Morgunblaðið - 28.12.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.12.1975, Qupperneq 25
***• •''* V V'" MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 25 VEI V/VKAI\IOI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Um nagladekk Ökumaður skrifar Velvak- anda eftirfarandi bréf, þar sem kveður við nokkuð annan tón en áður, en eins og kunnugt er hafa nagladekkin sælu þótt allra meina bót hingað til: „Velvakandi góður, Þriðjudaginn 2. desember skrif- ar P.P. nokkur Velvakanda pistil, þar sem hann gerir að tillögu sinni, að nagladekk verði lög- leidd. Tilefni þessarar tillögu var það, að P.P. hafði lesið um öku- mann, sem taldi sig geta komizt leiðar sinnar án nagladekkja. Ég vil taka undir með þessum til- vitnaða ökumanni, þar sem ég hefi nú ekið án nagladekkja i tvo vetur, án þess að sakna þeirra hið minnsta. Þvert á móti er léttir að vera laus við hvininn, sem þeim fylgir. Nagladekk gera sáralítið ef nokkurt gagn í hálku — það sannar bezt hinn mikli fjöldi árekstra vegna hálku, sem P.P. minnist á, þrátt fyrir almenna notkun nagladekkja — en þau geta verið hættuleg á auðu. Auk þess spæna nagladekkin upp göt- urnar og valda með því milljóna tjóni, enda er talið að þau slíti götum hundraðfalt á við venjuleg dekk. Syonefnd „varanleg gatna- gerð“ er nú úr sögunni, enda mynda nagladekkin hjólför bæði i malbikaðar og steyptar götur og líta þær út eins og gamlar reið- götur til sveita eftir ótrúlega stuttan tima. Þegar rigning er, situr eftir vatn i þessum hjól- förum, og veldur hættu i umferð- inni, bæði vegna gusugangs yfir bila, sem mætast, og vegna þess, að við vissan hraða geta fram- dekkin tekið að fleyta kerlingar ofan á vatnsborðinu þannig að viðnám i sambandi við hemlun eða beygju er sama og ekki neitt (aquaplaning). Asfalt, sement, steinefni og þess háttar, sem nagladekkin mylja upp úr yfir- borði gatna og vega, mynda ryk sem fýkur i vit manna i þurrki, en sezt í hrúgur i bleytu, og veldur þvi, að bílar eru alltaf útataðir af óhreinindum, og á framrúðurnar og þurrkublöðin sezt malbikslag, sem takmarkar útsýni og erfitt er að fjarlægja. Þegar þetta ryklag blotnar fyrst eftir að byrjar að rigna, myndast nokkurs konar smurningslag, sem eykur heml- unarvegalengdir mjög verulega og skapar þannig hættu. Síðast en ekki sízt veita nagladekk mönnum falska öryggiskennd, og valda með því slysum. Þvl sem gerzt hafði. Parsons °pnaði fvrir honum og horfði á hann sljóum, svfjulegum augum. **egar Burden stóð inni í horðstof- Unni þar sem allir bðkatitlarnir blððidrifnu næstum þvf spruttu á •nóti honum, sagði hann ekkert, en lokað augunum og virtist f tann veginn að Ifða út af. — Ég ætla að biðja frú Johnson koma til vðar, sagði Burden. — Hún býr til te handa vður. Parsons kinkaði aðeins kolli. Svo sneri hann sér við og stóð eins °g steinstólpi og starði út um Sluggann. Með skelfingu sá Burd- en að sokkarnir hángu enn á snúr- únni. — Ég vil helzt fá að vera einn ^ÍUndarkorn. — Ég bið hana nú samt að kom- °g búa til te handa yður. — Ég segi henni að koma ekki alveg strax. — Jæja, sagði hann. — Þökk '.Vrir. Það er fallegt af vður. l*egar ð stöðina kom var Wex- [“rd að skoða brunnu eldspýtuna. **Hnn sagði hugsandi: ~~ Vitið þór hvað Burden. Mér ?e,*ur f hug að einhver hafi Kveikt á eldspýtu til að geta skoð- a" hana almennilega. Með öðrum °rúum, eftir að mvrkur var skoll- 0 Nagladekk bönnuð Nagladekk hafa nú ýmist verið bönnuð eða þau á að banna víðast í Norðurálfu, enda hafa verið gerðar miklar endurbætur á vetrardekkjum undanfarin ár og nú eru til nýjar gerðir, sem eru miklu betri í hálku en nagladekk og eldri snjódekk. Ökumaður bíls, sem útbúinn ér fjórum slíkum dekkjum, er mikið betur settur i akstri að vetrarlagi en sá, sem ekur á nagladekkjum. Aðspurður sagði þekktur bileigandi á Egils- stöðum, er hann ók með mig yfir Fjarðarheiði nýlega, að hann væri hættur að nota nágladekk, enda þyrfti keðjur hvort eð væri, ef eitthvað væri að færð. Þvi má bæta við, að hann notaði ekki keðjur I umræddri ferð, þrátt fyrir svellbunka viða á veginum. Auk þess er það furðuleg stað- reynd, að hér á landi skuli nagla- salar og dekkjaviðgerðarmenn i reynd ákveða fjölda nagla i dekkj- um, og láta þá auk þess standa marga millimetra út úr barð- anum. (Reglur munu að vísu til fyrir Reykjavik, en bæði er þeim mjög ábótavant og litt mun eftir þeim farið). Hjá okkur losna því naglarnir tiltölulega fljótt og taka að leggjast fram og aftur i barð- anum. Slitna þvi dekkin miklu fyrr en ella. Meðan nagladekk voru leyfð erlendis voru þau ekki negld, nema i mesta lagi að einum þriðja miðað við það, sem hér tiðkast og naglarnir í nýjum dekkjum voru ekki látnir standa neitt út úr barðanum. 