Morgunblaðið - 12.12.1975, Page 10

Morgunblaðið - 12.12.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 Umferðarfræðsla verður felld inn í námsskrár skólanna Á borgarstjórnarfundi f sfðustu viku flutti Magnús L. Sveinsson tillögu um að umferðarfræðsla skvldi nú þegar felld inn f náms- skrár skóla borgarinnar. Tillagan var samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa. Hér fer á eftir ræða, sem Magnús L. Sveinsson flutti á fundinum: . Herra forseti. Ég hefi leyft mér að flytja eftir- farandi tillögu í Borgarstjórn Reykjavíkur. „í reglugerð um umferðar- fræðslu f skólum frá 3. júlí 1975, sem sett er samkvæmt lögum nr. 55, 12. maf 1970, er gert ráð fyrir, að umferðarfræðsla verði einn þáttur skyldunámsins. Með tilliti til hinna alvarlegu slysa, sem orðið hafa að undan- förnu, leggur borgarstjórn áherzlu á, að umferðarfræðsla í skólum borgarinnar verði þegar í stað felld inn í námsskrár skól- anna, þannig að skipuleg um- ferðarfræðsla geti hafizt sem allra fyrst, samkv. reglugerð um umferðarfræðslu í skólum.“ Á þessu hausti hafa verið meiri umferðarslys en dæmi eru til áður. 29 manns hafa látizt i um- ferðarslysum á þessu ári, þar af létust 5 í nóvembermánuði. Þetta ár er því orðið mesta slysaár sög- unnar hvað banaslysum viðkem- ur. Þó dauðsföll í umferðinni hér í Reykjavík séu svipuð að tölu og dæmi eru um áður, þá fer slysum og óhöppum sffellt fjölgandi. 1968, er skipt var yfir i hægri umferð, urðu 4821 slys og 6 dauðaslys í umferðinni. 1974 urðu hins vegar 7155 slys og 20 dauða- slys. Á þessum árum fjölgaði bif- reiðum landsmanna mjög mikið eða úr 43.896 1968 í 71.784 1974 og hefur það eflaust áhrif á aukna slysatiðni, en fleiri ástæður koma til. Fyrstu 15 dagar hóvember- mánaðar höfðu yfir 100 slasaðir úr umferðinni verið fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Til samanburðar má geta þess að í janúar öllum slösuðust 102 og 108 í febrúar. I september sígur hins vegar mjög alvarlega á ógæfuhliðina, þá slasast 181 og 193 í október. Um miðjan nóvember lágu rúm- lega 30 sjúklingar á Borgar- spítalanum af völdum umferðar- slysa. Sumir þessara sjúklinga eru það mikið slasaðir, að þeir bera þess aldrei bætur að sögn lækna. I viðtali, sem eitt dagblaðanna átti fyrir nokkru við dr. Ásgeir B. Ellertsson læknt segir hann að það sé áberandi að þeir sjúklingar sem hvað mest eru skaddaðir eftir umferðarslys sé ungt fólk og í flestum tilvikum hefði heilinn og/eða mænu- og taugakerfið skaddast, en það leiðir til löm- unar. Heilsa og líf manna verður aldrei metið til fjár. En augljóst er að auk þeirra mannslífa sem er fórnað í um- ferðarslysum og andlegra og líkamlegra þjáninga, sem af slys- um leiðir, fara gífurlegir fjár- munir forgörðum af völdum um- ferðarslysa sem ég mun ekki ræða nánar á á þessu stigi. Menn spyrja: hver er ástæðan fyrir þessum óhugnanlega fjölda umferðarslysa? Eflaust eru ástæðurnar margar. Meðal annars stóraukin bíla- eign manna á stuttum tíma, eins og ég hefi bent á. Tíðarfarið — skammdegið. Einnig tillitsleysi almennings í umferðinni og á það jafnt við gangandi sem akandi. Skýrslur sýna að orsakir helztu umferðaróhappa á þessu ári eru: 1. Aðalbrautarréttur ekki virtur 16% 2. Almennur umferðarréttur ekki virtur 20%. 