Morgunblaðið - 28.12.1975, Page 19

Morgunblaðið - 28.12.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 19 Minning: Jón Ágúst Sigurðs- son póstafgreiðslum. Jón Agúst Sigurðsson var fædd- ur 23.8. 1896 að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Símonardóttir og Sigurður Jónsson. Voru þau hjónin vel ætt- uð, og mestu myndar- og sóma- manneskjur. Þegar maður kveður gamlan vin og samstarfsmann hinstu kveðju, koma fram í hugann margar minningar um það sem gerst hefur, bæði í önn dagsins og á gleðistundum, þegar tími vannst til að rifja upp það liðna frá bestu árum ævinnar, er lífið brosti við, og þrekið virtist það mikið, að engin þörf var að hlífa sér. Þá virðast sólskinsstundir til- verunnar fleiri og bjartari en þeg- ar á ævina líður. Þó er þetta mis- jafnt eins og annað með okkur mennina; það er eins og sumir sjái alltaf til sólar, en aðrir lifi í myrkri og dapurleika vegna sjvk dóma og annarrar ógæfu sem óhjákvæmilega virðist stinga sér niður hvarvetna í mannanna lífi. En lífið sjálft er dásamlegt þrátt fýrir allt, ef við kunnum að lifa því á réttan hátt, bæði með tilliti til okkar sjálfra, og ekki síður með tilliti til ástvina okkar og meðbræðra. Þegar ég með þessum fátæklegu orðum kveð vin minn Jón Sigurðsson frá Ásgeirsá, þá koma mér þessi fyrrsögðu orð í hug. Hann átti þennan lifsþrótt og lífsgleði, sem veitti honum sjálfum svo mikinn styrk, og gerði honum auðveldara að umgangast aðra. Það er mikil guðsblessun að fá í vöggugjöf þessa eiginleika, og geta miðlað öðrum, en láta skugg- ana og skúrirnar aldrei ná yfir- höndinni, sem þó urðu á vegi hans á langri ævi sem og hjá mörgum öðrum. Það er gaman að eiga minningar um mann með slíka eiginieika, og ég veit að það taka margir undir það með mér. Það er stundum sagt að maðurinn mótist af umhverfi því er hann lifir í, og eflaust er mikill sannleikur fólg- inn í þeim orðum. Jón ólst upp í fögru héraði þar sem útsýni er mikið til allra átta. Hann ólst upp hjá góðum foreldrum og í glað- værum systkinahóp, enda var heimilið orðlagt þar í sveit sökum gestrisni og góðs viðmóts við gesti og gangandi. Jón fór ungur að vinna öll al- geng sveitastörf, eins og tftt var með unglinga á þeim árum, og kom sér þá betur að unglingarnir væru vel hraustir líkamlega og viljugir. T.d. fór hann í göngur á Víðidalstunguheiði árið sem hann fermdist, og síðan á hverju hausti meðan hann átti heima í sveit- inni, og kunni hann margar sögur af þeim ferðum, því oft lentu menn í misjöfnum veðrum og komu kaldir og þreyttir heim eft- ir margra daga útivist við slæmar aðstæður. En erfiðleikarnir gleymdust fljótt er menn höfðu jafnað sig. Það var einhver ævin- týrablær yfir göngum og réttum, enda hlakkaði maður alltaf til þeirra, sagði Jón mér oft. Hann hafði lfka mikið yndi af skepnum, og var talinn mjög góður fjármað- ur. Árið 1926 hættu foreldrar hans að búa og fluttu til Reykjavíkur. Jón varð eftir í sveitinni og var vinnumaður á Stóru-Ásgeirsá hjá Ólafi Jónssyni, og hafði hann miklar mætur á honum sem góð- um starfsmanni. Arið 1930 flutti Jón suður og ræðst þá vinnumað- ur að Nesi á Seltjarnarnesi, en 1940 gerist hann starfsmaður póstþjónustunnar f Reykjavík, fyrst sem bréfberi, en síðar sem póstafgreiðslumaður, og starfaði þar til sjötugsaldurs. Var mjög vel látinn f sínu starfi. En ekki lagði Jón samt árar í bát, þótt hann hætti vinnu við póstþjónust- una, en fór að vinna hjá fyrirtæki sem hét Arinco. Vann hann þar í nokkur ár, en