Morgunblaðið - 12.12.1975, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
inn til hans f Sparisjóðinn, því að
Steinn var að auki sparisjóðs-
stjóri um langt árabil, og spurðu,
hvort hann ætti krekju? Og
Steinn gaf ungu drengjunum
öngla, og þeir gengu stoltir niður
á Brjót, fáir höfðu gefið þeim
dýrmætari gjafir, og síðan var
rennt fyrir ufsann og þyrskling-
inn. Ég man vel, hve Steini þótti
gaman að þessu, honum fannst
eins og hann hefði kennt þessum
frægu verðandi aflaklóm
Bolungavfkur í sjómannastétt
fyrstu handtökin. Hann byrjaði
snemma á þessum sið, að gefa
strákunum öngla, og hélt þeim sið
allt fram til þess tíma, að hann
flutti burt að vestan á s.l. ári. Ég
er lfka viss um, að margur strák-
urinn vestra saknar vinar í stað,
þegar Steinn er ekki lengur nærri
með krekjurnar.
Svo sem að lfkum lætur um
menntaðan jarðfræðing og
kristallafræðing eins og Steinn
var, átti náttúran í kringum hann
hug hans allan. Alls staðar sá
hann eitthvað merkilegt og for-
vitnilegt, tíndi upp fáséð grös og
steina, og steinasafn hans, sem
hann sfðar gaf skólanum f
Bolungavík, ber natni hans og
umhyggju fyrir náttúrunni gott
vitni. Ég nefndi orðið natni, og
það átti sannarlega betur við
Stein en flesta aðra. Hann
skrifaði fagra rithönd, nánast
koparstungu, og allir merkimiðar
í steinasafni hans eru skrifaðir
með þeirri fögru og styrku hönd,
allar hans skólabækur, og ekki
má gleyma færslubókum spari-
sjóðsins, allt var skráð reglulega
og af ótrúlegri natni.
Steinn hafði gott auga fyrir
fegurð náttúrunnar. Sæi hann
fagurt skýjafar á himni, eða sér-
kennilega sólskinsbirtu á fjöllum,
eða skugga, þegar degi tók að
halla, átti hann til að hnippa í
þann, sem með honum var í það
og það sinnið og segja: „Stanzaðu,
maður, og horfðu á þessa fegurð.
Þetta sést máski ekki nema einu
sinni á öld.“
Honum var dýrmæt hver
fegurðarstund, og lífið gaf honum
líka margar slíkar, og þær urðu til
að gleðja hann, þegar á stundum
kom fyrir, að Iffið sýndist ætla að
leika hann grátt, þær fögru
stundir hleyptu í hann nýjum
þrótti, nýju þori og karlmennsku,
svo að hann gekk frá hverri hildi
beinni í baki en flestir aðrir.
Beinni í baki, eru orð að sönnu,
því að Steinn var sannarlega ýtur-
vaxinn og beinn, þar sem hann
gekk um götur Bolungavíkur, oft-
ast berhöfðaður, aðeins á jakkan-
um, stoltur á svip, og mátti vera
það. Þannig veit ég að margur
minnist hans þar vestra. En þótt
yfir honum væri heimsborgara-
bragur f fasi, vissi ég þó engan
sem var honum jafn í hjartans
lítillæti og einlægni, og þannig
kom hann fram við háan og lágan,
hvar í stétt sem menn stóðu. Allir
vissu, að hann Steinn var elsku-
legur maður.
Hann átti trúnað nær allra
manna þar vestra, einkanlega í
sambandi við störf sín í spari-
sjóðnum og skattanefndinni, en í
þeirri nefnd unnum við saman
um 10 ára skeið, og er mér sæmd
af þeirri samvinnu.
Samvistir við Stein voru mér
sjaldgæf unun. Umræðuefni
skorti okkur aldrei, líklega fyrst
og fremst vegna þess, hve við
vorum báðir elskir að náttúru-
fræðum, og vissum fátt skemmti-
legra en tala um þau efni, og þá
ekki sfður um mannlffið, ættirn-
ar, skaphafnir manna, lfklega
þótti okkur gaman að spjalla
saman um alla skapaða hluti,
nema þá máski að tala illa um
náungann, þvf að slíkt umtal var
ekki á dagskránni. Steinn var
umtalsfrómur maður með af-
brigðum, reyndi heldur að sjá
gott hjá hverjum manni, gera úr
bjálkanum flís, reyna að breiða
yfir brestina, gera gott úr öllu.
