Morgunblaðið - 12.12.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
25
FRÁ LEIÐBEININGASTÚÐ HÚSNIÆÐRA
Möndlur, hnetur og marsípan
Nokkur orð um verð og gæði
Um þessar mundir er verið að
undirbúa jólabaksturinn, þarf
þvf að kaupa hnetur og möndl-
ur, enda er það afbragðs hrá-
efni til kökubaksturs og eru
flestir sælkerar sammála um
það, að möndlurnar bæti kök-
urnar til mikilla muna. A
jólunum þykir mörgum gaman
að bera fram hnetur með
öðrum ávöxtum og með sæl-
gæti, enda er það skemmtilegt
föndur að brjóta hnetur, þegar
setið er í góðum félagsskap.
Andstætt öðrum ávöxtum eru
hnetur og möndlur mjög fitu-
ríkar, í þeim eru um 35—65%
fita. Þar af leiðandi eru þær
með orkuríkari fæðutegundum
sem við leggjum okkur til
munns. 100 g af hnetukjörnum
eða möndlum gefa 650 hita-
einingar eða um það bil '4 af
því orkumagni sem fullorðinn
karlmaður sem er í jólafrfi þarf
á að haida yfir daginn. í hnet-
um og möndlum er einnig mikil
hvfta. Þeir, sem eingöngu lifa á
jurtafæðu, nota því gjarnan
hnetur. Þar að auki er í hnetum
og möndlum mikið af stein-
efnum eins og kalíum, fosfór og
járni og mikið af B-vftamínum.
Möndlur og hnetur eru hins-
vegar mjög dýrar og skulu hér
nefnd nokkur dæmi um verð í
tveim verslunum sem valdar
voru af handahófi. Að sjálf-
sögðu getur verið um mismun-
andi sendingar að ræða sem
skýrir þennan mismun, ef til
vill er einhver gæðamunur á
þeim varningi 'sem hér er
gerður að umtalsefni, um það
skal ekkert fullyrt. Kaupendur
geta sparað stórfé með því að
athuga vel, hvað verið er að
kaupa.
U (.I.VSIM, \-
SÍMINN KK:
22480
100 g af möndlum f poka (er-
lendar umbúðir) kosta 125 kr.
eða 1250 kr. hvert kg. 40 g af
möndlum í islenskum umbúð-
um kosta hinsvegar 110 kr. eða
2750 kr. hvert kg. Einnig er
unnt að kaupa 50 g af möndlum
fyrir 110 kr. eða 2200 kr. hvert
kg. Getið var um þyngd á
umbúðunum en ekki hefur
verið tækifæri til þess að ganga
úr skugga um, hvort rétt sé
vigtað. Nokkrir valhnetu-
kjarnar voru seldir i poka á 125
kr., en ekkert var getið um
þyngdina á umbúðunum. Það
er því erfitt að gera sér grein
fyrir verðmismun á ólíkum
tegundum af hnetum. Æskilegt
væri að slíkur varningur væri
seldur í pokum með 50 eða 100
g, svo auðveldara væri að gera
sér grein fyrir verðinu.
40 g af afhýddum möndlum
kosta 175 kr. eða 4375 kr. hvert
kg. Það er þvf unnt að hafa á
annað þúsund kr. upp úr því að
afhýða 1 kg af möndlum. Séu
möndlurnar hinsvegar saxaðar
kosta þær ekki nema 1900 kr.
hvert kg. Einnig voru fáanleg
50 g af söxuðum möndlum fyrir
75 kr. eða 1500 kr. hvert kg.
Bragðið af þessum ódýru
„möndlum" virtist vera líkt og
af jarðhnetum (pea-nuts), þótt
á umbúðunum stæði skýrum
stöfum möndlur. 100 g af svo-
kölluðum „bökunarhnetum",
en það eru víst jarðhnetur,
kosta hinsvegar 118 kr. eða
1180 kr. hvert kg. Besta
matreiðsla á jarðhnetum er að
salta þær og rista, bragð þeirra
nýtur sín best þannig. Hið sér-
kennilega bragð þeirra nýtur
sfn hinsvegar ekki í bakstri, þar
eru möndlur og heslihnetur
mun betri. En"kflóvérðið á jarð-
hnetum er nokkuð lægra en á
möndlum og hnetum.
Möndlur er aðalhráefnið í
marsípan en 500 g af marsípani
kostar 1067 kr. eða 2134 kr.
hvert kg. A umbúðunum er
þess getið, að auk mandlna sé
notaður sykur í marsípanfram-
leiðsluna og nemur sykurinn
einum þriðja af þyngdinni.
Marsípan er unnt að drýgja
heima hjá sér með því að hnoða
upp í það flórsykur og dálftið af
vatni (250—500 g flórsykur f Ví
kg af marsípani). Að sjálfsögðu
þarf að sáldra flórsykurinn
áður en hann er hnoðaður
saman við marsípanið, enda er
erfitt að bjarga málunum við,
ef flórsykurkekkir eru komnir
út í marsípanið.
