Morgunblaðið - 12.12.1975, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.12.1975, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 Minning: Hörður Þórðarson sparisjóðsstjóri Fæddur 11. desember 1909 Dáinn 6. desember 1975. Á fáum stöðum hér í Reykavík eða nágrenni, var áður fyrr jafn kvöldfagurt og friðsælt og inni við „Sundin blá“ i landi Klepps- spítala. Þarna á æskustöðvum Harðar hittumst við fyrsta sinni. Atvik voru þau, að þegar nýi spítalinn var byggður-vorum við þar, tveir drengir, sumarlangt til snúninga og aðstoðar smiðum og öðrum byggingamönnum. Mér er þetta sumar enn í barnsminni. Vinnuflokkurinn dvaldistþar inn frá í viðlöguskúrum, en Hörð- ur að sjálfsögðu hjá foreldrum sínum, en faðir hans, prófessor Þórður Sveinsson, var yfirlæknir spítalsns. 1 vinnuflokknum og í starfsliði staðarins voru margir góðir og frískir drengir, svo sem Hermann Jónasson síðar forsætis- ráðherra, Bjarni Bjarnason seinna alþingismaður og skóla- stjóri á Laugarvatni, o.fl. Félags- andi var þar með ágætum. Á góð- kvöldum eftir vinnu var oft hópast saman til leiks og skemmtana. Bændaglíma var reynd, enda „bændurnir" sjálf- kjörnir, aflraunir reyndar og ýmiskonar keppni. Ekki þóttum við Hörður þar alltaf hlutgengir, enda kapparnir, sem þar reyndu með sér, ekki meðfæri „aftur- réttinganna", en því heiti hafði Hermann sæmt okkur, vegna þess, að m.a. höðfum við þann starfa að „rétta nagla“. Nú mun sú iðja almennt ekki lengur tíðkuð við húsbyggingar hér f Reykjavík á hinum síðustu og verstu tímum. Við Hörður minntumst oft þessarar sumardvalar, enda sam- mála um, að hún hefði verið okkur hollur skóli í umgengni við góða og tillitsama félaga. II Næst lágu leiðir okkar saman í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík, en þangað kom Hörður frá gagnfræðaskólanum á Aureyri. Vorum við sfðan bekkjarbræður þar til við lukum stúdentsprófi 1927. Hörður var yngstur okkar félaga, fæddur 11. desember 1909 og því nálega 66 ára þegar hann andaðist. Hann var gæddur góðum námsgáfum eins og hann átti kyn til. Hinsvegar má geta þess hér, að sumum hinna eldri félaga þótti hann á þessum árum nokkuð ærslafenginn. Var hann jafnan í fararbroddi, þegar um það var að ræða að lífga upp á tilveruna með þvf að stofna til græskulauss gamans. Þóttu margar hugdettur hans í því sam- bandi oft bráðsnjallar og hlutu almennt lof og fylgi. Að loknu stúdents prófi innrit- aðist Hörður í lagadeild Háskóla íslands ásamt mörgum bekkjar- félögum. Hann lauk lögfræðiprófi með góðri einkunn snemma árs 1933. Á námsárunum er ósjaldan stofnað til vináttu sem endist mönnum ævilangt. Á það við um Hörð og marga okkar skólafélaga. í hópnum okkar var Hörður kær vinur vegna mannkosta og vegna þess, að hann reyndist jafnan drengur góður, í þessa orðs bestu merkingu. III Enda þótt Hörður lyki lögfræði- prófi, svo sem fyrr er sagt, var ævistarf hans þó meira á sviði peninga- og bankamála, enda kom lögfræðimenntun hans þar einnig að góðum notum. Hann gerðist að loknu prófi starfsmaður Lands- banka islands og vann þar um árabil að banka- og Iögfræðistörf- um, þar til hann árið 1942 varð sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og gegndi þvf starfi til dauðadags. Er það mál þeirra, er til þekktu, að honum hafi farist það starf vel úr hendi, enda hefir stofnunin undir farsælli stjórn