Morgunblaðið - 28.12.1975, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
/
Ökukennslan hér er langt á
eftir tímanum og þó tsland sé
ekki eina landið f heiminum
þar sem ökukennslunni er
ábótavant setti nú að gera rót-
tækar brevtingar á kennslunni.
Einmitt nú þegar ýmis brevt-
ingafrumvörp við gildandi um-
ferðarlög liggja fvrir Alþingi.
— I Bandarfkjunum er mikið
stuðst við akstursherma
(driving simulators) þar sem
menn sitja undir stýri inni f
húsi og aka eftir kvikmvnda-
tjaldi. Þessi aðferð er mikið
notuð við þjálfun flugmanna og
mætti eflaust taka hana upp
hér f stórum mæli við þjálfun
ökumanna. Það drægi kannski
eitthvað úr þeirri plágu hér í
umferðinni, sem kennslubif-
reiðar vilja oft vera.
Ford Escort 1300 L, 2ja dvra
Mælaborðið er einfalt en smekklegt og þægilegt að lesa af mælunl
með Ijósar tölur að svörtum grunni.
Gott rými er undir vélarhlffinni og auðvelt að komast að flestum
hlutum vélarinnar.
NfJ ER liðið meir en ár síðan
Ford-verksmiðjurnar bresku
komu með gjörbreyttan Ford
Escort á markaðinn erlendis.
En eins og efnahagsástandið
var hérlendis í fyrra kom hing-
að lítið af ýmsum nýjum bila-
tegundum af árgerð 1975.
Fyrir skömmu komu til lands-
ins fyrstu Escort-bílarnir með
þessu breytta útliti. Útlit bíls-
ins er vægast sagt íhaldssamt
og má segja að bíll þessi beri
ýmis merki þeirrar tilhneiging-
ar, er gætt hefur í ríkari mæli
en áður, til sparnaðar og hag-
kvæmni í rekstri.
I Escortinn eru fáanlegar 4ra
strokka vélar frá 1,1 lítra til 1,6
lítra. Bíllinn, sem aðallega er
(
rætt um hér er 1300 L gerðin.
Nýi Escortinn er um 4m langur,
um 1,6 m breiður og tæpl. 1,4 m
hár. Hann vegur 885 kg óhlað-
inn en 1325 kg fullhlaðinn.
Vélin er lítið breytt frá eldri
gerðum Escortsins. Hún er 1298
rúmsm., 54 hestöfl (DIN) með
þjöppun 8:1 en einnig er þessi
vél til með þjöppun 9,2:1 og
gefur þá 57 hestöfl. Viðbragðið
0—100 km/klst er um 22 sek. ,
Hámarkshraðinn er 140 km/-
klst. Bíllinn er með diska-
bremsur að framan. Dekkja-
stærðin er 155x 13.
Nokkuð virðist enn vanta á að
evrópskir smábílaframleiðend-
ur standist þeim japönsku
snúning er út í smáatriðin er
farið. Á Escortinum er t.d. ekki
stillanlegt bak framsætanna þó
þau séu að öðru leyti nokkuð
þægileg. Aftursætið er frekar
,,Iint“ og lágt er til lofts aftur í.
Rými inni í bílnum er allgott og
farangsursgeymslan er mjög
rúmgóð.
Stýrishjólið er lítið og sport-
legt a.m.k. miðað við fólksbíla-
stýri yfirleitt og mættu ýmsir
bílaframleiðendur taka sér það
til fyrirmyndar. Girstöngin er
stutt og skiptingar auðveldar og
léttar. Þessi atriði ásamt frem-
ur stifum dempurum gera bíl-
inn góðan í akstri og hann ligg-
ur vel á vegi. Hins vegar er
hann nokkuð hastur a.m.k.
meðan hann er splunkunýr. —
Bensíneyðslan er áætluð um 8,5
1/100 km til jafnaðar. Miðstöð-
in er góð og hitastrengir eru í
afturrúðu en upphitaðar aftur-
rúður gera sitt til að koma i veg
fyrir móðu og ísingu og er vart
annað boðlegt hér í dag en slík-
ur búnaðar.
Escortinn er fáanlegur ýmist
tveggja eða fjögurra dyra.
Verðið á 2ja dyra bílnum er rétt
tæpar 1200 þúsund krónur.
Ödýrasti Escortinn er hins veg-
ar 1100 gerðin 2ja dyra á kr.
1045 þúsund. Ford Escort 1600
Sport myndi kosta hér um kr.
1460þúsund. br.h.
Að baka
brauð
Döðluhrauð
ÞAÐ eru áreiðanlega orðin fá
heimilin þar sem kökur eru
daglega á borðum og er það vel.
Kökubakstur miðast nú meir en
áður við helgarneyzlu, og svo
auðvitað þegar sérstök tilefni
gefast eins og afmæli eða gesta-
komur.