1 þeim alvarlega efnahagsvanda, sem þjóðin á nú við að striða, höfum við ekki efni á þvi að eyðileggja götur og þjóðvegi, svo sem raun ber vitni, með nagladekkjum. En veita verður bíleigendum hæfi- legan umþóttunartima. Ég legg þvi til, að nú þegar verði ákveðið að draga verulega úr notkun nagladekkja veturinn 1977/78, og banna notkun þeirra algjörlega, a.m.k. i þéttbýli og á varanlegum vegum, frá vorinu 1978. Ökumaður“. Þetta þykir Velvakanda merki- legt og væri fróðlegt að fá nánari lýsingar á vetrardekkjunum, sem bréfritari nefnir. Ennfremur væri fróðlegt að heyra álit fleiri ökumanna á þessu máli — það er ekki beinlinis þægileg tilfinning að horfa upp á það að grundvell- inum undan nagladekkjaörygg- inu sé umsvifalaust hrundið og menn svifi nú bara i lausu lofti. HÖGNI HREKKVÍSI Högni vill gefa þennan fisk hungruðum útileguköttum.“ tt'k SIG6A V/GG* t ilLVttAU v/n nsT Vó V££A L4N6RJM W WANA JÓO/ bOGGU WÓN iR VÓ WONAN VÍN ÍG SAúS)l W£NN/ WA I® WALQA Nýbygging sjúkra- hússins á Neskaups- stað er nú fokheld Neskaupstað 17. desember FYRIR skömmu bauð bvgginga- stjórn fjórðungssjúkrahússins I Neskaupstað bæjarstjórn Nes- kaupstaðar. starfsfólki sjúkra- hússins, fréttamönnum ofl. að skoða nýbyggingu sjúkrahússins, sem nú er fokheld. Stefán Þor- leifsson, forstjóri sjúkrahússins, lýsti nánar húsakvnnum og fyrir- hugaðri starfsaðstöðu f nýbvgg- ingunni og rakti nokkuð byggingarsögu þessa áfanga. Gat Stefán þess, að nýbvgging fjórðungssjúkrahússins hefði fyrst komiz.t á fjárlög' fyrir árið 1970, en bvggingaframkvæmdir hafizt sfðla sumars 1973. Stærð þessarar viðbvggingar væri um 9.900 rúmmetrar og heildarflatar- mál 3.017 fermetrar. Byggingin verður tvær hæðir og kjallari. Staðsetning helztu starfseininga sjúkrahússins verður sem hér segir: I neðri kjallara verður vararafstöð fvrir sjúkrahúsið og þar verða einnig ýmsar gevmslur. I aðalkjallara verða m.a. endurhæfingarstöð, þvottahús, Ilkhús, krufning og kistulagning. Þar verða einnig búnings- og baðherbergi starfs- fólks, bflskúr og ýmsar gevmslur. A 1. hæð verður heilsugæzlu- stöð til húsa Þar fer fram hin daglega móttaka göngusjúklinga og er þar vinnuaðstaða fvrir 4 lækna ásamt aðstoðarfólki þeirra. / ~ Þar er einnig gert ráð fyrir vinnu- aðstöðu tannlæknis og héraðs- hjúkrunarkonu. A fvrstu hæð verða skurðstofur sjúkrahússins ásamt fvlgiherbergjum, rönt- gendeildin verður einnig þar til húsa svo og rannsóknarstofur. A 2. hæð verða 13 sjúkrastofur með 31 sjúkrarúmi. Þar verður afmörkuð fæðingardeild og eru rúm fæðingardeildarinnar talin hér með. Þar eru lfka vinnuher- bergi starfsfólks og f tengibvgg- ingu milli gamla og nýja hússins verður setustofa fvrir sjúklinga. Að ,sögn Stefáns verða enn- fremur gerðar brevtingar á gamla húsinu og lögð áherzla á að betrumbæta alla starfsaðstöðuna en með tilkomu nýbvggingar- innar er áætlað að heildarrúma- fjöldi sjúkrahússins verði 50—55 rúm. Þá sagði hann, að upphaf- lega hefði verið áætlað að húsið vrði tilbúið til starfrækslu árið 1977, en vfst væri að sú áætlun stæðist ekki. Arkitektar að bvggingunni eru þeir Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall. Verkfræðilegan undirbúning annaðist verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen og Helgi Gunnarsson tækni- fræðingur. Rafteikningar gerði Rafteikning s.f. í Reykjavík en verktakar eru Húsnæði s.f. í Revkjavfk. Asgeir. Hýárshátíd með ÚTSÝN í GLÆSIBÆ 1. janúar 1976 . -*-• •• -* • Fe röa s k r if s tof a n Útsýn og Veitingahúsið Glæsibæ halda 2. nýárshátíð sína i VEITINGAHUSINU GLÆSIBÆ 1. janúar n.k. SÖNGKONAN: JONI ADAMS ásamt hljómsveii Hermans Wegewijs skemmta Ásar leika fyrir dansi. Borðapantanir og afgreiðsla aðgöngumiða fer fram á morgun mánudag frá kl. 15—17. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ /<?- 3 Vð Á7T „

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.