Morgunblaðið - 21.12.1975, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
28
Minning:
Jóna Kristinsdóttir
fyrrv. Ijósmóðir
F. 21. desember 1895.
D. 27. október 1975.
Jóna Kristinsdóttir var fædd 21.
desember 1895 i Steinkoti á Ár-
skógsströnd, og hefði orðið 80 ára
í dag.
Foreldrar hennar voru Helga
Baldvinsdóttir og Kristinn As-
grímsson, skipstjóri. Hún ólst upp
til 8 ára aldurs hjá foreldrum
sínum en fór þá til frænku sinnar,
Guðrúnar Guðmundsdóttur, og
manns hennar, Jóhanns Gunnars-
sonar, að Hallgilsstöðum á Arnar-
nesi við Eyjafjörð, og var þar öll
sín unglingsár í faðmi þeirra góðu
hjóna. Þegar foreldrar hennar
fluttust búferlum til Fljóta í
Skagafirði fluttist Jóna til þeirra.
Þaðan fór hún 22ja ára til ljós-
móðurnáms i Reykjavík haustið
1918 og árið 1919 snýr hún aftur
norður í Fljót þá útlærð ljósmóðir
og dvelur þar næstu tvö árin.
Ljósmóðurstarfið var erfitt og
ábyrgðarmikið, en þó sérstaklega
hér áður fyrr, þegar ljósmæður
þurftu að ferðast langar leiðir um
vegleysur og í öllum veðrum til að
sinna störfum sfnum. Jóna var
þessum vanda vaxin og var trú
starfi sínu, hún bar ljós, hlýju og
styrk með sér til þeirra sem Ieit-
uðu hennar.
En hennar starfsvettvangur
beið á öðrum stað. Arið 1921 fór
hún sem ljósmóðir til Vestmanna-
eyja. Þar vann hún öll sín mann-
dómsár og fannst henni hún
aldrei eiga annars staðar heima.
Árið 1922 giftist hún Hjálmari
Eiríkssyni, verzlunarmanni, og
eignuðust þau 6 börn og eru 5
dætur á iífi en eini sonur þeirra,
Eiríkur, lézt 5. september 1971.
Þó að samvistir þeirra Hjálmars
og Jónu yrðu ekki langar voru
þær kærleiksríkar en Hjálmar
lézt eftir átján ára sambúð aðeins
40 ára gamall, og varð mikill
harmdauði öllum en þó sérstak-
lega henni, sem eftir stóð með 6
börn á ungum aldri. En hún lét
ekki bugast og hélt starfi sínu
áfram. Hún kom upp öllum börn-
um sínum og gat menntað þáu
með góðra manna hjálp, en á
þeim árum var erfitt að kosta
börn til náms.
En líf hennar og starf mun
verða geymt i minningu allra
þeirra er kynntust Jónu á vegferð
lifsins og þakklæti er efst I huga
margra til hennar, sem af fágæt-
um kærleika og mikilli fórnfýsi
gat ávallt rétt öðrum hjálpar-
hönd. Jóna var ekki aðeins ljós-
móðir heldur allt í senn, Ijósmóð-
ir, hjúkrunarkona, læknir og sálu-
sorgari.
1 starfi sínu kynntist hún heim-
ilum margra Vestmannaeyinga og
ekki var Iffið allstaðar dans á
rósum. Varhúnöllumtil uppörv
unar sem til hennar leituðu, enda
eðli hennar að lina þjáningar ann-
arra.
Hún var lánsöm f starfi enda
ábyrg ogsamvizkusömog starfaði
í Vestmanneyjum í 28 ár og ljósu
börnin hennar urðu yfir átján
hundruð að tölu. Jóna fluttist til
Reykjjavíkur 1949 og starfaði þar
á sjúkrahúsinu Sólheimum með-
an þrek hennar entist. Árið 1968
fór hún á dvalarheimilið Hrafn-
istu og dvaldist þar uns yfir lauk,
en Jóna lézt 27. okt. síðastliðinn.