3. Aftanákeyrslur 13.5%. Á þessu sést að ónóg kunriátta í umferðarreglum eða hreinlega kæruleysi er orsök nær helmings allra umferðaróhappa. Ég hygg að hið góða tíðarfar í haust hafi haft sín áhrif á um- ferðarslysin að undanförnu. Skörp skil milii sumars og vetrar voru ekki eins og oftast áður þegar frost og ísing kemur oftast snögglega fyrrihluta októbermánaðar. FRA BORGAR- STJÓRN Ég hygg að almenningur hafi nú í kjölfar þeirrar slysaöldu sem gengið hefur yfir gert sér grein fyrir nauðsyn þess að gerðar verði róttækar ráðstafanir og bókstaf- lega allt sem tiltækt er til þess að stöðva núverandi agaleysi í um- ferðinni. Leggja verður áherzlu á fyrirbyggjandi aðgerðir. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að stóraukinn áróður hefur verið tekinn upp síðustu 2—3 vikur fyrir bættri umferðar- mennningu. Fjölmiðlar hafa mikið látið til sín taka í umferðar- málum að undanförnu og lögregla og aðrir þeir, sem um umferðar- mál fjalla hafa haft mun meiri afskipti af umferðinni sfðustu dagana en áður. Augljóst er að þetta hefur þegar haft nokkur áhrif. Sérstaklega er fræðsla i sjón- varpi með myndum úr umferð- inni og afleiðingum umferðar- slysa árangursrík að mínu mati og ættu slikir þættir ekki að þurfa að hafa mikinn ekki að þurfa að hafa mikinn aukakostnað í för með sér. En oft heyrist kvartað yfir að ekki sé nærri nógu miklu fé veitt til um- ferðarmála. Einnig vil ég leggja áherzlu á umferðarfræðslu aldraðra, sem skipulögð hefur verið í tengslum við félagsmálastarf aldraðra á vegum borgarinnar. En það er ekki nóg að hlaupa til öðru hvoru eftir að stórfelld siysa- alda hefur dunið yfir með öllum þeim hörmungum sem slíkt leiðir af sér. fróðan mann til þess að hafa um- sjón með umferðarfræðslu í skól- um og skal þá starfs hans skipu- lagt að höfðu samráði við um- ferðarráð." Þessi maður hefur nú verið ráðinn og hefur hann þegar tekið til starfa. Hefur hann n.a. sent skólunum nokkur minnisatriði vegna umferðarfræðslu i skólum. Ráðning þessa manns og störf hans svo langt sem þau ná eru góðra gjalda verð en það sem vantar er aðalatriði reglugerðar- innar, sem ég hefi áður vísað til þ.e. að ætla umferðarfræðslunni þann lágmarkstíma í skyldunám- inu, sem þar er kveðið á um þ.e. tvo tíma á mánuði. I auglýsingu Menntamálaráðu- neytisins um skiptingu kennslu- stunda milli námsgreina í 1.—9. bekk skólaárið 1975—1976 er ekki gert ráð fyrir neinni um- ferðarfræðslu í skólum. I reynd hefur umferðarfræðsla í skólum verið þannig, að lögregla eða sérfróður maður f umferðar- málum hefur komið tvisvar til þrisvar á vetri í skólana til um- ferðarfræðslu. Ég ætla síst að gera lítið úr þessu starfi og öðru því sem unnið hefur verið að umferðar- fræðslu i skólum. En sú kennsla hefur verið allt of lítil og ekki skipað þann sess og ekki ætlaður sá timi, sem lög gera ráð fyrir. Lögreglan hefur tjáð mér að hún telji að umferðarfræðsla í skólum sé mjög þýðingarmikil og hafi sú Iitla kennsla, sem þar hef- ur farið fram, án þess að vera á vekja nemendur til skilnings og áhuga á bættum umferðarháttum. Þessi samþykkt fræðsluráðs er eflaust m.a. tilkomin vegna þess að umferðarfræðslan hefur ekki verið felld inn í námsskrár skól- anna og henni ekki ætlaður sá tími, sem lög gera ráð fyrir. En skólamenn hafa jafnan sýnt þessum fræðsluþætti áhuga, en þeim eru skorður settar með námsskrám hverju sinni. Ég held að allir borgarfulltrúar geti verið sammála um það, að það er margt ónauðsynlegra kennt f skólunum sem réttlætan- legt er að vfki i 2 stundir á mánuði fyrir umferðarfræðslu, sem að mínu mati ætti að hafa forgang nú þegar holskefla dauða og limlestinga