En þó við höldum i við
heimilisfólkið með kökur (og
þar með sykurinn) er ekki úr
vegi að baka stöku sinnum
brauð, sem eru fljótleg, fremur
ódýr, hvað efni snertir, sykur-
lítil, og ákaflcga góð skorin i
þunnar sneiðar og smurðar.
Brauð þessi eru með venjulegu
geri, en ekki þurrgeri og geta
varla misheppnast.
Hvftt hnetuhraud.
2 bollar hveiti, sigtað
3 tsk. ger
bolli sykur
t4 t.sk. salt
'A holli saxaðar hnetur,
'A bolli rúsínur.
1 egg, 1 bolli mjólk.
Hveiti, ger, sykur og salt
sigtað saman, rúsínur og hnet-
ur settar út í. Egg og mjólk
hrært saman og sett út í þurr-
efnin, blandað vel saman með
sleif. Sett í ílangt form, látið
standa i 20 mín. og síðan bakað
í um 55 mín. við 350° F.
Bananahrauð
'A bolli smjörlíki, 1 bolli sykur
2 egg, 1 holli stappaður banani
1 tsk. sítrónusafi, 2 bollar
hveiti
3 tsk. ger, 'A tsk. salt.
Dálítið af söxuðum hnetum, ef
vill.
Sykur' og smjörlíki þeytt
saman, eggin þeytt þar til þau
eru ljós og bætt í. Stappaður
bananinn settur í gegnum sigti
og bætt i ásamt sítrónusafan-
um. Hveiti, ger og salt sigtað
saman og sett út í (ásamt
hnetunum). Bakað í 1!4 klst.
við 375° F.
Gráfíkjubrauð
'á bolli rúsínur, 'A bolli gráfíkj-
ur
2 matsk. smjörlíki, 1 bolli
hunang
1 egg, 'A tsk. salt, 1 tsk. ger. 'A
tsk. natrón 2'A bolli hveiti, '/>
bolli súrmjólk, kí bolli mjölk,
Hnetur ef viil
Rúsínur og fíkjur smátt
skornar, smjörlíki og hungang
eru þeytt vel, þeyttu eggi bætt
í, þurrefnin sigtuð og bætt i
ásamt mjólk og síðast ávöxtun-
um. Bakað í 1'/ klst. við325° F.
Appelsínu — hunangs-
brauð.
2 matsk. sm jörlíki
1 bolli hunang
1 þeytl egg
l'A matsk. rifinn appelsinu-
börkur
2% bolli hveiti
2'Á tsk. ger
'á tsk. natrón
'á tsk. salt
Vt bolli appelsínusafi.
Smjörlíki og hunang þeytt
vel, egg og appelsínubörkur
settur út í. Hveiti, ger, natrón
og salt sigtað vel saman, bætt út
í hræruna ásamt appelsínusafa.
Hnetur settar i ef vill. Bakað i
rúml. 1 klst. við 325° F.
Sveskjubrauð.
1 matsk. smjörlíki
1 bolli sykur
1 egg þeytt
'á bolli sveskjusafi
1 bolli súrmjólk
2 bollar heilhveiti, 1 bolli
hveiti
5 tsk. lyftiduft, 'A tsk. natrón
'á tsk. salt.
2 bollar soðnar steinlausar
sveskjur, smátt skornar.
Valhnetukjarnar ef vill.
Sykur og smjörlíki hrært
saman, eggi bætt i og blandað
vel saman. Súrmjólk og
sveskjusafa bætt út í ásamt
heilhveitinu. Hvíta hveitið, ger
óg natrón sigtað vel og bætt i
ásamt sveskjunum. Bakið í um
1 klst. v. 350° F. Tvö brauó.
Döðlubrauð
1 bolli smátt skornar döðlur
1 bolli sjóðandi vatn
1 matsk. smjörlíki'
2 bollar hveiti, 3 tsk ger
'á tsk. salt
3/í bolli svkur
1 egg-
Saxaðar hnetur, ef vill.
Döðlur, vatn, smjörliki látið
standa i skál og kólna. Hveiti,
ger, salt sigtað saman, sykur og
egg þreytt saman í skál, sett út í
döðlurnar ásamt þurrefnum.
Látið standa f um 20 mín. í
forminu, og siðan bakað í
50—60 mín. við 325° F.
Sírópsbrauð.
1 Cgg
% bolli súrmjólk eða mjólk
1 bolli síróp
1 bolli hveiti
1 bolli heilhveiti, 1 tsk. natrón
'A tsk. salt, 2—4 matsk. sykur
'á bolli rúsínur.
Eggið þeytt lítillega í hræri-
vél, súrmjólk og sírópi blandað
í, síðan þurrefnin öll sett út í og
rétt blandað saman. Bakað í um
1 klst. við 350° F.