Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 31 Milliöxullinn var skakkur — en Pólverj- arnir neituðu VEGNA blaðaskrifa f Reykjavfk- urblöðum f gær um skuttogarann (varðskipið) Baldur viljum við undirritaðir sem falið var að fara með skipfð til Póllands til við- gerðar á togvindu skipsins taka eftirfarandi fram: Um var að ræða breytingar á togvindunni, samskonar og þegar er búið að gera á hinum pólsk- byggðu framleiðendum togvind- unnar og vorum við yfir þessum breytingum til eftirlits og fylgd- umst þvf með þeim. Þegar að því kom að reyna skyldi togvinduna eftir þessa breytingu kom í ljós, að svonefndur milliöxull — milli rafmótors og vindunnar sjálfrar — var skakkur og gerðum við strax athugasemdir við það. Pól- verjarnir reyndu að rétta hann og mældu hann upp eins og það er kallað að því loknu. Pólverjarnir héldu því fram að mælingar þeirra sýndu að driföxullinn væri nægilega réttur — og fullyrtu að hann væri betri en krafizt væri. Vorum við all- ir sammála um, að driföxullinn væri skakkari en mælingar Pólverjanna sýndu og mót- mæltum við þeim (mælingun- fallast á frekari viðgerð á driföxi, og tilkynntu jafnframt að frekari viðgerð yrði ekki framkvæmd á þeirra vegum, en gáfu um leið sex mánaða garantí á togvindunni eft- ir þessa viðgerð. Þess skal að lok- um getið, að aðalvél Baldurs er í lagi og kom engin bilun í henni í ljós f þessari ferð skipsins — en vegna hins breytta hlutverks Baldurs er óhjákvæmilegt að gera smávægilegar breytingar á still- ingu aðalvélar og skrúfu. Aðrar fullyrðingar um bilanir eru ekki á rökum reistar að okkar dómi, aðeins smávægilegt stilling- aratriði. Reykjavfk 11. des '75 Gunnar Auðunsson Ragnar Hermannsson Sigurður Sigurðsson Bergvin Jónsson Geir Geirsson Guðmundur Guðmundsson. Fundu hass við leit í skipi TOLLVERÐIR fundu nokkurt magn af hassi við leit f m/s. Sel- fossi í gærmorgun. ToHgæzlan hefur sent málið áfram til fíkni- efnadómstólsins til umfjöllunar og sátu þrír skipverjar í gæzlu vegna þessa máls í gær. Hassinu höfðu mennirnir vafið inn i plast- poka og komið fyrir i óhreinu taui skipverja. — Ennákveðnari Framhald af bls. 1 ið og meiddist hann lltillega á hendi. Þegar þessi átök voru af- staðin héldum við inn til Loð- mundarfjarðar og var það aðeins 15 mínútna sigling. Sýnir þetta vel hve skammt frá landi atburð- irnir gerðust.“ Hermann sagði að allt benti til þess að brezku dráttarbátarnir hefðu legið fyrir Þór í mynni Seyðisfjarðar frá því varðskipið kom inn til hafnar á Seyðisfirði á miðvikudagskvöldið: „A meðan á aðförinni stóð,“ sagði Hermann, „töluðu Bretarnir f talstöðvarnar og þóttust heldur betur karlar í krapinu. Það kom ekki beint fram hjá þeim hvort þetta hefði verið undirbúið, en við vissum að þeir höfðu áður talað um aðgerðir gegn einhverju varðskipanna og eins og fram hefur komið urðu yfirmenn brezku gæzluskipanna alveg æfir eftir að við klipptum á togvira brezka togarans Saint Giles á þriðjudaginn rétt við nefið á frei- gátunni Brighton." Að lokum spurðum við Her- mann að því hvort þessi atburður í gær hefði eitthvað dregið kjark- inn úr varðskipsmönnum. „Það er ekki sfðri hugur