hans og samstarfs- manna hans eflst og dafnað til hagsbóta atvinnulífi Reykjavíkur og margra þeirra, sem hér hafa búið. Ekki fór hjá því að samhliða aðalstarfi Harðar væru honum falin ýmis önnur trúnaðarstörf vegna staðgóðrar þekkingar hans og almenns trausts, sem hann naut. Þannig var hann 1947 skip- aður formaður „Framtals- nefndar", sem ekki aðeins var mjög vandasamt starf heldur einnig þess eðlis, að mikið valt á hvernig framkvæmt var. I stjórn happdrættis SIBS var hann skip- aður 1949. Þá átti hann sæti í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur 1955—57 og í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1952—58. En einnig á öðrum sviðum naut hann verð- skuldaðs trausts. Hann var forseti íþróttadómstóls ÍSI frá stofnun hans 1934 til 1947 og formaður Bridgefélags Reykjavíkur var hann um skeið. Þetta er í stórum dráttum þurr upptalning á þeim verkefnum sem Herði voru falin. Ber þetta að vísu vott um það traust og það álit sem hann naut, en segir þó ekki þá sögu sem á bak við liggur. Sú saga myndi greina frá því að hvert það verk sem hann tók að sér, vann hann af trúmennsku og samviskusemi. IV Eins og áður segir var Hörður fæddur á Kleppi 11. desember 1909. Foreldrar hans voru prófessor Þórður Sveinsson, yfir- læknir, og kona hans Ellen Johanne, f. Kaaber, danskrar ættar. Eignuðst þau hjón 7 börn og var Hörður elstur systkina sinna. Árið 1934, 24. nóvember, kvæntist Hörður unnustu sinni og æskuvinkonu Ingibjörgu Odds- dóttur. Foreldrar hennar voru Oddur Bjarnason, skósmiður í Reykjavík, og Andrea Guðlaug Kristjánsdóttir. Þeim Ingibjörgu og Herði varð tveggja barna auðið: Þórður, læknir, kvæntur Sólrúnu Jensdóttur, og Anna, gift Leifi Dungal lækni. Hörður andaðist 6. þ.m. í Reykjavík. Um nokkurt skeið undanfarið hafði hann ekki gengið heill til skógar og átti við mikla vanheilsu að stríða. I þeim veikindum naut hann í rfkum mæli umönnunar konu sinnar. Sambúð þeirra Ingibjargar var alla tfð einlæg og ástrfk og reyndist hún honum traustur förunautur og góður félagi. Börn- um þeirra var hún og er góð og umhyggjusöm móðir. Er nú mikill harmur kveðinn að Ingibjörgu og börnum þeirra, en systkin Harðar hafa einnig mikils misst. Vil ég að lokum votta þeim öllum innilega samúð okkar bekkjarbræðranna og f jölmargra vina. Megi guð blessa þeim minninguna um ástrfkan eigin- mann, umhyggjusaman föður og góðan bróður. Oddur Guðjónsson. Kynni okkar Harðar Þórðarson- ar, sparisjóðsstjóra, hófust fyrri hluta árs 1958, þegar ég var fyrst kosinn í stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Þá var sparisjóðurinn til húsa á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs í þröngu húsnæði, þar sem hver krókur og kimi var gernýttur. Það var á einhverjum fyrsta stjórnarfundinum, sem ég sat, að ég lét einhver orð falla, hvort ekki væri nauðsynlegt að hraða undirbúningi að nýbyggingu sparisjóðsins við Skólavörðustíg. Hörður tók vel undir það, en bætti svo við: „Heyrðu mig, Baldvin, hér í þessari stofnun gerast ekki stökkbreytingar, mundu það og „festína lente“ (flýttu þér hægt) eða sígandi lukka er bezt.