Morgunblaðið - 28.12.1975, Síða 9

Morgunblaðið - 28.12.1975, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 9 Allgóð rækjuveiði í Isafirði 21. des. REÆKJUVEIÐUM við Djúp lauk þ. 12. des. s.l. Nokkur töf varð á að veiðarnar hæfust, eða þar til 3. nóvember, þar sem sjðmenn vildu ekki sætta sig við ákveðið verð á veiddri rækju. Nokkru færri bátar stunduðu veiðarnar f haust, eða um 40 bátar miðað við 50 síðastliðið ár. Að sögn Péturs Bjarnasonar eftirlitsmanns með veiðunum hafa þær gengið allvel það sem komið er. Alls munu hafa borizt á land um 550 tonn. Afli í nóvemb- er var nokkru lægri en í fyrra en í desember er afli hinsvegar svip- aður. Þess ber þó að gæta að færri bátar stunda veiðarnar þannig að útkoma hvers báts verður betri. Allmiklar breytingar hafa orðið siðan í fyrra á fyrirkomulagi veið- anna. Þá var það þannig að heild- arkvótinn var 160 tonn á viku. Var þá oft mikið kappsmál að ná s(num skammti sem fyrst, eða áð- ur en veiðisvæðinu yrði lokað. Nú er það hins vegar þannig að hver bátur má fiska allt að 6 tonnum á viku. Og er heildaraflamagninu RÆKJUVINNSLA — Konur að störfum í Rækjustöðinni á Isafirði. Ljósm. Sig. Grímsson. Ný díselrafstöð sett upp á ísafirði ísafirði 21. des. NOKKURRA rafmagnstruflana hefur gætt á lsafirði undanfarnar vikur og hefur suma daga jafnvel þurft að grfpa til rafmagns- skömmtunar á orkuveitusvæði Rafveitu Isafjarðar. Var þar bæði um að kenna að bilun varð f raf- stöðinni f Engidal aðalstrengur til bæjarins bilaði og staurar á leiðinni frá Mjólkárvirkjun brotnuðu í óveðri. En brátt bætist nýtt varaafl við Rafveitu Isafjarðar og er verið að vinna að uppsetningu nýrrar díselaflstöðvar í ísafjarðarkaup- stað. Er þetta 3600 hestafla vél sem mun geta framleitt 2100 kíló- wött. Að sögn Jakobs Ölafssonar rafveitustjóra á tsafirði standa vonir til að þessi nýja stöð verði komin í notkun i febrúar næst- komandi. Vatnsaflsstöðin í Engidal skilar að jafnaði 1100 kílówöttumen auk þess er þar einnig varaaflstöð sem getur framleitt 700 kílówött. 1100 kílówött eru að jafnaði keypt frá Rafmagnsveitum ríkisins frá Mjólká. Þessi nýja stöð mun því skapa mikið öryggi fyrir ísfirðinga og þá sem búa á norðanverðum Vest- fjörðum svo að ekki ætti að þurfa að koma til mikillar rafmagns- skömmtunar. Orkustofnunin hefur staðið fyr- ir tilraunaborun í Tungudal inn af botni Skutulsfjarðar. Er þetta f framhaldi af þeim árangri sem náðist að Laugum í Súgandafirði fyrr í haust, en þar fannst á rúm lega 500 m dýpi allmikið af 60° heitu vatni. Búið er að bora niður á 500 m dýpi í Tungudal. Könnun þessi er gerð til að sjá hve jarðlögin hitna mikið og lauslegar mælingar hafa sýnt að botnhiti í holunni er um 40°. Rannsóknunum verður haldið áfram eftir áramót, en aðeins verður unnt að bora niður á 600 m með þessum bor. — Siggi Grfms. Frá tilraunaborunum eftir heitu vatni í Tungudal. Ljósm. Sig. Grfmsson. Djúpinu sem veiða má úr Djúpinu í ár, 2200 tonnum, skipt hlutfallslega á milli byggðarlaga. Hefur þetta orðið til þess að mun betri rækja hefur borizt á land, þar sem sjó- menn geta nú gefið sér betri tíma til að velja sér veiðisvæði og þá með tilliti til stærðar rækjunnar. Rækjuveiðarnar hefjast að nýju 12. janúar næstkomandi. — Siggi Grfms. 35 sólarlandaferðir Vinningar í happdrætti Blaksambands íslands eru 35 sólarlandaferðir. Þú getur unnið 5 ferðir á aðeins einn miða, vegna þess að dregið verður 4 sinnum, 5. janúar, 15. janúar, 15. febrúar og 15. marz n.k. Miðana þarf ekki að endurnýja. KAUPENDAÞJÓNUSTAN Ásgarður Góð einstakllngsibúð. 2ja herb. ódýrar ibúðir við Fálkagötu, Grettisgötu og Öldugötu. Suðurbraut Kópavogi 3ja herb. rúmgóð risibúð i tvibýl- ishúsi, sérinngangur. Hagstæð greiðslukjör. Þingholtsstræti 15, sími 10 2 20 Neðra Breiðholt rúmgóð 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Skipti óskast Fremur litil vönduð sérihæð i Hlíðum, fæst i skiptum fyrir stærri eign i Reykjavik. Skipti óskast 3ja herb. íbúð á 2. hæð í Háa- leitishverfi fæst í skiptum fyrir 5 herb. íbúð eða sérhæð. Hafnarfjörður norðurbær. Sem ný 5 — 6 herb. íbúð á 3. hæð. Glæsileg eign. Hafnarfjörður 3ja herb. sérhæð. Vönduð eign. Vogar Vatnsleysuströnd Einbýlishús i byggingu ásamt bilskúr. Efra Breiðholt 2ja herb, sem nýjar ibúðir. KVÖLD OG HELGARSÍMI 30541 kjólskyrtan. sem ekki þarf að strauja. "BOSWEEL kjólskyrturnareru komnar aftur, hr.ambassador!" CSb Lauth hf. Álfheimum 74 Vesturgötu 17 Laugavegi 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.