Jóna var lánsöm með börn sín
öll og naut þess að vera hjá þeim
og barnabörnum sínum, en alltaf
þráði hún að fara aftur til Eyja og
nú í haust stóð til að hún fengi að
eyða síðustu árum sínum þar, en
æðri máttarvöld tóku í taumana
áður en af þvf yrði. Jarðneskar
leifar hennar voru fluttar til Vest-
mannaeyja og lagðar til hinztu
hvfldar við hlið manns hennar í
kirkjugarði Landakirkju 3. nóv.
s.l.
Við minningarathöfn Jónu í
Fossvogskapellu og jarðarför I
Eyjum sást bezt hve vinmörg hún
var, allt til hinztu stundar. Guð
blessi minningu þessarar góðu
konu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu og þakklæti
okkar til hennar er mikið.
Tengdabörn.
Kveðja:
Guðrún Sig-
urgeirsdóttir
Fædd 2. maí 1910.
Dáin 28. nóbember 1975.
Kallið er komið, það kall sem
allir verða að hlýða. Það kemur
óvænt. Guð einn sem öllu ræður á
himni og jörðu ákveður tímann.
Mig Iangar til að þakka allan
kærleika sem ég hef notið á
heimili þeirra hjóna og barna
þeirra alla tíð. Ég þakka alla vin-
áttu sem mágkona mín alltaf
hefur sýnt mér.
Guð huggi og styrki börn
hennar á kveðju- og saknaðar-
stund. Hvfl í Guðs friði.
Hanna Sandholt.
— Bókmenntir
Framhald af bls. 24
kistu. Helgafell gerði á sínum
tíma virðingarverða tilraun i
þessa átt með árbókum skálda.
Síðan ekki söguna meir.
Sennilega eru þessar hugleið-
ingar ósanngjarnar i umsögn
um bækur þeirra Árna Ibsens
og Björns Birnis. Þeir eru ekki
verri fulltrúar nýs skáldskapar
en aðrir. Þó bendir margt til að
sú regla að flýta sér hægt geti
komið þeim að gagni.
Það er ljóst að þeir Árni og
Björn hafa kynnt sér skáldskap
annarra. Bergmál er að vonum
frá fslenskum nútímaskáldum
og Ifka erlendum. Árni hefur
lesið Charles Olson.
Ljóð Árna Ibsens eru mark-
vissari en ljóð Björns Birnis.
Það er meiri heildarsvipur yfir
Kom en Uppsprettum. Arni
reynir að minnsta kosti að tak-
marka sig, fága ljóð sfn. Máltil-
finning hans er ekki nægileg til
góðs árangurs, en það held ég
að standi til bóta. Stundum
tekst honum að laða fram ljóð-
rænan hugblæ:
eitt andvarp og
eirðarlaust hafið
háran byltir mér heim
eitt kvöld og
máninn silfrar hafið
þú ferð fjöruna og
faldurinn strýkur sandínn
hönd þín strýkur saltið
úr augum mfnum
(Ljóðaljóð)
Arni er nokkuð fyrir heim-
spekilega þanka eins og í ljóð-
unum Hin fyrirhugaða dagbók
og Uppruni tungumáls
(næstum því heppnað ljóð), en
hann getur líka ort skemmti-
lega opið eins og f ljóðinu um
ömmuna á Akranesi.
I Uppsprettum Björns Birnis
er töluverð fjölbreytni yrkis-
efni frá Akureyri, Wales, París,
Indlandi, New York og Djúpi.
Helst tekst Birni að vekja at-
hygli lesandans með ljóðum,
sem eru kaldhæðin, háðsk.
Honum lætur stráksskapurinn
betur en rómantíkin. Eitt mikil-
vægt tíðarbrot skýrir til dæmis
frá heldur dapurlegri reynslu:
Hvað er voðalegra
en krjúpa
augliti til auglitis
við rauðsokku
með linan skaufann?
Löngu ljóðin gjalda þess að
höfundurinn veldur ekki efn-
inu (Rapsodía i karfa, Yom
Kippur í japönskum garði), en
dæmi eru um frískleg stutt
Ijóð:
Hinn hvíti fugl er friðarboði
fljúgandi steik
stálör kviðfull af sprengjum.