A markaðnum er einnig til
marsípan sem kostar ekki nema
1536 kr. hvert kg. Á vörulýsing-
unni á umbúðunum má sjá að
við marsípanframleiðsluna eru
einnig notaðar apríkósukjarnar
úr apríkósusteinum, en það
þykir ekki eins gott hráefni og
möndlur, enda er þó nokkur
verðmunur á þessum tveim teg-
undum af marsipani. En
neytandinn veit hvað hann er
að kaupa, þar sem þetta er allt
tekið fram í vörulýsingunni á
umbúðunum.
Þess skal getið að möndlur og
hnetur hafa takmarkað
geymsluþol, þar sem fitan
jjránar þegar möndlur og hnet-
ur fara að verða gamlar.
Geymsluþolið styttist, þegar
búið er að afhýða eða saxa
möndlurnar. Þar er þvf æski-
legt að getið sé um pökkunar-
dag á slíkum varningi.
Ennfremur skal að lokum
tekið fram að samkvæmt
upplýsingum frá Statens
Husholdningsrád í Danmörku
skal neytandinn tvímælalaust
henda parahnetum og jarðhnet-
um sem eru myglaðar eða hafa
dökknað. I slíkum hnetum geta
verið eiturefni sem heitir afla-
toxin.
Sigrfður Haraldsdóttir
Peter Hallberg-
HAILD0R L
Höfundur lýsir þátttöku Halldórs Laxness í
skoöanaskiptum, einkum um eftirtalin efni:
1. Þjodernis-ísland og umheimurinn.
2. Trú og lífsvidhorf.
3. Stjórnmál og þjóöfélag.
4. Listræn vidhorf.
... ___ ., * u# ■■■ •■■■'? -
■
Enginn lesandi Halldórs Laxness ættí aö láta
þessa bók vanta í safn sitt.
Bókin fæst hjá helstu bóksölum og kostar
Kr. 2.400.-(+ sölusk.). Félagsmenn og aö sjálf-
sögöu þeir sem gerast félagsmenn nú, fá bók-
ina meö 20% afslætti á afgreiöslu Hins
íslenzka bókmenntafélags, Vonarstræti 12
í Reykjavík.
Hiö íslenzka bókmenntafélag.
!l"hi
Hér er bókin til skemmtunar og fróðleiks
Ma^nus Magnusson
ÍSLANDS
1904 - 1971
Magnús Magnússon
Ráöherrar
Islands
1904 — 1971
Magnús Stormur, höfundur þessarar bók-
ar, er landskunnur fyrir ritstörf og blaða-
mennsku og fyrir það. a8 vera ómyrkur i
máli, tala tæpitungulaust. Hann segir I
formála bókarinnar: ... . . ég vil taka fram
að ég einn ber alla ábyrgð á þvi, sem sagt
er ráðherrunum til lofs eða lasts. nema þar
sem ummæli annarra eru tilfærð."
Og hann biður menn að hafa I huga, að
þetta eru aðeins svipmyndir og því hvergi
um alhliða lýsingu að ræða, en segir jafn-
framt að hann telji sig hafa góða aðstöðu
til að geta lýst ráðherrunum með nokkrum
sannindum. „Þvi ég hef séð þá alla, talað
við flesta, kynnzt mörgum þeirra mikið og
sumum allnáið." — Allir, sem þekkja
Magnús Storm og skrif hans vita að hér er
bók sem þeir verða að eignast.
Faðir minn
— bóndinn
Gísli Kristjánsson ritstýrði
Fjórtán þættir um stórbrotna og á ýmsan
hátt fyrirferðarmikla bændahöfðingja,
skráðir af börnum þeirra: Guðmundur Þor-
bjarnarson, Stóra-Hofi, eftir Hákon Guð-
mundsson — Bjarni Jensson, Ásgarði eftir
Torfa Bjarnason — Kristinn Guðlaugsson,
Núpi, eftir Unni Kristinsdóttur — Glsli
Jónsson. Hofi, eftir Gunnlaug Glslason —
Þórarinn Jónsson, Hjaltabakka, eftir
Hjalta Þórarinsson — Friðrik Sæmunds-
son, Efri-Hólum, eftir Sæmund Friðriksson
— Þ. Magnús Þorláksson, Blikastöðum,
eftir Helgu Magnúsdóttur — Jón Konráðs-
son, Bæ, eftir Björn Jónsson — Guðbjart-
ur Kristjánsson, Hjarðarfelli. eftir Gunnar
Guðbjartsson — Björn Þorkelsson, Hnefils
dal, eftir Þorkel Björnsson — Jakob H.
Ltndal, Lækjamóti eftir Sigurð Llndal —
Sverrir Glslason, Hvammi, eftir Ólaf Sverr-
isson — Jón Sigurðsson, Yztafelli, eftir
Jónas Jónsson — Helgi Jónsson, Segl-
búðum, eftir Jón Helgason. — Allir voru
þessir bændur brautryðjendur, hver með
sínum sérstæða hætti, og allir voru þeir
héraðshöfðingjar. kraftmiklir kjarnakarlar
sem settu sterkan svip á samtið sina.
Skuggsjá-Bókabúö Olivers Steins-Sími 50045