“ Þessi orð Harðar hafa komið mér oft f hug f löngu og farsælu sam- starfi okkar enda lýsa þau vel skapgerð hans og lífsviðhorfi. Hann hugsaði ætið vel sitt ráð og flanaði aldrei að neinu. Hann var fastur fyrir og rökvís og ákaf- lega fljótur að átta sig á kjarna hvers máls. En þótt „stökkbreyt- ingar" væru honum lítt að skapi, fylgdist hann vel með nýjungum m.a. í bankarekstri og var fljótur að taka þær upp í starfsemi spari- sjóðsins ef hann taldi þær bæta þjónustuna við viðskiptavini sjóðsins. Hörður Þórðarson var ráðinn forstöðumaður Sparisjóðs Reykja- vfkur og nágrennis 1. apríl 1942 og gegndi starfi sparisjóðsstjóra til hinztu stundar. Hann var ein- staklega samvizkusamur og traustur starfsmaður og bar slíka umhyggju fyrir hag sjóðsins og viðskiptavinum hans, að slfks munu fá dæmi. Einkum var hon- um annt um hagsmuni hinna smærri viðskiptavina sjóðsins. Það kom í hans hlut eins og annarra forstöðumanna lána- stofnana að þurfa oftar að segja nei en já, þegar beðið var um lán. Slíkt starf er erfiðara en flestir gera sér grein fyrir, og það veit ég af nánum og löngum kynnum okkar Harðar, að oft þurfti hann að brynja sig hörku til að standast þá raun að geta ekki veitt mönn- um þá úrlausn, sem þeir óskuðu eftir. Hörður Þórðarson var einkar vel látinn af starfsfólki sjóðsins og þótti afar góður húsbóndi, sem sést kannski bezt á því hve vel og lengi sparisjóðnum hefur haldizt á góðu starfsliði. Fyrir nokkru tók Hörður að kenna þess sjúkdóms, sem sffellt varð honum þyngri í skauti er á leið. En þótt líkamlegur styrkur hans dvínaði hélt hann stöðugt sama andlegu atgervi sínu. Hann var þess fullviss að ný lyf og læknisráð myndu veita honum heilsubót. Síðastliðinn föstudagsmorgun 5. desember óskaði hann eftir nokkurra vikna leyfi frá störfum, enda hafði hann ekki tekið sér sumarleyfi þetta árið eins og raunar oft áður. En þótt leyfið væri fúslega veitt vildi hann þó ekki þiggja það nema hann fengi að fylgjast með gangi mála í sima helzt daglega. En það fór á aðra leið en hann hugði, því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Næsta morgun fór hann f gönguferð eins og háns var vandi samkvæmt læknisráði og lá leiðin eins og oft áður út i Örfirisey. En þar varð hann fyrir þvi slysi, sem leiddi til sviplegs fráfalls hans. Hann var sannfærður um að gönguferðir veittu honum aukinn styrk og þrek, og ég er þess full- viss að þann kraft, sem hann hugðist sækja í gönguferðir, ætlaði hann um fram allt að nota til að efla Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, þá stofnun, sem var orðinn nánasti hluti af honum sjálfum eftir nærfellt 34 ára forustustarf þar. I þessum orðum mínum verður ekki rakinn æviferill og fjölþætt störf Harðar Þórðarsonar á 66 ára ævi hans. Það munu aðrir gera. Ég vil aðeins af hálfu okkar f Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis láta í ljós alúðarþökk fyr- ir frábærlega gott starf hans í þágu okkar, samvizkusemi hans, umhyggju og ráðdeild. Með Herði Þórðarsyni er geng- inn mætur maður og traustur, skarpgreindur og hollráður. Eftirlifandi konu hans, Ingi- björgu Oddsdóttur, börnum hans og ættingjum öllum votta ég dýpstu samúð mína. Baldvin Tryggvason. Ég heyrði eins og i fjarska: „Hann Hörður er dáinn." Ég bara hlustaði. Auðvitað vissi ég, eins og allir, sem til hans þekktu, að hann hafði lengi átt við vanheilsu að striða. Og samkvæmt læknis- ráði fór hann í göngutúr á hverj- um degi, en samt er erfitt að trúa svona frétt, en svona er lífið eng- inn fyrirboði, bara kaldur sann- leikur. Síðustu göngunni hér var lokið. Ég