 Var það þá 1 29% hærra en á fyrsta ársfjórðungi 1972 Vegna lélegrar uppskeru I Bandarlkjun- um og viðar — og einnig vegna glfur- legrar verðhækkunar á sykri — hélt matvælaverðlag þó áfram að hækka fram I nóvember 1974, er það tók að lækka á ný. Hafði matvælaverðlag þá hækkað um 175% frá 1. ársfjórðungi 1 972. Það sem af er árinu 1975 hefur hráefnaverðlag farið stöðugt lækkandi og er það nú 19% lægra en það varð hæst Verðlag hráefna til iðnaðar er 40% lægra en hámarkið og matvæla- verðlag er 25% lægra Þar sem breyt- ingar á skráðu verðlagi hráefna á heimsmarkaði koma yfirleitt ekki fram I viðskiptum fyrr en eftir sex til niu mánuði, má telja, að lækkun hráefna- verðlags hafi ekki haft áhrif á aðfanga- verðlag iðnaðar fyrr en á þessu ári * Eftirtalin rfkj eiga aðild að OECD, Efna- hags- og framfarastofnuninni f Parfs: Ástralía, Austurrlki, Belgla, Bandarfkin, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, trland, Island, ftalla, Japan, Kanada, I.úxemborg, Noregur, Nýja sjáland, Purlúgal, Spánn, Sviss, Svf- þjúö, Tyrkland, Vestur-Þýzkaland, auk þess sem Júgóslavfa á aukaaðild að stofn- uninni. Ofan á hækkandi hráefnaverðlag bætt- ist slðan hin gifurlega hækkun ollu- verðs I árslok 1973, eins og nánar verður vikið að Áhrif hráefna- og ollu- verðhækkana á neyzluverðlag voru mjög misjöfn I hinum ýmsu löndum, en vlða voru verðhækkanir svo örar, að laun fylgdu ekkl með og rýrnaði þvl kaupmáttur tekna einstaklinga. Þetta hlaut að leiða til breyttra viðhorfa á vinnumarkaði, og hafa launahækkanir yfirleitt verið mun meiri á undanförn- um árum en áður var, og hefur það aukið á verðbólguna OLÍUVERÐ- HÆKKUNIN Áætlað hefur verið, að á árinu 1 974 hafi verðlag hækkað um 2—3% I aðildarrikjum OECD beinlínis vegna olluverðhækkunarinnar Við þetta rýrn- aði kaupmátiur tekna einstaklinga og dró úr einkaneyzlu að sama skapi, ef ekki komu til örvandi aðgerðir hins opinbera Þar sem um 50—65% þjóðarframleiðslu OECD-rikjanna er ráðstafað til einkaneyzlu hlaut sá sam- dráttur eftirspurnar, sem oliuvrrð- hækkunin olli, að hafa afdrifarikar af- leiðingar fyrir hagvöxt og nýtingu framleiðsluafla, einmitt á þeim tima, þegar samdráttar var þegar tekið að gæta af öðrum orsökum. Olíuverð- hækkunin hefur einnig haft viðtæk áhrif á millirikjaverzlun I heiminum Mikill halli hefur orðið á vöruskipta- jöfnuði flestra oliuinnflutningslanda vegna versnandi viðskiptakjara og vöruskiptajöfnuður oliuútflutnings- landa hefur batnað að sama skapi Hér hefur þvi orðið veruleg tilfærsla tekna frá oliuinnflutningsrlkjum, þ.e. fyrst og fremst OECD-löndum, en einnig frá þróunarlöndunum, til oliusöluríkjanna, eða meiri en svo, að oliulöndin geti á skömmum tima aukið innflutning sinn frá öðrum ríkjum sem þessari tekjutil- færslu nemur Ollumnflutningsrikin sem heild geta þvi ekki fyrst um sinn mætt stórauknum oliuútgjöldum með auknum útflutningi nema að vissu marki. Vegna samdráttar iðnaðarfram- leiðslu hefur að vísu dregið úr oliuinn- flutningi i flestum rlkjum og tekjur olíusölurikjanna hafa þvi ekki aukizt I þeim mæli, sem búizt var við, auk þess sem eftirspurn þeirra eftir innfluttum vörum og þjónustu hefur orðið tals- vert meiri en vænta mátti. Þetta hefur hins vegar fyrst og fremst komið iðn- þróuðu ríkjunum til góða, sem flest hafa bætt stöðu slna út á við, en vöruskiptajöfnuður þróunarrikjanna og annarra frumframleiðsluríkja hefur versnað að mun Hjá hinum siðar- nefndu hefur farið saman oliuverð- hækkun og minnkandi útflutningur til iðnaðarrikjanna Þróunarrikin eiga einnig mun erfiðara með að fjármagna viðskiptahalla með lánum á alþjóðafjár- magnsmarkaði en iðnrlkin Af þessum sökum m.a hefur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn veitt sérstaka lánafyrir- greiðslu vegna olluverðhækkana. auk þess sem alþjóðaviðskipti og þá sér- staklega viðskipti milli þróunarrikjanna og iðnaðarríkjanna eru nú mjög til umræðu á alþjóðavettvangi (Sjá töflu nr. 6) Talið er, að á árinu 1974 hafi olíu- verðhækkunin beinlinis dregið úr eftir- spurn I OECD-rikjum sem nam 1,5% heildarframleiðslu I þessum rikjum. Áhrifin á eftirspurn eru misjafnlega mikil i hinum einstöku rikjum, en þau ráðast fyrst og fremst af þvi, að hve miklu leyti rikin eru háð innflutningi oliu. Til viðbótar beinum áhrifum koma svo margvisleg óbein áhrif olluverð- hækkunarinnar, sem erfitt hefur reynzt að meta. Til þess að vega á móti áhrifum þessa eftirspurnarsamdráttar á framleiðslu og atvinnuástand hefðu stjórnvöld þurft að gripa til eftirspurn- arörvandi aðgerða Þetta varð hins veg- ar ekki reyndin, og þannig var t.d. viðast haldið áfram þeirri aðhalds- stefnu, einkum i peningamálum, sem tekin var upp i flestum löndum á seinni hluta árs 1973 Samdráttaráhrif oliu- verðhækkunarinnar komu þannig að fullu til viðbótar þeim samdráttaráhrif- um. sem efnahagsstefna stjórnvalda hlaut að hafa, þótt henni væri fyrst og fremst stefnt gegn verðbólgu Afleið- ingar þessa samdráttar i eftirspurn I nær öllum aðildarrlkjum OECD sam- timis voru þær, að mjög dró úr vexti þjóðarframleiðslu á árinu 1974 og I nokkrum hinna fjölmennari rlkja, fyrst og fremst i Bandarikjunum, dróst þjóð- arframleiðsla saman frá árinu áður. Er nú talið, að á árinu 1974 hafi þjóðar- framleiðsla OECD-rlkja til samans stað- ið i stað frá fyrra ári (Sjá töflu nr. 7) Þetta var mun lakari niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir framan af árinu 1 974 í spám á árinu 1 974, sem Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.