skellur yfir þjóð- ina. Jafnframt því, að umferðar- fræðslu verði ætlaður ákveðinn tími i stundaskrám er nauðsyn- legt að kennarar séu undir það búnir að taka að sér umferðar- fræðslu. Ég vona að í þvi sambándi sé 11. gr. reglugerðar um umferðar- fræðslu í skólum fullnægt. Sú grein kveður á um kennslu fyrir kennara og kennaraefni í um- ferðarfræðslu. Ég vil Ijúka máli mínu með því Tillaga og ræða Magnúsar L. Sveinssonar Blfðviðri var óvenju mikið fram eftir öllu hausti og langt fram eftir nóvember. Dimman færðist hægt og sigandi yfir og rigningar voru nokkuð tíðar, en hlýindi voru svipuð og í sumar. Ég hygg að almenningur hafi ekki raunverulega áttað sig á því að vetur var kominn og umferðin og akstursvenjur manna voru samkvæmt því. Mér hefur komið í hug hvort ekki væri rétt að vekja athygli almennings skarplega á því, að akstursskilyrði fara stöðugt versnandi er sumri lýkur, með því að efna til sérstaks umferðardags seinni part hausts. Á þessum umferðardegi yrði efnt til sérstakrar áróðursher- ferðar í fjölmiðlum og skólum, þar sem séstök athygli almenn- ings yrði vakin á því að skamm- degi og vetur færi í hönd og akstursskilyrði færu dagversn- andi og brýnt yrði fyrir fólki að taka tillit til þess í umferðinni. Lögð yrði áherzla á að almenn- ingur sýndi háttvísi, tillitssemi og prúðmennsku í umferðinni. Ég varpa þessu hér fram til íhugunar. Á þessum vettvangi verður að vinna skipulega og markvisst og f sfauknum mæli með stöðugt vax- andi bílaeign manna. Þýðingarmikill vettvangur fyrir 'umferðarfræðslu eru skólarnir. Um slfka kennslu voru sett lög í maí 1970. En það er ekki nóg að setja lög og reglur um umferðarfræðslu í skólum, ef slfkri kennslu er ekki ætlaður tími f námsskrám skólanna. Þann 3. júlí sl. var sett reglu- gerð um umferðarfræðslu í skól- um samkv. heimild í 5. gr. laga nr. 55, 12. maí 1970. í þessari reglugerð er gert ráð fyrir því að umferðarfræðsla verði einn þáttur skyldunámsins. 1 3. gr. reglugerðarinnar segir orðrétt: „1 grunnskóla skal umferðar- fræðsla vera einn þáttur skyldu- námsins." 1 5. gr. segir m.a. „Börn í 4.—6. bekk grunnskóla skulu njóta umferðarfræðslu tvær kennslustundir á mánuði til jafnaðar á meðan skóli starfar." í 12. gr. reglugerðarinnar segir: „Menntamálaráðuneytið, getur, þegar fé er veitt til, ráðið sér- stundaskrá, borið verulegan árangur. Samkvæmt skýrslu lögregl- unnar f Reykjavík hefur orðið verulega fækkun á slysum barna í Reykjavík 1975 miðað við 1974. Fyrstu 11 mánuði ársins 1974 slösuðust 59 börn í umferðinni en 34 fyrstu 11 mánuði þessa árs. Sama er að segja um umferðar- slys barna á reiðhjólum. Fyrstu 11 mánuði ársins 1974 urðu 14 börn á reiðhjólum fyrir umferðarslysum en 5 á sama tfma 1975. Þessar tölur gefa ótvíræða vfs- bendingu um, að með aukinni fræðslu í skólum dragi úr um- ferðarslysum barna. Tillaga mín miðar að því að auka þessa kennslu á skyldu- námsstiginu í samræmi við lög þar að lútandi. Fræðsluráð Reykjavíkur tók þetta mál upp á fundi sínum 17. nóvember sl. og gerði þar sam- þykkt þar sem því er beint til skólastjóra barna og gagnfræða- skóla borgarjnnar að sérstaklega fari fram í öllum deildum skól- anna umræður og fræðsla um um- ferðarmál og leitast sé við að að leggja áherzlu á að umferðar- fræðsla f skólum borgarinnar verði felld inn i námsskrár skól- anna eins og lög gera ráð fyrir. Út á það gengur tillaga mín og vona ég að allir borgarfulltrúar geti verið sammála mér