ætla ekki að fara að rekja ætt Harðar, það gera aðrir. Heldur eru þessar fátæklegu lín- ur ritaðar til þess að reyna að þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Það er margt sem rifjast upp þegar maður lítur til baka. Frá því ég var barn fannst mér gamlárskvöld aldrei byrja fyrr en Hörður kom til að skála við for- eldra mfna fyrir komandi ári og þakka allt gamalt og gott. Vinátta föður míns og hans er einstök. Svo þegar ég opinberaði trúlofun mína fyrir 19 árum á gamlárs- kvöldi var Hörður sá fyrsti til að óska okkur til hamingju og alls hins bezta. Þegar ég svo missti foreldra mína fyrir 4 árum var það siðasta sem pabbi sagði við mig: „Aslaug mín, mundu að Hörður mun leiðbeina þér, og hjálpa á allan hátt.“ Og það voru orð að sönnu. Hann var ekki ein- ungis leiðbeinandi og hjálpar- hella, heldur sá tryggasti vinur sem ég hef átt. Það brást aldrei það sem hann Sagði eða lofaði. Hann var einn af þessum akkúrat mönnum. Allt stóð eins og stafur á bók. S.l. sumar var hann við útför litla drengsins okkar þótt mikil annadagur væri hjá honum og erfitt að komast frá. Oft hringdi hann til þess að heyra af mér og mínum. Þegar ég ók Herði heim úr vinnu s.l. fimmtudags- kvöld þ. 4. þ.m. töluðum við saman að vanda og kvaðst hann vera með versta móti núna. Þá fann ég, að hann var áhyggjufull- ur og lasinn, Þegar ég kvaddi hann sagði ég: „Ég kem svo þann 11. Ég gleymi ekki afmælinu.“ Þá brosti hann innilega og sagði: „Nei, þú gleymir því aldrei.“ En nú hefur þetta farið á annan veg og við sjáumst ekki aftur hér. Ég bið Guð að gefa Herði frið og ró og þakka enn einu sinni allt sem hann gerði fyrir okkur Björn og börnin. Megi Guð gefa Ingibjörgu,' börnunum þeirra tengdabörnum og barnabörnum, sem hann var svo stoltur af, styrk f þeirra miklu sorg. 1 Guðs friði. Áslaug H. Kjartansson Það er með djúpum trega sem ég tek mér penna í hönd til að minnast Harðar Þórðarsonar. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir um 30 árum er leiðir okkar lágu saman í Bridgefélagi Reykjavík- ur, og tókst þá strax með okkur góður kunningsskapur. En árið 1950 fór héðan sveit á Evrópumót f bridge sem haldið var í Brighton + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát ÁSGEIRS MAGNUSSONAR Magnús Magnússon, Gerður Magnúsdóttir, Helgi B. Magnússon. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför KETILS BRANDSSONAR frá Hrútafellskoti. Óskar Ketilsson og vandamenn. + Eiginkona mín, móðir og dóttir GUÐBJORG ÓSKARSDÓTTIR Faxabraut 38, D, Keflavík, verður jarðsungin laugardaginn 13 desember kl 13.30 frá Innri-Njarðvíkurkirkju 1 Sigurður R. Sigurbjörnsson, Gestur Pétursson, Óskar F. Sigurðsson, Margrét Gestsdóttir, Óskar V. Grimsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PÁLSSON matsveinn, Hólagötu 3, Ytri-Njarðvik, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 3 des kl 2 Jóhanna Stefánsdóttir, Páll Guðmundsson, Ólína Guðmundsdóttir, Kristófer Valdimarsson, Júlíana Guðmundsdóttir, Markús Hjaltested Hulda Guðmundsdóttir, Þór Magnússon og barnabörn. LOKAÐ í dag frá kl. 1 —3 vegna jarðarfarar HARÐARÞÓRÐARSONAR, sparisjóðsstjóra. ELECTRIC H.F. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verður lokaður frá hádegi í dag, föstudag vegna jarðarfarar HARÐARÞÓRÐARSONAR, sparisjóðsstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.