Morgunblaðið - 12.12.1975, Page 12

Morgunblaðið - 12.12.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 Stórauka þarf stjórnun á fiskveiðum hér við land Ræða Matthíasar Bjamasonar sjávarúrt- vegsráðherra á aðatfundi L.Í.Ú. í gær Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra. flytur ræðu sína á aðal- fundi L.l.Ú. Björn Guðmundsson fundarstjóri til vinstri. (Ljósm. Ól.K.M.) Góðir fundarmenn, Það er öllum ljóst að hingað til hefur gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fyrst og fremst byggst á sjávarútveginum, og að hann hefur verið undirstaða efnahags- framfara þjóðarinnar á síðustu áratugum. Velgengni í sjávarútvegi nær til allrar þjóðarinnar en sama gildir um erfiðleika í þeirri grein. Á síðasta aðalfundi samtakanna ræddi ég itarlega aðsteðjandi erfiðleika og bráðabirgðalögin frá 20. september það ár um ráðstafanir í sjávarútvegi og um ráð- stöfun gengishagnaðar. Vegna versnandi viðskiptakjara og stór hækkana á verði olíu varð enn að grípa til gengislækkunar sbr. lög frá 13. febrúar s.l. svo sem ykkur er öllum vel kunnugt. Allar þessar aðgerð- ir voru sársaukafullar, en nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir stöðvun útflutn- ingsatvinnuveganna. Ymsar aðrar aðgerðir voru framkvæmd- ar, en ég mun sfðar koma að þeim. Ég mun nú stuttlega ræða mikilvægustu þætti í íslenskum sjávarútvegi og tek fyrst fyrir Útfærsla fiskveiðilögsög- unnar og ástand fiskstofnanna Þessi tvö atriði eru nátengd, vegna þess að því aðeins getum við varðveitt fiski- stofnana á íslandsmiðum að við höfum fulla stjórn á veiðunum, en skilyrði þess er að við séum einráðir innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Eins og alþjóð veit gaf sjávarútvegsráð- herra út reglugerð um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 200 mílur hinn 15. júlí s.l., en reglugerðin kom til framkvæmda 15. október. Að mörgu leyti hefði verið æski- Iegt að bíða eftir úrslitum Hafréttarráð- stefnu S.þ. en við gátum ekki beðið lengur vegna hins alvarlega ástands fiskstofn- anna. Fyrir liggur vilji mikils meiri hluta þjóða um 200 mílna efnahagslögsögu á Hafréttarráðstefnu S.þ. Það er von mín að endanleg niðurstaða fáist á Hafréttarráð- stefnunni á næsta ári, en því miður engin vissa. Kappsamlega var unnið að undir- búningi útfærslu fiskveiðilögsögunnar, bæði á innlendum og erlendum vettvangi og ötullega hefur verið unnið eftir út- færsluna. Með henni hefur aðstaðan gjör- breyst enda forsenda þess að ná fullri stjórn á hinum hefðbundnu tslandsmið- um. Hinn 29. ágúst s.l. barst sjávarútvegs- ráðuneytinu skýrsla frá Hafrannsókna- stofnuninni um ástand fiskstofnanna á tslandsmiðum, og tillögur um friðunarað- gerðir. Skýrslan var áþekk fyrri skýrslum stofnunarinnar allt frá árinu 1972, bent á að æskilegt væri að setja ákvæði um há- marksafla og að sóknin yrði minnkuð um helming — en engar tölur settar fram. Að beiðni ríkisstjórnarinnar óskaði ég eftir nánari tölulegum upplýsingum, og bárust þær með bréfi 13. október s.I., eða tveimur dögum fyrir útfærsluna. Þar með lá fyrir hin svokallaða „svarta skýrsla". sem ég veit að þið þekkið allir, en hún var birt í heild í dagblöðum auk þess að vera rædd ftarlega á ráðstefnu, sem ég boðaði til að Hótel Esju dagana 30. og 31. sama mánað- ar. í framhaldi af þessari skýrslu óskaði ég eftir nánari upplýsingum og hvort kæmi til greina að byggja upp þorskstofninn á eitthvað lengri tíma en fram hafði komið að margrædd skýrsla var byggð á ftrustu óskum fiskifræðinga. Hinn 8. þ.m. barst ráðuneytinu svohljóðandi bréf frá Haf- rannsóknastofnuninni: ,,Ég vísa f bréf ráðuneytisins dags. 1. des. s.I. þar sem ítrekuð eru fyrri tilmæli um að Hafrannsóknastofnunin kanni og reikni út hvort hægt sé að byggja upp þorskstofninn á lengri tfma en talað er um í skýrslu stofnunarinnar frá 13. okt. s.l. Tala sú, 230 þús. tonna leyfilegur há- marksafli af þorski árið 1976, er miðuð við að stofninn sé byggður upp á sem allra skemmstum tíma til þess að koma í veg fyrir enn frekari rýrnun hrygnngarstofns- ins í framtíðinni. 