Af hverri okkar samverustund
fór ég fróðari, oftast var ég
þiggjandinn, því að hann var haf-
sjór af fróðleik, kunni á flestu
skil, og til hans var gott að leita
ráða. Hann gat haldið svo
heillandi á umræðuefninu, að það
var f sannleika sagt erfitt að slíta
samfundum, þótt ævinlega væri
reynt að hætta hverjum leik, þá
hæst hann fór. Því er söknuður
nú f sinni mínu.
Sjálfsagt munu ýmsir segja um
Stein, að hann hafi haft bresti
ýmisskonar, en hver er sá maður,
sem af þvf getur stært sig, að vera
með öllu gallalaus? En eitt er víst,
að hafi eitthvað það verið i fari
Steins, sem minnt gæti á bresti,
eins og við nefnum það í daglegu
lífi. Þá bar hann þá bresti betur
en flestir aðrir. Og að leiðarlokum
hygg ég, að Bolvíkingar, einn og
sérhver, minnist Steins, sem eins
mætasta manns, sem þar hefur
lifað og starfað.
í aldagamalli sögu Bolunga-
vfkur ber mörg nöfnin hátt. Þeir
hafa borið gæfu til þess,
Bolvíkingar, að hafa alið margan
ágætis manninn sín á meðal stór-
brotna menn, athafnamenn, sem
borið hafa ægishjálm yfir sam-
borgara sína, og þeir eiga slfka
menn enn í dag! Ég þarf engin
nöfn að nefna. En í þessum stór-
mennahópi Bolvfkinga er nafn
Steins Emilssonar eitt hið
glæstasta, og ég veit, að Bol-
víkingar kunna honum miklar
þakkir fyrir óeigingjarnt starf
hans f þeirra þágu f nær hálfa öld.
Það hefur mörgum verið reistur
minnisvarði fyrir minna starf, og
mættu þeir fyrir vestan að því
hyggja.
Mér þykir hlýða í örstuttu máli
að segja frá uppruna Steins, þótt
vel megi vera, að aðrir geri slfku
skil um þessar mundir. Hann var
prestssonur, fæddur að Kvíabekk
f Ólafsfirði á Þorláksmessu árið
1893, og var þvf að nálgast 82. ár
sitt, þegar hann lézt 3. des. s.l.
Hann nam við Gagnfræðaskólann
á Akureyri, síðan við Mennta-
skólann í Reykjavík, og var f þeim
nafntogaða 17 skáldabekk, enda
var Steinn skáld gott, þótt hann
flfkaði því lítt, og 17 skáldin
finnast ekki f bekknum, nema
Steinn sé þar með talinn. Hann
lauk stúdentsprófi í Noregi, lærði
síðan jarðfræði og kristallafræði í
Noregi, en þaðan lá leið hans til
Jena í Þýzkalandi, en hélt hann
áfram jarðfræðanámi við
háskólann þar, og hlaut styrk frá
Alþingi til að læra að kljúfa og
flokka silfurberg, en það lærði
hann hjá hinum frægu Zeissverk-
smiðjum f Jena. Einnig kenndi
hann um skeið fslenzku við
háskólann í Hamborg, en fékkst
þá jafnframt við rannsóknir á
sýrufari í íslenzkum jarðvegi.
Þegar heim kom gerðist hann
efnafræðingur við fslenzkar
síldarverksmiðjur.
Leið hans lá til Bolungavíkur
1927, og síðan þá tók hann þátt í
flestum þjóðþrifamálum þar
vestra, stýrði skólum þar frá 1927
til 1953, sparisjóðsstjóri
1942—1962, sat auk þess í hrepps-
nefnd og sýslunefnd, og f skatta-
nefnd, eins og áður var um getið.
Það munaði alls staðar um Stein,
á hvaða vettvangi, sem hann
beitti sér. Hann var um skeið rit-
stjóri Vesturlands á Isafirði. Gaf
út tímaritið Stefnuna 1923,
skrifaði allmargar vísindagreinar
í erlend vísindarit, og Vfsinda-
félag Islendinga gaf út rit hans:
„Lössbildung auf Island" af Fjöl-
skyldu Steins er það að segja, að
hann kvæntist 1931 eftirlifandi
eiginkonu sinni Guðrúnu
Hjálmarsdóttur frá Meiri-HIíð í
Bolungavík. Eignuðust þau 4
börn, sem öll eru uppkomin, gift
og hafa átt börn.