Þess skal að lokum getið að
Kom eftir Arna Ibsen er mynd-
skreytt af Eirfki Smith svo að
ljóðin fá góða samfylgd.
— Þorskveiðar
Framhald af bls. 20
nokkru á aðrar veiðar og önnur
fiskimið en bau hefðbundnu.
Takist þessar fyrirbyggjandi
aðgerðir, þá er ástæða til þess að
ætla að aflamagn mundi stór-
aukast á sóknareiningu á næstu
árum og tryggja bætta afkomu
útvegsins og þjóðarbúsins f heild.
Ef hins vegar sú þjóðarógæfa
dyndi yfir að þorskstofninn
hryndi þá mundi það án efa hafa
hörmulegri afleiðingar fyrir
þjóðina alla en við getum í dag
gert okkur grein fyrir.
Við höfum nú þegar samið um
6500 tonna veiði útlendinga á
þorski hér við land á árinu 1976.“
t
Sonur okkar og bróðir,
SIGÞÓR RÚNAR VESTFJÖRÐ
sem andaðist 12 þ.m. verður jarðsunginn mánudaginn 22. þ.m. kl.
1.30 frá Fossvogskirkju.
Matthildur Elíasdóttir, Sigurður Þorsteinsson
og systkini.
t
Bróðir okkar,
HRAFNKELL FINNBOGASON
Snorrabraut 34,
lézt að heimili sínu 1 2. desember s.l.
Bálför hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna
Björg Finnbogadóttir,
Þorbjörn Finnbogason,
Danival Finnbogason.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát
og útför
BIRGIS GUNNARSSONAR
Böm og systkini hins látna.
t PÉTUR PÉTURSSON stýrimaöur (sömand), vistmaBur á Hrafnistu.
lézt 19. desember Fyrir hönd vandamanna, SigrfSur Vilhjálmsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsúnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
HELGU TÓMASDÓTTIR
Hátúni 4
Þakkir eru og færðar, læknum og hjúkrunarfólki við sjúkradeildina
Hátúni 10 B, þar sem hún naut hlýju og umönnunar síðustu
ævistundirnar
Jón Sæmundsson
Theodór A. Jónsson Elfsabet Jónsdóttir
Ragnar S. Jónsson Christa Jónsson
og barnabörn.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
SIGURÐAR GUÐNASONAR
Sérstakar þakkir viljum við færa Verkamannafél Dagsbrún
Kristfn Guðmundsdóttir.
Guðný Sigurðardóttir, Bjöm Bjarnason.
Ágústa Sigurðardóttir,
Hörn Sigurðardóttir, Finnur Kristinsson,
Guðfinna Sigurðardóttir, Farifax G. Drewry
Auður Sigurðardóttir. Hafsteinn Einarsson,
Bamabörn og barnabarnaböm.
t
Eiginmaður minn,
EIRÍKUR STEFÁNSSON
myndskeri,
Grjótagötu 4,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 22. desember,
kl 1.30. Blóm eru vinsamlega afbeðin.
Fyrir mfna hönd og barna okkar,
tengdabama og bamabarna,
Kristrún Þorleifsdóttir,
t
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför
ÓLAFS D.S. JÓHANNESSONAR
kaupmanns.
Grundarstfg 2.
Guðrún Sigurðardóttir,
Ástrfður Ólafsdóttir, Torfi Torfason,
Jóhannes Ólafsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
ÁSTRfÐUR s. SIGURÐARDÓTTIR
Grenimel 43
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23.
(Þorláksmessu) kl. 19.30.
desember
Blóm vinsamlegast afbeðin
Kristinn Guðnason
Helga Kristinsdóttir ólafur Magnússon
Ása Kristinsdóttir Svavar Björnsson
Ólafur Kristinsson Auður Linda Zebitz
og bjrnaborn.
Útför föður okkar t
ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra Vffilsgötu 21
verður gerð frá Dómkirkjunni á Þorláksdag klukkan 1 3.30.
Þeim sem vildu minnast Akranesi. hans er bent á Byggðasafnið að Görðum á
Sigurjón ÞórSarson Guðmundur Þórðarson.
Afmælis-
og minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakín á þvl, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast I sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.