varð fyrir því óhappi að lenda í bílslysi á leið til vinnu sinnar, og slasaðist mikið, enda má segja að hann bæri áldrei sitt barr eftir það. Þá varð hann að hætta að vinna, og var það þung raun fyrir svo starfsam- an mann. öllu þessu mótlæti tók hann með sinni léttu lund, og gerði alltaf lítið úr lasleika sínum. Ef maður minntist á það við hann sagði hann einatt: „Ég hef það gott, en það er konan mín sem þarf að stjana við mig,“ og hafði hann oft áhyggjur af því, enda vanari að vinna öðrum og hugsa minna um sjálfan sig. Sagt er að góð eiginkona sé guðsgjöf, og það fékk hann að reyna þegar hann gekk að eiga Gyðu Jónu Friðriksdóttur, þvf svo vel reyndist hún honum, og sér- staklega þegar hann þurfti þess mest með. Hún bjó honum líka fallegt heimili, og var gaman að koma til þeirra, ekki síst vegna þess hvað þau voru glöð og ham- ingjusöm, þrátt fyrir heilsuleysi þeirra beggja. Jón dáði konu sina mjög, og kunni vel að meta henn- ar ástúð og umhyggju. „Það var mín mesta hamingja í lífinu er ég eignaðist hana fyrir konu,“ sagði hann eitt sinn við mig. Dætrum Gyðu sem hún átti frá fyrra hjónabandi og börnum þeirra, var hann sem besti faðir og afi, og var gagnkvæm vinátta frá þeirra hendi. Jón bjó með móður sinni eftir að hún varð ekkja. Var hún orðin háöldruð þegar hún dó. Það var unun að sjá þá umhyggju sem hann bar fyrir henni. Jón hélt alltaf mikilli tryggð við sínar æskustöðvar, og fólkið sem þar býr, og hafði gaman af að fá fréttir þaðan. Stundum hringdi hann til mín og sagði: „Segðu mér nú einhverjar fréttir að norðan." Minningin um Jón Sigurðsson verður alltaf björt í hugum okkar vina hans. Hann var aldrei fyrir það að æðrast um neitt á lífsleið- inni, og við munum heldur ekki gera það, því eins og sagt er: „Ungur má en gamall skal,“ og öll verðum við að stfga skrefið yfir landamærin, og halda áfram á öðru tilverustigi sem okkur er hulið. En Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa,“ og við skulum trúa því. Að lokum vil ég votta eiginkonu og öðrum aðstandend- um mfna innilegustu samúð. Dýrmundur Ólafsson. Sjá einnig bls. 27. minningargreinar t Innilegt þakklæti til allra ættingja og vina sem sýndu okkur hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og dóttur GUÐBJARGAR ÓSKARSDÓTTUR, Faxabraut 38 D, Keflavtk. Sérstakar þakkir til séra Björns Jónssonar, systrafélags Innri-Njarðvlkur og skátafélagsins Vikverja Sigurður Sigurbjömsson, Gestur Pétursson, Óskar Sigurðsson, Margrét Gestsdóttir. Óskar Grtmsson. t Þökkum samúð og vinarhug, við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, HELGA BENEDIKTSSONAR f.v. skipstjóra, sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Akraness Benedikt Helgason Marta Pálsdóttir Guðmundur Helgason Ingibjörg Kr. tjánsdóttir Bima Benjaminsd. Ólafur Jónsson Guðmundur Helgason Jóhanna Markúsdóttir Pétur Geir Helgason Ósk Óskarsdóttir Lúðvtk Th. Helgason Ásthildur Micaelsen Sigrtður Helgadóttir, Jón Valdimarsson ■ ■ URVALIÐ ALDREI FJOLBREYTTARA SKIPARAKETTUR - SKIPARLYS, rauð og blá FALLH Ll FARRAKETTU R STJÖRNURAKETTUR TUNGLFLAUGAR ELDFLAUGAR JOKER- STJÖRNU ÞEYTAR ☆ ☆ JOKERBLYS BENGALBLYS ROMÖNSK BLYS FALLHLÍFARBLYS GULL- OG SILFURREGN BENGALELDSPÝTUR rauðar og grænar SÓLIR - STJÖRNUGOS STJÖRNULJÓS, tvær stærðir ☆ ☆ ^ ☆ VAX-ÚTIHANDBLYS, loga 1/2 tíma — HENTUG FYRIR UNGLINGA vax garðblys, loga 2 tíma S3BQ2S,0a ©.BSJiSQaSBa HJ'í SIMI 28855 ANANAUSTUM ALLTAF NÆG BILASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.