Börn Steins og Guðrúnar heita
Rún, Steingerður, Vélaug og
Magni. I Bolungavfk áttu þau
lengi heima í svokölluðum Eyfirð-
Framhald á bls. 27
In memoriam:
Steinn Emilsson
jarðfrœðingur
Hvers virði er sönn vinátta?
Líklega verður sönn vinátta
aldrei metin til fjár. Henni er
ekki heldur það hlutverk ætlað,
því að vináttan er guðakyns, hún
er hafin yfir allt daglegt amstur,
hún er ofar flestu í þessum heimi,
fátt er til, sem getur f stað hennar
komið, og sem betur fer, er hún
ekki sjaldgæf, því að þá yrði hjá
mörgum þröngt í búi.
Líklega finnur maður aldrei
betur, hvers virði vináttan er, en
þegar vinur manns deyr, þegar
jarðneska lífið slokknar, ekki er
lengur unnt að rækja vináttuna,
eins og ber. Og þótt einn maður
kunni að sakna vinar í stað, er þó
sá söknuður jafnan mestur hjá
ástvinum, sem þannig þurfa að
skilja.
Vinur minn, mætur, Steinn
Emilsson jarðfræðingur frá
Bolungavík, lézt í byrjun desem-
ber s.I. Hans vil ég minnast örfá-
um orðum nú, er hann hefur
verið til moldar borinn.
Ég ætla að reyna að rekja ekki
harmatölur, því að ég veit, að slíkt
væri fjarri skapi hans.
Ég kom ungur að árum til
Bolungavíkur, og í þau 10 ár, sem
ég átti þar heima og starfaði þar,
hygg ég, að enginn, mér óskyldur,
hafi tengst mér innilegri vina-
böndum, og gleðst ég þó yfir að
mega kalla marga þar vestra vini
mína.
Milli okkar var 30 ára aldurs-
munur, en aldrei man ég til þess,
að það yrði til að minnka vinátt-
una okkar í milli. Ég hef stundum
líkt Steini við Sókrates, því að
mér fannst hann vera hinn full-
komni fræðari, sem næstum því
gat sett okkur ungu mennina á
hné sér og frætt okkur um eigin-
lega alit milli himins og jarðar.
Persónuleiki Steins var
ógleymanlegur. Menn þurftu ekki
með honum að vera nema örskots-
stund til að sannfærast um það,
að hann hafði að geyma stórbrot-
inn mann, og eiginlega hvar sem á
hann var litið. Ég hika ekki við að
segja, að Steinn var einn af
fágætustu persónuleikum, sem
tsland hefur alið á þessari öld.
Hæfileikar hans voru svo víð-
feðmir, að hvar sem var i veröld-
inni hefði hann getað haslað sér
völl með árangri, þótt þau yrðu
örlög hans að lúta að smáu á litl-
um stað.
Sú staðreynd breytir þó f engu
þvf, að honum hefðu mátt vera
allir vegir færir.
Það voru ekki sízt hinir ungu í
Bolungavik, sem fengu notið þess-
ara hæfileika Steins. Hann
stofnaði og stýrði um langan
aldur Unglingaskóla Bolunga-
víkur, og mér segja nemendur
hans, að hann hafi verið frábær
kennari og efast ég ekki um það.
Ég man hann gerði sér það til
gamans að panta sunnan frá
Reykjavík heilmikið af litlum
önglum, krekjum, eins og þeir
kalla það fyrir vestan. Sfðan
komu litlu pollarnir, sem voru að
hefja veiðiskapinn við Brimbrjót-
Hvíídarstóíl jráSkeifímrú er vegkg gjöfog vönduð.
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544
KJÖRGARÐI SÍMI16975
makindum
Slappið af í
Stressless stólnum
og látió þreytuna
3 úr sál og
líkama.
í hvaða
stöóu sem
er-Stressless
er alltaf jafn þægilegur. Þaó er engin tilviljun aó
Stressless er vinsælasti hvíldarstóllinn á Noróur-
löndum.
Stresslesserstílhreinn stóll meó ekta leóri eóa
áklæói aó yóar vali. Meó eóa án skemils.
Þeir, sem ætla að velja góóa og vandaóa vinar-
gjöf, ættu aó staldra vió hjá okkur
í Skeifunni og sannprófa gæói
Stressless hvíldarstólsins.