1 skýrslunni kemur enn- fremur fram, að miðað við ofangreindan hámarksafla í 295 þús. tonn árið 1977, aðallega vegna hins óvenju sterka árgangs frá árinu 1973. Frekari útreikningar bentu til að árið 1978 gæti leyfilegur há- marksafli orðið allt að 376 þús. tonn. 1 samræmi við óskir ráðuneytisins hefur dr. Sigfús Schopka unnið að því undanfar- ið að reikna út hvaða áhrif það hafi á uppbyggingu þorskstofnsins ef sóknar- minnkun sú, sem stofnunin lagði til, verði Iátin koma til framkvæmda í áföngum og fylgir með bréfi þessu skýrsla hans um það efni dags. 5. des. s.l. Ég tel ekki ástæðu til að endurtaka skýrslu þessa í smáatriðum, en aðeins geta hins helsta. Dr. Sigfús athugar tvo valkosti og er annar fólginn i þvi að ná æskilegri sóknar- minnkun i tveim áföngum en hinnáþrem- ur áföngum. Samkvæmt fyrri valkosti ætti full sóknarminnkun að vera komin til framkvæmda árið 1977, en árið 1978 sam- kvæmt þeim síðari. 1 báðum valkostunum er reiknað með að dregið verði verulega úr veiðum á smáþorski (2—4 ára) strax árið 1976, minna er dregið úr sókn áfisk af millistærð, en sókn svo aftur minnkuð i hrygningarstofninn. Bent skal á það, að hámarksafrakstur, 500 þús. tonn, fæst ekki fyrr en stofninn hefur rétt við og er það m.a. háð árangri klaksins á komandi árum. Samkvæmt útreikningum dr. Sigfúsar, verður þá æskilegur hámarksafli sem hér segir, sé miðað við einn áfanga (uppruna- lega tillagan), tvo áfanga eða þrjá áfanga: 1976 1977 1978 Einn áfangi 230 295 376 Tveir áfangar 280 280 360 Þrír áfangar 295 295 345 Ekki er mikill munur á þeim valkostum, sem miða við tvo eða þrjá áfanga, en sé stærð hrygningarstofnsins höfð f huga, þá kemur í ljós, að tveir áfangar eru miklu betri kostur en þrír, þar sem ekki er gengið jafnnærri hrygningarstofninum. Hafrannsóknastofnunin vill þó taka skýrt fram, að hún hefur ekki breytt þeirri skoðun sinni, að hámarksafli sá, sem hún lagði til í skýrslu sinni frá 13. október s.l. og miðar að því að æskileg sóknarminnkun sé tekin í einum áfanga, er það sem æskilegast er. Það skal ennfremur tekið fram, að það sem ný vitneskja um styrkleik árgang- anna og nýir árgangar bætast við stofn- inn á hverju ári, þá er nauðsynlegt að endurmat á æskilegum hámarksafla fari fram árlega. Hafrannsóknastofnunin vill að lokum benda á, að ákvæði um hámarksafla er ekki nægjanlegt, ef ekki er samtímis beitt öllum tiltækum ráðum til þess að draga úr veiði smáfisks. Nauðsynlegt er að herða allt eftirlit með veiðibúnaði og má þar sérstaklega nefna klæðningu poka í bot'n- vörpum. Nýjustu rannsóknir stofnunar- innar benda til þess að nauðsynlegt muni reynast að stækka riðið í botnvörpu, flot- vörpu og dragnót verulega, jafnvel í 165 mm. Virðingarfyllst, JónJónsson (sign)“ Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta ástand krefst stóraukinnar stjórnunar á fiskveiðunum hér við land, enda talið að fiskiskipastóll landsmanna einn nægi til að fullnýta miðin, en við eigum i alvarleg- um átökum við útlendinga, sem telja sig eiga rétt til veiða á Islandsmiðum og fara nú ránshendi um miðin. í febrúar 1975 skipaði ég nefnd til að endurskoða lögin um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiði- landhelginni frá 27. desember 1973. Nefndina skipa fulltrúar frá L.l.U. (báta- deild), F.I.B., F.F.S.I., Sjómannasam- bandi Islands og Fiskifélagi Islands. Þess- ir aðilar hafa tvívegis ferðast um landið og rætt við hagsmunasamtök sjómanna og útvegsmanna um friðunaraðgerðir og gerð drög að nýjum lögum og reglugerð. Hinn 30. sept. s.l. voru skipaðir 