um nauðsyn þess. Um tillögu Magnúsar urðu nokkrar umræður. Þar benti Ragnar Júlíusson á, að auðveld- lega mætti nýta átthagafræðitíma til umferðarfræðslu. Þorbjörn Broddason studdi tillöguna og kvað fyrirbyggjandi aðgerðir affarasælastar í þessum efnum. Þó sagðist hann vera þeirrar skoð- unar, að umferðarkerfið sjálft væri það, sem fyrst og fremst þyrfti að breyta, því að það væri hannað fyrir einkabílinn og slysa- aukningu. Kristján Benediktsson sagði hins vegar, að fjölskyldur þyrftu að eiga bifreiðir og hér væri ekki grundvöllur fyrir róttækum ráð- stöfunum til fækkunar bifreiðum. Kristján taldi ýmsa annmarka á því að koma umferðarfræðslu við í föstum kennslustundum, þar sem nauðsynlegt væri að fá sér- hæft fólk til að annast fræðslu. Dýralæknar þing- uðu á Keldum Lítil, fróðleg bók DVRALÆKNAFÉLAG tslands hélt 27. nóvember s.I. ráðstefnu um húsnæðismál héraðsdýra- lækna og fl. Ráðstefnan var haldin að Tilraunastöðinni Keldum. Mættir voru héraðsdýra- læknar ásamt yfirdýralækni og sérfræðingum f dýralækningum. Gestir ráðstefnunnar voru land- búnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, og ráðuneytisstjóri f landbúnaðarráðuneytinu, Svein- björn Dagfinnsson. Á ráðstefnunni kom fram, að knýjandi þörf er á að bæta starfs- aðstöðu héraðsdýralækna og hraða uppbyggingu embættanna. Dýralæknafélag íslands vill ásamt landbúnaðarráðuneytinu stuðla að framgangi þessara mála. Auk þess var rætt um varnir gegn sullaveiki, þar sem ígulsull- ur hefur fundizt á ný í tveimur sláturhúsum. Dýralæknar voru sammála um, að ástæða væri til aukinnar árvekni hvað vörnum gegn sullaveiki viðvíkur, og hvetja bændur af gefnu tilefni til að grafa öll hræ jafnóðum og fóðra ekki hunda sina á hrámeti. Oddur Rúnar Hjartarson, hér- aðsdýralæknir á Hvanneyri, hélt erihdi um kjötskoðun og hrein- læti í sláturhúsum. Rætt var um þörf aukinnar menntunar að- stoðarfólks dýralækna i slátur- húsum. Fagnað er þeirri upp- byggingu, sem átt hefur sér stað í sláturhúsum, þótt langt sé enn í land svo ástandið teljist viðun- andi. í stjórn D.I. eiga sæti: Jón Pétursson, héraðsdýralæknir, Egilsstöðum, formaður, Rögn- valdur Ingólfsson, héraðsdýra- læknir, Þórshöfn, gjaldkeri, og Birnir Bjárnason, héraðsdýra- læknir, Höfn, ritari. (Fréttatilkynning) Páll Lfndal: Hin fornu tún Reykjavík f ellefu aldir 215 bls. Bókagerðin Askur. A þjóðhátíðarárinu 1974 komu út margar bækur varð- andi sögu landsins og einstakra landshluta, sumar stórar, og aðrar minni. Fyrir skömmu las ég eina þeirra minni: Hin fornu tún, eftir Pál Líndal, borgarlög- mann. Og ég las hana mér til mikillar ánægju. I stuttu máli sagt er alveg furðulegt, hvílík feikn af fróðleik Páli hefur ték- izt að koma að á þessum iiðlega 200 blaðsíðum auk fjölmargra stórra og smárra, gamalla og nýrra mynda. I bókinni er fjallað um alla skapaða hluti, sem Reykjavík varðar, náttúru, íbúa, sögu borgarinnar, stjórn, þjónustustarfsemi, atvinnu- vegi, kirkjumál, skólamál, félagsmál og fleira og fleira. I bókinni fást svör við afar mörgu, sem manni dettur í hug að spyrja um, svo að hún er tilvalin uppsláttarbók. En þrátt fyrir allan þennan samanþjapp- aða fróðleik er bókin svo lipur- lega skrifuð, að manni finnst, að höfundur hennar hafi bara skrifað hana beint upp úr sér, án þess að þurfa að líta í neinar heimildir, hann hafi vitað þetta allt og kunnað það utan að. Frásögnin er hlut- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.