Morgunblaðið - 12.12.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
17
3
Bardaganum lauk síðar, er Þór
sneri við á leið til lands.“
• SKEMMDIR M.A.
A REYKHÁF ÞÓRS
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, sagði í við-
tali við Morgunblaðið í gærkveldi
að hann hefði gefið Helga Hall-
varðssyni, eftir að einu sinni
hefði verið skotið, fyrirskipun um
að freista þess að draga sig í hlé
og um leið og varðskipið gerði
það, héldu dráttarbátarnir út.
Skemmdir á varðskipinu eru aðal-
lega bakborðsmegin á bátaþilfari
og ná þær alveg upp á reykháf
skipsins vegna þess hve byrðing-
ur Lloydsman er hár að framan.
Engar hættulegar skemmdir eru
á skipinu. Pétur sagði að Þór
hefði átt að koma inn í næstu
viku, þar sem ferð skipsins hefði
verið orðin það löng og hann kvað
ekki nauðsyn að gera við allar
skemmdirnar fullkomlega, þar
sem slíkt tæki og langan tíma.
Sem dæmi nefndi hann að Ægir
væri enn með skellur, sem honum
áskotnuðust í sfðasta þorskastríði.
arbátana þrjá rúmlega eina sjó-
mílu frá landi og var að því er
virtist taug á milli tveggja þeirra,
Lloydsman og Star Aquarius.
Þegar varðskipið kom nær, var
taug þessari sleppt og tveir drátt-
arbátanna héldu til hafs. Hinn
þriðji, Lloydsman, hélt hins vegar
kyrru fyrir og töldu varðskips-
menn hann bilaðan. Varðskipið
sinnti ekki Lloydsman, en hélt á
eftir dráttarbátunum Star
Aquarius og Star Polaris og gaf
þeim stöðvunarmerki með ljós-
morsi og hljóðmerkjum. Dró varð-
skipið um leið úr ferð sinni, er
það nálgaðist dráttarbátana.
Þessum viðbrögðum varðskips-
ins svaraði Star Aquarius með því
að beygja skyndilega þvert inn á
bakborðshlið varðskipsins sem
sneri undan á stjórnborða til þess
að forðast árekstur. Aquarius
skall utan í varðskipið, en sá
skellur var ekki mikill. Við þenn-
an minniháttar árekstur lifnaði
heldur betur yfir Lloydsman, sem
sigldi nú á fullri ferð á varðskipið
bakborðsmegin. Lét þá skipherr-
ann, Helgi Hallvarðsson, taka of-
an af byssu varðskipsins og skaut
viðvörunarskoti, púðurskoti, að
Lloydsman, sem svaraði með því
einu að sigla aftur á varðskipið.
Gaf þá Helgi Hallvarðsson skipun
um að skjóta kúluskoti að Lloyds-
man og kom það í bol hans. Við
það lauk þessari viðureign og
Lloydsman hélt til hafs.
• SKIPVERJI A ÞÓR
SLASAÐIST A HENDI
Einn skipverji varðskipsins
slasaðist lítilsháttar á hendi.
Skemmdir á varðskipinu urðu
hins vegar talsverðar, en eftir að
lokið er við að logsjóða í rifu á
skammdekki verður skipið ferða-
fært á ný. Upphaflega voru skipin
eins og áður segir rúma mílu frá
landi en ásigling dráttarbátanna
verður 1,9 sjómilur frá landi eða
0,8 sjómilur innan landhelgi Is-
lands, þar sem sömu reglur gilda
- ld*klega 4 togarar
I ___
X' •,'B'RlGHTCtý
X- AREKSTOR:
ÞÓR - LLOYDáMAN
STA-R /QUARTOS
STAR POLARIS
---»--M-I8ANDA
♦Kollumuh -V,
30 togarar
• GALAI
EURCfrAI'
OTHEJ
EA
tinaones
3 toe
arar
Þyrluþilfar Þórs lagðist saman á 18 metra kafla, þegar Lloydsman sigldi á varðskipið f sfðara skiptið. 24
styttur, sem halda þvf uppi, bognuðu, bátakrani, sem stendur á þyrluþilfarinu, lagðist inn og reykháfur
skipsins dældaðist. Einnig kom gat á skipið ofan við sjóifnu, þannig að sjór flæddi inn f vélarrúmið. A
myndinni sést hvernig þyrluþilfarið lftur út bakborðsmegin.