í okkur eftir þennan atburð," sagði Hermann, „þar sem Bretarnir sýndu allar sínar verstu hliðar. Við erum ennþá ákveðnari en áður að vinna þetta strfð." Blaðamenn Morgunblaðsins lögðu af stað með flugvél frá Flugstöðinni um kl. 3 i gær til Egilsstaða, en vegna myrkurs var ekki unnt að fljúga yfir varðskip- ið þar sem það lá á Loðmundar- firði. Var því lent á Egilsstöðum, farið með bíl niður á Seyðisfjörð þar sem báturinn Vingþór beið tilbúinn og flutti Morgunblaðs- menn i Loðmundarfjörð á einni og hálfri klukkustund. „Þegar Vingþór átti eftir nokkur hundruð metra að Þór kallaði varðskipið okkur upp og spurði hverjir væru á ferð. Var því svarað og var okkur þá tjáð að ekki fengist leyfi til þess að koma upp að varðskipinu til að mynda skemmdirnar og ennþá siður leyfi til að fara um borð og tala við varðskipsmenn og þótti okkur þetta bæði kynlegt og súrt í broti eftir að hafa farið alla þessa leið til að fá gleggstu fréttir af atburð- um. Vorum við að bera saman ráð okkar þegar varðskipið kallaði okkur upp og sagði að leyfi hefði fengizt frá æðstu stöðum til að koma upp að skipshlið Þórs og taka myndir, en um borð fengjum við ekki að fara.“ — Mótmæltum Framhald af bls. 2 þannig að það vekti athygli og hann var mjög hjálplegur við það.“ Aðspurður um hvort Luns hefði boðizt til að miðla málum, sagði Einar, að hann hefði ekki gert það, enda óskar ríkisstjórnin ekki eftir þvf eins og stendur. Einar var spurður um það hvort aðrir ráðherrar hefðu gert fisk- veiðideiluna að umtalsefni á ráð- herrafundinum. Einar kvaðst ekki hafa heimild til að skýra frá ræðum annarra ráðherra, en sagð- ist vita til þess, að vestur-þýzki utanríkisráðherrann, Hans Dietrich Genscher, hefði getið málsins á blaðamannafundi, sem hann hélt í gærkvöldi og verið mjög hliðhollur Islendingum. Þá sagðist Einar mundu eiga fund með Knut Frydenlund, utan- rfkisráðherra Noregs, í dag, en hann situr í forsæti ráðherra- fundarins. — Lítil Framhald af bls. 10 laus og þó skemmtileg. málið einfalt og skýrt og laust við alla tilgerð, og er það höfuðkostur. Þetta er ein af þeim bókum, sem ég oft glugga í, og svo ætla ég um fleiri, sem kynnast henni. Einar Magnússon. — Dýraríki Framhald af bls. 32 að ræða og þó ef til vill hefði mátt nota þessar arkir, þð hefði bókaútgáfan ákveðið að láta endurprenta þær. Bókin er prentuð á sérunninn pappfr og tekur um tvo mánuði að vinna pappfr til að nota f þær arkir, sem þarf að endur- prenta. Einnig tekur prentun þeirra nokkurn tfma og sagði örlygur, að stefnt væri að þvf, að bókin kæmi út fyrri hluta næsta árs. Bókin Dýrarfki tslands hef- ur meðal manna verið nefnd dvrasta jólabókin f ár en átti að kosta um 40 þúsund krónur hvert eintak en alls verða að þessu sinni gefin út 1500 ein- tök og að sögn Örlygs Hálf- dánarsonar hefur verulegur hluti upplagsins verið pantað- ur nú þegar. Islenzkar hlj ómplötur í Karnabæ X ýmsir listamenn Gleðileg jól hljómsveit Hljómar og félagar Bætiflákar Gefið Islenska hljómplötu í jólagjöf II1 p Q mrj JZtl 71 B 1**1 HKr %' . >. v Yerzlið þar sem hljómplötuúrvalið er mest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.