Morgunblaðið - 21.12.1975, Page 36
DAGAR
TIL JÓLA
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JtUrgunlitatiiti
SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
Hér sést vel afstaðan milli Kröfluvirkjunar og gosstöðvanna Gæsafjöll í baksýn.
Ljósmynd ÖI.K.M.
„Gæti orðið mikið
og langvinnt gos”
— segir Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur
EFTIR þeim upplýsingum forstöðumaður Norrænu
eldfjallarannsóknastöðvar-
innar, í viðtali við Mbl. í
gær.
að dæma, sem við höfum
nýjastar gæti orðið um að
ræða allverulegt eldgos og
samkvæmt fyrri reynslu af
gosi á þessum stað gæti það
einnig orðið Iangvinnt,“
sagði Guðmundur Sig-
valdason jarðfræðingur,
„Annars er erfitt að dæma
nákvæmlega um framvinduna á
byrjunárstigi gossins," sagði
Guðmundur. „En samkvæmt
þeim upplýsingum sem við vorum
Kortið sýnir gossprunguna og afstöðu hennar til Kröflu og Revkja-
hlfðar. Á milli sprungunnar og mannvirkjanna við Kröflu er háls og
þau eru þvf ekki f bráðri hættu vegna hraunrennslis. 1 gær opnaðist
sprungan til suðvesturs, eins og örin sýnir og stefndi hún þá í átt að
Reykjahlfð. Skarðið sem merkt er inná kortið er á milli Hlíðarfjalls og
Þríhyrnings, en hugmvndir eru uppi um að ryðja í það með jarðýtum,
til að freista þess að koma f veg fyrir að hraunstraumur renni að
Reykjahlfð.
að fá núna, er gufugos í öðrum
enda sprungunnar, sem bendir til
þess að hraunið sé að brjóta sér
leið upp í gegnum jarðvatn og það
rennir stoðum undir það sem ég
sagði í byrjun. Jarðvatnið heldur
aðeins við hraunið til að byrja
með en þegar Sú fyrirstaða er
ekki lengur fyrir hendi vellur
hraunið upp.“
Guðmundur sagði að það hefði
verið fylgst með þessu svæði f
allmarga mánuði og hefði það ver-
ið ofarlega í tali manna um
væntanleg gos. Þetta hefði þó
ekki verið umrætt áður en
Alþýðubankamálið:
Hin fyrirtæk-
in sjö einnig
rannsökuð
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
afrit af bréfi þvf sem rfkissak-
sóknari sendi vfirsakadómara
með kröfu um að embættið taki
nú til rannsóknar hvort banka-
stjórar Alþýðubankans hf. og sjö
skuldunautar hafi gerzt sekir um
saknæmt atferli og að rannsóknin
verði með samsvarandi hætti og
upphaflega rannsóknin, er snýr
að Guðna Þo'rðarsyni og Air
Viking og Ferðaskrifstofunni
Sunnu. Þessir skuldunautar eru
samkvæmt bréfi rfkissaksóknara
Cudogler hf„ og Hilmar Vil-
hjálmsson, Landsýn hf; Breiðholt
Framhald á bls. 35
ákvörðun var tekin um virkjun
við Kröflu.
Guðmundur sagði að Iokum, að
hann væri á förum til eld-
gossvæðisins ásamt fleiri sér-
fræðingum, en nokkrir jarð-
fræðingar héldu norður i gær, um
leið og fréttir bárust um að eldgos
væri hafið.
.9?
„Okkur var sagt
að það væri að
koma eldgos
Spjallað við Hann-
es Hilmarsson vakt-
mann í Kröflu
EINS OG skýrt hefur verið frá
f fréttum fór allt starfslið
Kröfluvirkjunar í jólaleyfi á
föstudagskvöldið utan tveir
vaktmenn, sem áætlað er að
verði á virkjunarstað yfir há-
tíðarnar. Mbl. náði sambandi
við annan vaktmanninn, Hann-
es Hilmarsson, f stöðvarhúsinu
við Kröflu, en hinn vaktmað-
urinn, Snorri Snorrason frá
Húsavfk, var útivið. Við báð-
um Hannes að lýsa atburðun-
um fyrir okkur.
„Þetta byrjaði með stöðug-
um jarðskjálftakippum um 10
leytið i morgun og stóð svo til
óslitið fram til kl. 11.30. Ég var
að taka til í íbúðarskálunum
þegar þetta gerðist og fannst
þetta nokkuð undarlegt, en við
erum hér á hverasvæði svo ég
hélt þetta væri ekkert óeðli-
legt. En þegar klukkan var far-
in að ganga tólf fannst okkur
þettaorðið dálítiðmikið og við
hringdum niður i Reykjahlið
og töluðum við Jón Ármann
Pétursson, sem er með jarð-
skjálftamæli þar og hann sagði
okkur að þetta væru mjög
óvenjulegir skjálftar og von á
eldgosi. Okkur fannst það nú
hálf ótrúlegt, en svo hringdi
móðir mín í mig örskömmu síð-
ar og sagði mér að það væri
byrjað að gjósa, við vissum
ekki af því fyrr og urðum ekk-
ert varir við neitt, sem benti til
Framhald á bls. 35
Drukknuðu í Sundahöfn
UNGMENNIN tvö, sem
drukknuðu þegar bifreið fór út í
Sundahöfn í fyrrakvöld, hétu
Hallgrfmur Indriðason, Flóka-
götu 43, Revkjavfk, og Sigríður
Þóra Traustadóttir, Æsufelli 2,
Reykjavík.
Hallgrímur var fæddur 4.
nóvember 1957 og því 18 ára
gamall en Sigríður var fædd 4.
júlí 1958, og því 17 ára gömul.
Þau voru bæði ógift og barnlaus.
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar eru tveir
bryggjukantar þar sem bifreiðin
fór út af. Sá innri er 8 cm á hæð
og sá ytri 10 cm. Mótstaðan hefur
þvi verið allt of lítil til að slysi
yrði forðað Bifreiðin var skoðuð í
gær og reyndist hún vera í full-
komnu lagi. Mishermt var í frétt
blaðsins í gær að ökumaðurinn
hefði beðið bana. Hann komst Iífs
af ásamt stúlku sem var í aftur-
sæti.
Sigrfður Þóra Traustadóttir.
Haligrfmur Indriðason.