11 þingmenn í þessa nefnd eftir tilnefningu þingflokk- anna. Það var von mín að nefndin myndi geta skilað áliti það tfmanlega að hægt væri að leggja fram frumvarp i þessu sambandi fyrir áramót, en það reynist ekki fært, enda um að ræða erfitt verk og margslungið. En verkinu verður flýtt eins og hægt er og stefnan í friðunaraðgerðum mörkuð, svo fljótt sem við verður komið. Verður að ætla að þjóðin standi einhuga að þeim aðgerðum, sem óhjákvæmilegar verða taldar til að tryggja endurnýjun þorskstofnsins og annarra fisktegunda, hversu erfiðar sem þær kunna að verða, en á þeim getur framtfð þjóðarinnar byggst. Samningar við erlend ríki Allir hefðum við óskað að eitt stórt nei nægði til þess að koma f veg fyrir veiðar útlendinga á Islandsmiðum, en dæmið er ekki svo einfalt. Er skemmst að minnast afla erlendra veiðiskipa við Island á árinu 1973, þegar engir samningar voru við Eng- lendinga og Þjóðverja,, en þá sögðum við nei. 1 þessum efnum þýðir ekki að láta ósk- hyggjiina ráða, við verðum að vera raun- sæir og gera það eitt, sem við teljum að landi og þjóð verði að mestu gagni, og til þess að ná eins mikilli stjórnun á veiðun- um og mögulegt er. Þessi sjónarmið verða að ráða gerðum okkar og þess vegna er samið við Þjóðverja og Belga og væntan- lega einnig við Norðmenn og Færeyinga. Við skulum vera þess minnugir að okkur hefur tekist að skapa okkur álit á vett- vangi þjóða og á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, og okkur er nauðsyn að sanna sanngirni okkar á framhaldsfundi ráðstefnunnar í vor, til að koma í veg fyrir gerðardómsákvæði eða önnur hættuleg ákvæði okkur óhagstæð í væntanlegum hafréttarsáttmála. Við skulum gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að sterk og voldug ríki, sem börðust gegn 200 mflna efnahagslögsögunni, en sjá nú fram á að meiri hluti þjóða styðja hana, beita sér nú fyrir því að alþjóðlegur gerðardómstóll ákveði hve mikið strandrfki geti veitt við strendur sfnar og úthluti því sem umfram er til erlendra veiðiskipa. Hættan er ekki liðin hjá, og nú verja sum þessara ríkja miklu fjármagni til að afla skoðunum sin- um fylgis með hverskonar auglýsinga- áróðri og fleiru, eins og við höfum fylgst með f fréttum. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja óbilgjarnar kröfur eins og Bretar hafa sett fram. Til þess kemur aldrei og við erum óhræddir í þriðja þorskastríðinu við þá, þeir munu tapa og hljóta að launum fyrirlitningu þjóða. Vald getur ekki beygt okkur f þessu lífshagsmunamáli — heldur aðeins skapað einhug og samstöðu til sigurs. Ég ætla ekki að ræða frekar samninga við aðrar þjóðir, enda hafa þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir verið ítarlega ræddir á opinberum vettvangi. Síldveiðarnar haustið 1975 Hinn 11. apríl s.l. barst mér bréf frá Síldarútvegsnefnd þar sem lagt er til að leyft verði að veiða allt að 10.000 tonnum sfldar f herpinót frá og með 15. september. Er skýrt frá því f bréfinu, að Jakob Jak- obsson fiskifræðingur, hafi á fundi Sfld- arútvegsnefndar 9. desember 1974 gert grein fyrir ástandi og horfum fslensku síldarstofnanna og lagt til að leyft yrði að veiða umrætt magn á þessari vertíð. Jafn- framt var skýrt frá þvf, að Sfldarútvegs- nefnd hafi rætt þessa tillögu Jakobs við fulltrúa L.I.U., síldveiðiskipsstjóra og fleiri. Ráðuneytinu bárust hins vegar ekki til- Iögur fiskifræðingsins fyrr en 18. aprfl með bréfi dagsettu þann dag. I bréfi þessu gerði hann tillögur um fyrirkomulag og stjórnun síldveiða haustið 1975. Meðal annars lagði hann til að reknetaveiðar yrðu heimilaðar eins og á undanförnum árum, síldveiðar í hringnót yrðu háðar leyfum og takmarkaður við 7500 tonna Framhald á bls. 22 „Vald getur ekki beygt okkur í þessu lífshagsmunamáli"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.