Ljósm. Mbl.: Frióþjófur.
samkvæmt alþjóðalögum og sem
landi væri. Líklegast hafa drátt-
arbátarnir verið að flytja vatn á
milli sín og hefur þá einhver
þeirra verið orðinn vatnslítill og
þeir því þurft að miðla hver öðr-
um vatni. Fát hefur komið á þá,
þegar varðskipið kom og þeir
sleppt línunni. I sama mund og
þessar grófu ásiglingar eiga sér
stað flaug gæzluflugvélin SYR yf-
ir og var tekin kvikmynd af at-
burðinum, sem að öllum líkindum
verður sýnd í sjónvarpi í kvöld,
• „ÞETTA ER HLUTVERK
DRATTARBATANNA“
Pétur Sigurðsson sagði:
„Þetta er í raun ekkert meira
en við höfum ávallt búizt við að
myndi gerast. Hlutverk dráttar-
bátanna á Islandsmiðum er þetta
— að sigla á varðskipin og hafi
þeir ekki haft um þessa árás bein
fyrirmæli — þá vita þeir einfald-
lega hvert hlutverk þeirra er. Öll
stærri varðskipin eru með yfir-
burðahraða yfir þessa dráttarbáta
og því standast þeir þeim ekki
snúning sem verndarskip. Þór er
hins vegar minnstur og léttbyggð-
astur stóru varðskipanna."
Pétur Sigurðsson, forstjóri,
sagði ennfremur: „Þetta atvik er
eitt grófasta brot, sem ég man
eftir innan landhelgismarka Is-
lands. Þarna er um að ræða sam-
antekin ráð tveggja skipa að
vinna tjón á löggæzluskipi án
nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Yf-
irstjórn þessa flota mun verða að
svara fyrir þetta brot. Um áhrif
þessa atburðar á Landhelgisgæzl-
unni má segja að hún þarf nú að
gæta aukinnar aðgæzlu og meiri
en nokkru sinni fyrr og kanna
verður gaumgæfilega hverju
sinni, hvaða skip eru að flækjast
innan landhelgi landsins. Land-
helgisgæzlan getur í raun haft
uppi mun harðari aðgerðir gagn-
Fyrsta ásiglingin á varðskipið Þór I gær — Star Aquarius siglir á
varðskipið.
en einnig voru teknar myndir af
farþegum í flugvélinni, en þeir
voru þeir Ragnar J. Ragnarsson,
framkvæmdastjóri, og Baldur
Sveinsson, kennari. Baldur tók
þær myndir, sem teknar voru úr
lofti og birtast í Mbl. í dag, en
Ragnar skýrði Morgunblaðinu svo
frá atburðum. Þeir félagar voru
að vinna að gerð blaðagreinar um
sögu fluggæzlunnar á Islandi fyr-
ir brezka flugmálablaðið Aviation
News. Ragnar sagði:
„Þegar við komum fyrst á vett-
vang voru skipin i aðeins einnar
mílu fjarlægð frá landi og þvi
varð flugvélin að fljúga mjög ná-
lægt fjöllunum til þess að geta
flogið yfir skipin. Þar sem veður
var allókyrrt lét flugvélin mjög
illa. Þegar aðför dráttarbátanna
að Þór hófst varð æsispennandi
að fylgjast með hinum grófu ásigl-
ingum og ásiglingartilraunum
Bretanna og fljótlega eftir að að-
förin var hafin af fullum krafti,
sáum við að byssurnar á Þór voru
mannaðar og ég sá einu sinni eld-
glæringu úr fremri byssu Þórs.
vart þessum dráttarbátum, en
verið hefur.“
• OTHELLO FÉKK LEYFI
TIL AÐ FARAt VAR
Þá ber að geta þess, að á meðan
á öllu þessu stóð, sótti aðstoðar-
skipið Othello um leyfi til þess að
fara í var undan Dalatanga, þar
sem skipið þurfti að flytja mann á
milli skipa. Leyfið var veitt og fór
Othello í var ásamt brezka togar-
anum Boston Stirling FD 247.
Allar ásiglingarnar voru þannig
að dráttarbátarnir sigldu á bak-
borðshlið varðskipsins Þórs. Þess
vegna er ekki úr vegi að birta 19.
gr. siglingareglna, sem hlotið hafa
alþjóðlega samþykkt og sjófar-
endum ber að fara eftir. 19. gr..
sem ber yfirskriftina „Þegar leið-
ir tveggja vélskipa skerast",
hljóðar svo: „Þegar tvö vélskip
stefna þannig, að leiðir þeirra
liggja á mis og hætt er við
árekstri, skal það skipið víkja.
sem hefur hitt á stjórnborða."
Það þarf því ekki lengur vitnanna
við — myndirnar í Mbl. í dag tala.